Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 Útlönd Yoshiro Mori Forsætisráðherra Japans nýtur að- eins fytgis 10 prósenta kjósenda. Mori neitar að hann ætli að segja af sér Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, staðfesti í morgun að hann ætlaði að flýta kjöri nýs leiðtoga ílokks síns, Frjálslynda lýðræðis- flokksins. Forsætisráðherrann, sem er afar óvinsæll, sagði hins vegar hvorki hvenær kjörið yrði né hvort hann ætlaði sjálfur að bjóða sig fram. ígær neitaði Mori að hann íhugaði að segja af sér þrátt fyrir að hann ætlaði að flýta kjöri flokksleið- toga eins og hann tilkynnti á fundi með flokki sínum á laugardaginn. „Hvorki ég né leiðtogarnir fimm litu á þetta sem yfirlýsingu um að ég ráðgerði að segja af mér,“ sagði Mori á fundi fjárlaganefndarinnar í efri deild þingsins í gær. Sharon hittir sendimenn ESB Sendifulltrúar Evrópusambands- ins, sem ganga á fund Ariels Shar- ons, forsætisráðherra ísraels, í dag gera sér vonir um að geta sannfært hann um að taka upp friðarviðræð- ur við Palestínumenn og aflétta ferðabanni sem er að sliga palest- ínskt efnahagslíf. Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, hitti sendifulltrúana tvo í gær. Þeir eru Chris Patten, utanrík- ismálastjóri ESB, og Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Arafat sagði þátttaka Evrópusambandsins í friðarferlinu væri nauðsynleg. ísraelar eru undir miklum þrýst- ingi að aflétta ferðabanninu og er búist við að Patten og Lindh hvetji Sharon til aflétta því þegar þau hitta hann í dag. Dótturdóttirin óvelkomin Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætis- ráðherra ísraels. Munchen: Dótturdóttur Rabins vísaö frá veitingahúsi Noa Ben Artzi-Pelossof, dóttur- dóttir Yitzhaks Rabins, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels, var vísað frá veitingastað þar sem hún ætlaði að taka þátt í góðgerðarkvöldverði. Eigandinn taldi að um fund hægri öfgamanna væri að ræða og vildi ekki hleypa henni inn. Hann kvaðst ekki vilja stjórnmálastarfsemi i húsakynnum sinum og ekki hafa neitt saman að sælda við gyðinga. Noa kveðst hafa orðið fyrir áfalli. Aðstandendum samkomunnar tókst að útvega annan stað fyrir hana. DV Blair hittir ferðafrömuði og bændaforingja: Vaxandi reiði yfir gin- og klaufaveiki Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hittir ferðamálafrömuði og bændaleiðtoga í dag til að ræða leiðir í baráttunni gegn gin- og klaufaveikifaraldrinum sem hefur nú geisað í á fjórðu viku. Vaxandi reiði gætir nú meðal landsmanna í garð stjórnvalda fyrir viðbrögð þeirra við sjúkdóminum. Blair virðist mikið í mun að reyna að koma í veg fyrir að farald- urinn, sem breiðist enn hratt út um Bretland, verði honum til trafala í baráttunni fyrir þingkosningarnar sem búist er við að verði haldnar í maíbyrjun. Nú er svo komið að öll umferð manna er bönnuð á stórum svæðum í Bretlandi. Ýmsir bændur, hóteleig- endur og aðrir sem hafa orðið fyrir búsiQum af völdum faraldursins hafa mótmælt fullyrðingum stjórn- valda um að þau hafi fulla stjórn á ástandinu. „Ég veit að þetta er mjög Tony Blair Breski forsætisráöherrann ætlar aö reyna að róa þá sem hafa áhyggjur af vaxandi útbreiðsiu gin- og kiaufa- veikifaraldursins í Bretlandi. taugatrekkjandi þar sem við vitum einfaldlega ekki hvernig gin- og klaufaveikifaraldurinn á eftir að þróast,“ sagði Blair í ræðu sem hann hélt í gær. Greinilegt var að hann reyndi með orðum sínum að gera landsbyggðarmönnum ljóst að hann vissi af áhyggjum þeirra. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því að stjórnvöld hefðu ákveðið að kalla til skyttur úr hemum til að aðstoða við förgun smitaðra dýra. Þegar er búið að slátra á annað hundrað þúsund dýrum. Ótti vaknaði á nýjan leik i Frakk- landi í gær við að gin- og klaufa- veikin hefði borist þangað frá Bret- landi. Embættismenn sögðu að dýralækna grunaði að sjúkdómur- inn kynni að hafa komið upp í 113 dýra hjörð kúa á mjólkurbúi í norð- vestanverðu Frakklandi. Einkenni sjúkdómsins fundust hjá sex dýrum og var þeim þegar fargað. Hinum átti að farga síðar. Húsarústir í Búrúndí Hermaður frá Búrúndí stendur við rústir húss í Kinama, í norðurhluta höfuðborgarinnar Bujumbura. Undanfarnar tvær vikur hafa geisað harðir bardagar milli uppreisnarmanna hútúmanna, sem réöust til atlögu gegn höfuðborginni, og hers Búrúndí. í hernum eru tútsar í meirihluta. Þetta eru höröustu bardagar í Bujumbura í fjölda ára. Klúður á heræfingasvæði í Kúveit: Fimm bandariskir dátar féllu fyrir eigin sprengju Fimm bandarískir hermenn og einn nýsjálenskur liðsforingi létu lífið í gær þegar bandarisk F/A-18 herflugvél varpaði sprengju af mis- gáningi á búðir eftirlitsmanna á heræfingasvæði í eyðimörkinni í Kúveit. Tíu manns til viðbótar særðust í óhappinu. Að sögn bandarískra hermálayfir- valda var flugvélin, sem kom frá flugvélamóðurskipinu Harry Trum- an í Persaflóa, við reglubundnar æf- ingar þegar slysið varð um klukkan átta í gærkvöld að staðartíma. Slík- ar æfingar eru haldnar ársfjórð- ungslega. Flugvélin sneri heilu og höldnu til flugvélamóðurskipsins. Æfingasvæðið þar sem slysið varð er rúmlega sjötiu kilómetra norðvestur af Kúveitborg. George W. Bush Bandaríkjaforseti harmaöi mjög lát hermannanna sem urðu fyrir sprengju eigin manna í Kúveit í gær. Fjöldi eftirlitsmanna frá öðrum löndum en Bandaríkjunum var í búðunum og slösuðust einhverjir þeirra. George W. Bush Bandaríkjafor- seti harmaði slysið mjög. Hann frétti af þvi þegar hann var við- staddur athöfn í Flórída og bað við- stadda að minnast fórnarlambanna með þögn. „Við misstum nokkra hermenn í slysi sem varð við æfingar í Kúveit í dag,“ sagði Bush við upphaf ræðu sem hann flutti í Panama City í Flórída. Talsmaður forsetans, Ari Fleischer, sagði fréttamönnum að Bush hefði fengið nýjustu fréttir af slysinu á leiðinni heim til Was- hington frá Flórída. Ryk dustað af járnfrúnni Frambjóðendur breska íhalds- flokksins efast um að leiðtoginn, William Hague, afli þeim atkvæða. Þess vegna stóðu 45 frambjóðendur á dögunum í biðröð hjá Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra. Þeir telja hana líklegri til að afla þeim fylgis og þess vegna var það mikilvægt að láta taka mynd af sér með henni til að nota síðan í kosningabaráttunni. Járnfrúin mun einnig halda ræður í kjördæmum þeirra frambjóðenda sem standa henni næst. Of strangir dómar Hæstiréttur í Danmörku mildar refsingu í mörgum dóma sem áfrýj- að er frá Eystra landsrétti. Nær þriðji hver dómur frá Eystra lands- rétti er of strangur. Kjarnavopn ekki komin Þekktur óháður rússneskur hern- aðarsérfræðingur, Pavel Felgen- hauer, telur ólíklegt að Rússar séu búnir að koma kjarnavopnum fyrir í Kaliningrad. Hann telur þó víst að verið sé að undirbúa staðsetningu þeirra þar. BiII Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, hóf í gær Evrópuferð sína í Hollandi. Hann hitti meðal annarra Beatrix Hollandsdrottn- ingu og flutti erindi á ráðstefnu þar sem gestir borguðu þúsundir doll- ara til að heyra skoðanir hans. Bandalag með grænum Sósíalistinn Bertrand Delanoe myndaði þegar í gær kosningabanda- lag með græningj- um til að tryggja vinstri mönnum lokasigur í annarri umferð borgar- stjómarkosninganna í París næst- komandi sunnudag. í Lyon kann ágreiningur meðal hægri manna að koma vinstri mönnum til góða á sunnudaginn. Fundu bara 20 milljónir Danska lögreglan hefur nú rofið þögnina um peningana sem fundust steyptir i gólf í bátaskýli. Um var að ræða jafnvirði 20 milljóna íslenskra króna en ekki 100 milljóna eins og dönsk blöð höfðu greint frá. Úr stofufangelsi Augusto Pinochet, fyrrverandi einræð- isherra Spánar, var í gær látinn laus úr stofufangelsi gegn um 300 þúsunda króna tryggingu. Pinochet var úr- skurðaður í stofu- fangelsi í janúar síð- astliðnum á meðan beðið væri eftir réttarhöldum. Mótmæli í Jakarta Yfir þúsund námsmenn í Jakarta kröfðust í morgun afsagnar Wahids Indónesíuforseta. Samtímis söfnuð- ust stuðningsmenn forsetans við höll hans. Herinn kvaðst vera í viðbragðsstöðu tækist lögreglu ekki að koma í veg fyrir öngþveiti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.