Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Blaðsíða 12
28
MÁNUDAGUR 5. MARS 2001
Sport
Hermann Maier er heimsbikarmeistari karla í alpagreinum:
Tvisvar tvöfalt
- tveir sigrar og tveir titlar til Maiers um helgina
Einn besti sigur minn
„Sigurinn [á föstudaginn] er
einn af þeim bestu á ferli
mínum,“ sagði Maier eftir
brun fostudagsins. Honum
hafði ekki gengið vel í
æfingum fyrir keppnina og
ákvað því að byrja aftarlega,
með rásnúmer 31, og fylgjast
þannig með helstu keppi-
nautum sínum áður en hann
færi sjálfur niður brekkuna.
Það bar árangur og skilaði
hann sér í mark á 0,15
sekúndna betri tíma en
Þjóðverjinn Florian Eckert,
sem varð annar.
Á laugardaginn varð Eckert
svo aftur í öðru sæti og tókst
þar með endanlega að sanna að
bronsið sem hann hlaut á HM
í St. Anton hefði ekki verið
nein tilviljun. Þar með hefur
hinn 22 ára Þjóðverji skipað
sér á stall á meðal þeirra bestu
í bruninu í dag. Sigurvegarinn
var hins vegar Austurríkis-
maðurinn Stephan Eberharter
sem með sigrinum vann aftur
forystuna í stigakeppni bruns-
Hermann Maier frá Austurríki tryggöi sér um helgina heimsbikartitilinn í samanlögðu í brekkum Kvitfjells i Noregi.
Reuter
Maður helgarinnar í skiða-
brekkum Kvitfjells í Noregi, þar
sem tvær keppnir i bruni og ein í
risasvigi voru haldnar, var án efa
Austurríkismaðurinn Hermann
Maier. Hann byrjaöi föstudaginn
á því að vinna fyrri brun-keppn-
ina. í þeirri siðari á laugardaginn
varð hann „aðeins" fimmti en
gulltryggði engu að síður heims-
bikartitilinn í samanlagðri stiga-
keppni karla með árangrinum.
í gær vann hann svo sigur í
risasviginu og tryggði sér þar
með einnig heimsbikartitilinn
í þeirri grein þrátt fyrir að ein
keppni væri eftir. Landi hans,
Christoph Gruber, er í 2. sæti
stigakeppninnar en er 174
stigum á eftir Maier.
ins sem Maier hafði unnið af
honum daginn áður. Maier var,
eins og áður segir, í 5. sæti í
síðara bruninu.
Einvígi fram undan
Það stefnir því í algert einvígi
Eberharters og Maiers í stiga-
keppni brunsins en aðeins sex
stig skilja kappana að. Síðasta
keppni vetrarins í bruni karla fer
fram á miðvikudaginn í Áre í
Svíþjóð og ræðst þar hvor þeirra
hlýtur titilinn. Brunið markar
upphaf lokaátakanna í heims-
bikarkeppninni en keppt verður í
öllum greinum alpagreina karla
og kvenna til sunnudags.
Með sigri Maiers í risasviginu í
gær bætti hann persónulegt met
með því að vinna 11. heims-
bikarsigurinn á þessu tímabili. Á
fyrri tímabilum náði hann mest
10 sigrum en enn getur Maier
bætt við í safnið en hann á eftir
að keppa í þremur keppnum í
Áre.
„Næsta takmark mitt er að
jafna met Pirmins Zurbriggers
sem vann 40 heimsbikarsigra,"
sagði Maier en hann hefur nú
unnið samtals 39 slíka. Þetta er
einnig fjórða árið í röð sem Maier
vinnur heimsbikartitilinn í
risasvigi sem er greinilega hans
sterkasta grein hans. -esá
Stórmót kylfinga í Dubai:
Danskur sigur
- Thomas Björn nýtti sér slæma spilamennsku Woods
Heimsbikarinn:
Úrslit
Rnin tnctnHnímr*
Brun, fostudagur:
1. Hermann Maier, Austurr. 1:45,90
2. Florian Eckert, Þýskal. 1:46,05
3. Lasse Kjus, Noregi 1:46,09
Brun, laugardagur:
1. S. Eberharter, Austurr. 1:45,17
2. Florian Eckert, Þýskal. 1:45,26
3. Fritz Strobl, Austurr. 1:45,42
Stigakeppni bruns:
1. S. Eberharter, Austurr. 482 stig
2. Hermann Maier, Aus. 476 stig
3. Fritz Strobl, Austurr. 373 stig
4. Hannes Trinkl, Austurr. 277 stig
5. Lasse Kjus, Noregi 269 stig
Risasvig, Kvitfjell:
1. Hermann Maier, Austurr. 1:28,58
2. Hannes Trinkl, Austurr. 1:28,64
3. S. Eberharter, Austurr. 1:29,42
Stigakeppni risasvigs:
1. Hermann Maier, Austurr. 420 stig
2. Christoph Gruber, Austurr. 246 stig
3. Josef Strobl, Austurr. 228 stig
Samanlögð stigakeppni:
1. Hermann Maier, Austurr. 1482 stig
2. S. Eberharter, Austurr. 795 stig
3. B. Raich, Austurr. 785 stig
4. Lasse Kjus, Noregi 771 stig
5. H. Schilchegger, Austurr. 751 stig
Danski kylfingurinn Thomas
Bjöm fagnaði sigri á stórmóti at-
vinnumanna sem lauk i Dubai í
gær. Bjöm lék síðasta hringinn á
þremur undir pari en á sama tíma
gekk ekkert upp hjá Tiger Woods.
Woods, sem hafði verið forystu allt
mótið, lék tvo síðustu hringi afar
illa sem varð þessa valdandi að
hann horfði á eftir sigrinum til Dan-
ans. Woods hefur af einhverjum
ástæðum ekki náð sér á strik á
þessu ári og ekki tekist að vinna
mót enn þá.
Thomas Bjöm lék á 266 höggum
og þeir Tiger Woods og Padraig
Harrington léku á 268 höggum. í
sætum þar á eftir urðu Mathias
Gronberg og Ian Wosnam á 270
höggum.
Daninn var að vonum í sjöunda
himni eftir sigurinn og sagði þetta
hafa verið besta árangur sinn til
þessa.
Sjálfstraustiö hefur aukist til
muna
„Sjálfstraustið hefur aukist og eft-
ir þennan sigur hef ég enga minni-
máttarkennd gegn frægustu stjörn-
unum, á borð við Tiger Woods,“
sagði Björn eftir sigurinn. Hann
dvelur lengstum við æfmgar í
Dubai á vetuma.
Woods var hins vegar fáorður eft-
ir mótið, greinilega mjög svekktur
og óánægður með spilamennsku
sína. -JKS
Thomas Björn fagnar sigrinum meö eiginkonu og dóttur. Reuter
Deildarbikarinn:
Skagamenn
lögðu Fylki
Skagamenn sigruðu Fylki, 3-1,
í deildarbikamum í knattspyrnu
um helgina. Baldur Aðalsteins-
son, Háifdán Gíslason og Jó-
hannes Gíslason skoruðu fyrir
Skagamenn en Pétur Björn Jóns-
son markið fyrir Fylki. Þess má
geta að Steingrímur Jóhannes-
son, sem gekk í raðir Fylkis fyr-
ir helgina, var i byrjunarliðinu.
Grindavik sigraði Víking, 6-2.
Hallur Ásgeirsson skoraði tvö
mörk fyrir Grindvíkinga og þeir
Sinisa Kekic, Sverrir Þór Sverr-
isson, Goran Lukic og Róbert
Sigurðsson eitt hver. Ágúst Guð-
mundsson skoraði bæði mörk
Víkings.
• Fram sigr-
aði Stjörnuna,
2-0, og skoraði
Þorbjörn Atli
Sveinsson
bæði mörk
Framara, það
fyrra úr víta-
spyrnu.
Keflvíking-
ar unnu KA, 3-1, með mörkum
frá Þórarni Kristjánssyni,
Hólmari Erni Rúnarssyni og
Magnúsi Þorsteinssyni. Hreinn
Hringsson skoraði fyrir KA.
Þá sigruðu KR-ingar lið Vals,
2-1. Magnús Lúðvíksson og
Gunnar Einarsson skoruðu fyrir
KR en Ármann Bjömsson gerði
mark Valsmanna.
Keppni í neðri deild hófst um
helgina þegar Skallagrímur
sigraði KS, 5-2.
-JKS
Stigamót í borötennis:
Guðmundur og
Lilja Rós unnu
Guðmundur Stephensen úr
Vikingi sigraði í einliðaleik í
karlaílokki á stigamóti Borðtenn-
issambandsins í gær. Guðmund-
ur mætti Adam Harðarsyni í úr-
slitaleik og sigraði, 2-1.
í kvennaflokki mættust Vík-
ingsstúlkurnar Lilja Rós Jóhann-
esdóttir og Halldóra Ólafs i úr-
slitaleik og bar Lilja Rós sigur úr
býtum, 2-1.
-JKS
Góður árangur
í göngu í Noregi
Ólafur Th. Árnason lenti í 36.
sæti af 160 keppendum 18-19 ára
í 10 km göngu á norska unglinga-
meistaramótinu í gær. Ólafur var
2,12 mínútum á eftir heimsmeist-
ara unglinga frá Póllandi.
Jakob Einar Jakobsson, sem
einnig keppti á mótinu, lenti í 20.
sæti í flokki 17 ára. Þessi árang-
ur strákanna er sérlega glæsileg-
ur.
-JKS
Halldór í þriðja
sæti í Sofiu
Halldór Birgir Jóhannsson,
þolfimimaður úr Ármanni, hafn-
aði í þriðja sæti á heimsbikar-
móti sem haldið var í Sofiu í
Búlgaríu um helgina. Halldór
varð í fjórða sæti eftir und-
ankeppnina en hækkaöi sig um
eitt sæti í úrslitunum. Spánverj-
inn Jonatan Canada sigraði með
yfirburðum, hlaut 19,15 stig en
Halldór fékk 17,00 stig. Með ár-
angri á stigamótunum í vetur
hefur Halldór tryggt sér þátttöku-
rétt í úrslitakeppninni sem verð-
ur á Rimini á Ítalíu í júlí í sum-
ar- -JKS