Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 9 Neytendur Persónuvörn frá Glóa Þetta litla handhæga tæki breyt- ist í vælandi og blikkandi árásar- vöm með einu handtaki. Hægt er að festa það við fotin sín, stinga því í vasann eða halda á því í hendinni og getur það bjargað fólki frá árás því flestir árásarmenn leggja á flótta við hávaðann. Auðvelt er aö slökkva á tækinu ef maður hefur kynnt sér það en það er hins vegar erfiðara fyrir þá sem ekki þekkja það. Tækinu fylgja ýmiss konar fest- ingar þannig að nota má það sem þjófavöm á glugga, dyr og í bílum. Heildverslunin Glói flytur inn og selur tækið og kostar það 2.800 kr. Nýtt kaffi frá Merrild í mars var kynnt nýtt kaffi frá Merrild: Café Noir Bistro. Café Noir Bistro samanstendur af sérvöldum Arabic kaffibaunum frá besti kaffihéruðum heimsinns. Kaffisér- fræðingar Merrild hafa brennt kaffi- baunirnar af um- hyggju og nærfærni og náð þannig fram hinu Ijúffenga bragði sem ein- kennir Café Noir Bi- stro. Kaffið er grófmalað og milli- brennt og er ætlað fyrir pressukönnur en einnig má nota það í venjulegar kaffikönnur. Dönsk könnun leiddi í ljós að þeg- ar neytendur velja sér kaffi hugsa 50% þeirra ekki aðeins um verðið heldur einnig um gæðin. Café Noir Bistro er því kærkomin viðbót á ís- lenska kafTimarkaðinn. Krem gegn appelsínuhúð Heildverslunin Gasa hefur hafið inn- flutning á nýju kremi frá Stendhal og er því ætlað að vinna gegn appel- sínuhúð. Kremið heitir Body Svelt og hefur það áhrif á frumur í efsta lagi húðarinnar og hafa þær frumur síðan áhrif á fitufrumurn- ar (Adipocytes). Kremið inniheldur einnig efni sem auka vægi efnis sem kallað er Lipolysis og hefur þau áhrif að fitufrumumar tæmast. Einnig á kremið að styrkja bandvefmn og slappa húð og auka alla úrgangslos- un. Mælt er með því að kremið sé notað l-2svar á dag og gott er að nota kornakrem á líkamann áður. Mismunandi stærðarkerfi í gangi: Erfitt að finna föt í réttum stærðum I fréttabréfi frá Staðla- ráði kemur fram að þeir sem eiga hagsmuna að gæta í fataiðnaði fyrirhuga að setja samræmda staðla í fatastærðum. Vinnuhópur- inn sem hefur verkefnið með höndum er sannfærð- ur um að staðallinn muni henta vel, bæði kaupend- um og seljendum. Stuðst verður við víðtækar mæl- ingar á konum, körlum og bömum, stærðir munu vísa til ákveðinna mála lík- amans miðað við þann fatnað sem um er að ræða, tekið verður tillit til mis- munandi líkamsstærðar Evrópuþjóða og vandamála á borð við lengd'á skyrtu- ermum, svo dæmi sé tekið. Sumar þjóðir hafa ekki lát- ið taka af sér mál og mál annarra eru orðin úrelt. Við erum nefnilega enn að stækka. Það getur verið erfitt að finna á sig fót í réttum stærðum, ekki síst í útlönd- um þar sem stærðir fatnað- ar eru táknaðar samkvæmt mismunandi kerfum eftir því hvar maður er staddur. Þegar best lætur veldur - unnið að gerð samræmds staðals í Evrópu Fatnaður í mismunandi stærðum Viö þurfum ekki föt í „hentistæröum“ heldur stæröar- kerfi sem hentar okkur - staöal sem passar. þetta pirringi en getur líka leitt til þess að fótum sé skil- að - þegar þaö er gerlegt. Sem dæmi um hversu mik- inn rugling notkun á mis- munandi kerfum skapar má nefna að 50% af því sem skil- að er aftur í vörulistakaup- um er fatnaður sem passar ekki. Þessir breytilegu staðl- ar gera það lika að verkum að færri en ella þekkja sína fatastærð, t.d. sýnir þýsk könnun að þar í landi þekk- ir um helmingur karlmanna ekki sín eigin mál; þeir láta eiginkonurnar um málin. Smjaöurstærðir Sem dæmi um hversu mis- munandi kerfi eru notuð í merkingu fatnaðar má taka konu sem hefur yfirvídd 88 cm, mittismál 72 cm og mjaðmamál sem er 96 cm. Þessi kona myndi nota stærð 38 í Þýskalandi, Hollandi og stundum í Frakklandi. í Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi not- ar hún stærð C38 en 40 í Belgíu og stundum í Frakk- landi. í Portúgal og á Spáni þarf hún að kaupa fót í stærð- inni 44/46 og í Bretlandi stærð 12. Og þetta eru ein- göngu stærðarkerfi í Evrópu en önn- ur kerfi eru við lýði í öðrum heims- hlutum. Til að auka enn á rugling- inn hafa sumar verslanir gert út á svokallaðar „hentistærðir" eða „smjaðurstærðir". Það er fatnaður sem merktur er þannig að konu sem notar fatnað númer 46 býðst að kaupa það í „hentistærð", merkt númer 40. Þetta hefur þau áhrif að konunni finnst hún vera grönn og el- egant, sem er auðvitað ekki ónýtt í sjálfu sér. Skór númer 6 eða 43 Þessi ruglingur nær einnig til skófatnaðar. Venjulega leitar maður að skóm númer 39 eða 43 svo dæmi séu tekin, en sums staða þó að skóm númer 4, 4 1/2 eða 5. Þegar maður er hins vegar að leita sér að inni- skóm þá eru þeir kannski númer 6 eða 10. Brjóstahaldarar eru seldir í stærðum 80B, 36A, 100C og svo framvegis en bolir í stærðunum S, M, L, XL og L. Ef samræmdi staðallinn nær út- breiöslu munu framleiðendur inn- leiða hið nýja stærðarkerfi og kaup- endur geta treyst því að raunveru- leg mál þeirra sé að finna á merki- miðum fata. Viðskipti með föt gætu því orðið einfaldari, ódýrari og ánægjulegri. Og fótin mátuleg. Heimild: Fréttabréf Staölaráós íslands Ýmsir frádráttarliðir á skattskýrslu: Námskeiðsgjöld eru frádráttarbær I skattalögum eru ýmsar heimild- ir til frádráttar, þar með talin nám- skeiðsgjöld, málskostnaður vegna dæmdra launa eða tapaðar fjár- magnstekjur. Styrkir til endurmenntunar Endurmenntunarstyrkir eru skattskyldar tekjur. Heimilt er að færa til frádráttar námskeiðsgjöld og kaup á námsgögnum vegna þeirr- ar endurmenntunar sem styrkurinn var veittur til. Dæmd laun Þurfi launamaður að höfða mál vegna ógreiddra launa sem hann gerir kröfu um og fái hann dæmd laun er heimfft að draga útlagðan málskostnað frá þannig fengnum launum. Söluhagnaður og sölutap Sé eign seld með tapi er heimilt að færa sölutapið sem frádrátt á móti söluhagnaði af sams konar eign á sama ári. Vaxtatekjur og vaxta- gjöld Vaxtagjöld er heimilt að færa til lækkunar á vaxtatekj- um sem maður hefur haft af sömu kröfunni. Ekki er nóg að mn sams konar bréf eða kröfu sé að ræða heldur á þetta að- eins við um sömu eign. Gefi krafa t.d. af sér vaxtatekjur á árinu en er síðan seld með af- follum má færa afföllin sem frádrátt á móti fengnum vaxta- tekjum. Mótreikningur vegna tapaðra fjármagnstekna Heimilt er að draga tapaða vexti frá fjármagnstekjum hafi skattur þegar verið greiddur af vöxtunum. Frádrátt má færa í framtali þess árs þegar sýnt er fram á aö krafan sem vextirnir voru reiknaðir af fæst ekki greidd og má þá krafan ekki vera eldri en fimm ára. Frádráttinn má einungis færa á móti fjármagnstekjum. Á sama hátt má draga frá aörar tap- aðar fjármagnstekjur sem skattur hefur verið greidd- ur af. Frádráttur vegna ein- grelðslu örorkubóta Hafi einstaklingur fengið greiddar bætur fyrir varan- lega örorku á árunum 1993-1996 og þær verið ákveðnar í einu lagi til greiðslu er honum heimilt að færa frádrátt á móti fjár- magnstekjum sinum, fjár- hæð sem svarar til lækkun- ar útborgaðra bóta vegna eingreiösluhagræöis. Frádrátturinn getur numið 5% af fjárhæð bótanna á hverju ári, þó ekki lengur en í fimm ár frá þvi bæturnar voru greiddar. milljónir fvrir ö kall? Ath!!! V I K I N G A ____ LiTTi *Áætlaðurfyrstivinninqur. Tíl ItllkHs (TÖ VÍffllCl! Fyrir kl. 17 á miðvikudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.