Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Blaðsíða 12
Þýskt graðhestarokk hefur löngum þótt vestrænum þjóðum
frekar framandi og fellur þýska tungan ekki í kramið hvar sem
er. Á íslandi er þýska sveitin Rammstein engu að síður gífur-
lega vinsæl og er lögreglufulltrúinn Derrick því löngu orðinn úr-
elt ímynd íslendinga á Þjóðverjum. Rammstein hefur nú lokið
við upptökur á sinni þriðju breiðskífu og stefnír á útgáfu henn-
ar fyrir vorið. í tilefni af því var ákveðið að hafa samband við
piltana og hringdi Frosti Logason nokkur símtöl og náði á
endanum í gítarleikara sveitarinnar, Richard Kruzpe.
Langar að
kynnast Islendingum
Strax við fyrstu hlustun á plötuna
„Mutter“ varð ég gagntekinn af
krafti hennar. Stórsveitin Rammstein
er mætt aftur til leiks og að venju
svíkur hún engan rokkaðdáandann.
Var því ekki laust við að smátilhlökk-
un væri til staðar þegar ég setti mig í
stellingar til að spjalla við sjálfan gít-
arleikara Rammstein, þennan sem
keyrir bandið áfram eins og skrið-
drekaherforingi. Ég byrjaði á því að
óska honum til hamingju með plöt-
una og spurði: Ert þú ánægður með
útkomuna?
„Já, takk fyrir, ég er alveg himinlif-
andi, ég gæti ekki verið sáttari."
Er hún að einhverju leyti öðruvísi
en fyrri plöturnar?
„Allar plöturnar eru vissulega mis-
munandi. Tímasetningin, hljómur-
inn, upptakan og aldur efnisins eru
allt þættir sem gefa hverri plötu sína
eigin eiginleika. En í þetta skiptið,
sem betur fer, smullu allir þessir
þættir svo vel saman að eftir stendur
plata sem er þroskaðri og heilsteypt-
ari en okkar fyrri verk. Að minu mati
er þetta besta Rammstein-platan til
þessa, engin spuming," segir hann
ákveðinn.
Nokkurs konar paradís
En á hann von á að þessi plata
verði sú söluhæsta líka?
„Ahh, það er nú erfitt að segja.
Staðreyndin er nú sú að stundum
þegar maður gerir eitthvað sem
manni finnst vera virkilega vel
heppnað og maður er ánægður með
þá verður það ekkert endilega svona
markaðslegur sigur, ef þú skilur hvað
Hljómsveitin Rammstein var aö gefa út sína þriðju piötu og stefnir nú á aö kynna hana um allan heim. Richard Kruzpe
gítarieikari segir aö á stefnuskránni sé að halda formlegt útgáfupartí í Reykjavík fyrir íslenska aðdáendur og hann úti-
lokar alls ekki tónleika hér.
tvífarar
Jón Gunnar Ólafsson,
Mikið hefur verið spáö og spekúlerað hver sé fyrirmynd Alfreds E.
Neumans, öðru nafni Mad-strákurinn. Fókus komst að hinu sanna og upp-
ljóstrar nú loks leyndarmálinu sem margir hafa reynt án árangurs að
komast að. Það er enginn annar en Jón Gunnar fréttamaður sem á sínum
tíma sat fyrir hjá teiknaranum Norman Mingo og fékk vist ónefnda upp-
hæð fyrir. Það sem Jón Gunnar vissi ekki þá var að hann myndi héðan af
prýða öll MAD blöð sem kæmu út. Hann fjárfesti í tannréttingum og flutt-
ist til íslands eftir að hafa orðið fyrir þó nokkru aðkasti vestanhafs. Jón
Gunnar var þó ekki tObúinn að segja endanlega skilið við sviðsljósið og
við íslendingar þekkjum hann sem sjarmörinn á fréttastofu Skjás eins.
ég á við. Þessu til stuðnings má nefna
dæmi um nýjustu plötu Nine Inch
Nails, en sú plata var að mínu mati
sú besta sem þeir hafa gert, en hún
kolfloppaði markaðslega. Þetta er
nefnilega frekar ófyrirsjániegt. Það
sem er mikilvægt hins vegar er að við
erum sáttir við útkomuna og mér
verður persónulega skítsama þó að
viðbrögðin verði ekki góð.“
Strákarnir tóku nýju plötuna upp i
suðurhluta Frakklands en aðspurður
um ástæðu þess sagði Richard að
pródúserinn þeirra hefði valið þenn-
ann stað eftir um það bil árs leit.
„Rammstein er stór hljómsveit, þess
vegna fer mikið fyrir okkur og við
getum ekki tekið upp hvar sem er.
Þessi staður í Frakklandi var frábær.
Stúdíóið var í gömlu sveitasetri en
við höfðum allir okkar eigin ibúð á
staðnum. Út í garði var þessi glæsi-
legi hvíti stóðhestur sem veitti okkur
bæði innblástur og hvatningu og má
segja að þetta umhverfí hafi verið
eins og nokkurs konar paradís."
Formlegt útgáfupartí í
Reykjavík
Titillinn á plötunni, „Mutter",
hljómar fyrir óreynda Islendinga eins
og einhver nýjung frá Rammstein.
Gömlu plöturnar, „Herzeleid“ og
„Senhsucht", virðast vera neikvæð-
ari titlar og þvi spurði ég hvort nýtt
tímabil væri gengið í garð hjá Ramm-
stein:
„Nei, alls ekki,“ segir Richard.
„Reyndar finnst mér allir þrír titlarn-
ir tengjast því hjartasorg, löngun og
mamma getur allt verið skylt. Text-
arnir okkar flalla líka enn þá um
svipuð málefni og þeir gerðu á fyrri
plötunum og því sé ég þetta bara sem
eðlilega, sjálfstæða þróun.“
Þegar platan kemur út í apríl
stefna strákamir á hljómleikaferð um
Þýskaland, Austurríki og Sviss. Það
er líka vitað að hljómsveitin mun
heimsækja Bandaríkin, fara svo til
Evrópu og seinna aftur til Bandaríkj-
anna en ekkert fast skipulag er kom-
ið á þann hluta ferðarinnar. „Þetta
verður allavega heimsreisa," segir
Richard, en ætla þeir að heimsækja
ísland?
„Ja, reyndar höfum við nýverið
heyrt að Rammstein eigi stóran aðdá-
endahóp á íslandi og að lagið okkar,
„Sonne“, hafi náð toppsætinu á
Rokk-Topp 30 á Radíó-X. í Ijósi þess
stefnum við nú á að halda formlegt
útgáfupartí I Reykjavík, en það er
reyndar bara í skoðun og við eigum
eftir að sjá hvort það verður mögu-
legt. Við höfum allavega allir mikinn
áhuga á íslandi og erum virkilega að
íhuga að halda tónleika þar.“
Geimvera á íslandi
Þegar ísland hafði borist í tal sagði
Richard mér líka að af því sem hann
hefði heyrt hlytu íslendingar fiestir
að vera léttklikkaðir. Sjálfur stoppaði
hann stutt við í Reykjavík fyrir
nokkrum árum, þegar hann millilenti
á leið til New York frá Stokkhólmi, en
þá hafði verið gónt á hann líkt og
hann væri einhvers konar geimvera.
Engu að síður fannst honum landið
mjög áhugavert, gróf náttúran og
köld veðráttan var greinileg en fólkið
var dularfullt. „Mig langar að kynn-
ast Islendingum," segir hann. „Ég
held að í framtiðinni muni eitthvað
sérstakt gerast á milli íslands og
Rammstein, sú tilfinning blundar
sterkt i mér.“
En er Rammstein einfaldlega ekki
bara of stór hljómsveit fyrir litla ís-
land?
„He, he, ég veit það nú ekki, það er
jú staðreynd að „live showið" okkar
kostar vissulega mikla peninga. En á
móti kemur að á stefnuskránni okkar
fyrir þetta árið er planið að spila á
framandi stöðum, þú veist Rússlandi,
austantjaldslöndunum og jafnvel á ís-
landi.“
Það er ekkert nýtt að Rammstein-
tónleikar kosti peninga, brund-
frussandi gervityppi og flugeldar á
stærð við áramótagleði íslendinga
eru auðvitað ekki ókeypis. Þegar Ric-
hard var spurður hvort planið væri
að gera eitthvað álika á næstu tón-
Meðlimir Rammstein telja nýjustu
plötuna vera þá bestu til þessa. Ric-
hard gitarleikari segist spenntur fyrir
því aö kynnast íslendingum en þegar
hann millilenti hér einu sinni segir
hann aö fólk hafi staraö á sig eins og
leikaferð sagði hann að þessa stund-
ina væri verið að hugsa hvað yrði
gert. Búið er að ráða Tony nokkum
Bennet til að sjá um sviðsmyndina
en hann er Ameríkani sem hefur
meðal annars unnið með Marilyn
Manson og Nine Inch Nails. Þeir
ætla sér sem sagt stóra hluti og lofaði
Richard mér áhrifamikilli sýningu ef
ég myndi mæta á Rammstein-tónleika
á næstunni.
12
f Ó k U S 23. febrúar 2001