Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 12
Steindór Andersen er trillukarl og formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Um miðjan mánuðinn heldur hann tíl Berlínar þar sem hann slæst í hópinn með Sigur Rós sem er á tónleikaferðalagi um heiminn. Eftir * að hafa kveðið rímur með Sigur Rós í Evrópu halda þeir til Bandaríkjanna og Kanada en síðustu tónleikar þeirra verða í New York um míðjan maí. Það leynist ákveðinn galdur í ríminu Tökum aldagamla islenska tón- listarhefð og blöndum henni saman við ferskustu vinda íslenskrar tón- listar í byrjun 21. aldarinnar. Út- koman er merkileg: rafmagnaðir og margræðir tónar Sigur Rósar og dul- mögnuð rödd Steindórs Andersen, meitluð í seiðandi hrynjandi og rím. Og þessi blanda er á leiðinni til út- landa. Venjulega þegar islenskir stefna á landvinninga í útlöndum hafa þeir tekið sig til og reynt að breyta sér í fræga erlenda tónlistarmenn. Það hefur ekki gengið upp og í raun hafa það bara verið sérvitringarnir Björk tvífarar Yoda er algóður. Hann er Jedi-meistarinn og situr í æðsta ráði Jedi-regl- unnar. Hann ræður öllu sem gerist og segja má að hann hafl búið til kerfið. Alveg eins og Kristján Ragnarsson sem er æðsti maður LÍÚ-reglunnar og hefur skapað kvótakerfið og ræður þar öllu sem hann vill. Þeir eru valda- miklir og öflugir bandamenn og eins og gott að vera í þeirra liði - þ.e.a.s. ef maður vill vera í vinningsliðinu. Þess má geta að ef Island væri Stjörnu- stríðsveröldin þá væri Halldór Ásgrimsson Logi geimgengill, helsti læri- sveinn og hetja Yoda. Hannes Hólmsteinn væri Han(nes) Solo, hugmynda- riki einfarinn. Saman myndu þeir berjast fyrir sigri hins góða. Þá vantar eiginlega bara Svarthöfðann Kristin H. Gunnarsson sem er einmitt genginn hinu illa á hönd þrátt fyrir að vera alinn upp sem Jedi-riddari. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Yoda Jedi-meistari. og Jóhann risi sem hafa meikað það. Björk er komin af kvæðamönnum úr Húnaþingi sem gæti kannski skýrt árangurinn og klæðaburðinn. Fólk virtist hrifið Samstarf Steindórs og Sigur Rós- ar hófst i þætti Evu Maríu Jónsdótt- ur, Stutt í spunann, árið 1998. Þá leiddi hún saman Jónsa í Sigur Rós og Steindór með það fyrir augum að sá síðarnefndi kenndi hinum fyrr- nefnda að kveða rímur. „Jónsi varð strax hrifinn af rímunum enda finna þeir sem bera gott skynbragð á hluti strax hvað liggur í rímnakveðskapnum," segir Steindór. „Skömmu eftir þáttinn hringdi Jónsi i mig og spurði hvort ég vildi ekki koma á æfingu. Ég játti því.“ Sigur Rós var með tónleika á Ný- listasafninu daginn eftir og varð úr að Steindór tróð upp með hljóm- sveitinni. „Fólk virtist vera hrifið af þessu ekki síður en við sjálfir. Þennan vet- ur var ég með þeim á nokkrum tón- leikum, meðal annars þegar þeir spiluðu með GusGus á Iceland Airwaves í flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli." Lúmskt gaman Eftir fyrstu skrefin í samstarfinu kom upp hugmynd um að gefa út disk „Ég nennti ekki að standa í tón- leikahaldi alla daga þótt ég hefði lúmskt gaman af því. Við ætluðum að koma þessu á disk og fá fleiri til. Svo varð ekkert úr því.“ Þessi diskur er út úr myndinni núna en samstarf Steindórs og Sigur Rósar hefur ratað á geisladisk sem ætlunin er að selja á tónleikaferð- inni um Evrópu og Norður-Amer- íku. „Mér þætti það hálfskitt ef ég færi á tónleika og líkaði vel en það væri ekki hægt að nálgast tónlistina. Ég man eftir slíkum pirringi frá því ég var ungur. Ég heyrði lag með King Crimson í útvarpinu en það var ekki möguleiki að fá plötuna. Það liðu tvö ár þar til ég komst yfir hana.“ Steindór segir óvist með viðbrögð tónleikagesta við hinni sérblönduðu íslensku tónlist. „Ég ætla rétt að vona að ég fari ekki að eyðileggja fyrir þeim. Mér þætti það verra." Hann tekur undir það að taktur- inn og sefjunaráhrif rímnanna geti verkað vel á áheyrendur. „Svo leynist ákveðinn galdur í ríminu. Þótt menn skilji ekki text- ann þá er rímið svo mikill hluti af tónlistinni." Ekkert nema röddin í hugum margra eru rímur allt of margar blaðsíður af misgóðum hátt- bundnum texta. Það viðhorf er kannski svipað því að einblína alltaf á textann í óperunum en ekki tón- listina sjálfa. Rímur eru tónlist og listinni að kveða er haldið lifandi í frekar þröngum hópum áhuga- manna. Einn þessara hópa og lík- lega sá öflugasti er Kvæðamannafé- lagið Iðunn sem hefur starfað óslitið frá árinu 1929. Félagar eru 177 og á síðustu árum hefur það yngst nokk- uð upp. Rímurnar og rímnalögin hafa varðveist í munnlegri geymd mann fram af manni. Elstu rímnalögin eru nokkurra alda gömul. „Rímur voru eina skemmtun ís- lendinga í margar aldir. Varðveisl- an var því góð. Það vill hins vegar fara í taugarnar á mönnum þegar rímur hafa varðveist í mismunandi útgáfum og upp koma álitamál um hver sé „rétt“. Og ég er ekkert laus við þennan hégóma. Það er skrýtið hvernig þessi mörg hundruð lög hafa dulist mönnum á tuttugustu öldinni. Þau hafa leynst í skúmaskotum hjá fólki sem hefur haft áhuga á rímum. Almenningur hefur heldur vikið sér undan þeim. Það er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvort þetta sé ekki kvikan í íslensku þjóðarsálinni. Fólki virð- ist hafa lærst að skammast sín fyrir þessa tónlist. Þegar fallegir söngvar og tónmennt hóf að berast frá Evr- ópu þá hefur íslendingum þótt þetta bam sitt frekar rýrt í roðinu í sam- anburði við útlensku sönglistina. Kvæðamaðurinn sjálfur er afskap- lega berskjaldaður. Hann hefur ekk- ert nema röddina; engan stuðning frá öðrum. Á sama hátt held ég að þjóðinni hafi þótt hún vera ber- skjölduð með þessa tónlist sína og liðið illa.“ Steindór er ekki frá því að það sé að verða vakning varðandi rímur. „Öll íslensk tónskáld hafa kynnt sér rímurnar og hjá þeim flestum má finna áhrif eða tilbrigði við rímnakveðskap. Það er eðlilegt að þessi einkenni komi fram í tónlist. Það þarf bara að halda áfram.“ 12 f Ó k U S 6. apríl 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.