Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Qupperneq 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Augiýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sínti: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. / gíslingu tyfjarisa Komið hefur í ljós, að nýja verkjalyfið OxyContin, sem hefur á allra síðustu árum selzt fyrir meira en milljarð dollara í Bandaríkjunum með stuðningi læknastéttarinn- ar, hefur skæðar aukaverkanir. Það hefur átt þátt í að drepa 120 manns og dánartalan fer ört hækkandi. Framleiðandinn borgaði heilu ráðstefnurnar fyrir lækna, allan ferðakostnað þeirra og borgaði þeim þar á of- an fyrir að kynna lyfið fyrir starfsfélögum. Læknirinn Pet- er Leong hefur skýrt frá, hvernig framleiðandinn reyndi hvað eftir annað að múta honum til að ávísa lyfinu. OxyContin er angi af miklu stærra og verra máli. Sam- kvæmt rannsóknum dagblaðanna Washington Post og New York Times og fleiri aðila stunda íjölmörg þekktustu lyfjafyrirtæki heims glæpastarfsemi til að koma einka- leyfalyfjum á markað með sívaxandi okurprísum. Komið hefur í ljós, að lyfjafyrirtækin kosta ekki bara lækna sem einstaklinga, heldur heilu háskólasjúkrahúsin og sérfræðitímaritin. Vegna fjárhagslegra hagsmuna er gert lítið úr aukaverkunum nýrra lyfja og dregin fjöður yf- ir rannsóknir, sem sýna fram á slíkar verkanir. Dæmi hafa verið að hrannast upp um, að vísindamenn, sem hafa komizt að aukaverkunum, eru annað hvort látn- ir fela niðurstöður sínar eða þeir eru ofsóttir. Þeir missa störf sín hjá háskólastofnunum. Fyrirtæki í almanna- tengslum eru ráðin til að rægja þá skipulega. Mestur hluti rekstrarkostnaðar lyfjarisanna fer ekki í vísindalegar rannsóknir, heldur í markaðssetningu og óbeinar mútur á borð við greiðslur til lækna, háskóla- sjúkrahúsa og sérfræðitímarita. Allir þessir aðilar hafa beinan hag af að dansa eftir pípu lyfjarisanna. Nú er svo komið vestan hafs, að réttar upplýsingar um skaðsemi lyfja er miklu frekar hægt að fá í góðum dag- blöðum heldur en í sérfræðiritum. Meira að segja New England Journal of Medicine hefur verið staðið að því að birta greinar lækna, sem voru á mála lyfjarisanna. Við sjáum hluta af þessum þrýstingi hér á landi, til dæmis í áherzlunni á notkun geðbreytilyfja, sem eðli sínu samkvæmt eru fíkniefni. Þannig eru íslendingar látnir gleypa 10.000 Prozak-töflur á hverjum morgni og þannig er Rítalini troðið ofan i óþæg börn í skólum landsins. Lyfjarisarnir ráða ekki aðeins ávísunum lækna og nið- urstöðum rannsókna. Þau hafa mikil áhrif á utanríkis- stefnu Bandaríkjanna. Til dæmis er fátækum ríkjum hót- að viðskiptabanni, ef þau taka í notkun ódýr lyf, sem lyfja- framleiðendur telja vera stælingu á sínum lyfjum. Þetta ástand á eftir að versna mikið vestan hafs eftir valdatöku George W. Bush sem forseta. Lyíjarisarnir áttu meiri þátt í að fjármagna kosningabaráttu hans en flestar aðrar greinar atvinnulífsins. Nú verður rikisvaldinu beitt harðar en áður í þágu glæpamanna lyfjaiðnaðarins. Mestu glæpir lyfjarisanna hafa beinzt gegn þjóðum þriðja heimsins. Greinaröð í Washington Post hefur fjall- að um skelfilegar aðferðir, sem hafa verið færðar i stílinn í nýrri skáldsögu eftir John Le Carré og þannig komizt til skila hjá fólki, sem fylgist illa með fréttum. Ríki og þjóðfélög þurfa að koma sér upp virkum aðferð- um til að verjast áhlaupi alþjóðlegra lyfjarisa, sem reyna með hjálp lækna, rannsóknastofnana og fagtímarita að pranga inn á okkur sífellt dýrari lyfjum og telja okkur trú um, að einkaleyfalausu lyfin virki ekki eins vel. Lyf eru sum hver margfalt dýrari en þau þurfa að vera og miklu hættulegri en af er látið. Þjóðir þurfa markvisst að forðast að lenda i vítahring eða gíslingu lyfjarisa. Jónas Kristjánsson DV Skoðun*- Fer menntun þjóðarinnar hrakandi? Á mínum bamaskólaárum, f>TÍr margt löngu, lærðum við íslandssögu eftir Jónas Jónsson, kenndan við Hriflu. í þessari sögukennslubók var ekki gerður neinn greinar- munur á fomsagnapersónum og öðrum Sögulegri. Njáll á Bergþórshvoli var að áliti bókarhöfundar alveg jafntrú- verðug persóna og þeir bisk- uparnir Jón Arason og Brynjólfur Sveinsson, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir þennan annmarka greyptust þessar sögupersónur inn í huga okkar barnanna og hafa setið þar ljóslifandi allt til þessa dags. Hvað hefur farið úrskeiðis? Nú er öldin önnur: Nú læra börn- in ekki lengur íslandssögu eftir Jónas frá Hriílu heldur Guð má vita eftir hvern, ef þau læra hana þá nokkra. Víst er, að kunnáttu íslend- inga í eigin sögu virðist hafa hrakað svo að um munar á síðustu áratug- um. Þetta má m.a. marka af könnun sem gerð var hér á landi (ekki á með- al barnaskólabarna) nú nýlega og kom til umræðu i „Kastljósi" í Sjón- varpinu nú á dögunum. Spurt var hvort viðkomandi þekkti Snorra Sturluson, Jón Ara- son biskup, Jón forseta og Þjóðfundinn og kynnu Þjóðsönginn. í ljós kom að aðeins röskur helmingur aðspurðra kunni skil á öil- um þessum atriðum og verður það að teljast frem- ur laklegur árangur. Hvað er eiginlega að ger- ast? Er íslenska þjóðin að úrkynjast. Það sem hvert barnaskólabarn þekkti fyr- ir fimmtíu árum veit stór hluti þjóðarinnar ekki nú. Hvað hef- ur eiginlega farið úrskeiðis? Er ís- lenska þjóðin orðin eitthvað treggáf- aðri en hún var eða er það skólakerf- ið sem hefur brugðist? Þekking og menning Þegar ég var í menntaskóla voru að- eins þrír slíkir skólar til í landinu og tala útskrifaöra stúdenta úr þeim eitt- hvað um tvö hundruð. Nú skipta farmhaldsskólar (menntaskólar) mörgum tugum í landinu og úr þeim útskrifast áreiðanlega þúsundir stúd- enta árlega. Og hvað verður svo um þetta fólk? Jú, margt af því fer i há- skóla og lýkur þaðan starfsmenntun Agnar Hallgrímsson cand. mag. „Ef þessi tengsl rofna við fortíðina er þá ekki menn- ingu okkar og tungu hætt? Er þá nokkur furða þótt stór hluti þjóðarinnar vilji þurrka út íslenskt þjóðerni og ganga í Evrópusambandið?“ - Á Árnastofnun. Sævarinn Nokkrir mælskir stjórnmálamenn hafa fengiö á sig það orð að vera ósigrandi andstæðingar þegar brand- ur orðsins er vopnið. í skjóli slíks orðspors hafa þeir komist upp með að þvaðra nánast innihaldslaust og eru lygilega slungnir við að telja fólki trú um að svart sé hvítt. Fólk sér illa við þjálfuðum sannfæringar- mætti þeirra og vísvitandi öfugmæl- um og þarf því sífellt að vera á verði. Rugluð dómgreind Stjórnmála- og embættismenn hafa gert flugvöllinn í Vatnsmýrinni að allsherjar lönguvitleysu. Upphafið var tvískinnungur borgarstjóra og nú er svo komið að þegar hún vill færa málið á þjóðarhagslegan grunn gerir hún það á einræðiskenndan hátt. Við það hafa hagsmunahópar séð sér leik á borði og telja sig ekki þurfa að vera málefnalegir frekar en hún og enn síður þjóðhagslega sinn- aðir. í fyrstu voru landsbyggðarþing- menn og flugvallarstarfsfólk þau einu sem voru á móti flutningi vegna eigin hagsmuna en nú er svo komið „Ágœta landsbyggðarfólk: Reykvíkingar vilja sem flest fyrir ykkur gera. Verið sanngjöm, því hvað sem öllum tillögum líður er Keflavikurflugvöllurinn og yfirbyggð jámbraut ódýrasta lausnin miðað við hagkvœmni. Með og á móti V' ; }: \j Þjónusta símans mun batna flugvöllur að fáir tala um hvað heild- inni er fyrir bestu sé til framtíðar litið. Þvælu- kenndur og ábyrgðarlaus málflutningur hefur ruglað dómgreind manna og gert fólki erfítt að átta sig á hvað er hagkvæmast og um leið ódýrast. Álengdar hef ég eins og aðrir landsmenn fylgst með tillögum um besta staðinn fyrir flugvöllinn og þegar ég hef ígrundað tillögur um hvar hann sé best kominn er Hvassahraun erfiður kostur. Ástæðan er að það styttist lít- ið frá Keflavík, það þarf að byggja nýjan völl og önnur rándýr mann- virki og staðurinn er hvass- og mis- viörasamur og af þeim sökum hættu- legúr. Flugvöllurinn víki Flugvöllurinn á að fara að fullu úr Vatnsmýrinni og víkja fyrir mann- vænlegu umhverfl. í góðum hluta Vatnsmýrar skal vera verndaður staður fyrir fuglalif sem gæfi borg- inni heimsborgaralegan menningar- brag og öllum íbúum landsins tæki- færi til að koma þar að og njóta. Ef skipulag er vandað af til þess hæfu listafólki og háhýsi, en ekki háhýsa- lengjur byggðar umhverfis friðland fugla gæfl það borginni fegurra og mannvænlegra yfirbragð. Ég hef verið hlynntur því að hafa völlinn á Miðnesheiði og járnbraut sem færi um yfirbyggð göng á milli og sá fyrir mér þægilega hvíld far- þega á skömmum tíma hvort sem þeir kæmu með flugi utan af landi eða bara frá Suðurnesjum. Nýjar til- lögur inn Álftanes og Löngusker hafa gert mér ljóst að það sem er hag- kvæmast og ódýrast að öllu samanlögðu og því skyn- samlegast verður undir. Um Álftanes yrði stríð. Löngusker eru kostnaðar- söm en raunhæf lausn sem flestir kæmu sér trúlega saman um og í reynd glæsi- legasti kosturinn, ef pen- ingar væru fyrir hendi. Ódýrasta lausnin Það er talað um að særok verði til vandræða. Særok er til vandræða víðast hvar um borgina þegar sá gcdlinn er á veðurguðunum og því engin ástæða til að mála skrattann á vegginn sérstaklega hvað Skerjafjörðinn varðar. Mér kom til hugar að líklega má koma tvöfaldri flotgirðingu fyrir á flrðin- um með réttu bili á milli þeirra og í hæfilegri fjarlægð frá brautarenda. Það þarf stórviðri til að ná upp sæ- roki úr lygnum fleti. Ágæta landsbyggðarfólk; Reykvík- ingar vilja sem flest fyrir ykkur gera, verið sanngjöm, því hvað sem öllum tillögum liður er Keflavíkur- flugvöllurinn og yfirbyggð jámbraut ódýrasta lausnin miðað við hag- kvæmni. Að fletja borgina út kostar íbúana stórfé í ferðum til og frá vinnu. Þegar jarðrask hefst vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar ætti að gera ráð fyrir yfirbyggðum tein- um á milli þeirra, þó ekki væri nema fyrir næstu kynslóðir. - Gerum und- antekningu þeirra vegna og horfum til framtíðar. Albert Jensen Á að selja Landssímann? Sterkasta tækið Ég tel annað ekki koma til greina en að selja Landssímann og þá allan rekstur- inn og ég vona að menn verði fljótir að því. Það er alls ekki lengur hlutverk ríkisins að stunda viðskipti af þessu tagi og það á að losa sig úr þessum rekstri hið fyrsta. Ríkisstofnun get- ur aldrei keppt á þessu sviði til frambúðar. Ríkis- sjóður fær góðar tekjur af sölunni Gunnar Birgisson alþingismaöur Sjálf- stæöisflokksins sem reynist vel. Ríkið á einnig aö selja bankana og annan samkeppnisrekstur. Ég tek það fram að áður en til sölu kemur þarf að tryggja hag neytenda, ekki síst landsbyggðarinnar. Það segir sig sjálft að fara verð- ur með gát í þessum efnum. Ég treysti því að þjónustan muni batna en ekki versna við einkavæðingu fyrirtæk- isins. Sala Landssím- ans er frágengið mál en með ljós- leiðarann gegnir öðru máli. Ég er andvígur sölu hans því að ég tel að ljósleiðarinn sé eitt sterkasta tækiö til þess að efla og auka atvinnu og gera hana fjölbreyttari um land allt. Állir landsmenn verða að hafa aðgang að ljósleiðaranum á sama verði. Ég treysti ekki að löggjöf sem tryggja á verðjöfnun standist markaðsöflunum snúning þegar til lengri tíma er litið. Þvi er jafn nauðsynlegt að ljósleiðarinn sé í eigu hins opinbera líkt og þjóðvega- kerfið og annað sem skiptir sköpum fyrir landsmenn. Þingmenn stjórnarflokkanna eru ekki á eitt sáttir um sölu ríkisfyrirtækisins Landssímans. Kristinn H. Gunnarsson og fleiri framsóknarmenn hafa efa- semdir en hálfbróöir hans, Gunnar Birgisson, ásamt öðrum sjálfstæöismönnum, er á annarri skoöun. og fer síðan út í atvinnulífið. Hins vegar virðist raunkunnátta þess ekki vera í samræmi við lengd skólagöng- unnnar. Getur verið að kandidatar sem útskrifast úr háskólum séu alger- ir „fagidiotar", gersamlega vankunn- andi um sögu og bókmenntir Islend- inga? - Spyr sá sem ekki veit. En varla verður annað ályktað af fyrr- nefndri könnun. Nú er ekki hægt að gera þvi skóna að allir sem spurðir voru i henni hafi verið háskólaborgarar. En engu að síð- ur verður ekki gengið fram hjá því að almenn menntun í landinu hefur batn- að mjög á síðustu áratugum þótt ekki fari allir í háskóla. Má þar nefna ýmsa sérskóla (iðnskóla.tækniskóla o.s.frv.). í heild er þjóðin mun betur skóla- gengin en hún var fyrir fimmtíu árum. Víst má segja að það varöi ekki við hegningarlög að kunna ekki skil á helstu persónum íslandssögunnar. En er þekking á þeim ekki hluti af menningu okkar? Ef þessi tengsl rofna við fortíðina er þá ekki menn- ingu okkar og tungu hætt? Er þá nokkur furða þótt stór hluti þjóðar- innar vilji þurrka út íslenskt þjóð- emi og ganga í Evrópusambandið? Agnar Hallgrímsson Söguferð - ekki fjósaferð „Okkur hjá alvöru Bændaferðum hefði aldrei dottið það í hug að fara að skipuleggja bændaferð til Brétlands meðan þar grasserar gin- og klaufaveiki ... Þeir eru svo hugmyndasnauðir hjá Úrvali-Útsýn. Þeir vissu aö allar okkar ferðir seljast upp, og þegar þeir þurftu að fmna upp eitthvað nýtt fóru þeir aö auglýsa bændaferðir ... Og nú virðast þeir vera að bakka með „bændaferðina" - tala nú um „söguferð" og segjast ekki ætla að fara í nein fjós ... En að gamal- gróin ferðaskrifstofa fari að grípa til þessa ráðs er óttalega lélegt." Agnar Guönason hjá Bændaferöum. í Degi 10. mars. Flugið - ferðamáti af þörf „Flugvélin kemur inn tii lendingar á Reykja- víkurílugvelli. Um borð eru farþegar sem eiga erindi af margvíslegum ástæðum ... Og ferðin er svo sem ekki gefin. Ein- staklingur pungar út fimmtán þúsund kalli, eða kannski ein- hverju minna, ef hann getur fellt skil- mála ferðarinnar aö erindi sínu. Það er þess vegna ölium ljóst, að ferðalangurinn er að leggja talsvert á sig til þess að koma flugleiðis í bæinn. Hann er með öðrum orðum ekki að gera það að gamni sinu, eða vegna þess að hann eigi ann- arra (og ódýrari) kosta völ. Menn nýta sér þennan ferðamáta af þörf.“ Einar K. Guöfinnsson alþm. í Mbl.-grein 10. mars. Karlar vilja „úrsúlur“ „Konur tala nú um breyttar kröfur í kynlifi. Þær tala jafnvel um einhverja niðurlægjandi hluti sem þær hafi ekki þekkt áður. Og þær tala um klámnotkun mannanna sinna. Það er farið fram á það við þær að þær geri það sama og súlu- meyjamar. Það misbýður konu að mað- urinn hennar hangi á þessum stöðum eða á klámrásum á Netinu." Rúna Jónsdóttir hjá Stígamótum í Degi 10. mars. Flugyfirvöld og Vatnsmýrin „Þær lausnir sem ganga út á það aö um helmingur flugvallar- svæðisins losni og nýtist fyrir uppbyggingu á há- skólasvæðinu, fyrir Landspítaia, aðra at- vinnustarfsemi og íbúöir eru að mínu mati fýsilegar. Eii telji flug- málayfirvöld á hinn bóginn að ekki sé unnt að reka Reykjavíkurflugvöll í Vatns- mýrinni miðað við þær kröfur verður flug- völlurinn einfaldlega að víkja. Og raunar virðist mér málið stefna í þá átt, miðað við þær hugmyndir sem flugmálayfirvöld hafa kynnt og þann ósveigjanleika sem þau sýna i málinu." Árni Þór Sigurösson, form. skipulags- nefndar Reykjavikur, í Mbl. 10. mars. Hjúkrunarheimilið Grund" Vegna skrifa í DV nýlega um að- búnað heimilisfólksins á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fmn ég mig knúinn til að segja mína sögu af kynnum mínum þar. Fyrir nokkrum árum þegar hún móðir mín var orðin 95 ára bjó hún ein í íbúð i fjölbýlishúsi þar sem hún haföi séð um sig sjálf í nokkur ár en var nú farin að fá aðstoð utan frá við þrif íbúðarinnar og mat þurfti hún ekki að elda utan hafragrautinn sinn á morgnana. Ekki á DAS, ekki á Skjóli Þegar þarna var komið þótti okk- ur börnum hennar ekki orðið for- svaranlegt að hún væri lengur ein vegna hraðvaxandi gleymsku sem sótti að henni. Var því farið að huga að úrræðum til bóta. Fyrst datt okk- ur í hug að Dvalarheimili aldraðra sjómanna yrði auðsótt þegar svona væri komið fyrir konu sem nánast haföi unnið heila starfsæfi við sjáv- ar- og fiskvinnu í sjávarþorpi á landsbyggðinni. Ég lagði því vongóð- ur í viðtal við framkvæmdastjóra stofnunarinnar en var allsnarlega leiddur í þann sannleika að ég væri raunar hlægilegur að láta mér detta svona vitleysu í hug en ef ég legði inn umsókn nú gæti verið reynandi að hafa samband eftir 2-3 ár. Og svona til áréttingar á máli sinu seildist forstöðumaðurinn eftir tveim þykkum doðröntum sem lágu á borði nálægt honum og sýndi mér með þeim orðum að þetta væru nú óafgreiddar umsóknir. Mér féllust að sjálfsögðu hendur við svona áhrifa- mikil rök og bað manninn að reyna að fyrirgefa mér tilætlunarsemina og kvaddi hann í auðmýkt. Skal þess getið að ég hafði í fórum mínum skrifuð plögg, undirrituð af þar til bæru fólki, um nauðsyn gömlu konunnar á að komast inn á einhverja umönnunarstofnun. Nú datt mér í hug að reyna á umönnun- arheimilinu Skjóli. Nánast sömu við- tökur fékk ég þar og á Hrafnistu nema að ekki voru mér sýndir nein- ir doðrantar þar. Þegar þama var komið var ég orðinn örvæntingar- fuflur og ásakaði mig um fyrir- hyggjuleysi að hafa ekki reynt að fá inni fyrir hana fyrr en í óefni var komið. Aðbúnaður á Grund Eitthvað hvíslaði að mér að tala við fólkið á Grund þótt í huga mér sæti óljós óhugnaður um þann stað vegna einhverra neikvæðra skrifa sem ég hafði einhvern tímann heyrt eða lesið um staðinn. Það er skemmst frá því að segja að ég fór vestur á Hringbraut og talaði þar við forstöðukonu sem tók erindi mínu af slíkri kurteisi og vilja til hjálpar að mér hlýnaði strax um hjarta- rætur. Hún skoðaði plögg þau sem ég var með og fékk símanúmer mitt og sagðist hringja fljótlega og láta vita hvers mætti vænta. Tveir dagar liðu þar til hringt var og sagt að hún móðir mín mætti koma daginn eftir væri hún tilbú- in. Hún flutti inn í tveggja kvenna herbergi og dvaldi þama þar til að hún lést rúmlega 100 ára gömul. Mér er ljúft að tjá mig um aðbún- aðinn sem hún naut þarna og þykist mega um dæma, því flesta daga kom ég til hennar, svo og systur mínar tvær, og fylgdumst við þvi vel meö líðan hennar. Það er skemmst frá þvi að segja að okkur fannst aðbúnaðurinn eins og best væri á kosið. Hún var vistuð á deild sem kölluð er „kvennagangur“. Þar fékk hún að hafa símann sinn, útvarp og myndir og frjálsræði eftir getu sem minnk- aði smám saman þangað til hún varð að fá hjálp við allar þarfir sínar síð- ustu misserin, en alltaf var hún hrein og virtist ánægð. - Öll að- hlynning virtist með gleði og ástúð veitt. Þakklæti til Grundar Á meðan getan leyfði var farið í fondur. í hlýlegu setustofunni sátu þær sem gátu og hlustuðu á sjálfs sins huga, útvarpið, spjölluðu saman, sungu og höfðu jafnvel á prjónunum sínum, hlustuðu á einhvern lesa eða „söngfuglinn" hana Lóu. Eða einhver önnur hafði sest hjá þeim og leiddi söng með gleöibrag. Matur- inn sem henni móður minni ^ var færður virtist góður og snyrtilega og vel framreidd- ur. Lækniseftirlit og hjálp var að mínu viti í lagi, þótt ég viðurkenni að ég hef lítið vit á slíku. Ég vissi að hjúkrunarfólk var að spyrja hana um líðan hennar og greip til viðeigandi aðgerða þegar það taldi þörf. Ávallt þegar við systk- inin höfðum eitthvað fram að færa var tekið ljúfmannlega á því. Á hverjum sunnudegi var messa í fagurri kapellu Grundar og tilheyr- andi messukaffi á eftir. Öllum sem gátu og vildu var hjálpað þangað. Þótt húsakynni séu ekki samkvæmt nýjustu tísku eru þau hlýleg og hrein og afar vel við haldið, bæði r inni og úti. Þegar hún móðir mín varð hund- rað ára hélt Grund upp á afmælið hennar með glæsibrag. Við andlát hennar fann ég ekki annað en farið væri að með fullri virðingu og það gert sem létta mætti dauðastríðið. - Mér er þakklæti ríkt í huga fyrir dvöl móður minnar á Grund. Þorvaldur Hafberg Þorvaldur Hafberg fasteignamatsmaöur „Það er skemmst frá því að segja, að ég fór vestur á Hringbraut og talaði þar við forstöðukonu sem tók er- indi mínu af slíkri kurteisi og vilja til hjálpar að mér hlýnaði strax um hjartarætur. “ - Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.