Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 19. MARS 2001 Sport Valur-Haukar 11-19 0-1, 1-4, 4-4, 4-6, 7-7, (7-8), 7-12, 8-12, 9-13, 9-19,11-19. Valur: Mörk/viti (skoí/viti): Arna Grímsdótt- ir 5 (7), Kolbrún Franklín 3/1 (8/2), Elfa Hreggviðsdóttir 1 (2), Anna Guðmunds- dóttir 1 (3), Marín Madsen 1 (4), Berg- lind Hansdóttir (1), Árný ísberg (4), Eygló Jónsdóttir (4), Eivor Blöndal (4/1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Arna 2). Vitanýting: Skorað úr 1 af 3. Varin skot/viti (skot á sig): Berglind Hansdóttir 11/2 (30/3, 37%, 1 víti yfir, 1 fram hjá). Brottvisanir: 10 mínútur. Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Auður Her- mannsdóttir 6 (12/1), Hanna Stefáns- dóttir 5 (5), Inga Tryggvadóttir 3 (3), Sonja Jónsdóttir 2 (4), Heiða Erlings- dóttir 2/1 (4/2), Brynja Steinsen 1 (1), Sandra Anulyte (1), Björk Hauksdóttir (1/1), Tinna Halldórsdóttir (2), Harpa Melsted (6/1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Hanna 3, Sonja 1). Vitanýting: Skorað úr 1 af 5. Varin skot/viti (skot á sig): Jenný Ásmundsdóttir 13/2 (24/3, 54%). Brottvisanir: 10 mínútur (Ragnar Hermannsson rautt fyrir mótmæli). Dómarar (1-10): Valgeir Ómarsson og Bjarni Viggósson (6). Gœöi leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 150. Maöur leiksins: Auöur Hermannsdóttir, Haukum. ÍBV-Grótta/KR 27-19 1-0, 3-1, 7-1, 11-2, (13-5), 13-6, 17 9, 21-15, 23-18, 27-19. ÍBV: Mörk/víti (skot/víti): Anita Andreas- sen 11 (14), Gunnleyg Berg 6 (7), Ingi- björg Ýr Jóhannsdóttir 5 (8), Tamara Mandichz 3/2 (4/3), Eyrún Sigurjóns- dóttir 1 (2), Bjamý Þorvarðardóttir, 1 (2), Amela Hegic (8). Mörk úr hraðaupphlaupum: 12 (Anita 10, Gunnleyg 2). Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Varin skot/viti (skot á sig): Vigdís Sigurðardóttir 11 (26/2, 42%), Árún Guðgeirsdóttir 3 (7/1, 43%) (eitt víti í slá). Brottvisanir: 10 mínútur. Grótta/KR: Mörk/víti (skot/víti): Ágústa Edda Björnsdóttir 6 (12), Alla Gorgorian 6 (11), Jóna Björg Pálmaddóttir 3/2 (9/3), Edda Kristinsdóttir 2 (9), Kristín Þórð- ardóttir 1 (2), Ragna Karen Sigurðar- dóttir 1 (3). Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Ágústa, Ragna) Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Varin skot/viti (skot á sig): Ása Ás- grímsdóttir 4 (15/2,27%), Ása Ingimars- dóttir 5 (21/1, 24%). Brottvísanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Ingvar Reynisson og Einar Hjaltason (5). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 213. Maður leiksins: Anita Andreassen, ÍBV. Fram-FH 24-21 0-1, 3-2, 3-4, 4-6, 6-8, 8-9, 10-10, (11-12), 12-12, 13-16, 17-19, 22-19, 24-20, 24-21. Franu Mörk/viti (skot/víti): Marina Zoueva 8/2 (12/3), Svanhildur Þengiisdóttir 4 (6) , Hafdís Guðjónsdóttir 4 (6), Olga Prokhorova 3 (3), Guðrún Þóra Hálfd- ánsdóttir 3 (4), Katrín Tómasdóttir 1/1 (1/1), Díana Guðjónsdóttir 1 (4), Kristin Brynja Gústafsdóttir (2), Irina Sveins- son.(2), Björk Tómasdóttir (5). Mörk úr hraóaupphlaupum: 6 (Svan- hildur 3, Hafdís, Zoueva, Prokhorova). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Varin skot/víti (skot á sig): Hugrún Þorsteinsdóttir 15 (36/6, 42%). Brottvisanir: 4 mínútur. FH: Mörk/víti (skot/viti): Hafdís Hinriks- dóttir 9/6 (11/6), Judit Rán Estergal 3 (7) , Björk Ægisdóttir 3 (11), Hildur Er- lingsdóttir 2 (2), Dagný Skúladóttir 2 (7), Harpa Vífilsdóttir 1 (1), Hrafnhildur Skúladóttir 1 (3), Ragnhildur Guð- mundsdóttir (3). Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Hafdís, Dagný, Judit, Harpa). Vitanýting: Skorað úr 6 af 6. Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta Siapikiene 16 (38/2, 42%), Kristín Guð- jónsdóttir 1/1 (3/2, 33%). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Guðmundur Stefánsson og Ámi Sveinsson (5). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 90. Maður leiksins: Hafdís Guðjónsdóttir, Fram. I>V Hamskipti Framstúlkna Fyrri hálfleikur - nægði Eyjastúlkum ÍBV tók á móti Gróttu/KR í fyrstu viður- eign liðanna í átta liða úrslitum íslands- mótsins í Eyjum á fóstudag. Liðin mættust einmitt í síðustu umferð deildarkeppninnar á dögunum hvar Eyjastúlkur unnu nokkuð örugglega með sjö mörkum. Þessi leikur var mun auðveldari fyrir Eyjastúlkur enda sigruðu þær nú með átta mörkum, 27-19. ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og þær skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins áð- ur en Ágústa Edda Björnsdóttir náði að minnka muninn. Þetta var í eina skiptið sem Grótta/KR komst nálægt ÍBV því Eyja- stúlkur skoruðu átta mörk gegn aðeins einu marki þeirra og staðan orðin 11-2. Sóknarleikur gestanna var gjörsamlega í molum og svo virtist sem leikmenn liðsins hafl treyst of mikið á Öllu Gorgorian, sem var að spila sinn fyrsta leik eftir löng meiðsli. Alla náði sér hins vegar ekki á strik í fyrri hálfleik og þegar rúmlega tutt- ugu mínútur voru liðnar af leiknum höfðu þær aðeins skorað tvö mörk. Reyndar náði liðið sér ágætlega á strik eftir það og stað- an í hálfleik var 13-5 og úrslit leiksins nán- ast ráðin. Seinni hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri og Grótta/KR saxaði jafnt og þétt á muninn. Næst komust þær ÍBV þegar tæp- lega tiu minútur voru eftir þegar Alla skor- aði átjánda mark gestanna og minnkaði muninn niður í fimm mörk. Eyjahraðlest- inn tók af stað aftur á lokakaflanum og tryggði sér góðan sigur. Leikmenn ÍBV spiluðu flestir mjög vel á fóstudagskvöldið. Varnarleikur liðsins fyrstu tuttugu mínútumar hlýtur að hafa nálgast fullkomnun enda áttu gestirnir eng- in svör gegn henni. Eyjastúlkur keyrðu stíft á hraðaupphlaupum og Anita Andreassen fór hreinlega á kostum þar. Einnig má nefna Gunnleygu Berg sem fiskaði þrjú vítaköst og skoraði sex mörk en leikurinn vannst fyrst og fremst á varnarleiknum í fyrri hálfleik. Grótta/KR byrjaði leikinn af- leitlega en síðustu fjörutíu mínúturnar sýndi liðiö styrk sinn og hélt jöfnu út leik- inn og mikið munaði um að Alla Gorgorian fór að láta taka til sin í seinni hálfleik. „Við lékum mjög vel í fyrri hálfleik og það gekk nánast allt upp. Við spiluðum mjög góða vöm og þegar hún gengur vel þá fáum við tækifæri til að sækja hratt sem við nýttum okkur vel. Ég hafði mjög gaman af leiknum enda fékk ég góðar sendingar fram völlinn og maður á að skora úr hraða- upphlaupum. Nú þurfum við að einbeita okkur að næsta leik, hann byrjar á 0-0 þannig að við þurfum virkilega að leggja okkur fram ef við ætlum að vinna hann,“ sagði Anita Andreassen eftir leikinn. Ágústa Edda Bjömsdóttir var ekki jafn kát í leikslok. „Ég veit ekki hvað gekk á hjá okkur í byrjun. Við héldum að við værum klárar í slaginn en svo lentum við í ein- hverri taugaspennu þannig að það gekk hreinlega ekkert upp, við gripum varla boltann. Þegar mesti skrekkurinn var far- inn úr okkur þá héldum við jöfnu við þær en ÍBV er einfaldlega allt of sterkt lið til að tapa niður níu marka forystu. Nú þurfum við bara að taka sóknarleikinn í gegn fyrir næsta leik. Við treystum kannski of mikið á ÖIlu en hún var að spila langt undir getu í leiknum. Engu að síður vorum við hinar einfaldlega of ragar við að skjóta." -jgi Auður Hermannsdóttir og Harpa Melsted, Haukum, taka hér rækilega á Önnu Guömundsdóttur, Val, í leik liðanna á Hlíðarenda fyrr í vetur. DV-mynd E.ÓI Úrslitakeppni Nissandeildar kvenna: Greið leið - Haukar sigruðu Val í öðrum leik liðanna, 11-19 Haukar tryggðu sér sæti i undanúrslitum um is- landsmeistaratitil kvenna í handknattleik á laugardag með öruggum sigri, 11-19, á Val í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum íslandsmótsins í Valsheimilinu. Leikurinn þróaðist ekki ósvipað og leikur liðanna í deildinni á sama stað fyrr í vetur en þá stóðu Vals- stúlkur í Haukunum fram í seinni hálfleik þegar Haukar tóku svo loks til sinna ráða. Það voru annars Haukar sem byrjuðu betur í leiknum og komust fljót- lega í 1-4 á meðan sóknarleikur Vals var fremur stirð- ur og kom annað mark þeirra ekki fyrr en eftir 11 mínútur. Valur náði með góðum leikkafla að jafna metin í 4-4 og það sem eftir var af fyrri hálfleik var leikurinn í járnum en Haukar höfðu eins marks for- skot, 7-8, í hálfleik. Varnarleikur beggja liða var góð- ur, sérstaklega hjá Valskonum sem börðust af miklum krafti og uppskáru eftir því, Haukar náðu aðeins að skora flmm mörk þegar Valsliðið hafði náð að stilla upp i vörn. Haukakonur komu tvíefldar til seinni hálfleiks og svöruðu baráttuglöðum Valskonum í sömu mynt og dugði það til þess að hrista þær af sér. Haukar komu sér í þægilega stöðu- með því að skora fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiks og varð munurinn aldrei minni en fjögur mörk eftir það. Mesta breytingin á Haukalið- inu frá því í fyrri hálfleik var þó að sóknarleikurinn var nú mun yfirvegaðri og tóku þær sér nú lengri tíma í að byggja upp sóknir. Hins vegar voru allar sóknir Vals brotnar á bak aftur af sterkri Haukavörninni og Jenný Ásmundsdóttur í markinu sem hleypti aðeins tveimur mörkum inn fyrstu 28 mínútur seinni hálf- leiks, það fyrra á meðan þær léku tveimur leikmönn- um færri. Það var svo loks eftir að Haukar voru komn- ar í 9-19 og tvær mínútur eftir að Valsstúlkur náðu loks að klóra í bakkann og skora tvö síðustu mörkin. Valsliðið sýndi ekki sínar bestu hliðar í þessum leik, að vísu var vöm og markvarsla góð eins og hún hefur verið lengst af i vetur, en sóknarleikurinn brást þegar mest þurfti á að halda. Berglind Hansdóttir varði vel í markinu og Arna Grímsdóttir nýtti færin sín vel. Haukaliðið þurfti einn og hálfan leik í þessu einvigi til þess að komast í gang og svo þegar það loks gerðist var ekkert sem Valsliðið gat gert til þess að stöðva Haukana. Auður Hermannsdóttir og Jenný Ásmunds- dóttir léku best Haukanna í þessum leik og í fyrri hálf- leik voru það Inga F. Tryggvadóttir og Hanna Stefáns- dóttir sem héldu þeim við efnið. -HRM - þegar þær unnu FH, 24-21, á heimavelli í Safamýrinni Það var boðið upp á mikinn spennuleik í Safamýrinni á föstu- dagskvöldið þegar Fram sigraði FH, 24-21,1 fyrsta leik liðanna í úrslita- keppni 1. deildar kvenna. Leikurinn fór fjörlega af stað og greinilegt var á fyrstu mínútunum að taugaspenna leikmanna var mik- il, bæði lið voru full kappsöm og fjöruðu sóknir liðanna oft út á upp- hafsmínútunum. FH-stúlkur voru að því er virtist mun einbeittari og náðu frumkvæðinu í leiknum og höfðu eins marks forustu í hálfleik, 11-12, þökk sé frábærri markvörslu Jolöntu en hún varði 13 skot i fyrri hálfleik. Það leit allt út fyrir að FH-stúlk- ur ætluðu að fara með sigur af hólmi, þegar síð- ari hálfleikur var hálfn- aður leiddu þær 13-16 og allt virtist ganga þeim í haginn. Fram-stúlkur voru hins vegar aldrei langt undan og í stöð- unni 17-19 fór leikreynsl- an að segja til sín og sigu þær fram úr FH-ingum sem virtust missa allan móð, en á 10 mínútna leikkafla skoraði FH ekki mark og Framarar gengu á lagið og unnu mikilvægan sigur í baráttunni um áframhald- andi þátttöku í úrslitakeppninni. Mikil barátta í liði FH átti Hafdís mjög góðan leik, en hún skoraði níu mörk, þar af 6 úr víta- köstum, en ásamt henni átti Jolanta ágætan leik í markinu. Hins vegar var eins og vantaði alla sigur- vilja í FH-liðið og líkt og leikmenn liðsins áttuðu sig ekki á mikilvægi leiksins. í liði Fram átti Hafdís mjög góðan leik ásamt Marinu sem skoraði 8 mörk, og í marki Fram átti Hugrún frábæran leik á lokakafl- anum. „Þetta var mikil barátta og það vissum við vel, þær eru ungar og spila mjög hratt og skemmtilegan bolta, og þrátt fyrir að við höfum unnið þær í báðum leikjunum í deildinni þá er þetta allt önnur keppni. Vömin var ekki góð í fyrri hálfleik og nýtingin í hraðaupp- hlaupunum var léleg, við erum að klúðra boltanum hvað eftir annað, og þegar vömin er léleg eigum við færri möguleika á hraðaupphlaup- um. Svo small vörnin saman og baráttan kom upp, og því má segja að þetta hafl fyrst og fremst unnist á vöminni og þá kom markvarsl- an,“ sagði Hafdís Guðjónsdóttir, fyrirliði Framara. -ÞAÞ Hafdís Guðjóns- dóttir fór fyrir Framstúlkum á föstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.