Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2001, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 19. MARS 2001
31
DV
Sport
Breytingar
- fulltrúar öflugustu samtaka hestamanna undir sama þaki i Laugardalnum
Á fáum árum hefur svið hesta-
mennsku á íslandi tekið miklum
breytingum. Landssamband hesta-
mannafélaga og Hestaíþróttasam-
band íslands hafa sameinast og rætt
er um sameiningu annarra félaga
sem tengjast hestamönnum. Það hef-
ur ekki enn orðið að veruleika en í
Iþróttamiðstöðinni i Laugardal hafa
öflugustu samtök hestamanna komið
sér fyrir i sameiginlegri skrifstofu.
Þar starfa Sigrún Ögmundardóttir
fyrir Landssamband hestamannafé-
laga, Sólveig Ásgeirsdóttir fyrir
Landssamband hestamannafélaga,
Félag tamningamanna (FT) og Félag
hrossabænda (FH) og einnig er
Hulda Gústafsdóttir með aðstöðu
þar, en hún vinnur fyrir Átak í
hestamennsku. Jón Albert Sigur-
bjömsson formaður Landssambands
hestamannafélaga kemur reglulega
við á skrifstofunni.
Þó starfssvið hverrar stúlku sé
skilgreint ganga þær í öll störf er svo
ber við. Þetta fyrirkomulag er þægi-
legt fyrir þá sem þurfa að fá fyrir-
greiðslu hjá hestamannasamtökun-
um því hestamannasamtökin eru öll
á einum stað.
Ný heimasíöa
Sigrún er skrifstofustjóri Lands-
sambands hestamannafélaga. „Ég sé
um daglegan rekstur á skrifstof-
unni,“ segir Sigrún. „Það er mjög
margt sem gerist hér. Ég sé um sam-
skipti við hestamenn, en það er fjöl-
margt sem þeim liggur á. hjarta.
Einnig sé ég um að aðstoða nefndir á
vegum Landssambands hestamanna-
félaga, undirbúa stjórnarfundi, búa
til skýrslur um ýmsa hluti, taka við
óskum um dómara á mót, svara fyr-
irspurnum og greiða úr þeim. Um
þessar mundir er einnig verið að
ganga frá nýrri heimasíðu Lands-
sambands hestamannafélaga og við
munum uppfæra hana eftir þörfum.
Ég er í góðu sambandi við margar
nefndir sem eru að vinna fyrir
Landssamband hestamannafélaga ög
má nefna landsliðsnefnd, æskulýðs-
nefnd og reiðveganefnd auk nefhdar
sem er að endurskoða lög og reglur
Landssambands hestamannafélaga
um mótahald, en þessar nefndir eru
á fullu þessa dágana. Reiðveganefnd-
in er til dæmis að ganga frá úthlut-
un fyrir árið 2001. Nú er mikið spurt
um heimsmeistaramótið í Austur-
ríki. Áhugi er greinilega mikill,
meiri en fyrr og ég býst við að marg-
ir fari út,“ segir Sigrún.
Hækka útflutningskattar?
Sólveig sérhæfir sig í Félagi tamn-
ingamanna og Félagi hrossabænda
en einnig grípur hún inn í störf
Landssambands hestamannafélaga.
„Mikill tími fer í samskipti við fólk,
svara netbréfum og hringingum frá
fólki í útlöndum en einnig innan-
lands.
í Félagi tamningamanna eru um
350 manns og það þarf að halda utan-
um félagaskrá, taka á móti umsókn-
um um frumtamningapróf, hjálpa til
við innheimtu, auglýsingar ofl. Ver-
ið er að vinna við nýja heimasíðu fé-
lagsins og stórt mál er samnorrænt
próf fyrir hestamenn. Einnig þarf að
undirbúa fundi.
Félag hrossabænda er málsvari ís-
lenska hestsins. Þar er ekki unnið
fyrir einn aðila heldur er hesturinn
kynntur fyrir heildina. Um það bil
800 manns eru í félaginu. Til þessa
hefur félagið getað starfað vegna
styrkja úr Útflutnings- og markaðs-
sjóði en nú eru þeir sjóðir tómir og
er rætt um að hækka útflutnings-
skatt á hvert hross úr 6.800 krónum
í 10.000 krónur svo hægt sé að reka
félagið.
Mitt helsta starf er að rabba við
fólk úti í heimi og svara fyrirspum-
um. Hulda G. Geirsdóttir hefur unn-
ið gott starf fyrir Félag hrossa-
bænda, sérstaklega í Bandarikjunum
og Bretlandi. I Bretlandi er verið að
kynna íslenska hestinn kerflsbund-
ið. Clive Phillips fékk um 1.000 bæk-
linga hjá mér nýlega og hann er á
fundarherferð um Bretland," segir
Sólveig.
Verkefnin liggja fyrir
Hulda er verkefnisstjóri Átaks í
hestamennsku. „Ég er með aðstöðu á
skrifstofu LH, en skrifstofa mín er
þar sem ég er með GSM símann
minn og fartölvuna," segir Hulda.
„Átaksverkefnið er samstarfsverk-
efni Landssambands hestamannafé-
laga, Félags tamningamanna, Félags
hrossabænda og Bændasamtaka ís-
land annars vegar og landsbúnaðar-
ráðherra fyrir hönd rikisstjómar ís-
lands hins vegar og lýkur í lok árs-
ins 2004. Fyrsta verkið var að móta
stefnu átaksins og búa til lista yfir
það sem á að gera í framtíðinni. Því
verkefni er lokið og nú er komið að
því að vinna verkefnalistann niður.
Dagsetning er á lokum hvers verk-
efnis og nú er ég í því að djöfla þessu
áfram. Þetta eru ótal verkefni.
Um þessar mundir er ég að vinna
viö að móta gæðastefnur fyrir rækt-
un og tamningu og þjálfun. Einnig er
ég að vinna markaðsstefnu fyrir
Bandaríkin og koma á laggimar
menntahópi sem á að útbúa náms-
efni fyrir stigun í reiðmennsku.
Námsefnið á að vera tilbúið til til-
raunakennslu í haust. Svo er verið
að koma á samvinnu við starfs-
greinaráð og menntamála- og land-
búnaðarráðuneytin. Einnig á að
koma á skipulagshópi og mótahópi
til að móta starfssemi í framtíðinni.
Þetta er það helsta sem er að gerast
nú, en þegar einu verkefni er lokið
tekur annað við,“ segir Hulda.
-Eiríkur Jónsson
Bland i poka
Jón Albert Sigurbjörasson, formaöur
Landssambands hestamannafélaga, var
óánægður með fundarsókn á fundar-
herferð hans, Huldu Gústafsdóttur,
Ágústar Sigurðarsonar, Kristins
Guðnasonar og Ólafs H. Einarsson-
ar um þau mál sem hæst ber í hesta-
geiránum um þessar mundir. Sérstak-
lega var fundarsókn léleg á höfuðborg-
arsvæðinu. Nú hefur verið ákveðiö,
vegna fjölda áskoranna, að halda einn
fund enn í félagsheimili Fáks, miðviku-
daginn 21. mars kl. 20.30.
/ Skautahöllinni á Akureyri var
haldin stórsýning á stóðhestum og
keppni í stjörnutölti síðastliðið laugar-
dagskvöld. Valin voru bestu hrossin á
svæðinu Norðtjörður-Holtavörðuheiði
á mótið. Hans F. Kjerúlf og Laufifrá
Kollaleiru sigruðu í stjömutöltinu. Yf-
irferðartölt var bannað en feguröartölt
kom í staðinn. Húsið var troðfullt og
frábær stemning. Sigfús Ó. Helgason
sagðist ekki oft vera orðlaus, en hann
hafi ekkert getað sagt þegar Björn
Jónsson á Vatnsleysu var að leika sér
með Glampafrá Vatnsleysu á ísnum.
Geysismenn héldu sitt annað vetrar-
mót síðastliðinn laugardag. í barna-
flokki sigraði Hekla K. Kristinsdóttir
á Töru frá Lœkjarbotnum, í unglinga-
flokki sigraði Þórir Már Pálsson á
Rósant frá Steinnesi, í áhugamanna-
flokki sigraði Kristófer Pálsson á
Gyðjufrá Ey og í atvinnumannaflokki
sigraði ísleifur Jónasson á Syrpufrá
Kálfholti.
Laugardaginn 24. mars kl. 14.00 verð-
ur stórsýning í Reiðhöllinni Amar-
gerði á Blönduósi. Fram koma fjöldi
landsþekktra stóðhesta, kynbótahryssa
og gæðinga. Boðið verður upp á ein-
staklingsatriði og hópsýningar auk
þess sem gríni og glensi verður bland-
að saman við. Forsala aðgöngumiða
verður í Byggingavörudeild Kaupfélags
Húnvetninga hjá þeim Lárusi, Hávarði
og Steina. Hægt er að tryggja sér miða
þar með einu símtali í síma 4559030 ef
kortið er haft við hendina. Miðaverð í
stæði er 1.000 kr. Fólk er hvatt til að
tryggja sér miða í tima en í fyrra varð
uppselt og varð fólk frá að hverfa.
Fáksmenn héldu töltkeppni í reiðhöll-
inni í Viðidal á laugardagskvöld og
voru áhorfendur fjölmargir og kepp-
endur á sjöunda tuginn. Keppt var i
þremur flokkum en einnig voru sýndir
tíu stóðhestar. í flokki 19 ára og yngri
sigraði Sylvia Sigurbjörnsdóttir
(Fáki) á Garpi frá Krossi. í flokki
keppnisvanra knapa sigraði Leó G.
Arnarson (Fáki) á Stóra-Rauó frá
Hrútsholti. í flokki minna keppnis-
vanra sigraði Marianna Gunnars-
dóttir (Fáki) á Kópifrá Kilhrauni.
-EJ
4 >y. I
Tuttugu og tveir knapar og um 130
manns mættu í Reiðhöllina að Ingólfs-
hvoli síðastliðinn miðvikudag. Tilefnið
var annað mótið í mótaröðinni í Meist-
aradeild 847. Keppt var í tölti og urðu
úrslit töluvert á annan veg en í fyrstu
keppninni og breyttu um leið stöðunni
í keppni um samanlagðan titil. Adolf
Snœbjörnsson sigraði á Eldingu frá
Hóli og fékk 10 stig, Sigurður Sigurð-
arson var annar á Fifufrá Brún með
8 stig, Sigurbjörn Bárðarson var
þriðji á Byl frá Skáney með 6 stig,
Tómas Ragnarsson var fjórði á Fönix
frá Tjarnarlandi með 4 stig, Sigurð-
ur Kolbeinsson var fimmti á Glampa
frá Fjalli með 3 stig, Hinrik Braga-
son var sjötti á Roöa frá Akureyri
með 2 stig og Hallgrimur Birkisson
sjöundi á Guðnafrá Heióarbrún með
1 stig. Eftir tvær umferðir er Sigur-
björn Bárðarson efstur með 14 stig,
Hinrik Bragason er með 12 stig, Ad-
olf Snœbjörnsson og Sigurður Sig-
uróarson eru með 11 stig, Tómas
Ragnarsson 8 stig, Sigurður Sœ-
mundsson 6 stig, Sigurður Kolbeins-
son 3 stig, Vignir Jónasson 2 stig og
Hallgrimur Birkisson 1 stig. Næst
verður keppt i fimmgangi miðvikudag-
inn 28 mars.
Gustarar i Kópavogi héldu vetrar-
leika um helgina. Veður og þátttaka
voru góð en völlurinn síðri. Guóný
Birna Guðmundsdóttir sigraði í
pollaflokki á Litla-Rauð frá Svigna-
skarði, í bamaflokki sigraði Bjarn-
leifur Smári Bjarnleifsson á Tommu
frá Feti og Reynir Ari Þórsson sigr-
aði í unglingaflokki á Krossfara frá
Syóra-Skörðugili. Berglind Rósa
Guómundsdóttir sigraði í ungmenna-
flokki á Sjöstjörnu frá Svignaskarði
og Hulda G. Geirsdóttir sigraði í
kvennaflokki á Dimmu frá Skaga-
strönd. Svanur Halldórsson sigraði í
heldri manna flokki á Gúnda frá
Kópavogi og loks sigraði Steingrimur
Sigurðsson í karlaflokki á Sörla frá
Kálfhóli.
Feðgin sigruðu í sitt hvorum flokkn-
um á vetrarleikum SleipniS á Selfossi.
Brynjar J. Stefánsson sigraði í at-
vinnumannaflokki á Röst frá Voð-
múlastöðum og dóttir hans, Sigrún,
sigraði i unglingaflokki á Loga frá
Voðmúlastöðum. Guðjón Sigurósson
sigraöi í bamaflokki á Skjanna frá
Hallgeirseyjarhjáleigu og Svein-
björn Guðjónsson í áhugamanna-
flokki á Hannibal frá Kaðalstöðum.
Páll B. Hróðmarsson sigraði S 150
metra skeiði á Frosta frá Fossum á
15,7 sek.
Mikil stemning er fyrir ístöltmóti
Töltheima 31.mars. Erling Ó. Sig-
urðsson, einvaldur mótsins, mun
kynna hesta og knapa næstu daga.
„Nýtt fyrirkomulag veröur á keppn-
inni,“ segir Erling. „Tuttugu og fjórir
knapar hefja keppni og eru þrír inná í
einu. Knapi sem er í 1. sæti keppir við
knapa í 8. sæti i bráðabana og knapi í
2. sæti keppir við knapa í 7. sæti og svo
koll af kolli. Fjórir til fimm knapar
komast I úrslit en einnig fer fram
keppni þeirra sem töpuðu. Einn þeirra
fær annað t'ækifæri því áhorfendur
munu velja einn knapa úr þeim hópi í
úrslit. Mikið er keppt um þessar mund-
ir og margir hestar koma til greina. Að
sögn Erlings er Elding frá Hóli at-
hyglisverð svo og Ljóri sem Matthias
Barðason sýnir. Reynt verður að fá
Björn Jónsson á Vatnsleysu með
Glampa frá Vatnsleysu og Anton Ni-
elsson með Blœju frá Hólum. Atli
Guómundsson er með tvo eða þrjá
hesta og Hafliði Halldórsson er með
úrval. Hann sagði: „Hvaða lit viltu?“;
og Ásgeir Svan Herbertsson er með
rosa hryssur og geldinga. Sigurvegari
Barkarmótsins i Kópavogi um næstu
helgi verður sjállkjörinn. Síðustu viku
fyrir mót hefst miðasaia. „Það er búið
að þrýsta á okkur að hefla forsölu en
við viljum láta jafnt yfir alla ganga,“
segir Erling.
Á Vetramóti Andvara sigraði í polia-
flokki Steinunn E. Jónsdóttir á Röðli
frá Miðhjáleigu, í bamaflokki Anna
G. Oddsdóttir á Braga frá Sperðli, i
unglingaflokki Hrönn Gauksdóttir á
Sikli frá Stóra-Hofi, í ungmenna-
flokki Ingunn Ingólfsdóttir á Kjarna
frá Kálfholti, í kvennaflokki Katrin
Stefánsdóttir á Adamfrá Ketilsstöð-
um, í karlaflokki Siguroddur Péturs-
son á Sögufrá Sigluvik og i öldunga-
flokki Magnús Magnússon á Funa
frá Sigluvik.
Harðarmenn héldu Ásláksleika um
helgina. í barnaflokki sigraði Hreiðar
Hauksson á Fróóa frá Hnjúki, í ung-
lingaflokki sigraði Halldóra S. Guð-
laugsdóttir á Grána frá Gröf I ung-
mennaflokki Eva Benediktsdóttir á
ísak frá Ytri-Bœgisá og í áhuga-
mannaflokki sigraði Magnea R. Ax:
elsdóttir á Rúbin frá Tröllagili. í
opnum flokki sigraði Berglind Árna-
dóttir á Nökkva frá Búðarhóli. í 150
metra skeiöi sigraði Friðdóra Frið-
riksdóttir á Samúel á 14,94 sek.
-EJ