Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 v Tilvera x>v í f iö I l( VI N N IJ Burtfararpróf í Salnum Það verða skemmtilegir tón- leikar í Salnum, Kópavogi, í kvöld í tilefni þess að hæfileika- fólk tekur burtfararpróf frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Freyr Guðmimdsson trompet- leikari og Kristinn öm Kristins- son píanóleikari leika verk eftir Britten, Handel, Jolivet, Tomasi, Ibert og Blacher. Tónleikarnir .. hefjast klukkan 20. Leikhús ■ UNGIR MENN A UPPLEIÐ Stúd- entaleikhúsiö sýnir í annaö sinn verkiö Ungir menn á uppleið í Stúd- entakjallaranum klukkan 20 í kvöld. Hægt er að nálgast miöa meö því aö hringja í talhólf 8810155. ■ WAKE ME UP BEFORE YOU GO GO Leikfélag Verslunarskóla Is- lands sýnir i kvöld klukkan 20 leikrit- ið Wake me up before you go go. Örfá sæti laus. Opnanir ■ BUÐARTAKA LISTNEMA - MYNDLISTARSYNING I IKEA 1 dag klukkan 16 opna 11 nemar viö Listaháskóla íslands sýningu í versl- un IKEA viö Holtagarða. Framsæknir myndlistamenn sýna hér einlæga list viö kunnar fyrirmyndir lands- manna sem í senn eru heimurtilbú- inna heimilisaðstæðna. Sýningin er unnin í samvinnu við starfsfólk IKEA. Þau sem sýna eru Asami Kab- uragi, Daníel Karl Björnsson, Geir- þrúöur Finnbogadóttir Hjörvar, Julia Steinmann, Hrund Jóhannesdóttir, Huginn Þór Arason, Rósa Halldórs- dóttir, Tinna Guðmundsdóttir, Þórar- inn Hugleikur Dagsson, Þórunn Inga Gísladóttlr og Þuríöur Elfa Jónsdóttir. Myndlist ■ GALLERÍ FOLD Kiartan Guðións- son sýnir málverk til 11. mars í Gall- erí Fold viö Rauðarárstíg.Opiö á verlunartíma. ■ GERÐARSAFN í KÓPAVOGI Verk úr einkasafni Sverris Sigurös- sonar. Sýningin stendur til 31. mars og er opin kl. 12-18 þriöjudaga til sunnudaga. ■ GERÐUBERG „Stóll um stól frá stól til saetls", sýning á íslenskum stólum stendur til 25. mars. Oþiö kl. 10-20 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga kl. 11-19 og kl. 13-16 laugardaga og sunnudaga. ■ ÁSMUNPARSAFN VIÐ SIGTÚN , Fjöll rímar viö tröll, Páll Guömunds- son í bland viö Ásmund Sveinsson. Opiö kl. 13-16 alla daga. ■ USTASA.FN REYKJAVÍKUR HAFNARHUSI Sófamálverkið er til sýnis til 25. mars. Útisýning Ro- berts Dells stendur til 25. mars en franska frásagnarmálverkið stendur til 21. mars. Opið kl. 11-18. ■ USTASAFN REYKJAVÍKUR. KJARVALSSTOÐUM Gullni pensill- inn, samsýning íslenskra fígúratífra málara stendur til 24. mars. Opiö daglega 10-17 en til kl. 19 miðvikudaga. ... ■ NÝUSTASAFNH) Samsvnine Steingríms Eyfjörös, Rögnu Her- mannsdóttur, Finns Arnars Arnar- sonar og Huldu Stefánsdóttur stendur til 25. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Fornleifarannsóknir í Aðalstræti: Fjórir skálar fundnir DV-MYNDIR GVA Framkvæmdir ganga vel Orri Vésteinsson fornleifafræðingur segir aö það sé engu líkara en á landnámsöld hafi verið lítið þorp þar sem Aðal- strætið er núna. Undanfarna mánuöi hefur verið unnið að fornleifarannsóknum á lóðunum við Aðalstræti 14-18 í Reykjavík. Orri Vésteinsson, forn- leifafræðingur hjá Fornleifastofu ís- lands, segir að þama sé um að ræða heildaruppgröft á svæðinu þar sem í júní verði hafist handa við að reisa hótel á lóðunum. Byggingarleifar frá elstu tímum „Við byrjuðum að grafa 15. júní síðastliðinn og höfum haldið okkur að mestu á nyrðri hluta svæðisins og farið í gegnum fomleifar frá átj- ándu og nítjándu öld. Þarna eru m.a. gmnnar af húsum frá tímum Innréttinga og djúpt fyrir neðan þá eru byggingarleifar frá elstu tímum íslandsbyggðar. Það er nokkuð mikið af munum í yngri lögunum en viö vitum ekki hversu mikið er að finna í eldri lög- unum þar sem við erum nýkomnir niður í þau og ekki byrjaðir að grafa enn þá.“ Orri segir að grafið verði þar til i lok maí og hann reiknar fastlega með að rannsóknunum verði lokið fyrir þann tíma. Lítiö þorp „Við vitum ansi mikið um svæð- ið því það var graflð þarna á árun- um 1971-1975 og gerðum okkur því grein fyrir hvers eðlis leifanar voru áður en við hófumst handa. Bygg- ingin frá landnámsöld, sem við erum að rannsaka núna, er fjórði skálinn sem finnst á svæðinu. Það er í sjálfu sér óvenjulegt að það skuli vera svona margar byggingar á svæðinu. Menn hafa yfirleitt reiknað með að til landsins hafi komið stakar flölskyldur og byggt sér eitt hús hver með nokkru milli- bili en þetta er meira eins og lítið þorp.“ -Kip Gull ur joröu Ýmsir merkilegir munir hafa fundist við uppgröftinn, m.a. þessi peningur frá vaidatíma Kristjáns IX. Danakonungs. Fornleifarannsóknir í Aöalstræti Rannsóknum á svæðinu þarf að vera lokið í byrjun júní þannig að best er að drífa verkið áfram. Frumkvöðlasetur Norðurlands stofnað DV, DALVÍK: Undirritað var samkomulag um stofnun Frumkvöðlaseturs Norður- lands síðastliðinn föstudag. Tilgang- ur þess er að efla nýsköpun á Norð- urlandi, styðja frumkvöðla á svæð- inu, aðstoöa þá við öflun áhættufjár- magns og veita þeim ráðgjöf við að stofna og reka fyrirtæki sín. Skrif- stofur Frumkvöðlaseturs Norður- lands verða á Akureyri, Dalvik og Húsavik og taka þær á móti frum- kvöðlum á svæðinu, leggja mat á þá og viðskiptahugmyndir þeirra og veita þeim ráðgjöf og stuðning. Starfsaðstaða verður fyrir fjölda nýrra sprotafyrirtækja og starfs- mann frumkvöðlasetursins á öllum þessum stöðum. Ráðgjafar hins nýja frumkvöðla- seturs koma frá stofnunum og fyrir- tækjum. Komið verður á fót teymi reyndra atvinnurekenda sem fúsir DV-MYND HALIDÓR INGI ÁSGEIRSSON Stofnfundurinn Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, er hér í ræðustól þegar Frumkvöðlasetur Norðurlands var stofnað. eru að taka þátt í stjómun fyrir- tækja frumkvöðlanna. Hlutverk þeirra verður að miðla reynslu, þekkingu og hjálpa til við að koma fyrirtækjum á legg. Þá munu sér- fræðingar Iðntæknistofnunar, Út- flutningsráðs íslands, Viðskipta- þjónustu utanríkisráðuneytis, Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins, Há- skólans á Akureyri, Byggðastofnun- ar og annarra þjónustustofnana at- vinnulífsins heimsækja frum- kvöðlasetrið reglulega. Dagleg starfsemi Frumkvöðlaset- urs Norðurlands verður í nánu sam- starfi við starfsmenn Impru, þjón- ustumiðstöðvar frumkvöðla og fyr- irtækja, á Iðntæknistofnun. Starfs- maður setursins nýtur aðstoðar starfsmanna Impru, starfsmanna Háskólans á Akureyri, starfsmanna Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og starfsmanna Atvinnuþróunarfé- lags Þingeyinga. Frumkvöðlafélagið sf. er ábyrgt fyrir rekstri Frumkvöðlaseturs Norðurlands. Fyrirtækinu er heim- ilt að eignast og selja hluta í félög- um sem fá aðstöðu í frumkvöðla- setrinu. Stjórn félagsins er skipuð einum fulltrúa frá hverjum eiganda en þeir eru: Atvinnuþróunarfélag Eyjafiarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Háskólinn á Akureyri, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Iðntæknistofnun Islands, Tækifæri hf., Urðir hf. og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Stærsti eignaraðilinn er hið ný- stofnaða félag Urðir hf. sem er í eigu Sparisjóðs Svarfdæla og KEA. Aðrir stórir eigendur eru Tækifæri hf., iðnaðar- og viöskiptaráðuneytið og Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins. -hiá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.