Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 6
haf ? Bjorgvin í Hedwig Eins og fram hefur komið á síðum Fókuss stendur fyrir dyrum frumsýning á söngleiknum Hedwig á vegum Leikfélags íslands. Reyndar átti fyrst að frumsýna söngleikinn á vordögum og voru æfingar langt komnar með leikaranum Slguröi Eyberg í aðalhlutverki. Vegna pláss- leysis I sölum Leikfélagsins hefur frumsýning- unni hins vegar verið frestað nokkrum sinnum og nú stendur til að úr verði klasslskur sumar- söngleikur en þeir hafa farið vel í Islendinga hingað til. Þau tíðindi hafa einnig gerst að búið er að skipta Sigurði út og mun annar leikari fara með aöalhlutverkið. Samkvæmt heimild- um Fókuss mun sá vera Björgvln Franz Gísla- son sem um þessar mundir er að Ijúka námi í Leiklistarskólanum. Ef marka má foreldri hans ætti hann auðveldlega að valda hlutverkinu, hann er hvorki meira né minna en sonur Gísla Rúnars Jónssonar og Eddu Björgvinsdóttur. Uppselt Tónleikaferð Sigur Rósar um Evrópu er nú haf- in en fyrstu tónleikarnir voru á sunnudag í Amsterdam. Undanfarna daga hafa drengirnir kláraö Frakkland af og er stefnan nú tekin á Spán og Portúgal. Fram undan er svo rúmur mánuöur á ferðalagi því eftir Evróputúrinn munu þeir renna yfir Bandarikin. Fókus hefur fengið óljósar fréttir af ferðalaginu sem herma að sala á tónleika sveitarinnar hafi gengið framar vonum. Það sé reyndar svo komið að uppselt sé á alla tónleikana. Við getum von- andi staðfest þessi gleðitíðindi á næstunni. Reinhardt Ágúst Reinhardtsson er veðurguð Þjóðleikhússins og hefur fengið viður- nefnið „Rainman". Hann er maðurinn á bak við rigninguna í Syngjandi í rigningunni, söngleiknum fræga sem nú er loksins kominn á stóra sviðið við Hverfisgötu og verður frumsýndur í kvöld. Reg fékk Reinhardt sviösstjóri er þrátt fyrir viöurnefnið ekkert líkur Dustin Hoffman og langt frá því að vera ein- hverfur þótt hann blaði stundum í símaskránni. Tíminn fyrir slíka iðju hefur reyndar verið lítill undanfarið því fyrir frumsýningar fer allt á hvolf í leikhúsinu. Núna var ekki brugðið út af vananum nema hvað það varð allt rennblautt líka. Syngjandi í rigningunni er ekki bara fyrir veðurfræðinga og aðra sem hafa gaman af umfjöllun um veður. Reyndar gefur titiff verksins nokkuð skakka mynd af söngleikn- um þvi þetta er frekar sólrík sýning. Það rignir bara tvisvar en þá er verulegt úrhelli; hellirigning eins og hún gerist best í útlöndum. Síamstvíburar Reinhardt segir að undirbúningur fyrir votviðrið hafi hafist snemma í mars. „Við Snorri Björnsson höfum stað- ið í stöðugum tilraunum á verkstæði Sviðsmynda. Við höfum verið algjör- ir síamstvíburar,11 segir Reinhardt og ég kann ekki við að spyrja hvar þeir tengist. „Við höfum veriö að þróa kerfið, reynt að finna rétta stúta og búnað. Þótt það séu til fln úðunarkerfi þá er ekki um neina venjulega rigningu að ræða.“ Endanlegar niðurstöður rann- sókna og prófana eru atvinnuleynd- armál. Þó er Reinhardt reiðubúinn að deila því með alþýðu manna að notaðir eru 110 metrar af vönduðum garðslöngum, 36 kranar og 9 hausar af bestu sort. Fallegt og ungt fólk Þeir sem héldu að leikhúsvinna væri þægileg innivinna geta endur- n maðurinn OVIUSSLJUmm rLUlllllcllUL I góðu félagi Vigdísar Gunnarsdóttur og Þórunnar Lárusdóttur sem fara með stór hlutverk í Syngjandi í rigningunni. Reinhardt er í miðjunni. kvef skoðað hug sinn því Reinhardt ofkældist í stanslausri rigningunni og kvefaðist illa. Hann lá í rúm inu 1 þrjá daga en reis síðan upp og keypti sér vandaða regnflík. Vel vatnsvarinn fylgir Rein- hardt sýn- ingunni i ánægjulegri fæðingu. R e i n - hardt seg- ist ein- hvern tímann hafa séð myndina Singing in the Rain en man lítið eftir henni. „Söngleikurinn er hins vegar virkilega skemmtilegur. Það er mikið af ungu, kornungu og hressu fólki. Það kemur mér alltaf á óvart hvað við eigum mikið af fallegu og hæfileikaríka fólki á öllum sviðum." Reinhardt ætlar ekki að mæta í frumsýningarpartíið að þessu sinni. „Æ, ætli ég verði ekki bara heima í hlýjum svefnpoka, heitur og þurr,“ segir Reinhardt. „Sólar- hringurinn hefur líka verið svo lang- ur undanfarið að ég þyrfti ekki nema eina malt til að lognast út af. Og ég gæti deilt henni með hundinum. Það eru milljón túristar á leiðinni til íslands. Dr. Gunni spáir í hvem djöfulinn þeir vilja hingað. Hver vill elska dvergþjóð lengst úti í rassgati? Þegar Björk mætti á Óskarinn í húðlitum jogging- galla með dauðan stork latandi utan á sér fóru þeir plebbalegu hjá sér og óskuðu þess að það væri ekki alltaf verið að tönnlast á því að hún væri íslensk. En auðvitað var þetta gott framtak hjá Björk og hún veit hvað klukkan slær í ferða- mannabransanum. Ef hún hefði verið í venjuleg- um kjól og ekki skoriö sig svona úr myndu mun færri koma til Islands í sumar. Það að Björk mætti í dauöum stork á Óskarinn hefur meiri áhrif en til dæmis allt havariið í kringum Lucky Leif vitleysuna. Þótt utanríkisráðuneytið sendi tuttugu og fimm vlkingaskip til viðbótar til New York hefði það samt minni áhrif en kjóllinn henn- ar Bjarkar. Kók út um allt Nú er okkur sagt að enn sé ferðamennskan á uppleið á íslandi. Að bráðum getum við búist við allt að milljón útlendingum í heimsókn á ári. Því verðum við að spyrja: Hvers vegna koma útlend- ingar í heimsókn til þessarar dvergþjóðar lengst úti í rassgati? Til að svara þessu getum við litið í eigin barm og spurt: Hvað vil ég fá út úr ferð- inni minni þegar ég fer til útlanda? Nú segir þorri þjóðarinnar annaðhvort: Að geta keypt fulit af dóti í stærstu verslunarmiðstöð i heimi, eða: Að liggja rorrandi fullur í sandi og sói. Það sjá allir að okkar viðmið um ferðir til útlanda gilda ekki yfir ferðamenn sem koma hingað. Við getum ekki boðiö eriendum feröamönnum upp á sól- bað á sandströnd og glætan að þeir muni flykk- ist til Islands til þess eins að vafra eins og upp- vakningar um Kringluna eða nýja Smárann. Nei, ferðamenn sem koma hingað eru að sannreyna glansmynd sem þeir eru með í hausnum. Ég er sjálfur með hausinn fullan af svona glansmynd- um af stöðum sem ég hef ekki komið til. Ef mér tekst einhvern tímann að komast til Tahiti vil ég ekki að það fýrsta sem ég rekst á þar sé fólk að drekka kók og hlusta á Celine Dion, og ekki myndi ég heldur vilja ganga beint inn í verslunar- miöstöð sem væri alveg eins og Smárinn. Því miður er þó líklegt að fólk í Britney Spears bol- um að hesthúsa í sig úr Cheezy Pop-pokum verði það fýrsta sem ég sé, en ekki hressir og stoltir Pólýnesar með bein í gegnum nefið og berbjósta yngismeyjar sem setja blómakrans um hálsinn á mér. Ég er 200 árum of seinn því jafnvel þar, í miðju Kyrrahafinu, er allt orðið eins og það er alls staðar annars staðar, eða svona næstum því. Gömlu íslandsvinirnir En hvaða glansmynd er þá fólkið sem kemur hingað með í hausnum? Túristar á Islandi eru aðailega af tveim ólikum sauðahúsum. Fyrst skal telja „íslandsvinina" svokölluðu, en þessi tegund af ferðafólki var sú eina sem kom hing- að fyrr á árum. Þetta er lið sem á sér lítið líf heima fyrir og hefur í staðinn legið yfir íslenskum fornbókmenntum og látið sig dreyma lengi um að koma hingað. Þetta er aðallega þýskt mussulið sem kaupir i mesta lagi eina lopa- peysu í ferðinni og stelur þess meira af sykur- molum á kaffiteríum úti á landi. Þetta fólk kem- ur hingað og býst við að sjá káta víkinga þeysa niður Laugaveginn á hestum og síðskeggiaða karla fara með vísur á götuhornum. Það fer því fýlt heim þegar „alheimsþorpið" blasir við því, nema það hafi verið svo heppiö að hitta á vík- ingahátíðina í Hafnarfirði. Með þessu fólki má flokka enn skrýtnara lið sem hefur áhuga á ís- lenska hestinum og/eða hundinum. Hvað sem meistari Guöni reynir að sannfæra okkur um að heimurinn sé fullur af fólki með brennandi áhuga á þessum furðukvikindum verður þetta alltaf al- gör minnihlutahópur og eflaust verður hann ailtaf fámennari en t.d. þeir sem hafa áhuga á belgísku snjáldurmúsinni eða því aö safna kló- settpappírsrúllum. ísland, svaka kúl Þessi gamla tegund af túristum verður eflaust alltaf við lýði. Nýja tegundin sækir þó í sig veðr- ið með hverju árinu og er að verða miklu fjöl- mennari. Það er fólkið sem kemur hingað með þann óljósa grun í farteskinu að hér sé allt ofsa- lega kúl og hipp - „Kúl-landsvinina" mætti kalla það. Þennan grun hefur fólkið fengið með því að hlusta á Björk og Sigur Rós og með því að skoða eitthvað af þessu lokkandi túristaefni sem boð- ið er upp á. Ef ég vissi ekki betur myndi ég líka halda að hér væri allt rosalega kúl og hipp eftir að hafa lesið blöð eins og lceland Review og Atl- antica. Þar snýr svala hliðin alltaf fram. Viðs fjarri eru þessir endalausu íslensku melir og móar og fólkið sem hangir i Kringlunni og er f meirihluta á Islandi. Stundum hefur svo tekist að gera eitthvað kúl sem er ekki kúl. Ég man t.d. eftir Ijósmynd af pylsusjoppunni Fröken Reykja- vfk og meira að segja sú hola, sem seint verður talin mjög kúl í návígi, var kúl á þessari Ijós- mynd. Páll Stefánsson Ijósmyndari og þessir karlar eru ekkert annað en snillingar og ættu á fá fálkaorðuna strax. Auðvitað er svo bara talað við kúl fólk I þessum blöðum. Einu sinni var Gus Gus i hverju tölublaði, en nú er meira talað við hönnunarsysturnar Hrafnhildi og Báru, sem eru hvað mest kúl í dag. Allir vita sem er að alíslenskur plebbismi selur ekki * sæti f Flugleiðavél. Þegar hingað koma blaðamenn frá erlendum blöðum, tímaritum eða sjón- varpsstöðvum er dregin upp sama mynd og lceland Revi- ew og Atlantica draga upp. Byrjað er á að spjalla við ein- hvern kúlista sem er með putt- ann á púlsi kúlsins, svo er farið f tillasafnið og Bláa lónið, og punkt- urinnyfiri-iðersvogóðkvöldstund f á Kaffibarnum. Fólkið sem fellur fýrir þessari mynd - Kúl-landsvin- irnir - verða ekki fyrir vonbrigðum eins lengi og þeir villast ekki út i úthverfin. Helst ætti að reisa múr utan um 101 þvf ég er ansi hrædd- ur um að glansmyndin yrði fljót að hrynja f Rúm- fatalagernum. The Swinging Reykjavik Með fólkinu sem leitar að kúlinu flýtur svo hlið- arhópur túrista: „Klof-landsvinirnir", getum við kallað þá. Þessir gröðu karlar hafa séð annað en kúlið út úr öllum þessum greinum um „The Swinging Reykjavik". Þeir koma hingað til að detta Iða og riðlast, því i greinunum er alltaf ýjað Mun fleiri koma til íslands í sumar af því Björk var í dauðum storki á Óskarnum. að því að hér sé auðvelt að fá sér á broddinn - jafnvel hægt að ná f kúl píu sem er í hönnun, ef heppnin er með. Þess- ir karlar fara beint í tillasafnið en hanga *, svo bólgnir og.slef- ^ andi í pjásu- holu og muna mest Iftið eftir ferðinni þegar þeir mæta á skrifstofuna í Birmingham á þriðjudagsmorg- uninn. Ef það væri bein í nefinu á Ferða- málaráði myndi það beita sér fýrir því að t.d. Fischers- sund yrði gert að gleði- götu, svona eins og Her- bertsstrasse. Þetta er allt á réttri leið, nú ætti bara Club Clinton að fá styrk hjá Borginni til að víkka starf- semina út og taka yfir alla götuna. Þá myndi gjaldeyris- forði þjóðarinnar' stækka í jöfnu hlutfalli við það sem klofin glennast og kofinn sem Sögufélagið er i núna fýliist af fP» Olgum og Natösjum. 6 f Ó k U S 6. apríl 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.