Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaöid Afkoma Marels veldur vonbrigðum 29 milljóna króna tap Tap af rekstri Marels hf. á árinu 2000, að teknu tilliti til afskrifta af viðskiptavild, nam 29 milljónum króna samanboriö við 331 milljón í hagnað árið áður. Þetta er mun lak- ari afkoma en gert var ráð fyrir samkvæmt spám fjármálafyrir- tækja. Þar var að jafnaði spáð 222 milljóna króna hagnaði og 569 millj- óna króna hagnaði fyrir afskriftir. Rekstrartekjur Marels og dóttur- félaga þess á árinu 2000 námu alls 5.746 milljónum króna samanborið við 5.719 milljónir áriö áður. Rekstr- artekjumar eru því nánast óbreytt- ar samanborið við 50% aukningu á milli áranna 1998 og 1999. í frétt frá Marel kemur fram að áfram er gert ráð fyrir a.m.k. 15% vexti Marels- samstæðunnar að meðaltali á ári næstu árin. Rekstrargjöld án fjármunatekna og fjármagnsgjalda voru 5.436 millj- ónir króna en var 5.261 milljón árið 1999. Þau hafa því aukist um 3,3%. Meðal rekstrargjalda er aðkeypt efni 1.912 milljónir króna. Sem hlut- fall af rekstrartekjum hefur þessi liður lækkað úr 37,7% í 33,3% þannig að framlegð fyrir fastan kostnað hefur aukist um 275 m.kr. eða um 7,7%. Launakostnaður og annar rekstrarkostnaður hefur hins vegar vaxið um 406 milljónir eða 13,6%. í þessu endurspeglast meðal annars sú fjárfesting sem Marel hef- ur gjaldfært vegna aukins markaðs- starfs auk þess sem talsverðar al- mennar launahækkanir hafa orðið Næstbesta niðurstaða rekstrarhagnaðar frá upphafi Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliöi og skatta nam 310 millj- ónum króna eða um 5,4% af rekstr- artekjum sem er næstbesta niður- staða frá upphafi. Árið 1999 var þessi liður 458 milljónir og 8,0% af tekjum. Fjármagnsgjöld umfram ijármunatekjur námu 75 milljónum króna, samanborið við 31 milljónar króna tekjufærslu árið 1999. Reikn- aður tekjuskattur var 78 milljónir króna samanborið við 154 milljónir árið áður. Marel hf. keypti rekstur og tók yfir eignir og skuldir þýska fyrir- tækisins TVM Maschinenbau. Sú viðskiptavild er fylgdi kaupunum er öll gjaldfærð á árinu 2000,169 millj- ónir króna. Eigið fé jókst um 1.047 milljónir á árinu 2000 sem greinist í sölu á nýju hlutafé 904 milljónir, sölu á eigin hlutabréfum 75 milljónir, skattaleg áhrif af gjaldfærslu viöskiptavildar 31 milljón og endur- matshækkun eignar- hluta I erlendum dótt- urfélögum 81 milljón. Til lækkunar kemur greiddur arður og fleira 44 milljónir. Veltufé frá rekstri var 457 milljónir króna árið 2000 sam- anborið við 404 millj- ónir 1999. Fjárfestingar Mar- els og dótturfélaga þess námu alls 932 milljónum króna á ár- inu 2000, mest í nýju húsnæði fyrir Cami- tech a/s í Danmörku, í fyrirtækjum og nýju kerfi. Starfsmenn Marels hf. Þaö veldur nokkrum vonbrigöum aö félagið skuli ekki hafa sent frá sér afkomuviðvörun. upplýsinga- Vonbrigði að Marel sendi ekki út afkomuviðvörun Greiningardeild Kaupþings hf. segir það valda vonbrigðum að Mar- el hf. skyldi ekki hafa sent frá sér afkomuviðvörun áður en kom að birtingu ársuppgjörs. í Morgun- punktum Kaupþings í gær segir að á heildina litið hafi uppgjör Marels verið mun verra en reiknað hafi verið með. Bent er á að á fundi sem Marel hélt fyrir fjárfesta í nóvember síð- astliðnum, í kjölfar hlutafjáraukn- ingar félagsins, kom fram að félagið stefndi á að ná 8% EBIT-framlegð í fyrra sem er langt frá því sem varð á árinu. „í heildina séð er uppgjör félagsins mun verra en reiknað var með. Það veldur nokkrum vonbrigð- um að félagið skuli ekki hafa sent frá sér afkomuviðvörun enda hafa upplýsingar frá félaginu ekki gefið tilefni til annars en væntinga um betri afkomu," segir í Morgun- punktum Kaupþings. Hagnaður Olíufélagsins 429 milljónir Olíufélagið hf. var rekið með 429 milljóna króna hagnaði árið 2000 samanborið við 606 milljóna króna hagnað árið áður. Afkoman er heldur lakari en búist var við miðað við spár fjármálafyrirtækja, en þær gerðu að jafnaði ráð fyrir 516 milljóna króna hagnaði. Rekstrarhagnaður Olíufélagsins hf. og dótturfélaga fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 1.012 milljónum króna á árinu 2000 og hækkaði um 11% milli ára eða um 103 milljónir króna. Það er í góðu samræmi við spár fjár- málafyrirtækja en að meðaltali spáðu fjármálafyrirtækin 1.002 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir. Veltu- fé frá rekstri hækkaöi milli ára um 22% og nam 882 milljónum króna. Fram kemur í frétt frá Olíufélaginu að rekstrarumhverfi ársins 2000 ein- kenndist af verulega hækkandi heimsmarkaðsverði olíuvara og lækkandi gengi íslensku krónunnar. STEPHILL FÆRANLEGAR RAFSTÖDVAR EINS OG ÞRIGGJA FASA BENSÍN OG DÍSEL RAFVER SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 rafver@simnet.is hóPeí SELFOSS Dekurtielgi á Hótel Selfoss helgina 16.-18. mars Komiö og látid okkur stjana við ykkur alla helgina. Gisting. morgunveróur af hlaðborði, þriggja rétta kvöldverður að hætti matreiðslumannsins. Allir gestir fá fordrykk og sérstakan glaðning upp á herbergi þessa helgi. Leyfið okkm að gera tielsina efiimiyiniilesa. Hi insið og leitið tilboða í siina 482-2500 Þessir þættir höfðu veruleg áhrif á rekstur og efnahag Olíufélagsins hf. Fjármagnskostnaður jókst um 335 milljónir króna og hafði megináhrif á lakari afkomu milli ára. Niðurfærsla viðskiptakrafna jókst vegna aukinnar útlánaáhættu. Efnahagsreikningur- inn hækkaði umtalsvert, meðal ann- ars vegna hækkandi birgðaverðs og útistandandi skulda í kjölfar hækk- andi heimsmarkaðsverðs og útsölu- verðs hér á landi sem aftur hafði í fór með sér aukna fjármagnsþörf. Rekstrartekjur Oliufélagsins hf. og dótturfélaga voru 14.693 milljónir króna á árinu 2000 og er það um 3.232 milljón króna tekjuaukning frá fyrra ári eða um rúm 28%. Meginástæðan fyrir þessari aukningu er hækkun á útsöluverði í kjölfar hækkunar á heimsmarkaðsverði eldsneytis og aukin umsvif í öðrum vörum en olíu- vörum. Kostnaðarverð seldra vara hækkaði að sama skapi um 37%. lRekstrargjöld án afskrifta hækk- uðu um 7,6%. Þar af var sölu og dreif- ingarkostnaður nær óbreyttur á milli ára en annar rekstrarkostnaður hækkaði um 196 milljónir króna. Meginskýring á hækkun annars rekstrarkostnaðar er hækkun afskrif- aðra tapaðra skulda og niðurfærslna viðskiptakrafna sem námu 199 millj- ónum króna og höfðu hækkað um 82 milljónir króna frá fyrra ári. Rekstr- arhagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 1.012 milljónum króna og hækkaði um 11% milli ára eða um 103 miiljónir króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði var 694 milljónir króna, hækkaði um 10% á milli ára. Fjármagnsgjöld umfram fiármunatekjur voru 279 milljónir króna sem er neikvæður viðsnúning- ur frá árinu áður um 335 milljónir króna. Viðsnúningurinn er einkum vegna gengistaps af lánum í erlend- um myntum og aukinnar fiármagns- þarfar. Samtals var hagnaður fyrir aðrar tekjur og gjöld 415 milljónir króna en var árið áður 687 milljónir króna. Söluhagnaður eignarhluta í öðrum fé- lögum nam 203 milljónum króna en var árið áður 288 milljónir króna. Eiginfiárhlutfall í árslok 2000 var 38% en var 46% i árslok 1999. Arð- semi eiginfiár á árinu 2000 var 7,3% en árið áður 11,9%. Veltufiárhlutfall var 1,08 í árslok 2000. Flugleiðir taka á móti nýrri þotu í gær tóku Flugleiðir á móti nýrri Boeing 757 þotu frá Boeing-verk- smiðjunum í Seattle, tíundu þotu þeirrar gerðar í flota Flugleiða. Flugvélin kom hingað í beinu flugi frá Seattle og ber íslensku skrásetninguna TF-FIV. Nýja B757-200 þotan er sömu gerð- ar og sú sem Flugleiðir fengu í apr- íl á síðasta ári en m.a. með þeirri nýjung að á viðskiptamannafarrými eru nú rafmagnstenglar í öllum sæt- um fyrir fartölvur. Innréttingar vél- arinnar eru samkvæmt nýrri hönn- un, loftin með bogadregnum línum og farangurshirslur verulega endur- bættar. Fram kemur í frétt frá Flugleið- um að þessi nýja Boeing 757-200 þota taki 189 farþega og mun með þátttöku í leiðakerfi Flugleiða geta flutt um 270 þúsund farþega árlega yfir hafið, hvort sem er til eöa frá Evrópu eða Ameríku. Ný vél af þessari tegund kostar um það bil 4,5 milljarða íslenskra króna. Flugflotinn, sem þjónar farþegum Flugleiða, er nýr og í stöðugri end- umýjun. Nýja vélin kemur í stað annarrar af Boeing 737 gerð. Sumar- ið 2001 verður félagið með i rekstri í farþegaflugi níu Boeing 757-200 þotur og eina Boeing 737-400 þotu. í fragtflugi er félagið með tvær þotur, eina Boeing 757-200F og eina Boeing 737-400F. Meðalaldur þessa flota er nú 6,3 ár. Á næsta ári verður félag- ið eingöngu með Boeing 757 þotur í millilandaflugi. I>V bmm ESíHíszgsEami HEILDARVIÐSKIPTI 1922 m.kr. - Hlutabréf 377 m.kr. - Húsbréf 520 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Flugleiðir 213 m.kr. £• Samherji 36 m.kr. í Islandsbanki-FBA 32 m.kr. MESTA HÆKKUN O Flugleiðir O Delta © MP-Bio 3,3% 2,6% 1,3% MESTA LÆKKUN O Marel O Talenta-Hátækni ; © Eimskip ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 18,1% 6,3% 2,9% 1224 stig O -1,21% Nikkei nær 16 ára lágmarki Nikkei-hlutabréfavisitalan lokaði í 16 ára lágmarki í gær. Efnahags- horfurnar í Japan eru ekki bjartar og búist er við að hagnaður fyrir- tækja minnki enn frekar. Vísitalan lækkaði um 3,6% og endaði í 12171,37 sem er lægsta gildi hennar frá því í apríl 1985. Verð á bréfum tæknifyrirtækja elti lækkanir á Nasdaq á föstudag- inn. Áhyggjur vegna fyrirtækjahagn- aðar og hæging á efnahagslífi heimsins höfðu meiri áhrif heldur en hagvaxtartölur á fiórða ársfiórð- ungi ársins sem sýndu meiri hag- vöxt en væntingar höfðu verið um. Hagvöxtur mældist 0,8% en já- kvæð viðbrögð við fréttinni voru lít- il því hagfræðingar og markaðirnir einblíndu á svartar efnahagshorfur fyrir japanska efnahagslífið. 0,6% verð- bólga í mars Vísitala neysluverðs, miðuð við verð- lag í marsbyrj- un 2001, var 204,0 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 202,5 stig og hækkaði um 0,7% frá febrúar. Vetrarútsölum er nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,2%. Verð á bensíni og olíu hækkaði um 1,7% en verð á raf- magni lækkaði um 5,1%. í frétt frá Hagstofunni kemur fram að síðastliðna tólf mánuöi hafi vísitala neysluverðs hækkað um 3,9% og vísitala neysluverðs án hús- næðis um 3,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,9% sem jafngildir 3,8% verðbólgu á ári. Visitala neysluverðs í mars 2001, sem er 204,0 stig, gildir til verð- tryggingar í apríl 2001. Vísitala fyr- ir eldri fiárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu er 4.028 stig fyrir apríl 2001. _____________13.03.2001 kl. 9.15 KAUP SALA SdDollar 86,150 86,590 SSPund 125,660 126,300 B*| Kan. dollar 55,460 55,800 K S’iPónsk kr. 10,6750 10,7330 ttá Norsk kr 9,6840 9,7370 ESsænsk kr. 8,6740 8,7210 mark 13,3947 13,4751 _JFra. franki 12,1412 12,2142 1 LÍBelg. franki 1,9742 1,9861 | S Sviss. franki 51,8200 52,1000 OHoII. gyllini 36,1395 36,3567 ^ÍÞvskt mark 40,7198 40,9645 _ .jh. líra 0,04113 0,04138 ÍJ^Aust. sch. 5,7877 5,8225 E’ iPort. escudo 0,3972 0,3996 J Spá. peseti 0,4787 0,4815 ~]jap. yen 0,71700 0,72130 l Jírskt pund 101,123 101,730 SDR 110,8400 111,5100 dECU 79,6410 80,1196

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.