Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2001, Síða 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 95ára_________________________________ Sigríður Jónsdóttir, Klausturhólum 3, Kirkjubæjarklaustri. 90 ára________________________________ Jónas Sigurösson, Skúlagötu 40, Reykjavík. 85 ára________________________________ Jóhann Oddsson, Hríseyjargötu 15, Akureyri. 80 ára________________________________ Ásgeir Guðjónsson, Lokastíg 26, Reykjavík. Gísli Brynjólfsson, Árskógum 6, Reykjavík. Jóhannes Tómasson, Rfilgötu 8, Vestmannaeyjum. Jón Egilsson, Ölduslóö 10, Hafnarfiröi. 75 ára________________________________ Árni Guömundsson, Þóristúni 3, Selfossi. Jóhannes Guðmundsson, Suöurengi 14, Selfossi. Karl Guðmundsson, Baröi, Raufarhöfn. Þóra Kristín Eiriksdóttir, Efstaleiti 12, Reykjavík. 70 ára________________________________ Gunnbjöm Jónsson, Sólvangsvegi 3, I Hafnarfiröi. Hann tekur á móti gestum I í húsi Slysavarnafélags- ins, Hjallahrauni 9, Hafn- arfiröi, laugard. 17.3. kl. 16.00-19.00. I Teitur Benediktsson, Bogahlíö 24, Reykjavík. Þórunn Kristín Teitsdóttir, Kirkjuvegi lf, Keflavík. 6í>ára________________________________ Alexander Þórsson, Dalseli 34, Reykjavik. Bjarni Valdimarsson, Skálholtsbraut 7, Þorlákshöfn. Hannes Helgason, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Kristjana Ragnarsdóttir, Jaöarsbraut 31, Akranesi. Sigfús Ólafsson, Borgabraut 11, Hólmavik. 50 ára________________________________ Aðalbjörn Þórhallur Jónsson, Traðarstíg 6, Bolungarvik. Einar Kristinn Friðriksson, Fróðengi 14, Reykjavik. Guörún Svala Guðmundsdóttir, Akurgerði 5b, Akureyri. Óðinn Snorrason, Suöurhólum 14, Reykjavík. 40ára ________________________________ Jóhanna Erlingsdóttir, Staöarhvammi 17, Hafnarfiröi. Laufey Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 41, Seltjarnarnesi. Logi Jónsson, Norðurbyggð ld, Akureyri. Sumarliði Már Kjartansson, Álfaskeiöi 72, Hafnarfiröi. Olafur P. Stephensen tannlæknir, Ölduslóð 20, Hafnarfirði, lést föstud. 9.3. Ársæll Pálsson, Hrafnistu, Hafnarfiröi, lést á Hrafnistu Hafnarfirði, föstud. 23.2. Útför hans hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Guðrún Dagbjört Ólafsdóttir, Réttarholtsvegi 31, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi þriðjud. 6.3. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriöjud. 13.3. kl. 13.30. Vigdís Jakobsdóttir sem lést þriðjud. 27.2. sl., veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriðjud. 13.3. kl. 13.30. I>V Folk 1 frettum Jón Arnar Magnússon sjöþrautar- og tugþrautarmaður Jón Arnar Magnússon, sjöþrautar- og tugþrautarkappi. Jón Arnar hefur verið meö allra fremstu íþróttamönnum þjóöarinnar um sjö ára skeiö. Hann náöi þriðja sæti í tugþraut á Evrópumeistaramóti 1996 og á Heimsmeistaramóti 1997. Meö þessum frábæra árangri nú um helgina hefur hann sýnt og sannaö aö hann er til alls liklegur á næstu misserum og árum. Jón Amar Magnússon geröi sér lítið fyrir og hreppti silfurverðlaun- in í sjöþraut á HM-mótinu innan- húss í Lissabon um síðustu helgi. Starfsferill Jón Amar fæddist á Selfossi 28.7. 1969 og ólst þar upp og í Hlíð og Hamratungu í Gnúpverjahreppi. Hann var í grunnskóla á Flúðum, lauk stúdentsprófi frá FS á Selfossi 1989, stundaði nám í jarðfræði við háskóla í Georgíu í Bandaríkjunum um skeið og lauk prófum við íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni 1993. Jón Arnar stundaði sumarvinnu við Búrfellsvirkjun 1985-91. Hann flutti á Sauðárkrók 1993 og kenndi þar við grunnskólann í einn vetur. Jón Arnar keppti í ýmsum íþróttagreinum frá tíu ára aldri, en hóf þó ekki markvissar æfingar í tugþraut fyrr en 1994. Þá setti hann íslandsmet í 300 m hlaupi, i 110 m grindahlaupi, í tugþraut, í lang- stökki, 60 m grindahlaupi, í sjö- þraut innanhúss og í 4x100 m boð- hlaupi og 1995 setti hann íslandsmet í tugþraut og i grindahlaupi, bætti íslandsmetið i tugþraut í Austurríki 1997, setti íslands- og Norðurlanda- met í sjöþraut i Maebashi 1999, bætti íslandsmet í langstökki innan- hús 2000 í Reykjavík, bætti íslands- met i 50 m grindahlaup á sama móti. Hann var í þriðja sæti á EM 1996 og i þriðja sæti á HM 1997. Fjölskylda Eiginkona Jóns Arnars er Hulda Ingibjörg Skúladóttir, f. 3.9. 1972, stúdent og sjúkraliði. Hún er dóttir Skúla Jóhannssonar, starfsmanns Mjólkursamlags Sauðárkróks, og k.h., Irisar Sigurjónsdóttur hár- skera. Synir Jóns Amars og Huldu Ingi- bjargar eru Krister Blær Jónsson, f. 1.12. 1995; Tristan Freyr Jónsson, f. 20.9. 1997. Systkini Jóns Arnars eru Harpa Sigríður Magnúsdóttir, f. 1976, bú- sett í Hamratungu; Einar Kári Magnússon, f. 1984, nemi í FS á Sel- fossi. Foreldrar Jóns Arnars eru Magn- ús Óskarsson, f. 28.10. 1949, húsa- smiður í Hamratungu, og k.h., Þuríður Jónsdóttir, f. 15.1. 1952, fyrrv. landsliðsmaður í frjálsum íþróttum og íslandsmethafl í fimmt- arþraut, 100 m hlaupi, langstökki og sundgreinum. Ætt Magnús er sonur Óskars, ljósamanns hjá Þjóðleikhúsinu Gissurarsonar, b. í Litlu-Hildisey í Landeyjum Gíslasonar. Móðir Ósk- ars var Árný Sigurðardóttir frá Litlu-Hildisey. Móðir Magnúsar var Sólveig Magnúsdóttir, b. í Árnagerði í Fljótshlíð Steinssonar, b. í Bjargar- koti Magnússonar. Móðir Sólveigar var Sigríður, systir Kristínar, móð- ur Árna Björnssonar lýtalæknis. Sigriður var dóttir Jens, b. í Árna- gerði Guðnasonar, b. á Torfastöð- um, bróður Eyvindar, afa Magnúsar Kjarans stórkaupmanns, föður Birg- is Kjarans alþm. Systir Guðna var Steinunn, langamma Herdísar Þor- valdsdóttur leikkonu, móður Tinnu leikkonu og Hrafns kvikmyndagerð- armanns Gunnlaugsbarna. Móðir Sigriðar var Sigrún Sigurðardóttir, b. á Torfastöðum Ólafssonar, b. á Kvoslæk Arnbjörnssonar. Auk Þuríðar eru fjögur systkini hennar fyrrv. landsliðsmenn í frjálsum iþróttum, þau Sigríður, Sigurður, Kári og Guðmundur en synir Guðmundar eru Jón Birgir, fyrrv. landsliðsmaður í frjálsum íþróttum, og Ólafur, núverandi landsliðsmaður í frjálsum. Þuríður er dóttir Jóns, fyrrv. umdæmis- stjóra Bifreiðaeftirlitsins á Suður- landi, bróður Einars Gunnars, afa Einars Gunnars Sigurðssonar, landsliðsmanns í handbolta. Jón er sonur Sigurðar, b. í Seljatungu Ein- arssonar og Sigríðar Jónsdóttur. Móðir Þuríðar er Sigríður, systir glímukónganna Gísla og Rúnars, en dóttir Rúnars er Hrefna sem keppt hefur með landsliðinu í sundi. Syst- ir Sigríðar er Helga, móðir Svans og Þrastar Ingvarssona sem keppt hafa með sundlandsliðinu og Þuriðar sem hefur verið í landsliðinu í fjöl- þraut. Sigríður er dóttir Guðmund- ar Kristins, b. að Hurðarbaki, bróð- ur Kristgerðar, ömmu Jóns Unn- dórssonar, fyrrv. glímukóngs ís- lands, og Gerðar, móður Einars Vil- hjálmssonar spjótkastara. Guð- mundur var sonur Gísla, b. á Urriðafossi Magnúss Guðmundsson- ar. Móðir Guðmundar var Guðrún Einarsdóttir frá Urriðafossi. Móðir Sigríðar var Þuríöur Árnadóttir, b. að Hurðarbaki Pálssonar. Fimmtu£ur Bernhaður S. Wilkinson aðstoðartónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands Bernharður S. Wilkinson, tónlist- arkennari, kórstjóri og aðstoðar- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, Heiðargerði 25, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Bernharður fæddist í Englandi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Westminster Abbey Choir School in London og Repton Public School til 1969, hlaut Teacher's Diploma og Performers Diploma 1972, frá Royal Manchester College of Music og Graduate Diploma frá Royal Northern College of Music og var eitt ár í framhaldsnámi við þann skóla. Bernharður hefur verið flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands frá 1975. Hann var tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Kópa- vogs 1975-83, við Tónlistarskóla Garðabæjar 1976-86 og hefur verið tónlistarkennari við Tónlistarskóla Reykjavíkur frá 1976. Bernharður er auk þess leiðbein- andi Sinfóníuhljómsveitar æskunn- ar frá 1980. Hann hefur verið félagi í Blásarakvintett Reykjavíkur frá 1981, kórstjórnandi Sönghóps Hljómeykis frá 1984, er stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Kammersveitar Reykjavíkur frá 1996 og hefur verið aðstoðarhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands frá 1998. F]ölskylda Bemharður kvæntist 28.12. 1979 Ágústu M. Jónsdóttur, f. 20.11. 1954, fiðluleikara viö Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún er dóttir Jóns E. Hall- dórsson sem er látinn og Sigrúnar Einarsdóttur. Jónsdóttir, f. 15.10. 1952. Börn Bernharðs og Ágústu eru Stefán Jón Bemharðsson, f. 11.12. 1978, homleikari við Sinfóníuhljóm- sveit íslands en sambýliskona hans er Silja Björk Baldursdóttir, píanó- kennari og nemi við HÍ; Anna Sig- rún Bernharðsdóttir, 13.5. 1985, nemi. Alsystkini Bemharðs eru David Wilkinson, búsettur í Englandi; Christina Wilkinson, búsett i Bandaríkjunum; Andrew Wilkin- son, búsettur í Englandi. Hálfsystur Bemharðs, samfeðra, eru Clare Wilkinson, nemi i Englandi; Stella Wilkinson, nemi i Englandi. Foreldrar Bemharðs: Stephen A. Wilkinson, f. 29.4. 1919, kórstjóri í Englandi, og Anna S. Dam, f. 26.11. 1920, d. 1975, húsmóðir. son, f. 3.3. 1949; Sigríður María M«rkir lsl«iuliii;t><r Sigurður Guðmundsson málari fæddist 13. mars 1833. Hann var sonur Guð- mundar Ólafssonar á Hellulandi og Stein- unnar Pétursdóttur frá Ási í Hegranesi, fóðursystur Ólafs Sigurðssonar, alþing- ismanns í Ási. Sigurður sigldi til Kaup- mannahafnar og lærði þar málaralist, m.a. við Listaháskólann. Hann kom heim 1858 og bjó síðan í Reykjavík. Sigurður var með fyrstu menntuðu málurum þjóðarinnar en í málverkum hans og teikningum sem varðveist hafa gætir áhrifa frá nýklassík. Hann var mikilvægur brautryðjandi í leiklist, samdi leikritið Smalastúlkan og útlagarn- ir, og gerði leikmyndir, m.a. við Útilegu- mennina, eftir Matthías Jochumsson 1862. Þær Sigurður Guðmundsson leikmyndir eru taldar fyrstu íslensku lands- lagsmyndirnar. Sigurður var rómantiskur þjóöernis- sinni sem barðist fyrir varðveislu þjóð- legra verðmæta. Hann var helsti hvata- maður að stofnun Fornminjasafns ís- lands sem síðar varð Þjóðminjasafnið og var fyrsti starfsmaður þess. Þá hannaði hann endurnýjaða gerð þjóð- búningsins í því skyni að vekja þjóð- ernisvitund. En þrátt fyrir þjóðlega íhaldssemi var hann i ýmsu langt á undan sinni samtíð. Hann sett t.d. fram ýmsar skipulagshugmyndir fyrir Reykja- vík sem síðar urðu að veruleika, s.s. um að gera Laugardalinn að útivistar og íþrótta- svæði. Sigurður lést 1874. ____________Jaróarfarir Jón Konráösson, Melgeröi, Hvamms- tanga, verður jarðsunginn frá Hvamms- tangakirkju þriöjud. 13.3. kl. 14. Rútu- ferð verður frá BSÍ kl. 9. Ársæll Eyleifsson, Skarðsbraut 15, Akranesi, veröur jarösunginn frá Akra- neskirkju þriðjud. 13.3. kl. 14. Útför Gunnars Ölvirs Imsland, Eiöismýri 20, Seltjarnarnesi, fer fram frá Seltjarn- arneskirkju þriöjud. 13.3. kl. 14. Kristján Gunnar Magnússon, Keilusíðu 12d, Akureyri, veröur jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjud. 13.3. kl. 14. Útför Vernharðs Bjarnasonar frá Húsa- vík, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjud. 13.3. kl. 15. Útför Jóhannesar Arnar Sólmundssonar fer fram frá Grensáskirkju miðvikud. 14.3. kl. 10.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.