Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 13 I>V T Grasafræðingur 1 J. liði byltingarmanna Suraarið 1809 sigldi til íslands enskur sápufram- leiðandi til að kaupa tólg í vöru sína og hafði með sér sem túlk danskan stríðsfanga sem hét Jörgen Jörgensen. Þegar danskur stiftamtmaður yfir ís- landi gerði sig ekki líklegan til að leyfa verslun við þá félaga, tóku þeir hann höndum og Daninn tók að sér að stjórna landinu í forfóllum hans. Innblásinn af hugmyndum frönsku stjórnarbyltingarinnar lof- aði hann íslendingum sjálfstæði og lýðræði, en hafði ekki komist langt að framkvæma áform sin þegar breskur flotaforingi batt enda á veldi hans tveimur mánuðum síðar. Einn af fylgdarmönnum Phelps sápuframleiðanda var 24 ára gamall grasafræðingur, William Jackson Hooker að nafni. Litlu síðar gaf hann út bók um ferð sína og hún hefur nú seint og um síðir komið út í íslenskri þýðingu Arngríms Thorlacius. Bókmenntir___________ Sjálfsagt er það grasafræði bókarinnar sem hefur haldið íslenskum þýðendum frá henni fram að þessu. Þar eru víða upptainingar jurta sem höfund- ur hefur fundið á ákveðnum stöðum, venjulega nefndar latínunöfnum einum, oft öðrum en þeim sem nú tíðkast. Þetta er auðvitað vandasamt í þýð- ingu og fáum skemmtilestur, þótt íslensk nöfn jurt- anna séu birt. En þýðandi hefur tekist á við þetta verkefni af eljusemi og birtir bæði íslensk nöfn jurt- anna og þau latínuheiti þeirra sem nú eru tíðkuð. Mér sýnist hann líka hafa unnið þýðinguna af alúð og góðum smekk; hann þýðir á látlausa íslensku sem hvorki orkar tilgerðarlega fyrnd né áberandi nútímaleg. Á hinn bóginn er bókin að sumu leyti hroðvirkn- islega gerð úr garði. Þar eru til dæmis engar skrár Leikfist William Jackson Hooker Aödáun hans á byltingarforingjanum eykur drætti í mynd þess sérkennilega manns. nema efnisyfirlit og myndaskrá, engin skrá yfir nöfn eða atriðisorð, ekki einu sinni yflr plönturnar sem þýðandi hefur lagt svo mikið á sig til að nafn- greina. Meðferð íslenskra nafna orkar líka mjög tví- mælis; í fyrsta sinn sem hvert nafn kemur fyrir birt- ir þýðandi það í þeirri mynd sem það hefur í frum- textanum, oftast mjög bjagaðri, og gerir frásögnina þannig óþarflega framandi og óbjörgulega. Ég veit ekki hvort Hooker bætir miklu við það sem vitað er úr öðrum ritum um byltingu Jörundar; það er þá orðið alþekkt úr fræðiritum. En aðdáun hans á byltingarforingjanum eykur drætti í mynd þess sérkennilega manns. Að öðru leyti er þetta lika hin skemmtilegasta bók. Lesandi á auðvelt með að hlaupa hratt yfir grasafróðleikinn, ef hann vill, og þá stendur eftir talsvert af fróðlegum og vel sögðum lýsingum á náttúru og mannlífi. Höfundur tjáir undrun sína og hrifningu yfir íslenskri náttúru af líflegri frásagnargáfu og allt að því barnslegri ein- lægni. Mannlífmu lýsir hann vissulega af svolitlu yfirlæti; enginn útlendur ferðalangur á íslandi komst hjá því á þessum tíma. En Hooker talar hlý- lega um Islendinga og veitir þeim óspart viðurkenn- ingu fyrir gestrisni þeirra og alúðlega framkomu. í bókinni eru líka mannlífslýsingar sem hafa tví- mælalaust sagnfræðilegt gildi. Hann lýsir drekk- ingu konu í Drekkingarhyl á Þingvöllum, að vísu með tveimur milliliðum. Af eigin reynslu segir hann átakanlegar sögur af frumstæðum vanmætti íslendinga að fara með áfengi. Loks upplýsir hann hvemig íslenskar konur fóru að því að flytja mjólk úr stórum, opnum skjóium eða trogum í flöskur ferðamanna sem keyptu hana. Ég læt lesendum eft- ir að glíma við það vandamál og fmna lausnina í bókinni sjálfri. Gunnar Karlsson William Jackson Hooker: Ferö um island 1809. Arngrím- ur Thorlacius íslenskaöi og annaöist útgáfuna. Fóstur- mold, 2000. Prakkari klónaður Binni er svo mikið hrekkjusvin og mylj- andi leiðinlegur að skugginn hans ákveð- ur að yfirgefa hann, verða sjálfstæður drengur og heita Uggi. En þegar Binni er búinn að kenna sínu öðru sjálfi að haga sér eins og almennilegur strákur, klæða sig í skó og pissa í kíósett, þá er hann um leið búinn að ala sjálfan sig upp svo að Uggi ákveður að verða aftur skugginn hans - enda stórhættulegt fyrir svona skuggalega vitlausan strák að þvælast einn um bæinn. Þetta er í stuttu máli þráðurinn í barna- leikriti Guðrúnar Helgadóttur, Skugga- leik, sem Möguleikhúsið frumsýndi á sunnudaginn undir stjórn Brynju Bene- diktsdóttur. Pétur Eggerz og Bjarni Ingv- arsson leika þá félaga og passa vel í hlut- verkin, Pétur hæfllega hrekkjusvínslegur í útliti en Bjami eins og svolítið sauðsleg- ur engill. Framkoman fylgir: Pétur/Binni er grófur og harður, Bjami/Uggi ljúfur og mjúkur. Andstæðurnar eru skýrar en DV-MYND E.ÓL. Pétur Eggerz og Bjarni Ingvarsson í hlutverkum sínum Skugginn er eins og spegilmynd manns en hann er kannski allt ööruvísi innrættur! sjálfsagt langar fleiri börn í áhorfendahópn- um til að líkjast Binna en Ugga; púkar eru nú einu sinni meira spennandi en englar. Textinn er sáraeinfaldur og náði til barna alveg niður í þriggja ára. Leikmynd Tryggva Ólafssonar er litrík og handhæg; svefnherbergi varð eldhús með lágmarks-til- færingum og aukapersónur, mamma Binna og dýrin hans, voru haglega skorin út í tré. Hvort skilaboðin eru þau að mömmur sem vinna úti frá börnum sínum séu hálfgerðar pappamömmur veit ég ekki, en vissulega er líf þeirra barna erfitt sem bæði sofna ein á kvöldin og vakna ein á morgnana. Það er ágætt að benda slíkum börnum á að þau eigi heimtingu á faðmlögum reglulega. Silja Aðalsteinsdóttir Möguleikhúsið sýnir Skuggaleik eftir Guörúnu Helgadóttur. Tónlist og textar: Valgeir Guöjóns- son. Leikmynd: Tryggvi Ólafsson. Búningar Kjuregej Alexandra Argunova. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Tónlist Kafað að innsta kiarna Tónleikar Þórunnar Óskar Marinósdóttur vióluleikara og Kristins Arnar Kristinssonar pí- anóleikara í Salnum á sunnudag voru fyrstu ein- leikstónleikar Þórunnar eftir að hún lauk námi. Hún hefur verið starfandi hér á landi síðan 1998, er fastráðin við Sl og hefur bæði leikið með og komið fram sem einleikari með Kammersveit Reykjavíkur þannig að hún var ekki algerlega óþekkt stærð þó að þetta væru eins konar debúttónleikar hennar. Það fyrsta sem vakti athygli var innilegur og safaríkur tónn Þórunnar í fyrsta verkinu Adagio og Allegro ópus 70 eftir Schumann. Var flutning- inn allur hinn prýðilegasti, ljóðrænn og syngj- andi og samspilið gott. Þótt verkefnaskrá víóluleikara sé frekar þröng og þeir þurfi oft að notast við umritanir á verk- um sömdum fyrir önnur hljóðfæri en víóluna eru mörg þeirra verka sem samiö hafa verið með víól- una í huga kynngimögnuð. Undir það flokkast víólusónata Shostakovich ópus 147 sem er frá ár- inu 1975 og reyndar síðasta verkið sem hann samdi. Verkið skiptist 1 tvo ljóðræna og íhugula ytri kafla með dæmigerðan Shostakovich í miðj- unni, glettinn og galsafenginn, þó með alvarlegri undiröldu. Ef haft er í huga að verkið sé kveðju- DV-MYND E.ÓL. Þórunn Ósk og Kristinn Örn Öruggur leikur og tilfmningaátök héidu áheyrendum föngnum. söngur tónskáldsins þar sem hann lítur yfir far- inn veg er erfitt annað en að verða fyrir áhrifum, sé það vel leikið. Þannig var flutningur þeirra Þórunnar og Kristins og stemningin í Salnum var rafmögnuð á köflum. Djúphugul túlkun þeirra, flott og vel ígrunduð uppbygging verksins, örugg- ur leikur og tilfinningaátök héldu manni föngn- um frá upphafi til enda. Lok fyrsta þáttar voru sérstaklega eftirminnileg, miðkaflinn taktfastur og hressilega leikinn og hinn sérstæði lokakafli þar sem tónskáldið vitnar í tunglskinssónötu Beethovens var svo vel leikinn af innri ró og friði að manni fannst óviðeigandi að klappa á eftir - enda var löng þögn eftir að þau höíðu lokið flutn- ingnum sem segir allt sem segja þarf. Rómantískur andi sveif yfir Rómönsu Max Bruchs F dúr ópus 85 sem var fyrst á efnisskrá eftir hlé. Þar var leikur Þórunnar einstaklega skýr, hlýr og fallegur, mótunin eðlileg og leið verkið í gegn að því er virtist fyrirhafnarlítið og þægilega. Siðasta verkið á tónleikunum var svo Sónata Hindemiths í F dúr ópus 11 nr. 4 og var þetta einstaklega skemmtilega verk í stuttu máli glimrandi vel leikið, ekkert fum né fálm heldur kafað að innsta kjama og ekkert gefið eftir, túlk- unin óþvinguð og sannfærandi. Kristinn Öm lék hinn fremur snúna píanópart af þrótti og full- komnu öryggi og var samspil þeirra skothelt og útkoman glæsileg í alla staði. Þórunn átti fullt er- indi upp á svið og vonandi fáum viö að sjá hana oftar þar í framtíðinni. Amdís Björk Ásgeirsdóttir _____________Menning Umsjón: SHja A&alsteinsdóttir spunnir A kyndilmessu, 2. febrúar 2001, kom út ritið Þræðir spunnir Vilborgu Dagbjartsdóttur i tilefni 18. júlí 2000, en þá varð Vilborg sjötug. Ritið er 10+70 bls. að stærð, hefur að geyma sjö greinar um skáldskap eftir sjö höf- unda og er gefið út í sjötíu tölusettum eintökum. Svava Jakobsdóttir skrifar um Eddu aldinföldu og þakkar Vil- borgu fyrir að láta ekki lokkast af girndarauga Óðins, heldur yrkja sinn aldingarð sjálf. Álfrún Gunnlaugs- dóttir fjallar um listina og fegurðina og gengur þar út frá orðum Oscars Wilde: „The artist is the creator of beautiful things.“ Helga Kress kynnir fyrir lesendum skáldkonuna Guð- rúnu Þórðardóttur frá Valshamri, Ingibjörg Haralds- dóttir skrifar um rússnesku skáldin Önnu Akhmatovu og Marinu Tsveta- jevu. Silja Aðal- steinsdóttir fjallar um ljóð Vilborgar um bernskuna og Dagný Kristjáns- dóttir ræðir um prakkarann Emil í Kattholti, en sögur Astrid Lindgren um hann voru einmitt þýddar af Vil- borgu. Steinunn Sigurðardóttir skrif- ar síðan í lokin fallega kveðju til skáldsins, sem hún segist haía tekið sér til fyrirmyndar í listinni. Þræðir kemur út hjá Háskólaútgáf- unni og eru ritstjórar Helga Kress og Ingibjörg Haraldsdóttir. Blásaratónleikar Á háskólatónleikum i Norræna húsinu í hádeginu á morgun leika Ár- mann Helgason klarínettuleikari, Ey- dís Franzdóttir óbóleikari og Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari verk eftir Jaques Ibert og Jean Francaix. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og taka um það bil hálfa klukkustund. Contrasti Annað kvöld kl. 20 ætlar tónlistar- hópurinn Contrasti að flytja endur- reisnar- og nútímatónlist í Tibrárröð Salarins. Efnisskráin samanstendur af dönsum og sönglögum endurreisn- artímans frá Þýskalandi, Englandi og Ítalíu, m.a. eftir Johann Hermann Schein, Thomas Morley og John Dowland, en einnig verður flutt tón- list úr lagasöfnum frá þessum tíma. Þá verður flutt nútímatónlist eftir tvö erlend og tvö íslensk tónskáld. Er- lendu tónskáldin eru Bandaríkjamað- urinn David Liptak, eftir hann verður flutt verk fyrir fiðlu og slagverk sem samið var 1991, og Ungverjinn György Kurtág en eftir hann verður flutt verk fyrir sópran sem samið var 1996. Eftir Lárus H. Grímsson verður flutt verk- ið „Þar sem myndin er falleg“ fyrir kontrabassa-, tenór- og sópranblokk- flautu auk tónbands sem hann samdi fyrir Camillu Söderberg árið 2000 og eftir John Speight verkið „What This Night Is Long“ sem byggir á enskum miðaldatexta. Verkið samdi hann sér- staklega fyrir Contrasti hópinn og er þetta frumflutningur þess. Frést hefur að einnig verði dansað á tónleikunum... Áhrif ensku á dönsku Á morgun kl. 16.15 mun Pia Jarvad cand. mag flytja fyrirlestur sem hún nefnir: Dansk sprogpolitik eða Dönsk málstefna. Þar ætlar hún að fjalla um hin raunverulegu enskuáhrif í dönsku og afstöðu Dana til þeirra. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 301 í Árnagarði og er öllum opinn. Þræðir * Þræöir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.