Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 24
28
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001
* Tilvera i>‘Vr
LLLUl
Öndvegiskonur í
Borgarleikhúsi
í kvöld kl. 20 veröur í Borgarleik-
húsinu hátíðarsýning á verkinu
Öndvegiskonur eftir Austurríkis-
manninn Werner Schwab í þýð-
ingu Þorgeirs Þorgeirsonar. Sýn-
ingin er í tilefni af 104 ára afmæli
Leikfélags Reykjavikur. Leikkon-
ur eru þær Hanna María Karls-
dóttir, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir og Sigrún Edda Björnsdótt-
ir. Leikstjóri er Viðar Eggertsson.
Meira en fjörtíu leikhús í Evrópu
hafa nú tekið verk höfundarins til
sýningar. Eftir hann liggja um
það bil tuttugu leikrit.
Klassík
■ RACHMANINOFF Sinfóníuhljóm-
sveit Islands mun flytja Píanó-
konsert nr. 3 eftir Rachmaninoff og
Sinfóníu nr. 1, Vetrardrauma eftir
Tjækovskí á tónleikum sínum í Há-
skólabíói í kvöld kl. 19. Þriðji píanó-
konsert Rachmaninoffs
(1873-1943) er ákaflega kreljandi
viöfangsefni. Hann stóö lengi í
skugga hins vinsæla konserts nr. 2
en hlaut heimsathygli þegar kvik-
myndin Shine, um lif ástralska pí-
anóleikarans David Helfgott, sló I
gegn fyrir nokkrum árum. Stjórnandi
Sinfóníunnar er Rico Saccani og
einleikari Denis Matsouev.
Leikhús
■ SNUÐRA OG TUÐRA Leikritiö
Snuðra og Tuðra eftir Iðunní Steins-
dóttur verður sýnt í Möguleikhúsinu
við Hlemm kl. 14 í dag.
■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Á sama
tíma síðar er framhald leikritsins Á
sama tíma að ári sem sýnt hefur
verið um langt skeið við miklar vin-
sældir. í kvöld kl. 20 verður fram-
haldið sýnt í Loftkastalanum og eru
það þau Tinna Gunnlaugsdóttir og
Sigurður Sigurjónsson sem fara
með hlutverkin eins og áður. Upp-
selt er á sýninguna.
■ ASTKONUR PICASSOS Leikritið
Ástkonur Picassos eftir Brian
McAvera verður sýnt í Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 20.
■ TRÚÐLEIKUR í IONÓ Iðnó sýnir
Trúðleik í kvöld klukkan 20. Leikarar
i verkinu eru Halldór.Gylfason og
Friðrik Friðriksson. Örfá sæti laus.
Myndlist
I SYNING SEX MALARA I LISTA-
SAFNI KOPAVOGS A föstudag var
opnuð samsýning sex málara í Lista-
safni Kópavogs. Listamennirnir eru
Birgir Snæbjórn Birgisson, Ed
Hodgkinson, Jóhann Ludwig Torfa-
son, Peter Lamb, Sigríður Olafs-
dóttir og Þorri Hringsson.
■ 10 VONBRIGÐI Einkasvning Sig-
ríöar Olafsdóttur, 10 vonbrigði,
stendur nú yfir í Gallerí Nema hvað.
Eins og heiti sýningarinnar ber með
sér fæst listakonan við 10 vonbrigöi
á myndrænan hátt.
■ PORTRETT HJÁ SÆVARI KARLI
Helgi Þorgils Friöjónsson myndlistar-
maður opnaði um helgina einkasýn-
ingu í Galleríl Sævars Karls I Banka-
stræti. Óhætt er að segia að ekki
sé um „dæmigerða" sýningu aö
ræða hjá Helga því meginefnið eru
þrettán portrett af ýmsum aðilum,
bæði landsþekktum og minna þekkt-
um. Það er áratugur síðan Helgi
sýndi síöast portrett og hann segir
þaö listform ekki almennt hafa verið
í hávegum haft um skeiö.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Raunir hjúkrunarfræðings
Á morgun verður frumsýnd í
Laugarásbíói, Háskólabíói og
Borgarbíói á Akureyri ein vin-
sælasta gamanmynd síðustu vikur
á síðasta ári í Bandaríkjunum.
Myndin, sem einnig hefur fengið
góða gagnrýni, var kannski sú
mynd á síðari hluta ársins sem
kom hvað mest á óvart varðandi
aðsókn. Fjallar hún um stirt sam-
band tilvonandi tengdafóður og
tengdasonar og þykja þeir Robert
De Niro og Ben Stiller fara á kost-
um í hlutverkum sínum.
Ben Stiller leikur Greg Focker,
sem er að læra að verða hjúkrun-
arfræðingur og er í góðu ástarsam-
bandi við Pam Byrnes (Teri Polo).
Dag einn ákveða þau að heim-
sækja foreldra hennar. Greg hefur
verið að manna sig upp í að biðja
hennar, en Pam kemur honum í
skilning um að hann verði að
biðja pabba hennar um leyfi. Pam
hefur alla tíð sagt að pabbi hennar
sé fyrrum blómasali sem nú sé
sestur i helgan stein og telur Greg
að karlinn geti nú varla verið mik-
ill á velli. Þegar á leiðarenda er
komið mætir honum ógnvekjandi
sjón þar sem er Jack Byrnes (Ro-
bert De Niro) því það er augljóst
frá fyrstu kynnum að hann er ekki
allur þar sem hann er séður. Eftir
þetta rekur hvert óhappið annað
þegar aumingja Greg reynir að
ganga í augun á verðandi tengda-
foreldrum, sérstaklega eftir að
hann kemst að þvi að Jack er fyrr-
um útsendari bandarísku leyni-
þjónustunnar.
Leikstjóri Meet the Parents er
Jay Roach. Hann hefur nú leik-
stýrt fjórum kvikmyndum og hafa
þrjár þeirra, Austin Powers,
International Man of Mystery,
Austin Powers, The Spy Who
Shagged Me og Meet the Parents
slegið í gegn. Fjórða myndin, My-
stery, Alaska, fór fyrir ofan garð
og neðan hjá flestum, enda dauf í
alla staði miðað við aðrar
myndir hans. Áður
Roach sneri sér að leik-
stjórn hafði hann
komið nálægt
ýmsum
þáttum
Fyrstu kynnin
Greg Focker (Ben Stiller) heilsar upp á tilvonandi tengdaföður sinn
Jack Byrnes (Robert De Niro).
kvikmynda, meðal annars
framleitt, skrifað handrit,
klippt og gert stuttmyndir.
Hugmyndin að Meet the
Parents kemur í gegnum
stuttmynd sem grínist-
in Greg Glienna
gerði. Framleið-
andinn
Nancy
Tenen-
en
baum sá strax að það var hægt að
gera kvikmynd í fullri lengd eftir
hugmyndinni og setti allt í gang,
réð handritshöfundinn Jim Herz-
feld, sendi síðan drög að handrit-
inu til Jay Roach, sem þá hafði að-
eins leikstýrt fyrstu Austin
Powers-myndinni. Þrátt fyrir að
vera með um fimmtíu handrit á
borðinu hjá sér sá Roach strax
mikla möguleika í Meet the
Parents og hjólin fóru að snúast þó
hægt gengi í fyrstu.
-HK
Ben Stiller
Leikur hinn mjúka Greg Focker sem
fær að kynnast fyrrum leyniþjónustu-
mönnum sem eru mikil hörkutól.
Franskar verðlaunakvikmyndir
- á frönskum kvikmyndadögum í Háskólabíói
Kvikmyndaklúbburinn Filmund-
ur og Alliance Francaise standa fyr-
ir frönskum kvikmyndadögum dag-
ana 11.-22. janúar. Sýndar verða
átta nýlegar, margverðlaunaðar
gæðamyndir sem hafa ekki verið
sýndar á hér á landi áður. Hér er
því um mikinn hvalreka fyrir alla
kvikmyndaunnendur að ræða.
Myndirnar eru fjölbreyttar, allt frá
galsafengnum gamanmyndum yfir í
svörtustu sakamálamyndir þannig
að allir ættu að finna eitthvað við
sitt hæfl á frönsku kvikmyndahátíð-
inni. Eftirtaídar myndir verða sýnd-
ar: Place Vendöme eftir Nicole
Garcia, Vénus Beauté eftir Tonie
Marshall, Post-coitum Animal
triste eftir Brigitte Roúan, Le cous-
in eftir Alain Corneau, Serial
Lover eftir James Huth, Le pari eft-
ir Didier Bourdon og Bernard
Campan, Le fils préfere eftir Nicole
Garcia og Y-aura-til de la Neige a
Noel? eftir Sandrine Veysset.
Place Vendöme
Catherine Deneuve, sem lands-
menn sáu síðast í Myrkradansaran-
um, fer með aðalhlutverkið og hefur
fengið einróma lof fyrir og vann
hún til verðlauna á kvikmyndahá-
tíðinni í Feneyjum fyrir leik sinn.
Place Vendöme var auk þess til-
nefnd til fjölda verðlauna, m.a.
hlaut hún 10 tilnefningar til hinna
virtu César-verðlauna í Frakklandi.
Leikstjóri: Nicole Garcia. Aöalhlut-
verk: Catherine Deneuve, Jean-Pi-
erre Bacre, Emanuelie Seigner.
Vénus Beauté
Vénus Beauté var tilnefnd til sex
Cesarverðlauna og vann til fernra,
var meðal annars valin besta
franska myndin á síðasta ári.
Einnig vann Nathalie Baye til verð-
launa fyrir leik sinn á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Seattle en
myndin hefur jafnframt hlotið
íjölda annarra verðlauna á kvik-
myndahátíðum um allan heim.
Leikstjóri: Tonie Marshall. Aðal-
hlutverk: Nathalie Baye, Bulle Ogi-
er, Samuel le Bihan.
Post-coítum animal trlste
Styrkur Post-co'ítum animal
triste felst einkum í hugmynda-
auögi hvað kvikmyndatöku, útlit
og tæknibrellur varðar sem gerir
það að verkum að annars hefð-
bundinn söguþráðurinn fær nýja
og afar kómíska vídd. Brigitte
Roúan var tilnefnd til evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik
sinn og jafnframt hlaut myndin til-
nefningu á kvikmyndahátíðinni í
Cannes á sinum ttma.
Le cousin
Sakamálamynd í hæsta gæða-
flokki. Le cousin var tilnefnd til
fimm Cesarverðlauna og á leikstjór-
inn Alain Comeau langan og farsæl-
an feril að baki, gerði meðal annars
hina frábæru Tous le matin de
monde.
Leikstjóri: Alain Corneau. Aðal-
hlutverk: Patrick Tlmsit, Alain
Chabat, Samuel le Bihan.
Serial lover
Claire er vinsæll sakamálasögu-
höfundur og gengur allt í haginn,
hana vantar ekkert nema eigin-
mann og þar sem hún er komin á
fertugsaldurinn finnst henni tími til
kominn að gera eitthvað í málinu.
Frábær gamanmynd sem hefur unn-
ið til fjölda verðlauna, fékk meðal
annars verðlaun á kvikmyndahátið-
inni í París.
Leikstjóri: James Huth. Aðalhlut-
verk: Michele Laroque, Albert
Dupontel, Elise Tielrooy.
Le pari
Didier og Bernard eiga eitt sam-
eiginlegt takmark og það er að
hætta að reykja. Þeir eru mágar og
keðjureykja báðir en veðja hvor við
annan að þeir geti hætt að reykja í
tvær vikur. Gamanmynd úr smiðju
vinsælasta gamanmyndadúetts
Frakklands, þeirra Didier Bourdon
og Bernard Campan.
Leikstjórar: Didier Bourdon og
Bernard Campan. Aðalhlutverk:
Didier Bourdon, Isabelle Ferron,
Isabel Otero.
Le fils préféré
Gérard Lanvin vann á sínum
tíma Cesarverðlaunin fyrir bestan
leik karla í aðalhlutverki og Nicole
Garcia var tilnefnd til leikstjóra-
verðlaunanna. Einnig fer Jean-Marc
Barr með hlutverk í myndinni en
hann hefur leikið í myndum á borð
við The big blue sem og í Breaking
the waves og Dancer in the dark.
Leikstjóri: Nicole Garcia. Aðalhlut-
verk: Gérard Lanvin, Bernard
Giraudeau, Jean-Marc Barr.
Y aura-t-il de la neige á
Noél?
Áhugaverð mynd frá sjónarmiði
jafnréttisbaráttunnar. Sandrine
Veysset var valin leikstjóri ársins á
Cesar-verðlaunaafhendingunni á
sínum tima og var tilnefnd til og
vann fjölda viðurkenninga á sínum
tíma, hún var m.a. valin til þátttöku
á kvikmyndahátíðunum í Cannes og
Toronto.
Leikstjóri: Sandrine Veysset. Aðal-
hlutverk: Dominique Reymond,
Daniel Duval, Jessica Martinez.