Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 19. MARS 2001 23 Sport Haukarnir í lægð - hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni Haukarnir töpuðu sínum íjórða leik í síðustu fimm viöureignum og nú var það Grótta/KR sem lagði ís- landsmeistarana, 28-31, í leik sem var spilaður á Ásvöllum. Eitthvað virðast Haukarnir vera að missa flugið eftir að hafa haft þónokkra yf- irburði á íslandsmótinu framan af vetri. Gestirnir voru ákveðnari í flestum sínum aðgerðum og áttu sigurinn fyllilega skilið. Sjö mörk í röö hjá Haukum Grótta/KR byrjaði leikinn vel og náði frukvæöinu. Þeir komust í 1-4 og voru alltaf skrefi á undan heima- mönnum. En í stöðunni 8-10 kom bakslag í leik gestanna og Haukarn- ir gengu á lagið og skoruðu sjö mörk í röð og komust 13-10 yfir. Þá héldu flestir að Haukarnir væru búnir að finna taktinn og eftirleik- urinn væri auðveldur. Sú var ekki raunin og Grótta/KR jafnaði fyrir hálfleik, 14-14, og þannig var staðan eftir fyrri hálfleikinn. Halldór Ingólfsson fór á kostum í liði Hauka í fyrri hálfleik og skoraði hvorki fleiri né færri en 8 mörk. Grótta/KR missti tvo leikmenn ú t- af í tvær mínútur á síðustu 15 sek- úndunum í fyrri hálfleik og þurfti því að byrja seinni hálfleikinn tveimur færri. Alltaf getur vont versnað því strax i upphafi seinni hálfleiks var þriðji leikmaður liðs- ins rekinn út af í tvær mínútur og því gestirnir þremur færri um tíma. Haukarnir náðu ekki að nýta sér þennan liðsmun nægjanlega en komust enga siður þremur mörkum yfir, 17-14, en leikmenn Gróttu/KR voru ekki á því að gefast upp held- ur bættu í hjá sér. Þeir jöfnuðu, 17-17, og voru fljótlega komnir fjór- um mörkum yfir, 19-23. Á þessum kafla fór Hilmar Þórlindsson ham- förum og skoraði hvert markið á eft- ir öðru og réð vörn Haukanna ekk- ert við piltinn. Einar og Hlynur ekki meö Hálfgerð uppgjöf kom i leik heimamanna og komust gestirnir i 20-27. Þá fóru Haukarnir að taka á því en því miður fyrir þá þá var það of seint. Leikmenn Gróttu/KR gerði þó þau mistök aö ætla að reyna hanga á forskotinu og náðu Hauk- arnir að minnka muninn í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Grótta/KR lék án síns besta varn- armanns, Einars Baldvins Árnason- ar, og Markvörðurinn Hlynur Morthens voru hvorugir með og munar um minna. Það gerir sigur Gróttu/KR enn sterkari. Hilmar var frábær í leiknum og sýndi hversu megnugur hann getur verið. Petersens var einnig góður og Magnús Magnússon var í ruslavinn- unni. Hjhá Haukum var Halldór lang- bestur og átti mjög góðan fyrri hálf- leik en minna fór fyrir honum í þeim seinni. Alexandr Shankuts skilaði einnig sínu en aðrir náðu sér ekki á strik. Vörnin var ekki næganlega góð og markvarðslan var í algjöru lágmarki. -BG Haukar-Grótta/KR 28-31 0-1, 1-4, 2-6, 5-7, 6-10, 13-10, 13-13, (14-14), 15-14, 17-14, 17-18, 18-20, 19-23, 20-23, 20-25, 20-27, 25-29, 27-29, 28-31 Haukar Mörk/viti (Skot/viti): Halldór Ingólfs- son 11/5 (12/5), Aliaksandr Shankuts 6 (8), Rúnar Sigtryggsson 3 (7), 2 (4), Ósk- ar Ámannsson 2 (3), Jón Karl Björnsson 1 (3), Einar Örn Jónsson 1 (3), Einar Gunnarsson 1 (2), Vignir Svavarsson 1 (2). Mörk úr hraðaupphlaupum: 8 (Ali- aksandr 3, Þorvarður 2, Halldór, Einar Öm) Vitanýting: Skorað úr 8 af 9. Varin skot/viti (Skot á sig): Bjarni Frostason 7/0 (31/6, 22%, Magnús Sigmundsson 5/12, 42%) Brottvisanir: mínútur Grótta/KR Mörk/viti (Skot/víti): Hilmar Þórlinds- son 14/6 (22/7), Aiexandr Petersens 7 (11), Davíð Ólafsson 3 (6), Kristján Þor- steinsson 3 (6), Magnús Magnússon 2 (4), Gísli Kristjánsson 1 (3), Atli Samúelsson 1 (3), Alfreð Finnsson (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 (Davíð 3, Petersens 2, Kristján) Vitanýting: Skorað úr 6 af 7. Varin skot/viti (Skot á sig): Hreiöar Guðmundsson 11/0 (39/5, 28%) Brottvisanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Hafsteinn Ingibergsson og Gisli Jóhannsson (7). Gœdi leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 350. Maður leiksins: Hilmar Pórlindsson, Gróttu/KR Stjarnan-ÍR 25-23 2-1, 3-3, 4-3, 6-4, 10-6, (13-8), 15-9, 17-11, 19-12, 22-15, 23-18, 25-23 Stiarnan Mörk/viti (Skot/viti): Magnús Sigurðs- son 9/2 (10/2), David Kekelija 6 (7), Edu- ard Moskalenko 3 (5). Bjarni Gunnars- son 3/1 (7/1), Sæþór Ólafsson 3 (3), Við- ar Erlingsson 1 (2), Sigurður Viðarsson 1 (2). Mörk úr hraðaupphlaupunu 5 (Kekelija 3, Viðar, Magnús, Moskalenko). Vítanýting: Skorað úr 3 af 3. Varin skot/víti (Skot á sig): Birkir tvar Guömundsson 13 (36/1, 36%), Gunnar Eriingsson 0 (2/1, 0%). Brottvisanir: 16 mínútur ÍR Mörk/viti (Skot/víti): Sturla Ásgeirs- son 8/2 (9/2), Einar Hólmgeirsson 7 (15), Finnur Jóhannsson 2 (3), Brynjar Stein- arsson 2 (5), erlendur Stefánsson 1 (1), Kári Guðmundsson 1 (2), Andri Úlfars- son 1 (2), Kristinn Björgúlfsson 1 (2), Bjarni Fritzson (2), Róbert Rafnsson (4). Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Einar 3). Vítanýting: Skorað úr 2 af 2. Varin skot/viti (Skot á sig): Hall- grímur Jónasson 10 (21/2), Hrafn Mar- geirsson 3 (17/1). Brottvisanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson (7). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 150. Maður leiksins: Magnús Sigurðsson, Stjörnunni ÍBV-Afturelding 28-25 1-0,4-1, 6-5,10-10, (12-14), 13-14,16-15, 19-17, 23-19, 27-22, 28-25., IBV Mörk/víti (Skot/viti): Mindaugas Andriuska, 12/4 (20/5), Svavar Vignis- son, 8 (9), Sigurður Ari Stefánsson, 5 (9), Guðfinnur Kristmannsson, 2 (12/1), Er- lingur Richardsson 1 (1), Kári Kristjáns- son, (2), Davíð Þór Óskarsson, (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Svavar 3, Mindaugas). Vitanýting: Skorað úr 4 af 6. Varin skot/víti (Skot á sig): Gísli Guðmundsson 20/5 (45/5 44%). Brottvisanir: 10 minútur Afturelding Mörk/viti (Skot/viti): Gilkauskas Gint- as, 7 (13), Savukynas Gintaras, 5 (8/1), Bjarki Sigurðsson 4 (6/2), Atli R, Stein- þórsson, 3 (4/1), Hilmar Stefánsson, 2 (2), Haukur Sigurvinsson, 2 (5), Páll Þórólfs- son, 1 (5/1), Hjörtur Arnarsson, 1 (1), Ní- els Reynisson, (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 (Hilmar 2, Páll, Hjörtur, Haukur, Bjarki) Vitanýting: Skorað úr 0 af 5. Varin skot/viti (Skot á sig): Reynir Þ. Reynisson 18/2 (46/5 39%), Ólafur H. Gíslason 9 (1/1, 0%). Brottvisanir: 10 mínútur ( Gintas rautt, 3x2 mín.). Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Valgeir Egill Ómarsson (5). Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 93. Maður leiksins: Gísli Guömundsson, ÍBV. Atli Pór Samúelsson, Gróttu/KR, ógnar hér marki Hauka en er stöövaður af öðrum gömlum Pórsara, Rúnari Sigtryggssyni. DV-mynd PÖK Lif og fjor Það var heldur betur fjör þegar Eyja- menn tóku á móti Aftureldingu í nitjándu umferð Nissandeildar karla í gærkvöldi. Gengi Eyjamanna hefur verið afleitt eftir áramót en inn á milli hefur liðið náð ágæt- is leik og þá jafnan sigrað leiki sína. Það var einmitt uppi á pallborðinu í gærkvöldi því ÍBV kom gestum sínum í opna skjöldu og sigruðu sanngjarnt 28-25. Það var engu líkara en leikmenn Aftur- eldingar hafi ætlað að eiga náðuga kvöld- stund í blíðunni í Eyjum. Þetta kæruleysi nýttu Eyjamenn sér hins vegar ágætlega á og þeir komust strax þremur mörkum yfir, 4-1. Mindaugas Andriuska var í miklum ham i upphafi leiks og um hálfleikinn miðj- an hafði hann skorað helming marka ÍBV. Gestirnir úr Mosfellsbænum brugðu á það ráð að taka hann úr umferð og það her- bragð heppnaðist og Afturelding leiddi í hálfleik, 12-14. Heimamenn í ÍBV byrjuðu seinni hálf- leikinn af miklum krafti og eftir aðeins íjórar mínútur var staðan orðin 16-15. Gísli Guðmundsson í marki ÍBV fór að verja hvert dauðafærið á fætur öðru enda náðu Eyjamenn undirtökunum á meðan leik- menn Aftureldingar röfluðu í dómurunum. Mestur varð munurinn fimm mörk, 28-23 en gestirnir skoruðu tvö síðustu mörkin sem komu þó ekki í veg fyrir góðan sigur ÍBV sem heldur enn í vonina að komast í átta liða úrslit. Eyjamenn spiluðu mjög skynsamlega í leiknum. Fremstir í flokki fór Andriuska þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð nánast allan leikinn. Svavar Vignisson var einnig duglegur að vanda, fiskaði fimm vítaskot og fjóra brottrekstra en Gísli varði öll fimm vítaskot gestanna sem vóg þungt á lokakafl- anum. Lið Aftureldingar náði sér engan veginn á strik í leiknum. Liðið varð reynd- ar fyrir áfalli þegar Bjarki Sigurðsson varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og eftir það átti liðið ekki möguleika. Sóknarleik- ur liðsins var borinn uppi af félögunum Gintas og Gintaras, Reynir átti einnig fin- an leik í markinu. „Mér fannst andlega hliðin verða okkur að falli hérna í kvöld. Það var engin barátta í leikmönnum og einstaklingsframtakið var allt of áberandi í okkar leik. Ég hef ekki trú á því að við höfum vanmetið ÍBV enda hefur okkur alltaf gengið illa með þá, sér- staklega hér í Eyjum,“ sagði Bjarki Sig- urðsson, þjálfari Aftureldingar i leikslok. Svavar Vignisson, línumaðurinn barátt- uglaði var nokkuð sáttur eftir leikinn. „Þetta var hörkuleikur og mikill baráttu- sigur. Hann heldur okkur einnig í voninni um að komast í 8-úrslit. Ef við spilum hins vegar eins og við gerðum í kvöld þá kvíði ég engu. Það má segja að allir hafi spilað vel í kvöld, Guffi spilaði vörnina frábær- lega og það tekur óneitanlega frá honum í sókninni en þar koma aðrir inn til að inn- sigla sigurinn. Gísli stóð sig náttúrulega frábærlega í markinu þannig að það má segja að það hafi nánast allt gengið upp hjá okkur“ -jgi Brotlentu - Stjarnan vann ÍR, 25-23 ÍR-ingar sem hafa verið á mikili siglingu undanfarið, brotlentu í Garðabæ í gær- kvöldi og töpuðu 25-23. Heimamenn sem geta enn komist í úrslitakeppnina fræðilega séð léku ÍR-inga oft grátt og var sigur þeirra mjög sannfær- andi. Stjörnumenn léku leikinn mjög vel og var sóknarleikur þeirra mjög vel útfærður ásamt því að spila sterkan varnar- leik undir for- ustu Arnars Pét- urssonar. Lengst af lék Eduard Moskalenko í stöðu leik- stjóranda Stjörnunnar og fórst það vel úr hendi einnig spilaði Magnús Sigurðsson mjög vel eins og allir í liði heimamanna. Sóknarleikur Garðbæ- inga gekk allan leikinn mjög vel upp þangað til að 13 mínútur voru eftir af leiknum en þá virtust þeir slaka of mikið á þegar þeir voru búnir að ná átta Magnús Sigurðsson marka forustu og gestirnir gengu á lagið og náðu að minnka muninn í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Sturla Ásgeirsson átti mjög góðan leik í síðari hálfleik og hefði mátt koma fyrr inn á og sýndi hann skemmtileg tilþrif í horninu og lék hann land- liðsmarkvörðinn Birki Ivar afar grátt. Einar Hólmgeirsson hefði mátt nýta skot sin betur. ÍR-ingar voru ekki sjálfum sér líkir frá síðustu leikjum þar sem þeir hafa spilað sterkan varnar- leik og agaðan sóknarleik. Það má spyrja sig að því hvers vegna Jón Kristjáns- son þjálfari ÍR-inga notfærði sér ekki leikhléin sem má taka og reyna að stoppa að- eins i götin í varnarleiknum og benda sínum leikmönn- um að skjóta úr betri færum því oft voru færin sem þeir voru að reyna að skora úr afar erfið og fljótfærni á köflum full mikil. -BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.