Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Síða 4
20 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 Sport i>v KA/Þór-Valur 18-19 3-1, 3-3, 5-5, 5-6, 9-9, 9-11, (10-11), 10-15, 13-16, 13-18, 18-18, 18-19. KA/Þór Mörk/víti (skot/viti): Martha Hermannsdóttir 1 (1), Inga Dís Sigurðardóttir 2/1 (5/2), Elsa Birgisdóttir 2 (4), Klara Stefánsdóttir (1), Ásdís Sigurðardóttir 8/1 (13/2), Guðrún Linda Guðmundsdóttir 5 (6). Mörk úr hraóaupphlaupum: Engin. Vitanýting: Skorað úr 2 af 4. Varin skot/viti (skot á sig): Varin skot/viti (skot á sig/víti): Sigurbjörg Hjartardóttir 11/4 (30/10, 36,7%). Brottvisanir: 6 mínútur. Valur Mörk/viti (skot/viti): Eivor P. Blöndal 4/2 (7/5), Árný ísberg 4 (6), Marin S. Madsen 5/4 (8/5), Anna M. Guömundsdóttir 2 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (4), Arna Grimsdóttir 1 (4), Svanhildur Þorbjörnsdóttir 1 (1). Mörk i'ir hraóaupphlaupum: 2 (Ámý og Svanhildur). Vitanýting: Skorað úr 6 af 10. Varin skot/víti (skot á sig): Berglind í. Hansdóttir 9/2 (27/4, 33%). Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Jónas Elfasson og Ingvar Guðjónsson (6). Gœói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 50. Maður leiksins: Sigurbjörg Hjartardóttir, KA/Pór. Stjarnan-ÍR 31-13 2-0, 2-1, 6-2, 9-3, 11-5, 18-5, (19-6), 21-6, 23-7,24-9,28-10, 29-12,31-13 Stiaman Mörk/víti (skot/viti): Inga Lára Þórisdótt- ir 5/3 (5/3), Guðný Gunnsteinsdóttir 4 (4), Hrund Schewing Sigurðardóttir 4 (4), Hrund Grétarsdóttir 4 (5), Svetlana Ther- eta 4 (6), Haila María Helgadóttir 3 (9), Nina Kristín Bjömsdóttir 3 (9), Margrét Vilhjálmsdóttir 2 (2), Herdís Jónsdóttir 1 (1), Anna Bryndis Blöndal 1 (3/1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 13 (Hrund G. 4, Svetlana 2, Guðný 2, Halla, Margrét, Anna, Hrund Sch., Inga Lára). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Varin skot/viti (skot á sig): Sóley Hall- dórsd. 10/1 (17/4, 59%), Lijana Sadzon 8 /1 (14/3, 57%, eitt víti í stöng). Brottvisanir: 8 mínútur. ÍR Mörk/viti (skot/viti): Anna Sigurðardótt- ir 5/3 (8/3), Heiða Guðmundsdóttir 4/2 (17/3), Guðrún Harðardóttir 2 (4), Bára Jó- hannsdóttir 1 (1), íris Dögg Harðardóttir 1 (4/1), Sigrún Sverrisdóttir (6), Áslaug Þórs- dóttir (1/1), Elisabet Gunnamdóttir (1), Sól- veig Kjemested (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 ( Heiða). Vitanýting: Skorað úr 5 af 8. Varin skot/viti (skot á sig): Helga Dóra 10/1 (34/4, 29%), Gígja Kristinsdóttir 1 (8, 13%). Brottvisanir: 2 mínútur. Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Valgeir Ömarsson (5). Gœói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 220. Maður leiksins: Hrund Grétarsdóttir, Stjörnunni. FH-Grótta/KR 26-17 1-1, 3-3, 4-5, 7-6, 9-7, 11-7, (11-8), 12-10, 13-12, 15-12, 20-14, 22-15, 25-17, 26-17. FH Mörk/víti (skot/víii): Dagný Skúla- dóttir 5 (7), Dröfn Sæmundsdóttir 5 (11), Judit Estergal 5/1 (13/1), Harpa Vífils- dóttir 4 (7/1), Ragnhildur Guðmunds- dóttir 2/1 (1/1) Björk Ægisdóttir 2 (3), Hildur Erlingsdóttir 1 (1), Eva Albrecht- son 1 (1), Sigrún Gilsdóttir 1 (1), Hafdis Hinriksdóttir (3/2). Mörk úr hraóauppldaupum: 5 (Dag- ný, Harpa, Eva, Björk, Judit). Vitanýting: Skorað úr 2 af 5. Varin skot/viti (skot á sig): Kristín Guðmundsdóttir 9/1(26/4, 35%, 1 víti stöng). Brottvisanir: 6 mínútur. Grótta/KR Mörk/viti (skot/viti): Ágústa Edda Bjömsdóttir 5/1 (10/1), Jóna B. Pálma- dóttir 4/1 (12/3), Kristín Þórðardóttir 2 (2) , Eva Björk Hlöðversdóttir 2 (2), Guð- ný Dýradóttir 1 (1), Ragna K. Sigurðar- dóttir 1 (1), Edda H. Kristjánsdóttir 1 (3) , Eva Þórðardóttir 1 (5). Mörk úr hraðaupphlaupum: 2 (Edda og Eva). Vitanýting: Skorað úr 2 af 4. Varin skot/viti (skot á sig): Hildur Gísladóttir 7 (33/4, 21%). Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Guðmundur Ste- fánsson og Tómas Sigurdórsson (7). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 60 Maður leiksins: Dröfn Sæmundssdóttir, FH. Kærkomið hjá FH-ingum - eftir flóra tapleiki sigruðu þær Gróttu/KR, 26-17, í Kaplakrika DV, Akureyri: KA/Þór vildi ekki gefast upp og reyndi að minnka muninn. Þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum voru KA/Þórsstúlkur búnar aö minnka muninn niöur í eitt mark. Valsstúlkur náðu ekki að nýta sóknina og Guðrún Linda skoraði fyrir KA/Þór og jafnaði leikinn, 18-18, og aðeins um fjórar mínútur voru eftir og höfðu þá Valsstúlkur ekki skorað í tíu mínútur. Eivor náði svo að skora fyrir Val og var það úrslitamarkið í leiknum. Ásdís Sigurðardóttir náði ekki að notfæra sér vítakast sem hún fékk undir lokin. Þjálfari KA/Þórs, Hlynur Jóhannsson, var meðal áhorfenda og lét óspart heyra í sér. í leikhléum fóru leikmenn KA/Þórs að áhorfendastæðum til að fá ráð þjálfara síns og var ekki sett út á það af starfsmönnum leiksins. Undir lok leiksins þurfti svo Magnús Sigurólason að taka Hlyn með valdi frá ritaraborðinu eftir að dómaramir höfðu í eitt af sínum mörgum skiptum neitað KA/Þór um víti. Dómaramir „fóru á kostum" í leiknum en þeim tókst að eyðileggja leikinn með hreint út sagt slakri dómgæslu. Allt samræmi vantaði hjá þeim en margir dómarar hafa dæmt illa þegar kemur að KA/Þór en hvort það er skapi þjálfarans að kenna eða eingöngu dómumm skal ósagt látið. -JJ ■' ■ . * Þorhildur Björns- dóttir og stöllur hennar í KA/Þór lutu i lægra haldi fyrir Val á síöustu sek- úndunni. Eivor skoraði sigurmarkið - þegar Valur lagði KA/Þór, 18-19, nyrðra Oruggur sigur hjá Stjörnunni - gegn botnliði ÍR, 31-13 Stjaman sigraði ÍR örugglega, 31-13, í 1. deild kvenna á laugardaginn. Garð- bæingar fylgdu þar eftir eftir góðum sigri á Gróttu/KR í síðustu umferð, en hið unga lið Breiðholtsstúlkna mátti þola enn eina útreiðina í vetur. Líkt og staða liðanna ber með sér þá var aldrei spurning um hvorum megin sigurinn mundi lenda, aðeins hve stór sigurinn yrði. Stjörnustúlkur sýndu enn og aftur að ■ þær eru geysilega sterkar í hraöaupp- hlaupum og nýttu þær 13 slík í leiknum, þar af tíu í fyrri hálfleik. Varnarleikur liðsins var að vonum sterk- um en þess ber þó að gæta að sóknarleik- ur ÍR-stúlkna var einhæfur Hrund Grétarsdóttir úr Stjörnunni átti góöan leik og var maður leiksins. og ráðleysislegur, spilið snerist allt í kringum Heiðu og aðrir leikmenn liðs- ins sýndu enga ógnun. Garðbæingar gátu því tekið lífinu með nokkurri ró og það sást i síðari hálfleik þar sem all- ir leikmenn heimaliðsins fengu að spreyta sig. Þær Lijana og Sóley áttu góöan leik í markinu en i marki ÍR var Helga Dóra ekki öfundsverð af hlutverki sínu, sem hún leysti þó oft og tíðum ágætlega. Hjá ÍR var þaö helst Anna sem nýtti færi sin vel auk þess sem hún barðist vel í annars slakri vörn liðsins en aðrir leik- menn liðsins sýndu ekki góðan leik. Hraöaupphlaupin skildu liöin aö „Það sem skildi liðin að í dag voru hraðaupphlaupin sem viö fengum, en þær gefast ekki upp og er að sjálfsögðu virðingarvert. Við þurftum að hafa fyrir hlutunum því þær láta mann finna fyrir sér, það kemur enginn ósveittur ú taf gegn ÍR. Við kláruðum þetta í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik erum við að spila á öllum mannskapnum og því var það skemmtilegt að sjá stelpurnar koma inn á og standa sig,“ sagði Siggeir Magnússon, þjálfari Anna Siguröardóttir var Stjömunnar, að markahæst ÍR-stúlkna ( leik loknum leiknum. -ÞÁÞ FH-ingar mættu vængbrotnu liði Gróttu/KR á fóstudagskvöldið og báru sigurorð af gestunum, 26-17. Sigurinn var kærkominn fyrir FH þar sem fjórir leikir höfðu tapast í röð; þessi sigur gefur FH-stúlkum eflaust sjálfstraust til að takast á við það erfiða verkefni að heim- sækja Haukana í undanúrslitum bikarkeppninnar á þriðjudaginn. Liðin byrjuðu leikinn af miklum eldmóð og sóknamýting góð fram- an af fyrri hálfleik ásamt vömun- um. Grótta/KR spilaöi með Ágústu Eddu fyrir framan til að trufla spil heimastúlkna og gekk það ágæt- lega. Sóknamýting FH var 55% í fyrri hálfleik en Gróttu/KR aöeins 40% og munurinn þrjú mörk í hálfleik, 11-3. FH-ingar tóku á það ráð að mæta gestunum framarlega og eftir tólf mínútur í seinni hálfleik hrundi sóknarleikur gestanna við það bókstaf- lega og ekki var hann mjög burðugur fyrir. Töpuðu mörgum boltum og misnotuðu vítaköst þegar þær áttu smá möguleika að halda í við FH-inga. Staðan var 15-13 mínútur vora búnar af seinni hálfleik og tóku þá heimastúlkur mikinn kipp og litu aldrei til baka eftir það og unnu sanngjaman sigur á stúlkunum af Nes- inu, 26-17. Bestu leikmenn FH voru: Dagný og Dröfn, er síðarnefnda mikið efni í góða skyttu ef rétt er hald- ið á spilunum. Hjá Gróttu/KR átti Ágústa Edda góðan leik, annars var átt um fína drætti hjá þeim. „Ég bjóst við þeim sterk- þegar tólf ari en þær em samt búnar að spila Dröfn Sæmundsdóttir, FH, var maöur leiksins. upp og niður í vetur. Við erum bún- ar að tapa fjórum leikjum eftir ára- mót og ákváðum að rífa okkur upp fyrir bikarleikinn á þriðjudaginn, Þar ætlum við að gera okkar besta og sjá hvað við náum langt á því,“ sagði Dagný Skúladóttir, leikmaður FH. Alla Gokorian fer í speglun í vik- unni, þá kemur í ljós hversu meiðsl hennar eru alvarleg. Þóra Hlíf er með tognað liðband og þarf að taka sér frí í nokkrar vikur en vonandi lagast það sem fyrst,“ sagði Guðmundur Sigfússon, þjálfari Gróttu/KR, eftir leikinn. -BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.