Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 8
+ Tihristarkreppa Reykjavíkurrónans Róninn í Reykjavík stendur á tímamótum. Kennileiti eins og Keisarinn og Hafnar- kráin eru horfin. Hinir gömlu góðu rónar eru í útrýmingarhættu og inn á götuna steðjar yngra fólk í harðari efnum. Enginn fæöist róni og menn geta rónast ansi lengi án þess að veröa eiginlegir rónar. Róni er maður sem samtvinnar gríðarlega áfengis- drykkju og oft og tíðum heimilislaust útigangslíferni. Róninn hefur alltaf verið í Reykjavík. Gott ef sá fyrsti gekk ekki óminnishegra á hönd á sama tíma og öndvegissúlur Ingólfs steyttu á Faxaskála. En stereótýpan af rónanum hefur tekiö mikilvægum breytingum á síðustu árum og ára- tugum. Áður fyrr voru rónar gamlir og góðlegir menn sem höfðu slegið feUnótu i laginu sem samfélagið rétti þeim nóturnar að og fundu ekki takt- inn aftur. í dag er harkan orðin meiri í samfélagi útigangsmanna, með út breiðslu ólöglegra vímugjafa og yng ingu stéttarinnar. Ráðandi æsku- dýrkun er í öllu þjóðfélaginu, ekki bara í hugbúnaðar- og viðskiptageir- anum heldur einnig hjá rónum. Það hefur aldrei þótt neitt sérstaklega virðingar- eða eftirsóknarvert að vera róni í Reykjavík. Enginn róni hefur tU dæmis orðið borgarstjóri þótt ýmsir pólitíkusar hafi vingast við Bakkus. Sama er annars staðar uppi á teningnum. Listamenn sem hafa viljað láta taka sig alvarlega hafa drukkið mikið og stíft af brenni- víni en aðeins einn og einn flippari og lífskúnstner hefur stigið skrefið til fuUs og gerst róni. Auðvitað taka fæstir rónar meðvitaða ákvörðun um að leggja rónaskap fyrir sig, en ef tU vUl er það afleiðing þess að hafa ver- ið á skjön við samfélagið alla ævi eða, eins og þeir segja í Draumnum: „Það er ákveðinn búddismi í þessu.“ Gamli, góði róninn HeimUdamenn okkar meðal þeirra sem umgengist hafa róna mikið, jafnt við löggæslu og önnur störf, sögðust sumir hreinlega sakna „gömlu, góðu“ rónanna og þann svip sem þeir settu á miðbæinn. Þegar samfélag úti- gangsmanna var fámennara var mik- ið bræðralag þeirra á milli. Sumir gömlu rónanna höfðu komið sér upp styrktaraðUum sem gaukuðu að þeim ákveðinni upphæð mánaðarlega. Gamlir skólafélagar og ættingjar vildu hugsa vel um þá sem áttu bágt. Margir hverjir lögðu á sig stutta túra á sjó eða unnu við annað í landi á vegum félagsmálayfirvalda og voru vandir að virðingu sinni í garð sam- borgara. Grimmdin sem fikniefna- neytendum fylgir nú tU dags þótti ekki jafn áberandi og löggæsla auð- veldari. Helstu gististaðir voru hið svokallaða Grand Hótel, sem var járngirðing, hlaðin grasi, með fram Arnarhólnum, þar sem nú er Seðla- bankinn. Þanghafið var togarinn Sír- íus kaUaður, en þar bjuggu rónarnir um sig um skeið. Gamall skúr í Slippnum gegndi sama hlutverki, sem og gömlu herbyrgin frá TjöUun- um í Öskjuhlíðinni. 101 Róni Miðbærinn er athafnasvæði rónans og, eins og Bubbi söng: „sumarið er tíminn..." Því eru rónarnir hjartan- lega sammála en nýjasta lag Bubba hefur ekki náö mikUli spUun í þeirra röðum. Dagur rónans hefst missnemma og veltur bæði á húsa- skjóli og drykkju síðustu nætur. Um leið og róni er orðinn göngufær hefst leitin að afréttaranum. HeimUisleys- ingjar Reykjavikur eiga ekki í mörg hús að venda. Lögreglustöðin hefur klefapláss fyrir 26 manns og tekur yf- irleitt við útigangsmönnum sem koma þangað sjálfviljugir þegar kost- ur er. En um helgar er herbergjum ráðstafað í annað. Rónum sem eru þar í gistingu er yfirleitt Ueygt út snemma morguns. Samskipti lögreglunnar við róna hafa yfirleitt verið ágæt. Þvot- tekta rónar fást ekki við neyslu ólög- legra vímugjafa og hafa því lítið að fela. Þeim er þó Ula við að láta hand- taka sig um hábjartan dag, vitandi að þeir þurfi að dveljast í fangageymsl- um yfir nótt. Lengi hefur verið lög- reglumaður í fullu starfi við að að- stoða utangarðsmenn. Hinn gistikost- urinn er Farsóttarhúsið. Hvítasunnu- menn bjóða þar gistingu með því skU- yrði að gestir séu ófullir. Aðra gisti- staði verður að búa tU. Skýli, hitaklef- ar, kompur og stigagangar fjölbýlis- húsa, bUskúrar og bUastæðahús mið- bæjarins fá oft óvænta næturgesti. Nokkrir rónar eiga athvarf hjá velunnurum sínum. Flaskan fjármögnuð Rónar eru mikið útivistarfólk, ekki ósvipað forverum sínum, útilegu- mönnunum. En þú rekst ekki endi- lega á róna í röðinni í Nanoq; hann nýtur útiverunnar á annan hátt. Hann þarf ekki telemark-skíði þegar hann hefur bokkuna. Drykkjan fer að mestu fram utandyra því rónar hafa ekki efni á að drekka á börunum. Auðvitað vilja þeir helst ósvikið ÁTVR-áfengi en oft verður aö leita annarra ráða þegar fjárráð eru knöpp. Kardimommudroparnir eru vinsæl- asti rónadrykkurinn. Dropunum er blandað við gos eða safa. Einnig hefur brennsluspiritus notið mikilla vin- sælda. Sagan segir að rónar blandi honum við nýmjólk til að framkalla hreinan vínanda. Þá þykir líka spennandi blanda að hvessa léttöl með spíranum. Eldri rónar kunnu einhverja ótrúlega formúlu að hætti alkemista sem gerði þeim kleift að framkalla alkóhól úr skósvertu. Flest- ir rónar fá mánaðarlegar bætur frá Tryggingastofnun og Félagsmála- stofnun. Fjárhæðimar eru ekki háar og hrökkva skammt þegar skammtur- inn er daglegt brauð og brennivín. Rónar fá hugsanlega minna en þeim ber því þeir eru miklir skattgreiðend- ur. Margir betla þeir af fólki, peninga sem búið er að greiða tekjuskatt af, Héraðsdómur. Bekkirnir við héraðsdóm eru vinsælt hangs róna. Þeir passa sig þó á aö míga ekki utan í hús lag- anna, það er dýrara en aðrar hlandanir sem löggan verður áskynja. Löqreqlustöðin. Rónarnir fá ókeypis gistingu á Hverfisgötunni eins lengi og ekki er fullbókað af glæpahyski og öðrum rumpulýð. "lemmur. Landsbankahúsið. Við aðalútibú Landsbankans á mótum Pósthússtrætis og Hafnarstrætis er þægi- legur uppblástur á heitu lofti og þar má oft sjá róna í leit að yl. Skipperinn. Sívinsæll staður þar sem Stebbi sjóari ræður ríkjum. I.naólfstorg. Lögreglan óttaðist á sínum tíma að myndu eigna sér pleisiö. Þeir sjást hér reglulega en bekkimir eru bara ekki nógu þægilegir og bet- ur fallnir til þess að slæda eftir þeim á hjólabretti. Skötumar urðu fyrri til. Oft má þó sjá Sniglana á snakki við róna af gamla skólanum. Austurvöllur. Allan ársins hring sitja sællegir rónar viö hlið Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og rifja upp Gúttóslaginn eða nýlegri slagi. Albinqisqarðurinn. Garðurinn við Alþingishúsið er einkar skjól- góður fyrir næðingi, samborgurum og laganna vörðum. Þama fara fram hinar einu sönnu utan- dagskrárumræður og auðvelt að koma sjónar- miðum á framfæri við þjóðkjöma fulltrúa laga- samkundunnar. i Hlemmur er jafn sígildur vettvang- ur fyrir róna að vetri og Álfheimaís- búðin er fyrir visitölufjölskyldu á sunnudegi. 2z .Stakkholt. jf II Skjólsæll húsagarður sem kjörinn til að hvUa lúin bein. er Kaffi Austurstræti. Veitingastaðurinn sem leysti Keisarann af hólmi og rónar viröast eiga hvað greiðastan aðgang að. Kaffi Stíqur. HressUegur staður sem tápmiklir dagdrykkju- menn hafa eignað sér. Aldrei jafn glatt á hjaUa og á hádegisbarnum þegar rónar leiðbeina þeim sem eru í byrjendapakkanum. Strætóskvli á Rauðarárstíq. Rónum líður vel á Rauðarárstíg eða eins og Júlli í Draumnum segir: „Rauðarárstigurinn er eftirsótt gata“. Hann hefur þó varið drjúgum tíma í að fá þá tU að láta af þeirri iðju sinni eða öUu heldur iöjuleysi sínu, að sitja í skýli SVR. Draumurinn.' í Dramnnum er rónunum tekið fagn- andi og þar geta þeir fengið sér kardó, eitthvað í svanginn og rætt heimsins gagn viö Júlla og kompaní. Farsóttarhúsið í Þingholts- stræti 25 er athvarf þeirra sem búa á götunni. Eini gallinn fyrir rónann er sá að þangaö kemst enginn inn fyrir þröskuldinn nema ófuUur og aUsgáður. Veitingastaöurinn gegnt Punkt- inum hefur verið tU svo lengi sem yngstu menn muna en aldrei virð- ist rúmast í auglýsingabödjettinu að splæsa í skilti. Þarna eru ógæfumenn af öUum þjóðfélags- þrepum og einn og einn róni slæð- ist með. Rónarnir eru flestir á fram- færslu skattborgara en borga jú sjálfir svo mikið í skatt með brennivínskaupum að tilfærslan er eðlUegri en egglos. Að baki BíóborgarinnáP liggur leikvöllur þar sem borgarstarfsmenn finna ófá kardemommudropaglösin eftir annasamar helgar. Bekkir á Miklatúni. Þegar sólin hækkar á lofti þykir rónum þægilegt að sitja í faUegu umhverfi Kjarvalsstaða. Þar fá þeir að vera óáreittir. Þar sem Keisarinn var stendur fólk nú í biörööum eftir bankaþjónustu. og eyða þeim svo í ofskattað brenni- vín. Sumir safna einnig dósum. Marg- ir rónar eru, að sögn kunnugra, vannærðir. Þeir geta komist í ókeyp- is mat hjá hjálparstofnunum á ákveðnum tímum en á meðan þeir mæla göturnar þess á miUi er lítið að hafa og eigendur veitingahúsa hafa Aður gátu rónarnir treyst því aó eiga skjól á Hafnarkránni. Nú er þar klámbúlla í óþökk margra róna. orðið varir við róna í ætisleit í rusla- geymslum. Eftirlaun rónans Fáum mönnum hefur tekist að rífa sig upp úr eymd rónalífemis. Ein- staka róni hefur þó skriðið upp úr ræsinu hjálparlaust, hoppað í sturtu, kveikt á Jimmy Swaggart, klappað á sér axlirnar og sagt „AAaaaa, ég var einu sinni róni.“ Þetta tekst fæstum. Margir enda líf- daga sína á götum úti, frjósa eða drekka sig I hel, eða hvort tveggja. Endastöð annarra er endurhæfing- arprógramm í Gunnarsholti eða Víðinesi. Það er ómögulegt að segja til um það hversu margir rónar Reykjavíkur eru á þessari stundu. Ekki er hægt að miða við þá sem skráðir eru óstaðsettir í hús í skjöl- um Hagstofunnar því þar eru marg- ir aðrir en þeir sem ekki eiga þak yfir höfuð sér. Gönguferð um stað- ina sem merktir hafa verið inn á kortið getur aftur á móti gefið góða vísbendingu. Ef rónafræði væru partur af félagsvísindadeild Háskólans væri Júlli í Draumnum sjálfskipaður skorarfor- maður og prófessor. Júlli hefur umgengist ógæfumenn götunnar í rúman áratug, verið þeim innan handar með ýmislegt og séð þeim fyrir brýnustu nauðsynjum. Rónat a m n i n g a maðurinn Júlli í Draumnum hefur þjónað úti- gangsmönnum borgarinnar í rúman áratug og þekkir þá manna best. „Þeir þurfa að borða alveg eins og við. Þeir fá hér samlokur og snakk og banana og alls konar drykki. greip, appelsín og svala," segir Júlli, en dregur ekki dul á að kardemommu- droparnir seljist líka betur í sjopp- unni en víðast annars staðar. „Þetta er mjög merkilegur drykkur og virð- ist bæta þá mikið, eða svo segja þeir.“ Stela aðeins einu sinni Á meðan stórmarkaðir og aðrar verslanir úthýsa drykkjumönnum tekur Júlli þeim fagnandi og sýnir þeim vinsemd og virðingu, svo fremi að þeir hagi sér skikkanlega. Hann er vinur flestra útigangsmannanna en getur verið harður í horn að taka. „Við lendum stundum í átökum þeg- ar við erum að temja þá. Þá verður að taka í þá, mennina. Ég er mjög strangur á reglur hérna, að fólk gangi almennilega um og komi almennilega fram, ekki með neinn helvítis kjaft. Það á ekki bara við um útigangs- mennina. Fólk á götunni kemur hérna inn eins og það sé á síðasta degi. Þeir eru kurteisir þegar búið er að temja þá. Þá vita þeir að ef þeir eru með einhver helvítis læti er jafn- vel tekið í þá.“ Þjófnaður líðst heldur ekki. „Nei,“ segir eigandinn hörku- lega. „Menn reyna það ekki nema einu sinni. Þeir fá meðhöndlun sem þeir vilja ekkert aftur." Vill ekki sjá Keflavíkur- hyskið Af sjoppu að vera opnar Draumur- inn ansi snemma. Áður fyrr mátti sjá róna bíða á bekkjum strætisvagna- skýlisins andspænis sjoppunni en Júlli hefur tekið fyrir það. Kúnnahóp- ur Draumsins er breiður og Júlla er mikið í mun að rónarnir trufli ekki aðra viðskiptavini. „Ég fór oft og henti þeim úr skýlunum, las yfir þeim og skaut eplum í hausinn á þeim bara tO að koma þeim af svæð- inu. Svo þeir séu ekki að míga í sund- in hérna og annað," segir hann. En eru vióskipti vió róna aröbœr? „Nei. En það eru ekkert verri pen- ingar frá þessum mönnum en öðrurn," segir Júlli. Hann hefur meira að segja stundum verið með róna í reiknings- viðskiptum. „Sumir hafa ekki borgað og ég hef tapað nokkur hundruð þús- undum. En þeir eru yfirleitt ekki verstir. Það er yfirleitt þetta millistétt- arfólk sem kemur þannig fram. Það eru mestu helvítis þjófarnir. Eins og helvítis Keflavíkurhyskið hérna. Sá sem ríður mömmu sinni. Það helvítis kvikindi, það er ekta helvítis óþverri," segir Júlli og hleypur kapp í kinn. Hver eru þau? „Það er helvítis Keflavíkurhyskið. Þau skulda hérna yfir 20-30 þúsund kall. Það er óþverra helvítis lið. Þau hafa skítnóg af peningum en ganga bara um stelandi og rænandi. Og lykt- in. Ég vil ekki sjá þetta hérna í fyrir- tækinu." Vanþóknunarsvipurinn fer skeggmiklu og grófu andliti Júlla vel. A meðan stórmarkaðir og aðrar verslanir úthýsa drykkjumönnum tekur Júlli þeim fagnandi Látlaust kennslustarf Stundum leitar löggann tU Júlla þeg- ar þarf aö hafa upp á ógæfumönnum og ef hann getur orðið að liði er hann frummynd hjálpseminnar. Sjálfur seg- ist hann vel verða var við skítkast frá samborgurum sem kunna ekki að meta góðlyndi sitt i garð ógæfufólks. Lætur það samt lítið á sig fá. „Þetta er lát- laust kennslustarf," segir hann og á við afgreiðsluna, hvort sem hún lýtur að rónum eða „góðborgurum." „Við lesum oft yfir útigangsmönnunum og segjum þeim að hætta þessu rugli og ég held oft heilmiklar ræður," viðurkenn- ir Júlli. Aðstoðarmaðurinn Bjami seg- ir að máluð hafi verið ósanngjörn mynd af Júlla í gegnum tíðina. „Hann hefur hjálpað þessum mönnum mikið," segir hann. Júlli tekur undir það. f Ó k U S 6. apríl 2001 iWffliiíllíl.t; Ííilililílílíirriiiliili H. í t H I H < i j I iliéiH iflil jliiiiliiillliiiiiíliillii -l-. 6. apríl 2001 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.