Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Qupperneq 10
26 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 Sport DV Haukur Jóhannesson, forseti Ferðafélags íslaands. DV-mynd Ingó Ferðafélag íslands hefur staðið fyrir útivist víða um land í 74 ár: Útivist og hreyfing - það sem flestir sækjast eftir, segir Haukur Jóhannesson, forseti félagsins Næstu ferðir Ferðafélags íslands 8. febrúar kl. 19.30. Kvöld- ganga á fullu tungli. 11. febrúar kl. 10.30. Ólafs- skarðsvegur, skíðaganga. 18. febrúar kl. 10.30. Bláfjöll - Selvogur, skíðaganga. 25. febrúar kl. 10.30. Mosfells- heiði - Borgarhólar - Litla kaffi- stofan, skíðaganga. 25. febrúar kl. 10.30. Jósepsdal- ur - Ólafsskarð - Litla kaffistof- an, skíðaganga. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi sem hægt er að sækja á skrifstofu Ferðafélags ís- lands og einnig er hægt að skoða heimasíðuna þeirra, http://www.fi.is. Gönguleiðir sem Eysteinn mæiir með Úlfarsfell: Ekki stórt fjall en þó nógu hátt til þess að gera kröfur. Og útsýnið yfir Reykja- vik þaðan er stórkostlegt. Gott fyrir byrjendur. Esjan: Ekki rétt að fara þang- að á vetrartima nema í góðri þjálfun vegna harðfennis. En yfir sumartímann er mjög gam- an að fara þar upp. Þar er merkt gönguleið sem gaman er að ganga. Ég vek einnig athygli á Þverfellshorni en þar er varða og útsýnisturn. Svo er þess virði að taka hálftíma í viðbót í að- ganga þvert yfir Esjuna þar sem gott útsýni er yfir Blikdal, norð- an við fjallið. Svo er gott á vet- uma að ganga í Esjuhlíðar upp að klettabeltinu í fjallinu og ganga þaðan inn með íjallinu í áttina að Kistufelli. Helgafell: Keyrt aö Kaldárseli og gengiö þaðan að fjailinu. Það er einnig hægt aö ganga að Vala- hnúkum og Húsfelli. Á þessu svæði eru mjög margar göngu- leiðir bæði inn fjöllin og i kring- um þau. Hef oft gengið hringinn i kringum Helgafell og finnst það mjög skemmtilegt. Keilir: Keyrt á Höskuldarvelli suður af Kúagerði og þaðan er ca klukkutíma ganga að fiallinu - stigur alla leið. Ekki óyfirstigan- legt fyrir hraust fólk. -HI Ferðafélag íslands var stofnað árið 1927 og hefur síðan þá staðið fyrir alls kyns ferðum um landið þar sem menn geta notiö útivistar og farið í gönguferðir um hina fögru náttúra landsins. Starfsemin hefur smám saman verið að aukast og nú er svo komið að um hverja einustu helgi er ein- hver ferð á vegum félagsins. í ferð- um á vegum félagsins sjálfs taka þátt um 6000-7000 manns á ári og enn fleiri i deildum innan félagsins sem reknar eru víða um land. Haukur Jóhannesson hefur verið forseti félagsins í fiögur ár. „Starfsemi félagsins er þríþætt. Fyrst er það skipulagning og rekst- ur ýmiss konar ferða, þ.e. dagsferða, helgarferða og sumarleyfisferða, í annan stað er það rekstur á skálum víða um land og í þriðja lagi útgáfa árbóka og gönguleiðabæklinga.“ Haukur segir að á veturna sé fyst og fremst lög áhersla á dagsferðir frá Reykjavík um helgar. Þá er ým- ist um að ræða stuttar gönguferðir eða skíðaferðir seinni part vetrar (sem hafa ekki ennþá hafist vegna snjóleysis) auk þess sem einstaka sinnum eru stuttar helgarferðir. „Það tekur fólk á öllum aldri þátt í þessum gönguferðum hjá okkur en meginhluti fólksins er þó komið yfir miðjan aldur.“ í flestum ferðunum er töluvert mikið gengið þó að gönguferðirnar séu miserfiðar. „Sumar ferðirnar eru sambland af örstuttum gönguferðum og rútu- ferðum, í öðrum er lögð meiri áhersla á göngu en akstur og svo eru sumar ferðirnar hreinar göngu- ferðir eins og t.d. á Hornströndum og á hálendinu." Það sem flestir sækjast eftir í ferðum Ferðafélagsins er að sögn Hauks að njóta hollrar útivistar og hreyfingar og dusta af sér borg- arrykið. „Við höfum einnig lagt mikið kapp á að upplýsa fólk um sögu lands og lýðs í víðustu merkingu þess. Við reynum með öðrum orð- um að hafa mjög mikla fræðslu í ferðunum um ömefni, náttúru, sög- una o.fl. við erum nú með sumar- leyfisferðir bókstaflega um allt land þannig að við höfum mikið svigrúm til að kynna fólki landið," segir Haukur. Hann segir að lokum að sumar- leyfisferðirnar njóti sífellt meiri vinsælda en styttri ferðir eigi aftur á móti undir högg að sækja, m.a. vegna samkeppni við einkabílinn. Það er því ástæða til að hvetja fólk til að nýta sér styttri ferðirnar ef það langar til að bregða sér í góðan göngutúr. -HI Eysteinn Sigurðsson hefur stundað la:igar gönguferðir í rúm tíu ár: Opnast nýr heimur Eysteinn Sigurðsson kennari hefur verið ötull þátttakandi í gönguferðum á vegum Ferðafélags íslands síðastliðin tíu ár. Hann byrjaði á þessu í kjölfar þess að hann lauk doktorsnámi og húsbyggingum og hefur á þessum tíma farið i margar styttri og lengri gönguferðir og jafnvel gengið á fiöll erlendis. Eysteinn byrjaði að mæta í gönguferðir hjá Ferðafélaginu en hefur síðan eftir það gert dálítið af því að ganga á eigin spýt- ur. „Það var ágæt leið að byrja hjá ferðafélaginu því þá fékk maður leiðbeiningar um góðar gönguleiðir. t framhaldi af því hefur maður síðan gert dálítið af því að ganga sjálfur. Það era margar góðar gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarinnar sem maður hafði ekki hugmynd um.“ Eysteinn lætur vel af þessari tegund líkamsræktar. „Það opnast nánast fyrir manni heill heimur og maöur sér margt í náttúrunni sem maöur getur ekki séð út um bílgluggann. Þeg- ar maður er meö Feröafélaginu fræðist maður líka heilmikið um sögu staðanna en margir eiga sér mjög merkilega sögu. Svo Eysteinn á toppl stærsta fjalls Stóra-Bretlands, sem er norður af Glasgow í Skotlandi. ma einnig nefna jarð- fræöina en ég hef mikið ver- ið að spá í hana á göngu- ferðum mín- um þó að ég hafi að öðru leyti ekki mikið vit á henni!“ Þó að margir séu kannski annarrar skoðunar er Eysteinn á því að það skipti ekki öllu máli hvort maður gangi í blíðskap- arveðri eða roki og rigningu. „Vissulega er alveg dásamlegt að fara í gönguferðir í góðu veðri en maður sér oft hlutina öðru- vísi þegar er rigning eða hvasst. Jörðin er ööruvísi og sömu- leiöis hagar náttúran sér öðruvísi.“ Eysteinn mælir sérstaklega með þessari leið fyrir fólk sem komið er yfir miöjan aldur þó að vissulega taki fólk á öllum aldri þátt í þessum gönguferðum. „Þetta er ekki mjög krefiandi þó að fólk þurfi helst að vera þokkalega á sig komið. Það er hins vegar algjör nauðsyn að vera í góðum skóm ef menn ætla sér að stunda þetta að einhverju marki og jafnvel ganga þá dá- lítið til áður en menn fara í fyrstu löngu gönguferðina. Svo verður að sjálfsögðu að búa sig eftir veðri og aðstæðum," seg- ir Eysteinn að lokum. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.