Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2001, Blaðsíða 6
Páll Rósinkranz er frelsaðri en Heimdallur en þó að popplög með trúarlegu stefi séu hans hlutskipti nú reynist honum erfitt að hrista af sér gamlar rokkflær. Hinn íslenski Marshall Mathers Eftir að hafa tyllt niður tám á sjóöandi glapstigu rokks og róls ákvað Páll Rósinkranz að kæla sig niður í frysti með Kristi og forða sér frá popps- ins aftaníossum með Gunna í Krossinum. Gamli rokkberserkurinn úr Jet Black Joe heitnum er búinn að skipta út „Eika-Hauks-haddinum“ fyrir danska „konfirmations- greiðslu" og, það sem meira er, þetta eru engin tíðindi nema fyrir lesblinda. Hitt er þó markverðara að syndum drifni rokkhamurinn varð augsýnilega ekki allur eftir á gólfi rakarastofunnar því þó Palli sé búinn að venda sínu kvæði í kross og farinn að syngja óska- lagalista KSS og júróvisjónballöð- ur geðlækna (sem hann gerir reyndar kristilega vel) þá gat hann ekki stillt sig um að flagga löngutöng í hálfa innan í umslagi nýju plötunnar sem kom út rétt fyrir afmæli Jesú. Já, sussumsvei ef aðdáendur hins nýja eða nýlega Páls fá ekki bara fingurinn sem meðlæti við safaríka Eminem- pósu kauða. Það er, eins og sagt er vestur á fjörðum, að erfitt sé að venja gamlan verbúðahund af því að fróa sér á buxnaskálmum að- komumanna. Nafnið á nýju Rósen- kranzplötunni lýsir þessu ef til vill best: „No Turning Back“. Það eru ekki bara þeir Bubbi og Fjölnir spæs sem eru baráttumenn fyrir hnefa- eikum því nú hafa boxarar tekið sig til og stofnað Félag áhugamanna um ólympíska hnefaleika. Fókus hafði uppi á einum félaga og tók púlsinn á honum og baráttunni fyrir að fá að þjálfa og keppa í ólympísku boxi. „Við ætlum út að keppa í hnefaleikum. Þetta gerum við til að ná okkur í reynslu og líka til að mótmæla þvi að hnefaleikar séu bannaðir á íslandi," segir Snorri Barón Jónsson í Félagi áhugamanna um ólympíska hnefaleika. „Það eru um fimmtán strákar á aldrinum 15 til 30 ára sem eru að fara til Duluth í Minnesota að boxa.“ Bara bannað á íslandi ísland er eina landið í heimin- um þar sem ólympískir hnefa- leikar eru bannaðir. „Það eru samt í það minnsta um hundrað manns að æfa box hér á landi. Nú eru líka komin félagasamtök sem hjálpa okkur að standa sam- an og láta í okkur heyra,“ segir Snorri og bætir því við að allir sem hafa áhuga á hnefaleikum og eru sammála afstoðu félagsins séu velkomnir i hópinn. Nú liggur í annað sinn fyrir frumvarp á Alþingi og eru boxar- arnir að vonast til að þetta gangi í gegn í þetta sinn. „Síðast var frumvarpið fellt á einu atkvæði sem sýnir að það eru síður en svo allir á móti okkur.“ Snorri fullyrðir að íþróttin sé mjög vin- sæl hjá konum líka og ólympísk- ir hnefaleikar kvenna séu að verða ein af keppnisgreinum á Ólympíuleikunum. „Hnefaleikar snúast ekki um ofbeldi heldur er þetta umfram allt holl hreyfing. Það þarf ekki að fara í hring og skiptast á höggum við aðra manneskju til að stunda hnefa- leika, það er bara eitt afbrigði af mörgum. íslendingar hafa allt í að geta náð langt i þessari íþrótt og þess vegna er mjög slæmt að mega ekki keppa. Hnefaleikar frá The American Youth Safety Council þar sem íþróttir eru skráðar eftir tíðni meiðsla og ályktað hve hættulegar þær séu út frá því. „Hnefaleikar eru númer 71 á þeim lista og langt fyrir neðan til dæmis fót- bolta, bad- m i n t o n , körfubolta og klappstýruíþrótt- ina.“ Hann bendir líka á að fólk geri ekki greinarmun á ólympískum hnefaleikum og at- vinnuhnefaleikum sem maður sér í sjónvarpinu. „Þetta eru tvær ólíkar íþrótta- greinar og atvinnuhnefaleikar hafa allt aðrar áherslur. í ólympískum hnefaleikum skora menn stig en fyrir rothögg fær maður engin aukastig og því er mest lagt upp úr hröðum og léttum höggum. í ólympísk- um hnefaleikum eru einnig mun strangari reglur um öryggisbún- að, grimur, punghlífar og mjúka hanska en slíkt fyrir- finnst ekki í atvinnuboxi. Svo eru lot- urnar í ólympískum hnefaleikum miklu færri og styttri." Finnst ykk- ur þá í lagi aö atvinnuhnefa- leikar séu bannaðir? „Maður skil- ur að minnsta kosti að það eru nægileg rök fyrir því,“ segir Snorri. „En persónulega er ég á móti öllum þessum bönnum og finnst að fólk eigi að eiga kost á að gera það sem það vill innan skynsamlegra marka.“ gætu orðið að þjóð- arstolti okkar ís- lendinga; hand- boltalandsliðið hefur allavega ekki staðið undir væntingum að undanförnu,“ segir Snorri og bendir einnig á að við eig- um íslenskan júdómeistara sem vann til brons- verðlauna á Ólympíuleikun- um. „Það er ekk- ert sem segir að i við getum ekki I eignast ólympíu- i meistara í hnefa- i leikum." Boxið er j númer 71 Snorri segir að I þeir félagar hafi I komist yfir lista | Himr landið erfa Kannski er það bara febr- úarskammdegið sem er að gera út af við mig. Ég hef allavega fundið fyrir leiða þegar ég gerist svo djarfur að horfa á fréttirnar. Alltaf þessi sömu smetti á þessu gamla þreytta stjórnmálagengi. Gamalkunnugir kjammar að röfla um gamalkunn- ug efni - alltaf sama helvítis röflið og leiðindin. Allt á sömu bókina lært, aldrei brugðið út af þeirri trú á pólitískan sannleika sem þetta fólk er búið aö koma sér upp. Aldrei spurt spurninga sem skipta máli, heldur endalaust tönglast á smámálum sem enginn nennir að pæla í eftir viku. Endalaust verið að tuða um ekki neitt en samt reynt að æsa þjóðina upp í einhvern ham. Fyrst áttu allir að hafa skoðun á réttindamálum öryrkja og hæstarétti. Nú á maður að mynda sér skoðun um flugvöll eða hvort Júróvisjón megi vera á ensku. Æi, fokk itt. Menntaskólinn ísland Mér frnnst stundum eins og ég sé enn þá I menntaskóla. Þar fór allt leiðinlegasta liðið í fé- lagsstörf og bauð sig fram til formanns eða í alls konar nefndir og ráð. Almennilegt fólk með heil- brigð áhugamál hafði nóg annað að gera en að standa í þessu félagsmálabulli. Eintómum ösn- um með lélega sjálfsmynd datt í hug að reyna að gerast formenn skólafélagsins. Svo var klínt upp á mann kosningum ár eftir ár. Leiðindapúkarnir í framboði komu í stofurnar og röfluðu eintóm leiðindi og bulluðu eitthvað sem fór inn um eitt og beint út um annað. Ég man lít- ið eftir þessu kosningastússi nema helst árið sem fatlaði strákurinn bauð sig fram á móti sæta stráknum. Sá fatlaði var allur geiflaður í framan og staulaðist um með lappirnar í kross. Sá sæti var svona alveg eins og sætu strákarnir í ameriskum unglingamyndum. Ég man eftir stelpunum sem ég var með í bekk að velta þessu heimspekivandamáli fyrir sér: „Sá fatlaði á náttúrlega að vinna siðferðilega séð - hann yrði svo glaður og svona - en við getum samt ekki verið þekkt fyrir að láta svona stórfatlaðan mann vera andlit skólans út á við." Svona pældu stelpurnar í frimínútum en sá sæti rúllaði kosningunum auðvitað upp og var fastur liður I myndasyrpu skólablaðsins: Gummi for- maður heldur ræðu, Gummi borðar snúð í frimín- útum, Gummi formaður í sleik við Siggu sport á skólaballi. Maður var ekki var við þessa formenn nema þessa fáu daga sem þeir voru að snapa sér atkvæði og svo í skólablaðinu. Maður fór ( gegnum skólann án þess að leiðindapúkunum kæmi það mikið við eða höfðu eitthvað um það að sega. Svo útskrifast maður og gengur í skóla lífsins, eins og það heitir. Þar er leiðindaliðið úr menntó orðið aðeins merkilegri formenn, er búið að vinna sig upp hjá einhverjum lummulegum stjórn- málaflokki úti í bæ og er loksins komið í alvöru stjórnmál og farið að reyna að hlutast til um líf okkar. Það hefur ekki enn þá fundið sér heilbrigð áhugamál og hefur ákveðið að gerast stjórnmála- menn af því það er svo afskiptasamt og með lé- lega sjálfsmynd. Á sama hátt og þetta lið úr menntó kom manni ekki við, koma stjórnmála- menn manni ekki viö. Maður útskrifast í gröfina og sólin rís á morgun án þess að þessir leiðinda- púkar hafi eitthvað um það að se^a. Fólk vill ekki stífa fýlupoka „Ég er að þessu af heilum hug fyrir þjóð mína," munu fullyrða stjórnmálamenn, en allir vita að þeir eru að þessu fyrir sjálfa sig og helstu vini. Enginn trúir því þessari fullyrðingu nema kannski þegar Guðni Ágústsson segir hana. Hann er nefnilega svo álkulegur að honum hlýtur að vera alvara. Guðni er jafn álkulegur og venjulegt fólk. Fólk finnur því samhug meö hon- um og hann mun ná langt. Guðna sem varafor- mann, já strax! Guöni er gott dæmi um hressan stjórnmálamann sem þjóðin kann vel við. Stjórnmálamenn eru alltof oft of stífir, a.m.k. í sjónvarpinu. Þeir halda að þjóðin vilji að þeir séu stífir, að stífnin þýði trú- verðugleiki og festa, en dæmin sýna auðvitað annað. Þegar Ingibjörg féll í öngvit stífnaði Össur upp og varð stífari en allt sem stíft er - og hann sem var alltaf svo hress. Daginn eftir vildi enginn þennan stífa karl lengur. Halldór Ásgrimsson er alltaf svaka stífur. Hann er á svipinn eins og hann sé með opið klóak fyrir framan sig og talar eins og hann sé að herma eftir loöfíl. Ég veit samt að Halldór getur veriö hress. Á sunnudags- kvöldið síðasta var hann að kaupa fjölskyldu- pakka á Kentucky Fried Chicken og geislaði af stuöi í selskinnsjakkanum sínum, enda guðs lif- andi feginn að vera nýkominn úr hundleiðinlegum umræðuþætti í sjónvarpinu. Svona eiga bændur að vera, hugsaöi ég, og var næstum búinn að skrá mig í Framsókn. Öll dæmi sýna að fólk vill hressa stjórnmála- menn, ekki stífa fýlupoka. Bill Clinton var alltaf í stuði og svaka vinsæll, allir vildu Steingrim Her- mannsson af því að hann var svo mannlegur og hress og vinsældir Steingríms Joð eru komnar til af því hann er frekar hress og að auki einstak- lega gáfulegur, eins og allir menn með rauða hár- kraga. Ef liðsmenn VG væru almennt hressari færi fýlgið enn hærra hjá þeim. Það hrapar þeg- ar Kolbrún og kerlingin sem vill hækka tóbakiö skjótast fram og eru svo reiðar að maður verður lafhræddur; í hvert skipti sem dyrabjallan hringir Stjómmálamenn hafa fylgt mannkyninu síðan amma var ung, ef ekki lengur. Dr. Gunni setur sig hér í spekingslegar stellingar og spáir í þetta fólk. Guöni er jafn álkulegur og venjulegt fólk. Fólk finnur því samhug með honum dagana eftir að þær hafa fengiö að tjá sig í sjón- varpinu býst maður annaöhvort við Kollu að skamma mann fyrir að vera saurlífisseggur eða kerlingunni sem vill hækka tóbakið að banna manni að reykja. Sjáið bara hvernig þetta er hjá Davíð: Hann er bú- inn að segja okkur fimm aura brandara í tuttugu ár og ennþá tístir í okkur. Það tístir a.m.k. í okk- ur á meðan hann fær ekki fýluköst og dregur flóttalegu vinina sína fram á leiksviðið til að styðja við bakið á sér í fýlunni. Þá hættir að tísta í flestum, margir verða hræddir og sumir fara að grenja, enda ekki að furða; þessi æsingur í þeim getur verið furðu geggjaður. Stjórnmálabox í beinni Stjórnmálafólk er stundum að kvarta yfir því að ungt fólk nenni ekki að pæla í stjórnmálum. Hvers vegna ætti ungt fólk að nenna því þegar nokkurn veginn allt annað í lífinu er skemmti- legra og áhugaverðara? Eru fyrirmyndirnar svona eftirsóknarverðar? Er það eftirsóknarvert hlut- skipti að enda sem rauðþrútinn karl með ris- vandamál, hjartabilun á næsta leiti og forljótt bindi, eða sem fýld miðaldra kona með klunna- lega skartgripi í Silfri Egils nöldrandi yfir einhverj- um leiöindum? Ég er eiginlega alveg hættur að nenna að glápa á þetta hjá honum Agli, er löngu búinn að sjá hvernig skemmtiatriðið endar og það endar alltaf eins. Til að slá fjölmargar flugur í einu höggi sting ég því upp á að ólympískt box verði leyft og í stað þess að fólk röfli og rífist og enginn vinni og ekkert gerist, þá útkljái stjórn- málamenn og aðrir sín deilumál í boxhring í Silfri Egils. Þá gætu t.d. Davíö og Jón Ólafsson slegist eins og menn í stað þess að gera sig breiða sinn I hvoru horninu, Mörður gæti boxað við poppara- landsliðið ogÁrni Johnsen og Helgi Hjörvargætu tuskast út af þessum flugvelli. Brátt yrðu stjórn- mál það heitasta hjá unga fólkinu og landinu væri borgið. PS. Muna að vera hress. 6 f Ó k U S 23. febrúar 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.