Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Blaðsíða 14
í f ó k u s Jennifer Tzar fæddist í New York, óx þar úr grasi og starfaði sem stílisti í níu ár. Fyrir þremur árum fór hún að taka Ijósmyndir og nú vinnur hún m.a. fyrir glans tímaritið Fidget sem gefið er út í Bandaríkjunum og Evrópu. Hún var á íslandi á dögunum til að mynda flotta fólkið í Reykjavík. Margrét Hugrún fletti Ijósmynda möppunni hennar og sá myndir af Snoop Dogg, Indverja í Playboybol með úlfalda í bandi og dánum hermanni í Kosovo. Tekur myndir af Snoop Dogg og íslenskum plötusnúðum Jennifer Tzar starfaöi sem stílisti í níu ár áöur en hún byrjaöi aö taka myndir. Þaö var fyrir þremur árum og hefur henni gengiö allt í haginn síöan. Hún dvaldist á íslandi á dögunum, í sinni fjórðu heimsókn hingað, og tók m.a. myndir af ís- lenskum plötusnúöum fyrir næsta tölublaö Fidget. Meö henni á myndinni er Michael Sturgeon, vinur hennar, sem einnig hefur dvalist mikiö hérlendis. HOSCUVBLADIB BRÉF TIL BLAÐSINS KrátfoiuiiH03fU, y»v*«SúniS69 1100 •Símbn'15691» Dálkurinn Bréf til blaösins í Mogganum er ein- hver mesti skemmtilestur síðan Gunnar Dal gaf síðast út bók. Þarna virðast bréfin hafna sem ekki eru alveg nógu normal til að fá skika á umræðusíðunum með mynd af höfundi. Mik- ið eru þetta greinar um kristileg gildi I þjóðfé- laginu, boðorðin tiu og ábendingar um sóknar- starf, ritdeilur sem staðið hafa lengur en ár og ekki síst þúsaldarumræðan. Já, fólkið sem er enn að karpa um það hvenær árþúsundaskipt- in gengu í garð skiptir sér þarna í tvær and- stæðar fylkingar og skylmist hatrammlega með bleki. Rúsínan í pylsuendanum er svo fólgin í þeim bréfum sem engin leið er að skilja inntakið í eftir þriðju lesningu og vekja þá tilfinningu hjá manni að þau séu skrifuð af verandi vistmönnum rikisspítalanna, fyrrver- andi og verðandi. Orsakasambandið þar á milli er greinilegt, en á hvorn veginn það virk- ar er erfitt að átta sig á. Það kaldhæðnislega við þau bréf er að þeim svipar ískyggilega til þeirra sem birt eru á fremri siðum (með mynd). Stundum les maður um stúdentapóli- tik, kvótaeign, flugvallamál eða sérhæfðar læknispælingar um grindarbotnsvöðva gamal- menna og veltir því enn fyrir sér eftir þriöja iestur hvert inntakið var og hvenær greinarhöf- undur verður færður undir dálkinn Bréf til blaðsins og sviptur myndinni. ú r f ó k u s Bíla- og tryggingaauglýsingar eru leiðinieg- asta efnið sem sést á sjónvarpsskjám lands- manna nú um stundir. Myndir af hressri fjöl- skyldu í bílferð þar sem kynslóðabil okkar tíma virðist gleymt ganga hreinlega ekki upp í þessu hraða samfélagi sem við lifum í. Þá er eftir að minnast á þær auglýsingar sem virð- ast gefa það í skyn að strákar eða stelpur geti pikkað upp aðila af hinu kyninu með það eitt að vopni að aka um á nýjustu týpunni af við- komandi bíl um auðnir landsins. Tryggingaaug- lýsingarnar eru heldur ekki mikið skárri, hæg myndskeið með rólegri og taktfastri tónlist undir er uppskriftin sem höfundar þessarar hörmungar viröast halda að gangi upp. Ein- hvern veginn verður maður að efast um að margir áhorfendur þessara auglýsinga hafi rokið til og keypt nýjasta Landcrulserinn eða fjólskyldupakkann hjá VÍS eða eitthvað á þeim nótunum. Væri ekki nær lagi að trygg- ingafélögin lækkuðu iðgjöldin og bílaumboðin lækkuðu verðið I stað þess að sóa peningun- um í þessa vitleysu. Eina fólkið sem hefur gaman af að horfa á auglýsingar horfir á Sjón- varpskringluna ogværi þá ekki nær að smella þessum auglýsingum bara þangað? „Ég tók með mér föt og hluti sem tónlistarfólkið leikur sér eitt- hvað að, klæðir sig í eða gerir eitt- hvað skemmtilegt við. Þetta eru vörur eftir hönnuði frá Chanel, Diesel, Givenchy, As Four, Yohji Yamamoto og fleiri flotta. Blaðið sem kemur út næst fjallar um tón- list og þetta verður tískuþátturinn - það fylgir líka plata. Þetta er íjórða blaðið sem er gefið út und- ir nafninu Fidget, sem þýðir eirð- arleysi. Hvert blað er mjög sér- stakt og ekkert er i eins broti. Eitt var risastórt, annað í A4-stærð og næsta verður ferkantað eins og plata. Fyrir síðustu blöð ferðaðist ég m.a til Lapplands, Júgóslavíu og Indlands. Nú er ég hér og búin að hitta fullt af fólki; Árna E, Stef úr Gus Gus, Margeir og Árna Sveins, svo einhverjir séu nefnd- ir,“ segir Jennifer þegar hún er fyrst spurð um pælinguna að baki þessu öllu. Stelpurnar bíða eftir að þeim sé riðið Hefurðu ekki hitt neinar stelpur? „Nei, það virðist vera að þetta sé bara einhvers konar stráka- klúbbur hérna. Eina fólkið sem ég hef eitthvað talað við eru strákar. Þetta er mjög skrýtið hérna í Reykjavík. Strákarnir virðast all- ir hanga saman og stelpurnar saman. Ekkert verið að blanda neitt saman nema ef það á að para sig eða eðla. Það virkar líka eins og strákarnir séu einir um að gera eitthvað spennandi, stelpurn- ar virðast bara hanga utan i þeim og bíða eftir því að þeim sé riðið eða eitthvað álíka. Þetta er mjög furðulegt og ólíkt því sem ég á að venjast í New York. Það blandast allt saman þar og stelpurnar eru jafngildar strákunum í öllu.“ Hefurðu komið hingað á eyjuna áður? „Já, þetta er í fjórða sinn sem ég kem til íslands. Tvisvar sinn- um fór ég til Vestmannaeyja til að mynda stelpu sem heitir Björg. Þegar ég hitti hana fyrst var hún bara 13 ára og var á skrá hjá lítilli módelskrifstofu hér í bæ. Hún hafði þá ekkert fengið að gera og mér var fengin mynd af henni án þess að það væri mikið gert úr því. Bara svona eitthvað í fram- hjáhlaupi. Ég féll strax fyrir henni og við fórum til Vest- mannaeyja að mynda. í dag er þessi stelpa komin með góða samninga hjá stórum umboðs- skrifstofum, Select í París og Next í New York. Ég myndaði hana aft- ur núna um daginn og þá var hún nýkomin frá Mílanó," segir Jenni- fer hreykin af þessari ungu stjörnu sem hún uppgötvaði. Boltinn rúllaði með Levi’s „Ég er búin að taka 100 myndir af fólki sem er frægt í New York. Alls konar fólk sem er „in“ fyrir eitthvað. Fólk úr auglýsinga- bransanum, tískuheiminum, tón- listarbransanum, m.a. er Moby í hópnum og mikið af fólki sem ég veit ekki hvort er þekkt hérlendis. Með þessum myndum erum við svolítið að setja andlit við nöfn sem fólk hefur kannski oft heyrt um en veit ekkert hvernig lítur út. Þó að það eigi kannski ekki akkúrat við um Moby þá eru mjög margir þarna eiginlega bara nöfn sem fólk heyrir oft minnst á en hefur aldrei séð,“ segir hún um annað efni í blaðinu. En hvenær byrjaði hún að taka Ijósmyndir? „Það er ekki langt síðan. Bara þrjú ár. Þá vissi ég varla hvað sneri upp né niður á myndavél. Vissi varla hvað myndavél var. Þetta atvikaðist þannig að ég var beðin um að stílisera tískuþátt og ég sagði svona meira upp á djókið að ég skyldi gera það ef ég fengi að taka myndirnar líka. Mér til mikillar furðu var sagt já. Ég tók bara sénsinn og smellti af. Mynd- irnar komu meiri háttar vel út og stuttu seinna þegar ég var að stílisera fyrir Levi’s í Suður-Afr- íku tók ég myndir í leiðinni. Þeg- ar þær komu úr framköllun kom í ljós að þær voru bara alveg meiriháttar vel heppnaðar. Levi’s buðu mér stórar peningaupphæð- ir fyrir þessar myndir, en til þess að geta selt þær þurfti ég að vera með umboðsmann. Ég fékk mér náttúrlega umboðsmann og bolt- inn sem þá fór að rúlla hefur ekki stoppað síðan. Eftir að ég fer héðan fer ég til New York í viku, svo er það London í viku, París í viku og svo aftur til New York. Ég er meiri háttar heppin," segir þessi sjarmerandi tískukona að lokum. hverjir voru hvar Prikið var opnað aftur á föstudag eftir óvænta lokun helgina á undan. Þar mátti sjá fólk eins og ísa af SkjáEinum, Agnar Tr., Egil Tómas- son og Michael Sturgeon frá Thomsen, Andreu Róberts, Barða í BangGang, meistar- ann Egil Sæbjörnsson og þá Eggert og Blgga úr Maus. Á tónleikum Stephens Malkmus á föstudags- kvöld á Gauknum mátti sjá ýmsa eldheita að- dáendur. Arnar Eggert Thoroddsen tónlistar- spekúlant lét sig ekki vanta, Kristján Már Ólafsson úr Útópíu, Þorsteinn Stephensen prómóter, Kristinn J. Arnarson úr Stolið, með- limir Úlpu, sem hituðu salinn eftirminnilega upp, Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós, Höskuld- ur Ólafsson úr Quarashi og Elnar Sonic og þá eru ótaldir meðlimir Nýdanskrar, þeir Bjössi, Jón og Stefán Hjörleifs sem gerðu sig klára til að spila á eftir Malk- mus. Á Skuggabarnum rriáttl sjá fólk eins og Helga Björnsson stórsöngvara, Yesmine-bakrödd, Unni eróbikk, at- hafnamanninn Ingv- ar Þóröar, Hólmgeir Baldurs sjónvarps- stjóra (hvar er stöð- in?), Gunna Óla úr Skímó, Jón Kára, Halldór Kolbeins Ijósmyndara, knatt- spyrnumanninn Villa VIII, Jón Óttar Herbalife, Mörtu Maríu fatahönnuð, Gústa frá Globus, Sigga Sveins hand- boltamann, Óskar Elvar Óskarsson úr HK og hinn síunga Á Astró tók Jón Óttar Herbalife dansgólfið með trompi. Hrafnhildur Hafsteins fegurðar- drottning geislaði að vanda. Dóri Ijósmyndari lét sig ekki vanta, Heimir Guðjónson fótbolta- maöur mætti með yngri meðspilarana í FH, Birgir Leifur golfari skildi pútterinn eftir heima, Palli Þórólfs og Reynir Reynis- son úr Aftureldingu, Pálmi Guðmunds og Kiddi Bigfoot komu með Stöðar 2 staff- ið, Lúðvík Bergvins- son alþingismaður skoðaði næturlífið, Kristján Jónsson Ólafssonar var mættur, Bjarni Áka- f ó k u s 23. febrúar 2001 !a& son, forstjóri Aco, Hólmgeir Bald- urs, Villi, söngvari 200.000 nagl- bíta, var ferskur en þó ekki með kúrekahattinn, Bjarni Ármanns- son, bankastjóri íslandsbanka- FBA, og Þorsteinn, forstjóri Coke, fögnuðu kaupunum á Vífilfelli, Doddi litli útvarpsmaöur, Gísli Jó- hannsson flugstjóri, Siggi Johnny Private, Marín Manda mætti með vinkonum sínum, Hulda, „frú Bær- ing“, mætti einnig með vinkonum sínum og Sigurður Kári SUS. Af- mælisbörn kvöldsins, Guðjón OZ og Andrés Pétur, mættu með gesti, Anna Rakel, Dóra Takefusa, Kristján Ragnar, Margrét Rós, Helgi Björnsson, Guðmundur Jónsson úr SáF inni, Díana Dúa frá X-18, Árni Snævarr frétta- maður, Valdimar Kristófersson fót- boltamaöur, Gísli Marteinn Kastljós- maður, Ivan Burkni stTlisti, Harpa Mel- sted handbolta- kella, Kalli Lú FM 957, Yesmine og Nanna í Euro-fílíng, Konráð Ólafsson handboltastjarna og konan hans, Bjarni Frostason Haukamaður, Júlli Kemp og Arna Playboy. Á Næsta bar á laugardagskvöldið sást til þeirra Grétars Mars Jóns- sonar, sem ræddi við skipverja af Arnari, og Kjartans úr Sigur Rós. I Húsi málarans sást aftur á móti í Gerði Betu handboltastelpu og Vigdísi Másdóttur, fyrrum Fordstúlku. Á Thomsen um nóttina voru svo þau Maggi Jóns Blake úr Gus Gus, Hjálmar Blöndal fram- kvæmdastjóri og undirmaður hans, Beta, Siggi Johnny Taboo með fjöl- skyldunni, Vala úr Pétursbúð og Bibbi Curver. Klaustrið var samt við sig um helgina og þar sáust Ægir úr Háskólabíói, Maggi og Gunni frá Laugarásbíói, Christof og Gummi Breið- fjörð frá Skífunni, Doddi litli útvarps- maður, Hansi Bjarna á Radíó-X, Heiða Valmiki, sem hélt upp á 23 ára af- mælið, Hebbi úr Skímó, meðlimir Buttercup sungu Hvenær í kór, Ingó frá Hljóðfærahús- inu, Kalli Lú FM 957 og Krissi King. Tíska* Gæði* Betra verö A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.