Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Krlstjánsson og Óll Björn Kárason Aóstoóarrítstjóri: Jónas Haraldsson Augiýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Rándýr sjókvíálax Kvikmynd BBC um hætturnar af laxeldi hefur sýnt, að kæruleysi stjórnvalda í löndum Norður-Atlantshafs á sér enga stoð í niðurstöðum rannsókna, sem sýna hver á fæt- ur annarri, að eldislaxinn framleiðir margvísleg vanda- mál, sem menn vita ekki, hvernig megi að ráða við. Eldiskvíar i sjó eru gróðrarstía sjúkdóma og sníkju- dýra, sem þar er haldið niðri með lyfjagjöfum, en breiðast út í náttúrulega fiskistofna, sem eiga leið um firðina. Þar á meðal er villtur lax, sem ekki hefur aðgang að sömu varnarlyfjum og eldislaxinn í kvíunum. Þetta hefur leitt til hruns náttúrulegra laxastofna í Nor- egi og Skotlandi. Sumar ár hafa hreinlega tæmzt af laxi og í öðrum finnst aðeins reytingur af sloppnum eldislaxi, en litið af náttúrulaxi. Hagsmunir fiskiræktar stangast þannig á við hagsmuni hefðbundinna laxabænda. Til viðbótar við uppsöfnuð áhrif af lyfjagjöf hefur kom- ið í ljós, að þrávirk eiturefni hlaðast margfalt meira upp í eldislaxi en náttúrulegum laxi. Vísindamenn eru þvi byrj- aðir að vara við of mikiUi neyzlu á eldislaxi, það er að segja meiri neyzlu en sem nemur einni máltíð á viku. Þetta skaðar ímynd eldislaxins, sem auglýstur hefur verið sem einstök hollustufæða, rík af Omega-3 fitusýrum, sem fólk ætti helzt að borða oft í viku hverri. Nú verður ekki lengur hægt að auglýsa eldislax á svona róttækan hátt, því að hann er fullur af þrávirkni og lyfjum. í þriðja lagi hefur lengi verið vitað um, að eldiskvíar í sjó leiða til mikilla breytinga í umhverfinu. Þær hafa til dæmis valdið stjórnlausum vexti þörungagróðurs, sem stíflar loftblöndun sjávar og veldur miklum fiskidauða. Þetta hefur reynzt vera þrálátt vandamál í Noregi. í Qórða lagi hefur komið i ljós, að víða er eldislax orð- inn vanskapaður af þrautpíndum tilraunum til að auka vöxt hans og vaxtarhraða í harðri lífsbaráttu milli eldis- stöðva. Menn eru rétt að byrja að rannsaka, hvaða áhrif þetta getur haft á fólk, sem neytir framleiðslunnar. Svo getur farið, að sams konar áfall verði á markaði fyr- ir eldislax og orðið hefur á markaði fyrir nautakjöt. Fólk áttar sig allt i einu á, að stjómvöld hafa lengi gert lítið úr mikilli hættu og haldið leyndum niðurstöðum rannsókna. Þá grípur um sig snögg skelfing neytenda. Hér á landi ríkir villta vestrið á þessu sviði í skjóli handónýtra stofnana á borð við umhverfisráðuneytið og Skipulagsstofnun ríkisins, sem í þessum málum sem flest- um öðrum umhverfismálum gefa linnulaust út ábyrgðar- lausa úrskurði um, að ekki þurfi umhverfismat. Til dæmis hefur kærulaus skipulagsstjóri rikisins ákveðið, að fyrirhugað sjókvíaeldi á norskum laxi í Berufirði skuli ekki sæta umhverfismati. Þetta hefur ver- ið kært til umhverfisráðherra, sem áður hafði hafnað kæm vegna sömu niðurstöðu um eldi í Mjóafirði. Núverandi umhverfisráðherra og núverandi skipulags- stjóri hafa á ýmsum sviðum reynzt vera róttækir fylgjend- ur sóðaskapar í umhverfismálum. Þau hafa þegar skaðað framtíðarhagsmuni vistkerfis lands og sjávar og munu áfram skaða þá, svo lengi sem þau verða við völd. Svo getur farið, að sjókvíaeldi verði hagkvæm atvinnu- grein hér á landi. Hún verður það hins vegar aldrei, ef svo illa er staðið að málum, að stjómvöld afneita staðreyndum á borð við niðurstöður vísindalegra rannsókna á siðasta áratugi og sæta síðan óviðráðanlegum afleiðingum. Sérstaklega eru ámælisverðir úrskurðir róttæks skipu- lagsstjóra, sem fullyrðir út og suður um vísindaleg efni, sem hann hefur greinilega ekki kynnt sér hið minnsta. Jónas Kristjánsson 19 DV Skoðun€ Endurreisum Rauðhólana Á árum heimsstyrjaldar- innar síðari voru Rauðhól- amir við Elliðavatn notaðir í undirburð fyrir Reykja- víkurflugvöll. Rauðhólarnir eru gervigígar sem verða til þegar hraun rennur yfir grunn stöðuvötn, votlendi eða árfarvegi. Við það tekur hraunkvikan í sig vatn sem veldur suðu svo kvikan tæt- ist í sundur eða verður að gjalli. Við þessar sprenging- ar hlaðast upp gjallgígar sem mynda óreglulegar þyrpingar. Þaö er skipulagsleysið sem styðjast má við til þess að greina gervigíga frá eldgígum. Óafturkræf náttúruspjöll? Á árum heimsstyrjaldarinnar var augljóslega of mikill handagangur í öskjunni til þess að velta svona jarð- fræði fyrir sér eitthvað sérstaklega. Auk þessa voru Rauðhólamir langt fyrir utan Reykjavík. Síðan þá hefur heilmikið vatn runnið til sjávar, frið- ur komist á og haldist í þessum heimshluta að minnsta kosti. Svo hefur Reykjavík stækkað svo um munar. Núna blasa þessi óaftur- kræfu náttúrupsjöll við þeim sem Trausti Einarsson sagnfræöingur fara um Suðurlandsveg en á liðnum áratugum hafa Rauðhólarnir verið sem friðlýstur óskapnaður. En er það rétt að náttúruspjöU- in séu óafturkræf? Hvað segja jarðvísinda- menn? Gervigígar eru al- gjört plat og hvað skyldi þá standa í vegi fyrir því að búa tU plat gervigíga? Nóg er tfl af gjaUi á íslandi og þvi er ekkert sem mælir með því að Rauðhólar verði friðlýstur óskapnaður um aldur og ævi. Við getum meira að segja velt því fyrir okkur hvort við vUjum endurreisa þá rauða (í upp- runalegri mynd), svarta eða jafnvel græna? Græna Rauðhóla? Svarta Rauðhóla? Eða mislita Rauðhóla? Röndótta Rauðhóla? Hver væri ávinningurinn? Gervigígar eru næsta óþekktir utan íslands og Rauðhólamir því veglegt skraut fyrir þá sem vUja kynnast nyrstu höfuðborg í heimi. Ekki nægir að byggja gististaði og blaðra í útlöndum um næturlíf Reykjavíkur. Sú umræða sem nú fer fram um framtíö EUiðavatns ætti að „Núna blasa þessi óafturkrœfu náttúrupsjöll við þeim sem fara um Suðurlandsveg en á liðnum áratugum hafa Rauðhólamir verið sem friðlýstur óskapnaður. En er það rétt að náttúruspjöllin séu óafturkrœf?“ leiða tU þess að Rauðhólamir fari í lögformlegt umhverfismat og fram- tíðarskipulag Reykjavíkur ætti að taka mið af þeim möguleikum sem Rauðhólamir hafa tU að efla ferða- þjónustu Reykvíkinga. Því að leita langt yfir skammt þegar gervigíga má fmna í sjálfum túnfætinum? Það er nefnUega langt frá Reykja- vík í næstu gervigíga. Stóra gervi- gígaþyrpingu er að finna í Þjórsárdal, þá má líka fmna í Landbrotshólum í Landbroti og í Álftaveri. í Mývatni er gífurlegur fjöldi af gervigígum og má segja að flestar eyjamar i vatninu séu gervigígar. Mývetningar hafa verið duglegastir við að tengja saman ferða- þjónustu og gervigíga svo sem sjá má Heimtufrekir kúabændur Guöni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sýnist mér góður drengur og sést það vel á umgengni hans við menn og dýr. En flestum kostum fylgja lestir sem geta reynst hvim- leiöir. Þrátt fyrir vUja tU að láta gott af sér leiða virðist hann leiðitamur öflum vandræða, skammsýni og eig- inhagsmuna. Annaö karakúlmál? Stórbændur nokkrir á ríkisstyrkj- um hafa ruglað dómgreind hans verulega. Þeir hafa, með óskUjanleg- um hætti, fengið ráðherrann til að faflast á að flytja inn fósturvísa úr norskum kúm. Fáeinir sérhagsmunaseggir í bændastétt telja sig geta makað krókinn með því að fórna íslensku kúnni fyrir fjölþjóðlega (belju karakúl) blöndu af mögulega riðusmituðu einhverju sem enginn þekkir né sér fyrir endann á. Því miður virðist ráðherrann ekki gera sér ljóst, að með því að láta undan hrokafullum kröfum þessara bænda er hann mögulega að feta i fótspor þeirra sem fluttu inn karakúlféð og þar með hina alræmdu mæðiveiki. Albert Jensen trésmíOameistari Það er Framsóknarflokknum likt að ýta sliku úr vör, og ofan á allan ósómann leyfir hann Nóatúnsverslunum að flytja inn hrátt nautakjöt, og það frá riðusmituðum löndum. Þolir Framsóknarflokkurinn ekki að til sé í landinu alheilbrigt kúakyn sem laust er við riðu og gin- og klaufaveiki? Með og á móti Mér kemur ekki tfl hug- ar að Guðni vilji ekki bæði kúm og þjóð vel. Hann hefur bara legiö of lengi undir feldi. Þessi hrifgjami ráðherra faðm- aði afla hesta, menn og kýr sem hann komst í færi við og það veit á gott að vera góður við menn og máUeysingja. Hann vildi gjarnan vera landsbyggð- inni góður, sem er veru- lega á skjön við verklag Framsóknarflokksins og ........ sýndi með því umtalsvert hugrekki eða barnaskap. Fyrir lágt setta al- þýðuna er hugrakkur og bamslegur stjómmálamaður meiriháttar hval- reki, því það trúa honum fáir og trúgirnin verður almenningi síöur fjötur um fót og skammarleg. Hver hefur ekki, svona rétt fyrir kosningar, já og eiginlega hvenær sem er, heyrt loforð á borð við: Búum öldruðum áhyggjulaust ævi- kvöld? Þessi margnota, vanabind- andi og meiningarlausa tugga er stjórmálamönnum sérlega töm og þegar hún hljómaði á sjúkrahúsum um hátíðimar grenjuðu sjúklingar og starfsfólk af hlátri. Loforðaflaum- urinn er kannski hættur að virka og aðeins þau trúgjörnustu kokgleypa. Mikil er trú þín, kona Ég átti fyrir stuttu samtal við aldr- aðan Framsóknarbónda sem ég vildi leiða fyrir sjónir hve flokkur hans væri þjóðfélaginu skaðlegur, og að flokkstrú lokaði á sanngimi og víð- sýni. Ég tók sem dæmi síðasta útspil Framsóknarflokksinns þegar hann leyfði Guðna fyrirsjáanlegt skemmd- arverk með innflutningi fóst- urvísa. Bóndinn var á öðm máli um vandræðagang Guðna og flokksins í málinu og um leið og hann vísaði sökinni á nokkra stórbændur sagði hann að aðgerðin mundi fjara út. Guðni hefði aldrei hugsað sér að láta mál- ið ná svo langt að fósturvís- amir kæmust til landsins, hvað þá meir. Hann væri að friða ósvífínn minnihluta bænda. Almennur fundur bænda hafði hafnað tilraunum með íslenska kúakyniö, en fámenna volduga klik- an hafði leitt eða þvingað flokkinn á sína línu. Það fríar auðvitað ekki Framsóknarflokkinn að láta flokks- lega hagsmuni og peningavald ráða gerðum sínu og hundsa vilja þjóðár- innar. Mikil er trú þín kona, var sagt í upphafl tímatals, og mikil er trú þessa ágæta bónda og fólks sem trú- ir Framsóknarflokknum fyrir sinum málum, en langt því frá svo lífvæn- leg sem konunnar forðum. Það er óþolandi ef nokkrir yfir- gangssamir stórbændur á ríkis- styrkjum komast upp með að vinna skemmdarverk á íslenska kúakyn- inu sem er einstætt í heiminum og eign þjóðarinnar. Það er Framsókn- arflokknum líkt að ýta slíku úr vör, og ofan á allan ósómann leyfir hann Nóatúnsverslunum að flytja inn hrátt nautakjöt, og það frá riðusmit- uðum löndum. Þolir Framsóknar- flokkurinn ekki að til sé í landinu al- heilbrigt kúakyn sem laust er við riðu og gin- og klaufaveiki? Er Fram- sóknarflokknum ekkert heilagt? Albert Jensen 50 km/klst. í Reykjavík? Aðstæður leyfa víða hærri hraða íbúar vilja hraðatakmarkanir a „Lögreglan í jgÉL Reykjavík er al- B mennt fylgjandi því að hámarks- hraði í hreinum íbúðagötum og/eða þéttum íbúðahverfúm sé ekki meiri en 30 km/klst. Öðru máli gegnir um sumar safnbrautir. Þar eru víða aöstæður til þess að leyfa hinn almenna hámarskhraða, 50 km/klst. og tæpast rökrétt ______ að hafa þar sama umferðar- hraða og í hreinum íbúðagötum. Þessi sjónarmið hafa ítrekað komið fram hjá dómurum þar sem fjallað hefur verið um kröfu lögreglunnar um sviptingu ökuréttar vegna of hraðs aksturs. Nið- Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri í Reykjavík urstaðan hefur þar oft orðið sú að ekki er á það fallist að öku- maður hafi gerst sekur um svo vítaverðan akstur að valda eigi sviptingu ökuréttar. Jafh- an er þá bent aðstæður á vett- vangi og akstursskilyrði. Lög- reglan getur ekki mælt með því að hámarskhraði á öllum safnbrautum verði 50 km/klst. en telur að skoða eigi hverja safngötu og meta hvort hún beri þann hraða eður ei. Þá hefur lögreglan bent á að ekki sé ætíð nauðsynlegt að lækka ökuhraða í allri götunni. Ef aðstæður kalla þar á lægri ökuhraða má minnka hraðann með hindrunum." teI aö 30 km hverfln hafi verið gott og þarft inn- legg í það megin- verkefni okkar allra að ná niður umferðar- hraða í borginni og tel mjög óheppilegt að breyta þeim. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni að margir öku- menn virðast ekki fara eftir þessum takmörkimum og þar er mikið verk að vinna. Það hefur komið mjög skýrt í ljós á undanfornum dögum að íbúar vilja hafa þessar hraðatak- markanir og fjölmörg hverfasamtök og einstaklingar hafa haft samband Helgi Pétursson formaóur sam- göngunefndar Reykjavíkurborgar og hvatt til þess að engar breytingar verði gerðar. Ég tel því að við eigum að leita allra leiða til þess að fylgja þessari stefnu eftir og gera hverjar þær ráðstafanir sem hægt er til þess að fá menn til að virða þessi hraðamörk og sýna almennt miklu meiri tillitssemi og varkámi í umferðinni.“ Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur lagt tll aö hámarkshraöl 17 safnbrauta, gatna sem taka viö umferö úr íbúöa- eöa húsagötum, veröf hækkaöur úr 30 km/klst. í 50 km/klst., í Ijósi þess aö dómarar dæmi lagabrjótum oft í vll. til dæmis á Skútustöðum. Hér fyrir sunnan fer hins vegar lítið fyrir mý- varginum og spurning hvort ekki sé kjörið að prýða Elliðavatnið með nokkrum andartegundum að norðan. Það mætti hugsa sér söluskála með minjagripi af gervigígum tfl að laða ferðamenn að því sem vert er að kynnast. Hverjir borga brúsann? Nú að sjálfsögðu farþegamir sem njóta þessa sérstaka undirburðar. Á síðasta ári fóru um Reykjavíkurflug- völl 450 þúsund farþegar og takist aö hafa tíkall af hverjum þeirra er kom- inn dágóður sjóður upp á fjóra og hálfa milljón. Ef við seilumst líka í vasa þeirra sem fara um Keflavíkur- flugvöll á síðasta ári fóru þar um ein komma þrjár mifljónir farþega. Króna á mann og þaðan fást ein koma þrjár mOljónir króna. Himdr- aðkaO á mann og uppskeran er hundrað og þrjár miUjónir króna. Þessar tölur má svo framreikna að hætti hugmyndasmiða Hvalfjarðar- ganga og þá fást mOljarðar sem mætti nota tO þess endurreisa Rauð- hólana og lífga upp á náttúrufegurð- ina i Reykjavík. Trausti Einarsson Ummæli Steypan og mannsævin „Á síðastliðnu sumri samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur ein- róma, að steypt skyldi gata í Reykjavik á þessu ári, líklega í tO- rauna- og saman- burðarskyni við malbiksgötur. Slíkan samanburð hafa menn verið að gera síðan fyrir síðustu heimsstyrjöld á lið- inni öld, án þess að nokkur hafl lifað það að komast að tæmandi niður- stöðu. Mannsævin er heldur stutt til þess að ljúka verfefninu, því steypan endist yfirleitt mjög lengi.“ Halldór Jónsson verkfræóingur, í Mbl.-grein 9. janúar. Brostnar forsendur „Það er okkar mat, að samnings- forsendur séu brostnar. Kennarar eru að fá meira en við fengum með samningum á al- menna markaðnum, þótt ég gagnrýni ekki að þeir hafi fengið eðlOega leið- réttingu sinna launa. Ríkið er hins vegar að ganga á bak orða sinna, sem voru þau, að ekki væri meira tO skipt- anna en sú prósentuhækkun sem við fengum í okkar samningum sl. vor.“ Aöalsteinn Á. Baldursson, form. Verka- lýösfélags Húsavíkur, í Degi 10. janúar. Viðurkenning á innihaldi „Ég tók eftir því að þegar Verslun- arskólinn setti fram sitt tilboð til kennara um 103% hækkun á samn- ingstímanum þá voru viðbrögð kennaraforystunn- ar á þann veg, að það þyrfti að fara vel yfir það hvort í þessum samningi fælist nokkur hækkun. Mér fannst þetta mjög athyglivert þá, því að þetta var í fyrsta sinn sem ég sá formann Félags framhaldsskólakennara viður- kenna opinberlega, að það væri svona mikið í pokanum." Ari Edwald, framkv.stj. Samtaka atvinnu- lífsins, í Viöskiptablaöinu 10. janúar. Kjarasamningar hrista upp „Það sem í upphafi var sagt stang- ast verulega á við raunveruleikann eins og hann blasir við okkur núna og kennarar eru að fá umtalsvert meiri launahækkanir en gerst hefur á hin- um almenna launamarkaði.. Ég get ekki annað séð en þetta kalli á opnun launaliða samninga Flóabandalagsins." Siguröur T. Sigurösson, form. Verkalýös- fél. Hlífar, í Degi 10. janúar. Ný lausn kvótamála Ekki bólar á neinni lausn í gjafakvótamálum. Þjóðin hefur bréf upp á það að hún eigi fiskimiðin í kringum landið, jafnvel dóm Hæstaréttar. Samt eru menn og konur í biðröð hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin þar sem fólkið hefur ekki að borða. Varla leit þetta fólk í biðröðinni þannig út að það geröi sér grein fyrir kvótaeign sinni þ.e. smáhlut í ríkustu fiski- miðum í heimi við strend- ur íslands, sbr. dóm Hæsta- réttar. Gjafakvótinn er ekki í hönd- um venjulegs fólks. Nokkrir aðilar hafa lagt hann undir sig. Svo má fólkið standa í biðröð hjá Mæðra- styrksnefnd ef það hefur ekki mat. Kaupum kvótann til baka Gjafakvótamenn láta ekki ráns- feng sinn af hendi með góðu. Það er vonlaust mál. En sumir þeirra vilja alltaf selja. Svo gætu þeir tekið upp á því að leggja söluhagnaðinn í einkahlutafélag í útlöndum þar sem féð er falið á hálfgerðum leynireikn- ingum. Þetta hafa margir fyrri eig- endur gjafakvótans þegar gert. Þá hafa þeir allt sitt á þurru. Yfirvöld á íslandi hafa þá ekkert yfir þessu fé að segja lengur. Þessi fjárflótti veik- ir gengi okkar krónu eða jafnvel fell- ir hana frekar en orðið er. Ríkir Rússar flytja líka sína peninga til út- landa. Þjóðin og bankarnir sitja eftir með öll erlendu lánin sem tekin voru til að borga þessa gjafakvótamenn út. Þetta er slæm staða. Þá væri skárra að ríkissjóður Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaOur með legði fram fé til að byrja að kaupa upp gjafakvótann. Eitthvað gengi þá í rétta átt. Uppkeyptur kvóti væri svo eign ríkissjóðs sem myndi leigja hann þar sem hann gefur mestan arð en það er í smærri sjávarbyggðunum úti um aflt land. Ekki er nokkur vafi á þvi að hag- kvæmasta útgerðin eru smá- bátar og trillur í fiskiþorp- unum. Þessir bátar eru ódýrir í rekstri og nota lít- inn gjaldeyri, svo sem inn- flutta olíu. Svo fara þeir vel fiskimiðin. Telja mætti upp fleira, svo sem vemdun botngróðurs, smáfisks og seiða. Kvótasjóður ríkisins ehf. Ríkissjóður gæti rekið kvótasjóð- inn sem hlutafélag svo sem venja er i dag með flesta hluti. Þó tap væri á svona kvótafélagi sem þarf þó ekki að vera þá væri margvíslegur beinn og óbeinn hagnaður fyrir þjóðfélagið í heild af þessari starfsemi. Hægt væri að leigja ríkiskvótann með því skilyrði að komið væri að landi með allan afla. Öllu brottkasti væri hætt. Ef menn virtu þetta ekki þá fengju menn ekki aftur leigðan ríkiskvóta. Hægt er að beina leigukvóta ríkisins til þorpa þar sem ónotuð aðstaða er fyrir hendi, svo sem íbúðir og út- gerðarmannvirki. Stutt yrði að vera á góð fiskimið. Fiskiþorpin verði byggð upp. Stórtogarinn úreltur Fleiri og fleiri sannfærast um að stóru togaramir séu að verða úreltir. Þeir standa orðið höllum fæti þegar olían er dýr. Þeir stunda mikið brott- kast til að geta unniö heppilegar stærðir á miklum hraða. Svo eru botnvörpur þeirra ekki vistvænar. Þær eyðileggja botngróður og drepa smáfisk og seiði. Nýlega benti þekktur veðurfræð- ingur á það með skýrum rökum að stór og gamall þorskur þarf að fá að lifa til að hrygning takist árlega vel hjá þorski við ísland. Það var einmitt stórþorskurinn sem hvarf og varð útdauður þegar gjafakvótinn komst á. Þá litu menn aðeins á skjótan peningahagnað veið- anna og neituðu að friða nægilega stór svæði þar sem stórþorskur gæti átt skjól. Áður faldi stórþorskurinn sig viða á hraunbotni, t.d. við Suður- land, en kvótamenn hreinsuðu hann upp með nýjum og fuflkomnari veið- arfærum. Úr öllu átti að gera pening. Friðun á fiski beinist aftur á móti að því að veiða ekki fisk og lofa honum að 'vaxa upp. Gjafakvótinn sneri þessu við og hreinsaði stórþorskinn upp og gerir raunar enn í dag. Stöövum brottkastlð Ef Kvótasjóður rikisins ehf. ætti verulegan kvóta þá er hugsanlega hægt að komast út úr þeim vítahring sem núverandi gjafakvótakerfi held- ur fiskveiðum okkar í. Ef hægt væri að fá hluta flotans til að koma með allt fyrra brottkast í land og til vinnslu þá sæju menn t.d. skýrt því- lík sóun verðmæta brottkastið er í framkvæmd. - Bara það væri stór sigur miðað við ástandið í dag og alla þá sóun sem brottkastið er. Lúðvík Gizurarson „Fleiri og fleiri sannfœrast um að stóru togaramir séu að verða úreltir. Þeir standa orðið höllum fœti þegar olían er dýr. Þeir stunda mikið brottkast til að geta unnið heppilegar stcerðir á miklum hraða. Svo em botnvörpur þeirra ekki vistvcenar. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.