Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 Fréttir x>v Brýnast að R-listinn fari frá völdum: Tilbúin í slaginn um oddvita- stöðuna ef Björn Bjarnason gefur kost á sér DV-MYND E.ÓL. Nafn: Inga Jóna Þóröardóttir Staöa: Borgarfulltrúi og oddviti sjálfstæöismanna Efni: Flugvallarkosning og borgarpólitíkin - Borgarstjóri blæs á það að kosningin um framtíð Reykjavík- urflugvallar sé ótimabær og óraunhæf. Hver er þín afstaða til þess? „Atkvæðagreiðslan í sjálfu sér hef- ur því miður ekkert gildi. Það er búið að taka ákvörðun um framtíð vallarins til 2016. Ef það hefði verið raunverulegur vilji borgarstjóra og R-listans að láta fólkið ráða því hvað yrði með framtíð Vatnsmýrarinnar átti að efna til svona atkvæða- greiðslu áður en bindandi ákvörðun var tekin fyrir tæpum tveimur árum. Hún var tekin og fram hjá því komast menn ekki. Kosningin er heldur ekki bindandi fyrir borgarstjórnir í framtíðinni. Þær taka skipulagsákvarðanir miðað við þá stöðu sem þá er uppi. At- kvæðagreiðslan nú er þannig sett upp að hún getur ekki skilað skýr- um niðurstöðum um raunverulegan vilja fólks.“ - Er samt ekki ábyrgðarleysi að kjósa ekki um framtíð vallarins? „Nei, það er ekki ábyrgðarlaust. Það á að láta grandskoða alla mögu- leika í stöðunni áður en menn eru spurðir. Ef menn efna til lýðræðis- legra kosninga felst í því að fólk er að taka ákvörðun um eitthvað alveg skýrt skilgreint og afmarkað. Borg- arbúar eiga rétt á að vita hvaða þýð- ingu atkvæðagreiðslan hefur. Þessi kosning á ekkert skylt við borgara- lýðræði, eins og talað er um. Með henni er þvert á móti verið að hafa lýðræðið í flimtingum." - Hvaða vilt þú gera varðandi framtíð flugvallarins? „Ég er þeirrar skoðunar að í Vatnsmýrinni sé framtíðar bygging- arland. Við munum í lengri framtíð þurfa að nota þetta land til þróunar fyrir Reykjavíkurborg. Ákvörðurn um frEimtíð Vatnsmýrarinnar er ekki hægt að taka nema í samhengi við hvað verður um innanlandsflug- ið. Við erum hins vegar með þessa bindingu næstu 15 árin og eigum að nota þann tíma til að skipuleggja svæðið. Síðan eigum við að skoða hver þróunin verður í byggða- og samgöngumálum og í búsetuþróun í landinu. Ég er sannfærð um það að á næstu tveimur áratugum eigum við eftir að horfa á þvílíkar breyting- ar í samgöngumálum að umræður um innanlandsflug verða á allt öðr- um forsendum. Við eigum eftir að sjá miklar samgöngubætur við Kefla- vík og jafnvel hálendisveg norður í land. I því ljósi sem þá verður uppi eigum við að leggja mat á stöðuna. í dag vitum við ekki hvemig þetta verður." - Hvað um aðra kosti? „Við eigum að fara vel með skatt- fé borgaranna. Þess vegna finnst mér umræðan um flugvöll í Hvassa- hrauni vera fáránleg. Fyrir utan rök- studda gagnrýni um að hann stand- ist ekki af flugtæknilegum ástæðum, þá finnst mér við ekki geta farið þannig með fjármuni skattborgar- anna að leggja marga milljarða þar í flugvöll. Ég er líka þeirrar skoðunar að við eigum ekki að eyðileggja ströndina okkar við Skerjafjörö með hugsanlegri flugbrautarlagningu. Þar með yrðum við búin að eyðileggja ströndina og valda umhverfisspjöll- um sem við getum ekki tekið til baka. Við eigum að notast við tvær flugbrautir í Vatnsmýrinni meðan ekki er betri kostur í stöðunni." - Nú er ekki eining innan flokk- anna um flugvallarmálið. Veldur kosningin ekki róti og klofningi í flokkunum? „Nei, það get ég ekki séð. Þegar til kastanna hefur komið, þá hafa menn sameinast um ákveðna hluti. R-list- inn sneri við blaði eftir nokkurra ára setu á valdastóli. Þá komst hann að þeirri niðurstöðu að flugvöllurinn ætti að vera áfram i Vatnsmýrinni, gagnstætt því sem hann hafði haldið fram í kosningabaráttunni. Óánægju- raddir innan R-listans vegna endur- byggingar vallarins urðu þess síðan valdandi að tekin var ákvörðun um þessa atkvæðagreiðslu. Borgarstjóri varð undir Þá ákvað borgarstjóri að fela sér- fræðihópi að skoða málið í heild sinni. Koma fram með mögulega kosti sem væru inni í myndinni. Því starfi var nánast lokið þegar hópur- inn var leystur undan störfum og málið því ekki klárað. Ég fullyrði því að borgarstjóri hafi orðið undir í málinu. Borgarstjóri hafi alltaf viljað velja á milli nokk- urra möguleika um hugsanlega stað- setningu. Þeir náðu hins vegar yfir- höndinni í R-listanum Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arnarsson og þeir stýra nú ferðinni. Þeir ráða líka með hvaða hætti spurt er í kosningunum. Þeir setja þar af leiðandi málið í allt annað ljós en en verið hefði ef at- kvæðagreiðsla hefði verið um mögu- lega staðsetningu." - Ætlar þú ekki að kjósa? „Nei, og mér finnst öll málsmeð- ferð vera með þeim hætti að þessi at- kvæðagreiðsla er orðin fáránleg. Ég tek ekki þátt í þeim leik.“ Yfirheyrsla Hörður Kristjánsson blaðamaður - Nýtur þú stuðnings þinna fé- laga sem oddviti borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins? “Það leikur engin vafi á því að ég hef mjög traustan stuðning í borgar- stjórnarflokki sjálfstæðismanna. Ég er mjög ánægð með það.“ - Er ekki óeðlilegt að þú og eig- inmaður þinn Geir H. Haarde séuð bæði 1 toppstöðum flokksins annars vegar í borgarpólitík og hins vegar í landsmálapólitík. Er það ekki einmitt þess vegna sem fólk vill að þú víkir sem oddviti í borginni? „Ég er ekki sammála því. Það hef- ur ekkert hindrað okkur í störfum. Þetta er spurning um hvaða ábyrgð flokksmenn okkar vilja fela okkur sínu í hvoru lagi. Við vorum bæði virk i pólitik áður en við hófum Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaðar kosningar um framtíð Reykjavíkur- flugvallar. Inga Jóna Þórðardóttir segir að með þeim sé verið að hafa lýð- rœðið íflimtingum sambúð og Geir varð fjármálaráð- herra og ég tók við hlutverki oddvita borgarstjórnarflokksins. Það hefur sýnt sig að sá ráðherra sem er yfir öllum sveitarstjórnum í landinu, Páll Pétursson, er sömuleiðis giftur ein- um af forystumönnum R-listans. Það hefur ekkert komið að sök. Ég held að þetta eigi ekki að trufla neitt eða leiða til hagsmunaárekstra." Persónulegur metnaður verður að víkja - Hvemig líst þér á að fá Björn Bjarnason 1 borgarpólitikina? „Björn hefur sagt að það hafi ver- ið leitað til hans um að taka þátt í þessu. Það er því bara fagnaðarefni ef menn vilja leggja okkur lið. Það sem er brýnast í stöðunni er að R- listinn fari frá völdum. Brýnast fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að hann stilli upp eins sigurstranglegum lista og nokkur kostur er til að við náum að vinna hér aftur í borgarstjórnar- kosningum næsta vor. Allt annað er aukaatriði. Það liggur alveg fyrir að persónulegur metnaöur manna verð- ur að víkja fyrir því meginmark- miði.“ - Er hann samt ekki að veikja þína stöðu? „Nei, ég get ekki séð það. Okkar flokkur hefur sínar leikreglur með hvaða hætti hann velur nýtt lið. Við störfum í lýðræðislegum stjómmála- flokki og frambjóðendur taka ekki ákvörðun um það hverjir verða og hverjir verða ekki í framboði. Valdið er hjá flokksmönnum okkar um hver verða valin i þetta hlutverk og hvenær og með hvaða hætti það verður gert.“ Tilbúin í slaginn - Ætlar þú að gefa kost á þér áfram í oddvitastöðu? „Já, ég hef engar aðrar fyrirætlan- ir uppi en að halda minu striki.“ - Gildir það líka þó Björn gefl kost á sér? „Já, það breytir engu um mína af- stöðu." - Er staða R-listans ekki býsna góð? „Þessi stjórnarseta R-listans hefur skaðað Reykjavík ómælt. Ekki bara varðandi ijárhagsstöðuna, heldur í ýmsum öðrum málum. Þar eru skipulagsmálin t.d. mjög fyrirferðar- mikil, að ekki sé talað um bágt ástand í leikskólamálum. Öll þessi umræða um Reykjavíkurflugvöll hef- ur dregið athyglina frá vandamálum sem borgastjóri ásamt borgarfulltrú- um R-lista á við að glíma. Það er ekki hægt að tala um sterka stöðu R- listans. Fylkingamar hafa verið álíka stórar allt kjörtímabilið." íngibjörg á leið í landsmálin - Hvernig metur þú framtíð R-listans? „Það hlýtur að vera umhugsunar- efni bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Vinstri-græna að Samfylkingin er í gegnum R-listann að búa tO nýja leiðtoga fyrir sig. Það leikur ekki nokkur vafi á því að Ingibjörg Sól- rún er að undirbúa það að fara í landsmálapólitíkina sem nýr leiðtogi Samfylkingarinnar. “ - Getur þú hugsað þér samstarf við Vinstri-græna í borgarstjórn? „Ef málefnaleg samstaða getur náðst er ekkert óhugsandi í þeim efnum. Við göngum þó að sjálfsögðu óbundin til kosninga að ári og stefn- um að traustum sigri Sjálfstæðis- flokksins." ÞVjjjÍJHBBRKt Umsjón: Gyifi Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Fyiking í fýlu Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra gerði það upp á eigin spýtur að fá til liðs við banka- ráð Búnaðarbank- ans lögmanninn Árna Pál Árna- son, en hann er yfirlýstur samfylkingarmaður. Ráð- I herra mun síðan reyndar hafa boð- ið Össuri Skarphéðinssyni, for- ingja Samfylkingar, að tilnefna Árna Pál formlega, en Össur mun ; að sögn hafa tekið duglega i nefið j áður en hann hafnaði slíku kosta- j boði alfarið. Segir Össur að Sam- fylking hans eigi enga hlutdeild í hinu nýja bankaráði og virðist allt annað en kátur með þá niðurstöðu. Færir út kvíarnar Veiðileyfasalinn Árni Baldursson er enn að færa út kvíarnar og nú hefur hann gert Ísamning sem tryggir honum Ytri-Rangá næstu árin. Ef að líkum lætur. geta veiði- menn nú dundað sér við að reyna að geta sér til um hvað veiðileyfin í Ytri-Rangá muni hækka mikið í kjölfarið, enda Ámi ekki kunnur fyrir að standa á bremsunni í þeim efnum. Markhópurinn mun reynd- Iar vera fyrst og fremst erlendir auðkýfingar. Sandkornsritari telur sig hafa pottþéttar heimildir fyrir því að einhverjir slíkir muni heim- sækja Blöndu í sumar, á besta tíma í þeirri á munu veiðileyfin hækka úr um 30 þúsund í um 90 þúsund, en Árni náði Blöndunni undir sig sl. haust. Fáir íslendingar Björninn í Reykjavík lagði mikið á sig til að tryggja Islands- meistaratitil „ í íshokkí | sem sumir fjölmiðlar kalla reyndar I ísknattleik þótt enginn komi knött- !! urinn við sögu. Eftir forkeppnina i vetur skipti Bjöminn í Reykjavík nánast um lið, erlendir ís- hokkímenn streymdu til landsins og úr varð nýtt lið. Andstæðingarnir i úrslitunum frá Skautafélagi Akur- eyrar voru einnig með nokkra er- lenda leikmenn en ekkert í líkingu við Bjöminn. Samanlagt er hægt að Ifullyrða að aldrei hafi jafn fáir ís- lendingar keppt um íslandsmeist- aratitil í flokkaiþrótt en þeir fáu sem fengu að vera með vermdu varamannabekkina að mestu. Endaspretturinn Margir hafa velt fyrir sér hvað þeir séu eigin- lega að hugsa 1 sem eiga að semja í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. í 13 mánuði hafa engir samningar verið til fyrir sjó- menn, á þeim tíma hefur verið haldinn á fjórða tug samninga- funda en það gerist ekki neitt. Ekki hefur, að sögn talsmanna samningsaðila, tekist að semja um einn einasta hlut. Þeir segja öll mál hafa verið rædd vítt og breitt en það hafi ekki skilað nokkram sköpuðum hlut. Þrátt fyrir að verkfall eigi að skella á á fimmtu- dagskvöld er ekki hægt að segja að það hafi hreyft neitt við samninga- mönnum sjómanna og útgerðar sem eiga að semja um lausn í þess- ari undarlegu kjaradeilu, þeir sjást á myndum úr Karphúsinu helst vera að dunda sér við að leggja kapal eða horfa á knattspyrnu i sjónvarpinu þegar þeir eiga að vera að semja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.