Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 27 Sport Körfuknattleikur kvenna: framtið margar efnilegar stelpur eru á leiðinni og sumar farnar að láta að sér kveða Kvennakörfubolti hefur verið í sókn að undanfomu eftir að hafa verið í þó nokkurri lægð. Breidd- in í 1. deild kvenna er að aukast og fleiri lið en Keflavík og KR eiga loks möguleika á að hampa ís- landsmeistarabikarnum í vor. KFÍ er komið með skemmtilegt lið sem er sterkt og hefur sett skemmtilegan svip á deildina. Sömuleiðis hefur lið eins og Grindavík verið í framfor. Keflavík í sérflokki Mikið er af ungum stelpmn i deildinni sem eru að gera það gott þrátt fyrir ungan aldur. Keflavík hefur nánast verið í sérfiokki í yngri flokkunum og hefur öflugt yngri flokka starf hjá kvenna- flokkunum séð til þess að Kefavík er ávallt í fremstu röð. Nú hafa fleiri lið gert sér grein fyrir því að til þess að eiga meistaraflokk í fremstu röð þarf að huga vel að yngri flokka starfinu. Stelpumar era famar að fá betri þjálfara, meiri æfingatima og betri um- gjörð. Þótt það séu einungis 5 lið í efstu deild kvenna þá eru fleiri lið í annarri deild sem eru að byggja upp sin lið i rólegheitum. Umsjón Benedikt Guðmundsson Unglingasíðunni lá forvitni á að vita hverjár væri stjörnur framtíð- innar í kvennakörfunni og fékk af því tilefni Karl Jónsson, þjálfara KFÍ og fyrrum þjálfara stúlkna- landsliðsins, til að tilnefna efnileg- ustu stúlkur landsins í körfúnni. Hann fékk Ellert Sigurð Magnús- son, þjálfara yngri landsliðanna, sér til hjálpar og settu þeir saman lista yflr 10 efnilegustu stúlkur landsins og síðan þær sem koma næstar á eftir. Listinn er settur upp eftir aldri stúlknanna þar sem þær elstu koma fyrst og síðan koll af kolli. Margir möguleikar Það vekur athygli að á listanum er ein stelpa sem leikur sem at- vinnumaður í Noregi. Ekki hefur verið mikið um það að kvenmenn hafi farið utan til að leika körfuknattleik. En þetta sýnir að það eru möguleikar fyrir hæfi- leikaríkar stelpur sem vilja ná langt í greininni og það eru ekki einungis möguleikar fyrir strák- ana. Einnig á listanum er stúlka sem leikur 1 mekka körfuboltans, Ameríku, og þar er annar mögu- leiki fyrir stelpur með metnað. -BG Keflvíkingurinn Svava Stefánsdóttir er ein af mörgum sem hafa komið í gegnum öflugt yngri flokka starf félagsins. Topp tíu listi Karls Sólveig Gunnlaugsdóttir, KFÍ (1981) Bakvöröur Er með frábæra undirstöðu, er mjög útsjónarsamur leikmaður sem gert getur flest það á velli sem hægt er að gera. Bar Grindavíkurliðið á herðum sér á síðasta tímabili og var valin í 5 manna úrvalslið 1. deildar kvenna. Með meiri snerpu verður hún illviðráðanleg. Hildur Sigurðardóttir, KR (1981) Bakvöröur Hefur yflr miklum líkamsstyrk að ráða og er mjög kjarkmikill leikmaður. Knattmeðferð hennar er með eindæmum góð og hún er mikill frákastari þrátt fyrir að leika stöðu leikstjórnanda. Leikur lykilhlutverk í toppliði KR. Þarf að huga betur að skotinu hjá sér en komist hún á ferðina upp að körfunni ráða fáir við hana. Stella Rún Kristjánsdóttir, ÍS (1981) Bakvöröur Útsjónarsamur leikmaður og sérlega hittinn úr langskotum. Getur spilað bæði skotbakvörð og leik- stjómanda. Yflrveguð og gerir fá mistök. Með aukn- um líkamsstyrk og meiri snerpu getur hún orðið enn öflugri leikmaður. Guörún Karlsdóttir, Keflavík (1982) Framherji Líkamlega sterkur leikmaður með ágætt skot af millifærunum. Fínn frákastari og með hugann við boltann á hún framtíðina fyrir sér. Dúfa D. Ásbjörnsdóttir, Gimle, Noregi (1982) Bakvöröur Kraftmikill og drífandi leikmaður með mikið keppnisskap. Er góður varnarmaður, hefur skot- lengd út fyrir þriggja stiga línu og býr yfir fyrirtaks- tækni. Leikur sem atvinnumaður í Noregi. Helga Jónasdóttir, Njarövík / USA (1982) Miöherji Hávaxinn leikmaður, sterkur frákastari og skot- blokkari. Leikur eins og er í Bandaríkjunum. Stefanía B. Lúövíksdóttir, Keflavík (1982) Bakvöröur Útsjónarsamur leikmaður sem býr yfir góðum hraða og fyrirtaks knattmeðferð. Hefur einnig ágætt skot. Hefur leikið vel með Keflavík í vetur. Fjóla Eiríksdóttir, KFÍ (1983) Framherji Hávaxinn leikmaður en hefur yfir góðri boltameð- ferð að ráða og skottækni. Er mikill skotblokkari og góður frákastari. Hefur spilað vel á sínu fyrsta ári í 1. deild í vetur. María A. Guömundsdóttir, Keflavík (1983) Bakvörður Mjög skemmtilegur leikmaður sem leikur stöðu leikstjómanda. Er óhrædd við að taka af skarið, hef- ur gott skot utan af velli og finnur aðra leikmenn vel með góðum sendingum. Er að ná sér á strik á ný eft- ir erfið meiðsli. Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík (1984) Bakvörður Enn einn leikmaðurinn úr góöu prógrammi Kefl- víkinga. Fjölhæf stúlka sem leggur sig 100% fram í öllum leikjum. Líkamlega sterk og mikið efni. Næstu tíu inn á listann.- Ólöf Pálsdóttir Grindavík, Erna Magnúsdóttir Grindavík, Theodóra Káradóttir Keflavík, Petrúnella Skúladóttir Grindavík, Sigríður Anna Ólafsdóttir Grindavik, Hekla M. Sigurðardóttir ÍS, Halldóra Andrésdóttir USA/Tindastóli, Eva María Grétarsdóttir KR, Sólborg Hermundsdóttir Tindastóli, Guðrún Baldursdóttir ÍA -BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.