Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 5. MARS 2001 23 Sport Haukar-FH 25-16 Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðsson og Óiafur Haraldsson (5). Gœói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 180. Maður lelksins: Jenný Ásmundsdóttir, Haukum. 0-1, 3-1, 5-2, 6-4, 8-5 (9-7), 10-7, 11-9, 19-9, 20-11, 22-11, 24-13, 25-16. Haukar: Mörk/viti (skot/víti): Heiða Erlings- dóttir 6/6 (9/7), Hanna Stefánsdóttir 4 (7), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (8), Sonja Jónsdóttir 3 (3), Auður Her- mannsdóttir 2 (4), Harpa Melsteð 2 (5), Tinna Halldórsdóttir 2 (5), Erna Hall- dórsdóttir 1 (1), Brynja Steinsen 1 (2), Hjördís Guðmundsdóttir (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 8 (Hanna 4, Sonja 2, Tinna, Auður). Vitanýting: Skorað úr 6 af 7. Varin skot/viti (skot á sig): Jenný Ás- mundsdóttir 19 (31/2, 61%), Berglind Hafliðadóttir 1 (5/1, 20%). Brottvisanir: 8 mínútur. FH: Mörk/viti (skot/viti): Björg Ægisdótt- ir 4 (12), Hafdís Hinriksdóttir 3/3 (10/3), Dagný Skúladóttir 2 (4), Eva Albrecht- sen 2 (4), Dröfn Sæmundsdóttir 2 (6), Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 (3), Harpa Vifllsdóttir 1 (3), Judith Rán Esztergal 1 (7), Sigrún Gilsdóttir (1), Hildur Erlingsdóttir (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Harpa, Dagný, Eva, Björg). Vitanýting: Skorað úr 3 af 3. Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta Slapikiene 14/1 (33/5, 42%), Kristín Guðjónsdóttir 1 (7/2,14%). Brottvisanir: 6 mínútur. til batnaðar hjá stúdínum sem spillti fyrir titildraumum KFI Bjarnadóttir 7 (12 fráköst, 4 stoðs.), Cecilia Larsson 5 (5 stoðs., 4 stolnir), Þórunn Bjarnadóttir 4 Stig KFÍ: Sólveig Gunnlaugsdóttir 17 (hitti úr 7 af 13 skotum), Jessica Gaspar 17 (15 fráköst, 11 stolnir, 7 stoðs., 8 tap- aðir), Tinna B. Sigmundsdóttir 9, Stef- anía Ásmundsdóttir 7 (hitti úr 3 af 5 skotum, 17 mínútur), Anna Sigurlaugs- dóttir 2, Helga Ingimarsdóttir 2, Fjóla Eiríksdóttir 2. Lovísa og María meö stjörnuleik KFÍ réð aftur á móti ekkert við Lovísu Guðmundsdóttur og Maríu Leifsdóttur í seinni leikn- um. ÍS náði forustunni í byrjun og hélt henni út leikinn. Jessica Gaspar lenti í villuvandræðum og tókst ekki að fylgja eftir góð- um leik sínum frá því daginn áð- ur. Lovísa leiddi ÍS í fráköstum (15), stoðsendingum (6), skotnýt- ingu (55%) og vörðum skotum (6) og var önnur stigahæst á eft- ir Maríu sem gerði 31 stig á 41 mínútu í leikjum helgarinnar og 19 stig i gær. Cecilia Larsson, Stella Rún Kristjánsdóttir og Hafdís Helgadóttir léku einnig vel en hjá KFÍ voru þær Stefan- ía Ásmundsdóttir og Anna Sig- urlaugsdóttir bestar. IS-KFÍ, 69-60 Stig ÍS: María 19 (hitti úr 6 af 14 skot- um, 22 mínútur), Lovísa 13 (hitti úr 6 af 11 skotum, 15 fráköst, 6 stoðsendingar, 6 varin skot), Cecilia Larsson 11 (4 stoðs.), Hafdís 10 (14 fráköst, 5 varin), Stella 8 (5 stoðs. á 18 mín.), Þórunn 8. Stig KFÍ: Gaspar 20 (10 fráköst), Stef- anía 15 (11 fráköst), Sólveig 9, Anna 8 (8 fráköst), Tinna 8. 17-0 byrjun KR of mikið fyrir Grindavík KR-stúlkur tóku vel á móti Guð- björgu Norðfjörð í byrjunarliðið í fyrsta sinn í vetur og skoruðu 17 fyrstu stigin í leik sínum í Grinda- vík. KR lék annan leikinn í röð án fyrirliða síns, Kristínar Bjarkar Jónsdóttur, og varafyrirliðans, Hönnu B. Kjartansdóttur, en það Ósvaldur Knudsen, þjálfari ÍS, gerði breytingar á liði sínu fyrir fyrri leikina gegn KFÍ um helgina í 1. deild kvenna í körfubolta. Hann færði fyrirliðann Hafdísi Helgadóttur í stöðu lítils fram- herja (úr kraftframherja) og Lovísu Guðmundsdóttur í kraft- framherja (úr stöðu miðherja) og tefldi fram Svönu Bjarnadóttur i stöðu miðherja. Svana meiddist illa í haust og hafði ekkert spilað síðan 6. nóvember. Svana, Hafdís og Lovísa áttu allar mjög góða leiki og leikur stúdína var miklu betri en í undanfómum leikjum. KFÍ vann fjórða sigur sinn í röð á laugardaginn, 55-56, en sigurinn á ÍS var mjög tæpur og stúdínur í raun klaufar að vinna ekki þann leik. Stúdínur bættu fyrir þann klaufaskap í gær og unnu 69-60 og spilltu um leið nokkuð fyrir deild- armeistarardraumum KFÍ. KFÍ þarf nú að treysta á sigur Keflavíkur gegn KR og tvo sigra 1 innbyrðisleikjum við Keflavík sem fara fram um næstu helgi á ísafirði. KR getur tryggt sér titil- inn með sigri á Keflavík á morgun og sömuleiðis getur Keflavík unn- ið deildarmeistaratitilinn, vinni liðið þessa þrjá síðustu leiki sína. KFÍ tapaði þremur af fjórum leikhlutum í fyrri leiknum og frá- köstunum, 36-49, en vann annan leikhluta, 26-9, og lagði þar grunn- inn að eins stigs sigri sínum, 55-56. Sólveig Gunnlaugsdóttir átti mjög góðan leik og setti niður mikilvægar körfur og Jessica Gaspar var með tvöfalda þrennu auk þess að vera aðeins þremur stoösendingum frá tvöfaldri fernu. Gaspar tryggði sigurinn með því að hitta úr tveimur vítum á loka- sekúndunum. ÍS-KFl, 55-56 Stig fS: Hafdís Helgadóttir 14 (14 frá- köst, 7 varin skot, 4 stoðs., 4 stolnir, hitti úr 6 af 11 skotum), Lovísa Guð- mundsdóttir 13 (11 fráköst), María B. Leifsdóttir 12 (19 mínútur), Svana Lovísa Guðmundsdóttir lék vel meö stúdínum í 2 leikjum um helgina og skilaði þeim 26 stigum, 26 fráköstum, 9 vörðum skotum og 8 stoðsendingum. kom ekki að sök, þó svo að leikur- inn hafi verið liðinu erflður eftir þessar frábæru fyrstu 6 mínútur. KR vann 77-59 og er aðeins einum sigri frá deildarmeistaratitlinum. Hildur Sigurðardóttir sýndi áfram snilli sína með KR og var Grindavíkurstúlkum erflð, með 23 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, og eins var Guðbjörg að gera frá- bæra hluti, miðað við það að vera aðeins að spila fimmta leik sinn eftir barnsburð fyrir þremur mán- uðum. Guðbjörg gerði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á aðeins 26 mínútum og hitti úr 5 af 9 skotum sínum. Hjá Grindavík var LaDrina Sanders áberandi sem fyrr en eins átti Sandra Guð- laugsdóttir góðan leik, líkt og Petrúnella Skúladóttir og Rósa Ragnarsdóttir. Grindavíkurliðið vann annan leikhluta, 24-16, og stríddi KR- stúlkum það sem eftir var leiks en sigurinn var þó aldrei í hættu. Heather Corby bætti upp slaka hittni sina í sókninni (hitti úr 10 af 24 skotum inn í teig) með góð- um leik í vöminni en 16 sóknir Grindavíkurstúlkna enduðu í höndum hennar. Corby stal 11 boltum og varði 5 skot en auk þessa tók hún 16 fráköst og gerði 23 stig og var því með tvöfalda þrennu í leiknum. Stig Grindavíkur: LaDrina Sanders 34 (17 fráköst, 10 tapaðir), Petrúnella Skúladóttir 7 (hitti úr 3 af 4 skotum), Rósa Ragnarsdóttir (hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum, 3 stolnir), Sandra Guðlaugsdóttir 5 (7 stoðsendingar), Sig- ríður Anna Ólafsdóttir 4, Erna Rún Magnúsdóttir 2. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 23 (hitti úr 9 af 18 skotum, 8 fráköst, 7 stoðsend- ingar), Heather Corby 23 (16 fráköst, 11 stolnir, 5 varin), Guðbjörg NorðQörð 11 (6 fráköst, 5 stoðs.), Gréta María Grét- arsdóttir 9 (8 fráköst), Helga Þorvalds- dóttir 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 3, Bima Eiríksdóttir 2, Guðrún Arna Sig- urðardóttir 2. -ÓÓJ Meistarar - deildarbikarinn i höfn hjá Haukastelpum eftir sigur á FH Haukar kjöldrógu granna sína úr FH í 1. deild kvenna á laugar- dag en það var einkum frábær kafli í síðari hálfleik þegar stúlkurnar skoruðu átta mörk í röð sem tryggði þeim sigurinn. Lokaniðurstaðan var níu marka sigur, 25-16, og gleðin varð síðan enn meiri í herbúðum Hauka í lok- in þegar þær fengu afhentan bikar- inn fyrir sigur í deildinni. Hvorugt liö að sýna neitt Fyrri hálfleikurinn var reyndar mun jafnari, þó svo að Haukastúlk- ur hefðu haft frumkvæðið allan tímann. Hvorugt liðið var þó að sýna sérstakan leik, þ.e.a.s. útileik- mennirnir. Sóknarleikurinn var frekar bitlítill hjá báðum liðum og skotin oft máttlaus þannig að markverðir beggja liða nutu sín prýðilega og vörðu báðar mjög vel. En nánast allan tímann var mun- urinn 2-3 mörk, Haukastúlkum í vil, og tvö mörk í leikhléi. En fljótlega í síðari hálfleik skildu leiðir. í stöðunni 11-9 misstu FH-stúlkur tvær af leikvelli með tveggja minútna brottvísun og í þeirri stöðu skoruðu Haukastúlk- ur þrjú mörk í röð. Þetta virtist setja FH-inga út af laginu því að Haukarnir héldu áfram að bæta við eftir að FH-liðið var fuilskipað og náði á endanum að skora átta mörk í röð. Þarna liðu 14 minútur án þess að FH-ingum tækist að skora og eftir þetta var leikurinn búinn. Bæði lið létu varamenn sína spreyta sig og síðasti hluti leiksins leið átakalaust i gegn. Jenný skellti í lás Haukastúlkur voru nokkuð lengi í gang en urðu síðan óstöðv- andi þegar þær komust loksins af stað. Jenný Ásmundsdóttir varði oft mjög vel og skellti á tímabili í lás þegar Haukarnir voru að ná þessu mikla forskoti. Þá var Inga Fríða einnig mjög öflug á línunni og Hanna var drjúg í hraðaupp- hlaupunum. Gáfust upp FH-stúlkurnar héldu í við Hauk- ana fram í byrjun seinni hálfleiks en eftir það gáfust þær hreinlega upp. Jolana Slapikiene varði vel en aðrar léku langt undir getu og var sóknarleikurinn sérstaklega slakur hjá þeim. Hann batnaði alls ekki, sama hvað Magnús þjálfari reyndi að gera. Þær geta gert mun betur en þær sýndu í þessum leik. -HI mjld kvenn Haukar 17 15 2 418-307 30 ÍBV 17 13 4 376-351 26 Fram 17 12 5 453-369 24 Stjarnan 17 11 6 399-349 22 Grótta/KR 17 9 8 384-363 18 FH 17 8 9 412-392 16 Víkingur 17 8 9 362-346 16 Valur 17 6 11 318-368 12 KA/Þór 17 3 14 312-384 6 ÍR 17 0 17 217-422 0 Vranjes til Nordhorn? Svínn knái, Ljobomir Vranjes, er liklega á leið til þýska liðsins Nordhorn sem Guðmundur Hrafnkelsson leikur með. Vranjes hefur sl. tvö ár leikið með spænska liðinu Granollers og hefur ekki áhuga á að fram- lengja samning sinn í vor. Þjálf- ari Nordhorn Kent-Harry Ander- son hefur mikinn áhuga á að fá landa sinn til Norhorn og eru viðræður i gangi. -JKS 1. DEILD KVENNA KR 15 11 4 990-809 22 Keflavík 13 10 3 888-717 20 KFÍ 14 9 5 864-787 18 is 15 6 9 846-865 12 Grindavík 15 0 15 731-1141 0 Keflavik fœr KR i heimsókn morgun í Keflavík klukkan átta. £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.