Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 11
fyrir
írska poppbandið Ash sendir frá sér sína þriðju
breiðskífu í þessum mánuði. Hijómsveitin er ís-
lendingum vel kunn þar sem hún spiiaði í Laugar-
dalshöllinni í dögun frægðar sinnar. Frosti Loga-
son hlustaði á nýju plötuna og kynnti sér
sögu sveitarinnar.
það besta
Gleöilegt gítarrokk hefur alltaf
verið aðalsmerki irsku poppsveit-
arinnar Ash. Sagan af piltunum
þremur frá smábænum Downpat-
rick á Norður-írlandi er eins og
ævintýri eftir H.C. Andersen.
Hljómsveitin sló fyrst í gegn árið
1994 þegar meðalaldur sveitarinnar
var aðeins sautján ár. Þá var sveit-
in skipuð þeim Rick McMurray á
trommur, Mark Hammilton á bassa
og Tim Wheeler sem söng og spil-
aði á gítar. í seinni tíð bættu strák-
amir við sig einum meðlim en þá
fengu þeir gítarpæjuna Charlotte
Hatherley til liðs við sig. Hún er i
dag af mörgum talin vera fallegasti
meðlimur sveitarinnar, allavega af
gagnkynhneigðum karlkyns aðdá-
endum þeirra. Tim þykir engu að
síður hið mesta kvennagull en
hann hefur líka alla tíð verið aðal-
lagahöfundur hljómsveitarinnar og
talin vera hálfgert undrabam á því
sviöi.
Humar og frægð
Strákarnir voru rétt að byrja á
sinu siðasta ári í framhaldskóla
þegar fyrsta smáskífa þeirra, Jack
Named The Planets kom út. Þús-
und eintök voru pressuð og var
stór hluti af þeim settur i hefð-
bundna markaðsdreifingu. Bæði
útvarpsstöðvar og tónlistartímarit
voru fljót að komast á bragðið af
söluvæna hljómnum sem Ash gaf
frá sér. Þeir höfðuðu auðveld-
lega til ameríska altemative
rokksins sem þá var við lýði og
allir útsendarar stóru plötu-
fyrirtækj
anna voru
þá einmitt
að leita að
n æ s t u
G r e e n
D a y .
Hljóm-
sveit-
i n n i
buðust
h i n
ý m s u
tilboð
en þó ’r
voru tvö .
s e m -
s t ó ð u
upp úr.
Þau voru
f r á
Interscope
annars veg-
ar og Warn-
er hins veg-
ar. Ash end-
aði á að
skrifa undir
hjá hinu síðar-
nefnda en það var ekki
fyrr en flogið hafði verið
með strákana til Los
Angeles þar sem þessir
óhörðnuðu unglingar fengu
að finna rjúkandi ilminn af
humar og frægð. í Bretlandi
voru þeir þó gefnir út af Infect-
ious Records og eru það enn.
Infectous gaf út þeirra
fyrsta stóra
smell sem hét
Kung Fu og
var umslag
/ þeirrar smá-
skífu prýtt
mynd af eftir-
minnilegu
atviki úr
enska fót-
boltan-
um. Það
v a r
einmitt
þ e g a r
Eric Cant-
ona tók
frægt kung fu
spark á Crystal
Palace aðdáenda
upp í stúku þegar
liðin áttust við á
Old Trafford.
Lélegt Ramon-
es-pönk
Kung Fu var tekið upp
í Wales af Oasis-pródúsentn-
um Owen Morris. Það var hrein
tilviljun að lagið heppnaðist svo
vel því upphaflega átti lagið bara
að vera b-hlið á næstu smáskífu.
„Viö vildum bara gera eitthvert lé-
legt Ramones-pönk þegar við sömd-
um það,“ sagði Tim Wheeler, „en
það bara heppnaðist allt of vel“.
Eftir það gáfu þeir svo út lagið Girl
From Mars og þá fóru vinsældir
þeirra upp úr öllu valdi. Meira að
segja við íslendingar tókum eftir
þeim og fékkst bandið til að spila í
kjölfarið á einhverjum verst heppn-
uðu tónleikum síðari tíma, í Laug-
ardalshöll. Um svipað leyti kom út
fyrsta breiðskífa piltanna sem beð-
ið hafði verið með eftirvæntingu.
Platan hét „1977“ og var það al-
mennur miskilningur að nafnið
væri tilvísun til pönkársins mikla.
Nafnið var auðvitað fengið af fæð-
ingarári Tims og Marks sem er
sama ár og fyrsta Star Wars-mynd-
in kom út og einnig árið sem Elvis
Presley fannst dauður á klósettinu
sínu í Graceland. „1977“ fór beint I
fyrsta sæti breska breiðskífulistans
og er enn þá talað um þá plötu sem
eitt af helstu meistaraverkum tí-
unda áratugarins.
Neðansjávarlistaverk
Eftir velgengni 1977 fóru Ash að
víkka sjóndeildarhring sinn og
tóku að hlusta á tónlistarmenn á
borð við Beach Boys, Phil Spector
og fleiri. Áhrif frá slíkum köppum
mátti svo finna í nýju lögunum
þeirra sem síðar komu út á plöt-
unni Nu-Clear Sounds. Hún kom út
árið 1998 en þá hafði stelpan
Charlotte Hatherley verið ráðin í
hópinn. Ash tók aftur að láta á sér
kræla á topp tíu listum það árið
með titillagi við kvikmyndina „A
Life Less Ordinary" sem og smá-
skífunni „Jesus Says“. Þessi tvö lög
gáfu það til kynna að bandið hafði
þroskast og stigið skrefi lengra í átt
að alternative hljómnum. Platan
sem kemur út í þessum mánuði,
„Free AU Angels“ er svo nokkurs
konar afturhvarf til poppsins þvi
hún er ekki nærri eins þung og Nu-
Clear Sounds. Tvö lög eru nú þeg-
ar farin að hljóma á Radíó-X. Shin-
ing Light og Bum Baby Burn eru
bæði slagarar sem virka vel í út-
varpinu og gefa góð fyrirheit um
framhaldið. Myndbandið við Shin-
ing Light er líka helvíti flott þar
sem ekkert var til sparað. Þar sést
söngvari sveitarinnar, Tim Wheel-
er, synda upp að yfirborði sjávar
neðan úr miklu dýpi og þykir það
einstaklega raunverulegt. Kvik-
myndatökumaðurinn sem er á bak
við það listaverk er líka einn sá
þekktasti í neðansjávarbransanum
en hann kvikmyndaði meðal ann-
ars Deep Blue og Leviathan, báð-
ar stórmyndir sem gerast nánast
eingöngu neðansjávar. Aðeins það
besta fyrir Ash enda hér á ferð
hljómsveit sem er að komast í hóp
stærstu stjarna Bretlands.
p1ötudómar
hvaöf fyrir hverrrf’ skemmtilegar staöreyndir niöurstaöa
★★★★ Flytjandi: Funk D'VoÍd Platan: DOS Útgefandi: Soma/Japis Lengd: 68:07 mín. Þetta er önnur plata skoska danstón- listarmannsins Lars Sandberg sem starfar undir nafninu Funk D'Void. Fyrsta platan hans „Technoir", sem kom út áriö 1997, vakti töluverða at- hygli og það hefur verið mikið beðið eftir þessari. Lars er einnig meðlimur í dúóinu Chaser. Tónlistin á þessari plötu er sambland af teknó og house með áhrifum frá lat- in tónlist, djass-fönki og elektró. Tón- list Funk D'Void hefur stundum verið kölluð teknó soul. Þetta er frekar fjöl- breytt og „hlý“ plata sem ætti að falla í kramið hjá unnendum vandaðrar instrúmental danstónlistar. Lars Sandberg er af áströlskum og sænskum ættum en alinn upp í Glas- gow. Hann byrjaöi sem plötusnúður en fór svo að búa til eigin tónlist og var uppgötvaður af félögunum í Slam sem kynntu hann fyrir skosku plötuútgáf- unni Soma og síðan hefur hann gefið út hjá þeim. Þetta er mjög flott plata og mun fjöl- breyttari og skemmtilegri en fyrri plat- an sem þó var góð. Á meöal frábærra laga eru „Barnabeats" sem er með spænskum áhrifum, „Diabla" sem er teknó og „Obrigado" sem er latinskot- ið. Ein af betri danstónlistarplötum ársins það sem af er. trausti júlíusson
★ ★★★★ Flytjandi: ModeSt Mouse piatan: The Moon & Ant- arctica Útgefandi: Matador/Hljómalind Lengd: 59:43 Hér er komin nýja Modest Mouse plat- an en fyrir á þessi hljómsveit tvær út- gefnar breiðskifur og heilan helling af sjö tommum sem hafa komið út á hin- um og þessum útgáfum undanfarin fimm ár. Þetta er indie-rokk tríó með hefðbundinni hljóðfæraskipan, þ.e.a.s. bassa, gítar, trommum og söng auk einstakra undantekninga með fiðlur og píanó. Þetta er virkilega vönduð tónlist með karakter. Moldvörpupopp mundu ein- hverjir segja en það verður að viður- kennast að þetta er eitt besta bandið á Matador Records í dag. Þess vegna ættu Matador-aðdáendur ekki að verða sviknir frekar en hver annar áhugamaður um framsækna tónlist. Hljómsveitin kemur frá Seattle en á þó lítið skylt við Kurt Cobain og Grunge félaga hans í Nirvana. Modest Mouse hefur gefið út á Sub Pop, Squeeze, Up, Hot or Miss.K, Magic Eye og fleiri útgáfufyritækjum og hefur tónlist þeirra fengið höfuðið til að snúast, fætur til að skoppa og hjörtu tii að slá. Þetta er fimmtán laga snilld sem allir hefðu gott af þvi að hlusta á. Söngvar- inn i Modest Mouse er einn sá besti og er rödd hans prýdd flæði sem fáir geta leikið eftir. Ofan á það bætast stórkostlegar lagasmíöar með nýjum hugmyndum, blönduðum klassískum rokkfrösum. trosti logason
★ ★ Flytjandi: Eve Platan: ScorpÍOn Útgefandi: Interscope/Skífan Lengd: 57:28 mín. Þetta er önnur plata rapp-söngkonunn- ar Eve en hún er meðlimur 1 Ruff Ryders genginu hans DMX. Fyrsta plat- an hennar „Let There Be Eve... Ruff Ryders" fór beint í fyrsta sæti banda- riska listans og náði tvöfaldri platínu- sölu og þessi er aö gera það mjög gott vestanhafs líka. Þetta er frekar poppað og „kommersí- al“ rapp. Á meðal gesta eru DMX, The Lox, Teena Marie, Da Brat og Trina og svo tveir af sonum Bob Marley, Dami- an og Stephen, en þeir koma fram í endurgerð af gamla Dawn Penn laginu „No, No, No“. Ekki fyrir hörðustu hiö- hop hausana. Eve Jihan Jeffers er frá Philadelphiu og var upphaflega þekkt sem Eve of Ðestruction. Hún var uppgötvuð af Dr Dre sem gerði samning við hana fyrir plötufyrirtækið sitt Aftermath en lét hana fara þegar hann ákvað að ein- beita sér að Eminem. Hann á samt tvö lög hér. Þetta er sæmileg plata. Eve er hörku rappari með flotta rödd og bestu lögin hér, t.d. „That’s What It ls“ og „Cow- boy" eru ffn. Gallinn er bara að flest laganna, t.d. smáskífulagið „Who’s That Girl", eru of poppuð og kraftlaus. Eve á skilið flottara og kraftmeira sánd en þetta! Vonbrigði. trausti júlíusson.
★ ★★★ Fiytjandi: Blonde Redhead piatan: Melody of Certain Damaged Lemons Útgefandi: Touch and Go/Hljómalind Lengd: 39:32 Hér er dökka hliðin á amerisku neðan- jarðarpoppi í hnotskurn. Hljómsveitin Blonde Redhead er trió frá New York sem spilar mjög frumlega indie-popp tónlist sem er sjaldnast á glaðlegum nótum. Textarnir er súrrealískir en samt með meiningu, ef það meikar einhvern sens. Að mínu mati er þetta nú merkilega aðgengilegt um leið og það er mikið á kanti neðanjarðar rokkarans. Þetta er plata sem jafnt væri hægt að hlusta á þegar maður vaknar og þegar maður sofnar. Þetta er engu að síður indie og á ekki heima á topp 40 útvarpi. Þetta trió er saman sett af tvíbura- bræðrunum Simone og Amadeo Pace sem koma frá Ítalíu ogjapönsku gítar- söngkonunni Kazu Makino. Þau hittust fyrst á kaffihúsi í New York og hafa verið í hljómsveitinni síðan þá. Breska blaðiö NME valdi smáplötu þeirra, „melodie citronic" smáskífu vikunnar fyrir jól. Þetta er einn af gimsteinum Touch and Go útgáfunnar. Ein frumlegasta hljóm- sveit norðan Alpafjalla með melódísku kryddbragði. Platan er eitt heilsteypt listaverk sem er vel af hendi leyst, án fyrirhafnar að manni virðist. Það besta við þetta allt saman er að hljómsveitin er á leið tii Islands. frosti logason
6. apríl 2001 f ÓkUS
11