Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2001, Blaðsíða 14
30 MÁNUDAGUR 5. MARS 2001 Sport Götu- og vídavangs- hlaupaskrá FRÍ 2001 Mars 31. Marsmaraþon hefst kl. 9.30 viö Ægisíðu, Reykja- vík (forgjafarhlaup, skráning þarf að berast viku fyrir hlaup). Maraþon með tímatöku. Upplýsingar Pétur I. Frantzson í símum 551 4096 og 898 9902 og á hlaupasíðu Félags maraþonhlaupara. Apríl 8. Flóahlaup UMF Samhygðar. Hefst kl. 14.00 við Félagslund, Gaulverjabæjarhreppi. Vegalengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Upplýsingar Markús ívars- son í síma 486-3318. 19. Víðavangshlaup ÍR. Hefst kl. 13.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 5 km með tímatöku. Skráning i Ráðhúsinu frá kl. 11.00. Upplýsingar Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565-6228, Jóhann Kristjánsson i síma 587-9000 og ÍR-heimilið við Skógarsel í sima 587-7080. 19. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar. Hefst kl. 13.00 á Víðistaðatúni í Hafnarflrði. Vegalengdir: 1 km, 1,4 km og 2 km með tímatöku. Upplýsingar Sigurður Haralds- son i síma 565-1114. 19. Víðavangshlaup Vöku. Upplýsingar Fanney Ólafsdóttir í síma 486-3317. 19. Víðavangshlaup Skeiðamanna. Upplýsingar Valgerður Auðunsdóttir í síma 486-5530. Maí 01. 1. mal hlaup UFA. Hefst kl. 13.00 við Sportver. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku. Upplýsing- ar Sigurður Magnússon í síma 898-0468 og 46-1150. 01. 1. maí hlaup Fjölnis og Olís. Hefst kl. 14.00 við íþróttamiöstöðina Dalhúsum. Skráning frá kl. 12.00-13.45. Vegalengdir: 1,6 km og 10 km með tímatöku. 03. Flugleiðahlaup. Hefst kl. 19.00 við Hótel Loftleið- ir. Vegalengd: 7 km með tímatöku. Skráning á staðnum frá kl. 17.00 og Netinu á hlaup.is. 05. Vimuvarnarhlaup Lions í Hafnarfirði. Hefst kl. 11.00 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði (10 ára afmælis- hlaup). Skráning frá kl. 9.00 í skátaheimilinu við Víði- staðatún. Vegalengdir: 2,2 km, 4,5 km og 10 km án tíma- töku. 12. Neshlaup TKS. Hefst kl. 11.00 við sundlaug Sel- tjamamess. Vegalengdir: 3,25 km, 7 km og 14 km. Upp- lýsingar Kristján Jóhannsson í sima 561-1594 og Katla Kristvinsdóttir í síma 561-2611. 13. Smárahlaup. Hefst kl. 13.00 við Smáraskóla. Vegalengdir: 2,5 km og 7 km með tímatöku. Upplýsing- ar í Smáraskóla í síma 554-6100. 19. Námsflokkahlaup. Hefst kl. 13.00 við Miðbæjar- skólann. Vegalengd: 10 km með tímatöku. Upplýsingar Pétur I. Frantzson í símum 551-4096 og 898-9902. 24. Breiðholtshlaup Leiknis. Hefst kl. 13.00 við sundlaugina í Austurbergi. Vegalengdir: 2 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Upplýsingar Ólafur I. Ólafsson í síma 557-9059 og Jóhann Úlfarsson í síma 587-2853. Júní 06. Víðavangshlaup HSÞ. Upplýsingar á skrifstofu HSÞ í síma 464-3107. 07. Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins Hefst kl. 19.00 við hús Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 (af- mælishlaup, Krabbameinsfélagið 50 ára). Vegalengdir: 2 km, 4 km og 10 km með tímatöku. Upplýsingar á skrif- stofu Krabbameinsfélagsins í síma 540-1900. 07. Bændadagshlaup UMSE. Upplýsingar á skrif- stofú UMSE í sima 462-4477. 09. Akraneshlaup USK. Keppni í hálfmaraþoni með tímatöku hefst kl. 10.30 á Akratorgi. Upplýsingar Krist- inn Reimarsson í síma 861-6221. 09. Hólmadrangshlaup. Hefst kl. 14.00 við hafnar- vogina á Hólmavík. Vegalengdir: 3 km, 10 km með tima- töku. Upplýsingar Ragnar Bragason í síma 451-3592. 09. Akureyrarmaraþon. Hefst kl. 12.00 á íþróttavell- inum á Akureyri. Vegalengdir: 3 km skemmtiskokk, 10 km og hálfmaraþon með tímatöku. Meistaramót íslands í hálfmaraþoni. Upplýsingar Gunnar Ragnars í símum 462-1672 og 898-5560 og netfang: gragnars@nett.is. 10. Grindavíkurhlaup. Hefst kl. 10.00 við Sundmið- stöðina. Vegalengdir: 3,5 km og 10 km. Upplýsingar Ágústa Gísladóttir í síma 426-8206. 12. Álafosshlaup. Hefst kl. 19.00 við Álafosskvosina að Varmá, Mosfellsbæ. Skráning frá kl. 17.30 og bún- ingsaðstaða við sundlaug Varmár. Vegaleng: 9 km. 13. Víðavangshlaup HSÞ. Upplýsingar á skrifstofu HSÞ í sima 464-3107. 14. Boðhlaup í Laugardal. Hefst kl. 19.00 við Skautahöllina í Laugardal. Skráning frá kl. 17.00 í Skautahöllinni. 16. Kvennahlaup ÍSÍ. 17. 17. júnf hlaup UMFS. Upplýsingar Vilhjálmur Bjömsson á Dalvík í síma 466-1121. 20. Vlðavangshlaup HSÞ. Upplýsingar á skrifstofu HSÞ í sima 464-3107. 22. -23. Mývatnsmaraþon. Keppni í maraþoni fer fram 22. og hefst kl. 21.00 með tímatöku. Keppni í öðr- um vegalengdum fer fram 23., hálfmaraþon hefst kl. 13.00,3 km og 10 km kl. 14.00 með tímatöku, mæting við Skútustaði í öll hlaupin. Meistaramót íslands i mara- þoni. 23. Miðnæturhlaup á Jónsmessu. Hefst kl. 23.00 við sundlaugina í Laugardal, Reykjavík. Vegalengdir: 3 km og 10 km. 30. Óshliðarhlaup. Hlaupið er á milli Bolungarvík- ur og tsafjarðar. Vegalengdir: 4 km, 10 km og hálfmara- þon með tímatöku. Hefst kl. 14.00. Upplýsingar Marinó Hákonarson í símum 456-5079 og 456-4103. - DV-Sport á æfingu hjá eldhressum blakmönnum Menn þurfa ekki endilega að vera korn- ungir til að geta stundað líkamsrækt. Það sannast sennilega hvað best á hressum hópi karlmanna sem hittist reglulega og æfir saman blak. Þessi hópur byrjaði að hittast í Álftamýr- arskólanum fyrir hartnær 40 árum og hef- ur hist reglulega síðan. Vissulega hefur hópurinn tekið breytingum en þrír hafa þó verið í hópnum alveg frá upphafi. Sá elsti er Páll Guðmundsson, 75 ára, en hann kenndi þessa íþrótt mikið á árum áður og félagar hans í hópnum segja í léttum dúr að hann hafi fundið upp blakið á íslandi! Það hafa reyndar fleiri í hópnum, einn þeirra kenndi blak mikið á Akureyri og ann- ar á Kópaskeri þannig að þeir eru alls engir nýgræðingar í íþróttinni. Enda sást það greinilega á tilþrifunum sem þeir sýndu í íþróttasalnum. „Þó að mikil reynsla búi í þessum hópi hefur hún nýst okkur takmarkað á þeim mót- um sem við höfum tekið þátt í. Við gleðjumst þó mikið yfir hverri hrinu sem við vinnum og höfum reyndar sjaldan unnið jafnmargar og i fyrra.“ í upphafi var þetta reyndar hjónablak þar sem hjón komu saman og spiluðu. Síðar þró- aðist þetta út i að karlarnir fóru að hittast einir með fram hjónablakinu og að lokum lagði hjónablakið upp laupana. En þeir eru ánægðir með þessa íþrótt. „Þetta er eitthver albesta íþrótt til að læra þegar maður er ungur því þetta geta menn iðkað í heilan mannsaldur," segir einn úr hópnum og annar bæt- ir við: „Þetta er náttúrlega stórhættulegt engu að síður og þess vegna erum við bæði með sjúkraþjálfara og lækni í hópnum. Sjúkraþjálfarinn er reyndar sá eini sem hefur Mikil tilþrif á meiðst eitthvað að ráði í þessum æfingum!" Mikill hlátur kveður við eftir þessi orð og það segir í raun allt um móralinn sem er mjög góður og menn spjalla saman í léttum dúr fyrir og eftir tímana, þó svo að alvaran sé yfirleitt meiri á meðan á tímanum stend- ur. Þegar blaðamaður spyr hvemig þessum hóp hafi tekist að halda saman í öll þessi ár er ein skýring talin vera annarri líklegri. „Við höfum ekki veriö að taka mikið upp á æfingu blakhópsins knáa. því að fara eitthvað saman út utan blaktím- anna. Við höfum kannski einstaka sinnum hist í afmælum en ekkert annars. Við áætl- um reyndar að fara til Akureyrar í keppn- isferð í vor sem verður þá okkar fyrsta ferð saman ef af verður.“ Það geta eflaust margir lært af þessum hópi, ekki síst að aldur skiptir ekki máli þegar hreyfing er annars vegar og einnig að það er hægt að halda sér í góðu formi langt fram eftir ævinni." -Efí DV-myndir Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.