Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 19 DV Heimsmeistaramótinu í handknattleik lauk í París í gær: Sport - eftir tvíframlengdan dramatískan úrslitaleik við Svía, 28-25 Frakkar urðu heimsmeistarar í handknattleik í annað sinn í gær þegar þeir sigruðu Svía í háspennu- úrslitaleik í Bercy-höllinni í París. Framlengja þurfti leikinn til að knýja fram úrslit en að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn, 22-22, en Frakkar jöfnuðu á síð- ustu sekúndum leiksins. í framleng- ingunni reyndust Frakkar sterkari, léku á ais oddi og vel studdir af 14 þúsund áhorfendum, og sigruðu með 28 mörkum gegn 25. Annar heimsmeistaratitill Frakka Fyrsta heimsmeistaratitilinn unnu Frakkar í Reykjavík þegar keppnin var haldin hér á landi 1995 og var það til þess að áhugi Frakka á handknattleik jókst til muna. Víst má telja að sigur Frakka verði íþróttinni enn til framdráttar í land- inu en leikurinn var jafn og spenn- andi allan tímann og mjög góður á köflum. Frakkar byrjuðu leikinn mjög hvasst og skoruðu fyrstu fjögur mörkin en Svíar komust smám sam- an meira inn í leikinn og jafna, 7-7. Það sem eítir lifði fyrri hálfleiks var leikurinn í jafnvægi en Frakkar höfðu forystu í hálfleik, 11-10. Um miðjan síðari háifleik ná Sví- ar þriggja marka forystu og í þeirri stöðu hafa þeir alltaf verið sterkir en Frökkum tókst af miklu harðfylgi að jafna metin, 17-17. í hönd fór leikkafli þar sem markverðir beggja liða fóru á kostum. Þegar fáar sek- úndur voru eftir af venjulegum leik- tíma jafnaði Greg Anquetil, fyrirliði Frakka, metin, 22-22, og framleng- ing óumflýjanleg. Hún var rafmögnuðu framan af en Frakkar sýndu mátt sinri og meg- in og tryggðu sér sigurinn með frá- bærum lokaspretti og Svíar sáu á eftir titlinum sem þeir unnu í Eg- yptalandi 1999. Patrick Cazal, sem meiddist í upp- hafi síðari hálfleiks, kom inn á aftur eftir að hafa náð sér og lék við hvem sinn fingur á lokakaflanum fyrir Frakka. Þáttur Bruno Martini í markinu var stór, hann lokaði á köflum markinu. Hreint frábær markvörður þarna á ferð og ekki ónýtt að eiga slíkan I fremstu röð fyrir aftan vömina. Einokun Svía og Rússa er lokið, Frakkar sáu til þess að stöðva hana. Daniel Costantini, sem hefur ver- ið meö franska landsliðið síðan 1985, gat ekki leynt gleði sinni og sagðist vera mjög hreykinn af sínu liði. Frábær stund „Þetta var stórkostlegur úrslita- leikur og hann tók mikla orku, bæði fyrir mig og leikmenn. Stuðningur- inn frá áhorfendum fleytti okkur yfir erfiða hjalla. Þetta er frábær stund,“ sagði Costantini eftir leikinn og svarði ekki þeirri spurningu hvort hann héldi áfram að þjálfa lið- ið og margt bendir til þess að hann láti nú af störfum. Vítið hjá Lövgren skipti sköpum „Byrjunin var afleit og enn frem- ur var það afdrifalríkt þegar Lövgren misnotaði vítakast í stöð- unni, 17-14, fyrir okkur. Ég held að við höfum sýnt betri leik gegn Júgóslövum í undanúrslitunum en við em enn þá með lið í heimsklassa þrátt fyrir þennan ósigur," sagði Bengt Johannsson, þjálfari Svía. Mörk Frakka: Fernandez 8, Cazal 6, Richardson 3, Anquetil 3, Gille 2, Narcisse 2, Golic 2, Abati 2. Mörk Svía: Lövgren 8, Andersson 5, Wislander 4, Vranjes 3, Ernelind 2, Ericsson 2, Frandsjö 1. -JKS Heimsmeistarar Frakka fögnuöu lengi vel og innilega aö lokinni verölaunaafhendingu í Bercy-höllinni í París í gær. Reuter Nýr Subaru : . Verið velkomin í reynsluakstur á nýjum og stórglæsilegum Subaru Impreza GX og WRX

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.