Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 19. MARS 2001 Sport KA-FH 25-21 2-0, 3-2, 6-3, 7-6, 9-6, 11-8, (13-10), 16-10, 19-13, 21-15, 22-18, 24-20, 25-21. KA Mörk/viti (Skot/viti): Andreas Stelmokas 8 (11), Guðjón Valur Sigurðs- son 7/1 (10/1),, Heimir Örn Árnason 5 (7/1), Sævar Árnason 2 (2), Giedrius Cserniavskas 1 (2), Baldvin Þorsteinsson 1 (1), Jóhann Gunnar Jóhannsson 1 (3), Hreinn Hauksson (1), Jónatan Þór Magn- ússon (1), Halldór Sigfússon (3). Mörk úr hraóaupphlaupum: 6 (Andreas 4, Heimir, Guðjón). Vitanýting: Skorað úr 1 af 2. Varin skot/viti (Skot á sig): Hörður Flóki Ólafsson 10 (30/5, 33,3%), Hans Hreinsson (1/1, 0%). Brottvisanir: 8 mínútur FH Mörk/víti (Skot/viti): Jason Kristinn Ólafsson 9/6 (13/6), Héðinn Gilsson 6 (11), Valur Örn Arnarson 2 (4), Sverrir Örn Þórðarson 1 (1), Victor Berg Guðmunds- son 1 (2), Guðmundur Pedersen 1 (4), Sig- urgeir Ami Ægisson 1 (2), Lárus Long (1), Hálfdán Þórðarson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Jason, Sverrir). Vítanýting: Skorað úr 6 af 6. Varin skot/viti (Skot á sig): Bergsveinn Bergsveinsson 5 (24/1,20,8%), Jónas Stef- ánsson 5 (10,50%, eitt víti í stöng). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): lngvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, (5). Gceói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 250. Maöur leiksins: Andreas Stelmokas, KA. Valur-HK 20-19 0-1, 3-3, 3-6, 5-6, (6-8), 7-8, 10-10, 13-12, 17-15, 19-17, 19-19, 20-19. Valur Mörk/viti (Skot/víti): Freyr Brynjars- son 6 (10), Valdimar Grímsson 5/3 (9/4), Snorri Guðjónsson 3 (9), Júlíus Jónasson 2 (2), Markús Mikaelsson 2 (7), Sigfús Sigurðsson 1 (1), Geir Sveinsson 1 (1), Bjarki Sigurösson (1), Daniel Ragnars- son (3), Valgarð Thoroddsen (4). Mörk úr hraóaupphiaupum: 6 (Freyr 4, Valdimar 2). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Varin skot/víti (Skot á sig): Roland Eradze 13 (30/3, 43%), Egidijus Pet- kevicius 0 (2/2, 0%). Brottvísanir: 6 mínútur HK Mörk/viti (Skot/viti): Jaliesky Garcia 11/5 (17/5), Osvaldo Povea 3 (4), Sverrir Björnsson 3 (7), Alexander Arnarson 1 (1), Stefán Guðmundsson 1 (2), Jón B. Ellingsen (1), Samúel Árnason (1), Karl Grönvold (1), Guðjón Hauksson (2), Ósk- ar E. Óskarsson (4). Mörk úr hraðaupplilaupum: Ekkert. Vitanýting: Skorað úr 5 af 5. Varin skot/víti (Skot á sig): Hlynur Jóhannesson 18 (38/3, 47%, eitt víti ógilt). Brottvisanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson (7). Gceói leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 120. Maöur leiksins: Jaliesky Garcia, HK. Breiðablik-Fram 21-30 1-0, 1-3, 3-3, 3-7, 5-9, 9-9, (10-13), 11-13, 13-16, 15-20, 18-23, 20-26, 21-30. Breiöablik Mörk/viti (Skot/víti): Slavisa Raka- novic 10/2 (22/2), Björn Hólmþórsson 5/1(10/3), Zoltan Belányi 3 (8/2), Andrei Lazarev 2 (3), Gunnar B. Jónsson 1 (3), fsak Jónsson Guðmann (1), Kristinn L. Hallgrímsson (1), Orri Hilmarsson (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 1 (Belányi). Vitanýting: Skorað úr 3 af 7. Varin skot/víti (Skot á sig): Rósmund- ur Magnússon 16 (45/2, 36%), Ólafur Ingimundarson 0 (1/1,0%, eitt víti í slá). Brottvísanir: 6 mínútur Fram Mörk/viti (Skot/viti): Björgvin Þór Björgvinsson 6 (9), Guðjón Finnur Drengsson 6/2 (6/2), Gunnar Berg Vikt- orsson 4/1 (10/2), Njörður Árnason 4 (6), Maxim Fedioukine 3 (3), Róbert Gunn- arsson 3 (5), Vilheim Gauti Bergsveins- son 2 (7), Hjálmar Vilhjálmsson 2 (5). Mörk úr hraöaupphlaupum: 10 (Njörð- ur 3, Hjálmar 2, Björgvin 2, Guðjón 2, Ró- bert 1). Vítanýting: Skorað úr 3 af 4. Varin skot/viti (Skot á sig): Sebastian Alexandersson 8/2 (22/6, 36%, eitt víti í slá og eitt framhjá), Magnús Erlendsson 6 (13/1, 46%). Brottvisanir: 2 mínútur. Dómarar (1-10): Guðmundur Er- lendsson og Tómas Sigurdórsson (3). Gœði leiks (1-10): 3. Áhorfendur: 20. Maöur leikins: Rósmundur Magnússon, Breiöabliki - KA-menn meö 11. sigurinn í síðustu 12 leikjum KA er farið að blanda sér í topp- baráttuna eftir sigur á móti FH, 25-21, á Akureyri á fóstudagskvöld- ið en norðanmenn unnu þar sinn ellefta sigur í síðustu tólf leikjum. Andreas Stelmokas, Guöjón Valur og Heimir Árnason skoruðu samtals 20 af 25 mörkum KA. FH náði sér aldrei á strik í leikn- um en aðeins einu sinni í leiknum var jafnt á liðunum og var það i stöðunni 0-0. KA var alltaf með yf- irhendina og leiddi allan leikinn. KA var yfir með þremur mörkum í hálfleik og voru þeir staðráðnir að vinna leikinn. Þeir komust í sex marka forystu strax I upphafi seinni hálfleiks og hélst hún alveg undir lokin en þá fóru FH-ingar að pressa KA-menn mun framar á vell- inum. Héðinn Gilsson virtist vera þreyttur og virtist enga orku hafa í leikinn en Jason Ólafsson var öflug- ur á vítalínunni og var með 100% árangur þar. Bergsveinn fann sig aldrei í marki FH og um miðjan seinni hálfleik var skipt út mark- mönnum og náði Jónas að verja sama fjölda og Bergsveinn í leikn- um. Héðinn var besti maður FH á vellinum þótt þreyttur væri en Jason stóð sig einnig mjög vel. Einnig virtist Jónas Stefánsson finna sig ágætlega í markinu þegar hann kom inn á. Jafnteflin dýr Hjá KA var Hörður Flóki öflugur í markinu og náði að verja á mikil- vægum augnablikum. Andreas Stelmokas var besti maður KA en hann gerði átta mörk í leiknum og þar af fjögur í hraðaupphlaupum. Næsti leikur KA mun skipta miklu um það hvort að KA ætli að blanda sér í toppbaráttuna en það er úti- leikur á móti Haukum. Nýju reglurnar í handboltanum um að engin jafntefli séu leyfð eru búnar að kosta KA-menn þrjú stig í vetur og væru þeir komnir með 31 stig ef þær væru ekki og þá efstir. En svona er nú handboltinn. -JJ Dapurt á Hlíðarenda - HK nánast úr leik eftir naumt tap gegn Val, 20-19 DV Drepleidinlegt Hann var ekki upp á marga fiska handknattleikurinn sem Breiðablik og Fram sýndu í Smár- anurn á laugardag þegar gestirnir sigruöu 21-30 í leik liðanna í Nissandeild karla og fær slíkur leikur menn tii að hugsa hvort handboltanum sé hreinlega við- bjargandi. Framan af leik stóðu heima- menn ótrúiega í toppliði Framara en það var þó ekkert frekar þeirra eigin frammistöðu að þakka en slökum leik Framara. Gestirnir virtust á tíðum ætla að rífa sig frá þeim grænu en alltaf tókst þeim að falla niður á sama plan aftur og höfðu því Blikar í fullu tré við þá og aðeins munaði einu marki á lið- unum í hálfleik. Síðari hálfleikur var sist betri en sá fyrri en þó örlaði á örlitlum handbolta hjá Safamýrarpiltum sem reyndist nóg til að sigra slakt lið heimamanna og jókst munur- inn hægt og þétt þar til skrautleg- ir dómarar ieiksins flautuðu hann af, þeim sem á horfðu eflaust til mikils léttis. Blikar öðlast að sjálfsögðu ein- hverja reynslu með hverjum leik sem líður en fátt virðist benda til þess að þeir vinni sér inn stig á mótinu. Handbolti liðsins er ein- hæfur og greinilegt að slakt gengi er farið að hafa áhrif á áhuga leik- manna. Rós- mundur Magn- ússon, mark- vörður og fyrir- liði, var eins og fyrri daginn einn af fáum ljósum punkt- um í leik liðs- ins. Það er von- andi að Fram- arar komi ein- beitingu sinni í lag fyrir framhaldiö ef þeir ætla sér að ógna Haukum í baráttunni um meistaratitilinn. Björgvin Þór Björgvinsson og Guðjón Finnur Drengsson sýndu hvaö bestan leik gestanna og Sebastian Alexand- erssson fyrirliði átti einnig nokk- uð góðan fyrri hálfleik en honum gramdist klárlega áhugaleysi fé- laga sinna og hvatningaróp hans virtust lítil áhrif hafa. -ÓK Rósmundur Magnússon deildin Staöan í deildinni Fram 20 15 5 543-450 30 Haukar 20 14 6 575-495 28 KA 20 14 6 519-476 28 Afturelding 20 12 8 542-503 24 Grótta/KR 20 12 8 480-491 24 ÍR 20 11 9 458-449 22 Valur 20 10 10 474-441 20 FH 20 10 10 477-450 20 ÍBV 20 9 11 523-538 18 Stjarnan 20 8 12 505-516 16 HK 20 5 15 472-536 10 Breiðablik 20 0 20 404-627 0 Valur sigraði HK, 20-19, í slökum leik á fostudagskvöld, sem kemur Val í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina en HK að sama skapi í mjög erfiða en þeir eiga nú aðeins kost á að ná Stjörnunni að stigum í fallbaráttu deildarinnar. Miðað við þann handknattleik sem liðin sýndu framan af leik var ekki nokkur leiö að sjá að eitthvað væri í húfi. Sóknarleikur beggja liða var af- ar fálmkenndur og þau skot sem röt- uðu á markið voru oftast auðveldlega varin af góðum markvörðum liðanna, þeim Roland Eradze og Hlyni Jóhann- esyni. Eftir 16 mínútna leik var staðan 3-3 og mátti vart milli sjá hvort liðið væri lélegra en markverðir liðanna höfðu þá varið til samans 16 skot. HK-ingar hafa hins vegar innan sinna raða Kúbumanninn Jaliesky Garcia sem fór á kostum í fyrri hálfleik og skor- aði sjö mörk eða helming þeirra marka sem liðin tvö skoruðu. Stór- leikur Garcia dugði HK-ingum lengi vel og höfðu þeir frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og mest þriggja marka forskot 3-6. Valsmenn voru í tómu basli aUan hálfleikinn og sem dæmi um það þá nýttu Valsmenn að- eins 6 af 23 skotum sínum í fyrri hálf- leik. Leikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik og munaði mest um að leik- menn tóku nú að berjast í samræmi við það sem var í húfi í þessum leik. Valsmenn náöu aö halda Garcia niðri eftir að hafa breytt varnarleik sínum og fengu þeir í kjölfarið hraðaupp- hlaup sem skiluðu auðveldum mörk- um í stað þess að þurfa að stiUa upp í sókn. HK-ingar voru þó ekkert á því að gefa neitt eftir og voru aUtaf á undan að skora en smám saman náðu Vals- menn undirtökunum og komust fyrst yfir í 13-12 þegar um 17 mínútur voru eftir af leiknum en aldrei varð munur- inn meiri en tvö mörk. Sigur Vals- manna hékk á bláþræði i lokin því HK-ingar fengu tækifæri tU þess að komast yfir þegar rúm mínúta var eft- ir af leiknum eftir að Valsmenn höfðu haft tveggja marka forystu, 19-17 þeg- ar fimm mínútur voru eftir. HK-ingar fengu hins vegar dæmda á sig leiktöf þegar um mínúta var eft- ir og Valdimar Grímsson skoraði sig- urmark Valsmanna úr vítakasti þegar aðeins 20 sekúndur voru eftir. Tíminn sem eftir var dugði HK-ingum ekki til þess að skora mark. Valsliðið er ekki líklegt til stórræðana þessa dagana og sérstaklega var sóknarleikurinn slak- ur í þessum leik. Roland Eradze var besti maður liðsins og Freyr Brynjars- son lék vel. Fátt getur nú bjargað HK frá faUi miðað við óbreytt keppnisfyrirkomu- lag en sigur í þessum leik hefði getið orðið mikilvægur. Jaliesky Garcia og Hlynur Jóhannesson voru bestu menn liðsins. Næstu leikir 21. umferð Miðvikudagur 21. mars ÍR-FH ....................kl. 20 HK-Stjarnan..................kl. 20 Fram-Valur...................kl. 20 Haukar-KA ................kl. 20 Grótta/KR-ÍBV................kl. 20 Afturelding-Breiððblik....kl. 20 22. umferð Miðvikudagur 28. mars Stjaman-Fram.................kl. 20 FH-HK........................kl. 20 KA-ÍR ....................kl. 20 Breiðablik-Grótta/KR......kl. 20 Valur-Afturelding ........kl. 20 ÍBV-Haukar...................kl. 20 Þrjú lið eiga möguleika á deildar- meistaratitlinum, Fram, Haukar og KA. lR, Valur, FH og ÍBV berjast hins vegar um áttunda og síðasta sætiö inn í úrslitakeppnina og Stjarnan á enn tæknilega möguleika á því. -HRM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.