Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Blaðsíða 14
f ókus Kristur er i fókus. í síðustu viku trommuðu breskir vísindamenn upp með nýtt lúkk á karlínn sem eyðilagði allar altaristöflur landsins. Þær einar sluppu sem voru illa gerðar fyrir eða svo listrænar að enginn vissi yfir höfuð hvað var aö gerast á myndinni. Kristur er líka sá besti til að lífga upp á almanakið. Allt sem hann gerði hittir í mark í kristnum nútímanum þótt hann hafi ekki verið jafn vinsæll þegar hann lifði. Þaö er eiginlega alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt kemur það okkur til góða í dag. Hann fæddist og við fáum jól, hann reið á asna á pálmablöðum og við fáum þennan fína pálmasunnudag (sem er vel að merkja ekki kenndur við Pálma Matthíasson). Ekki líður á löngu þar til Kristur fær sér að borða, deyr og ris upp aftur og þá fáum við heila páskahátíð til að nærast á safaríkum steikum. Við upphaf föstunnar fáum við rjómabollur og saltkjöt og á föstunni þorðum við svo nákvæmlega það sem okkur dettur í hug. Kristur - gerir lífið skemmtilegra. úr fókus Tepruskapur er úr fókus. Með nokkuð jöfnu milliþili rýkur lítill en meðvitaður hluti landsmanna upp til handa og fóta vegna myndþirtinga eða fréttaflutnings. Þetta fólk afneitar stórum hluta heimsins og vill að aðrir taki þátt i blekkingunni með því. Meðvitaða fólkið vill eflaust setja það í lög að speglar á sundstöðum séu aldrei fyrir neðan mittishæð svo það þurfi ekki að horfast í augu við óæðri hluta líkama síns sem vel að merkja stendur fyrir vexti og viðgangi mannkynsins. Meðvitaða fólkið vill helst takmarka heimssýn allra við þá mynd sem birtist í fallegum ímyndarauglýslngum í sjónvarpinu. Þannig er fólki talin trú um að það vilji lifa en það er stóri misskilningurinn. Það er engin tilviljun aö fólk hættir að hlusta á Dýrln í Hálsaskógi. Þetta er bara svo helvíti leiðinlegt. Við skulum bara horfa framan i heiminn eins og hann er og ef við erum eitthvað ósátt við hann þá er þara að þreyta honum. Heiminum verður hins vegar ekki breytt með því að líma yfir typpi á auglýsingum eða birta ekki /iðkvæmar fréttir og fréttamyndir. Níu ungmenni á Akureyri hafa sett upp hina umdeildu vefsíðu theperma.net. Síðan, sem fjallar um akureyrskt djamm- og menningarlíf, hefur valdið miklu fjaðrafoki og vefsmiðirnir hafa verið sakaðir um að vera að stuðla að drykkju ungmenna og fleiri dauðasyndir. Þórunn Þorleifsdóttir hafði uppi á Ragnari Frey Pálssyni, stofnanda síðunnar, og fékk hann til að svara fyrir sig. Djammið er kynlíf „Síðasta haust fór ég að mynda vini og kunningja i partium með stafrænni myndavél og setti svo upp síðu þar sem félagarnir gátu skoðað myndirnar. Til að byrja með var ég einn með síðuna og skrifaði vikulega pistla, sýndi myndir og fleira bull. Svo fór ég að fá póst frá einhverju fólki sem sagðist skoða síðuna reglu- lega. Þetta vatt upp á sig og ég var farinn að fjalla meira og meira um djammlíf Akureyrar í máli og mynd- um. Ég lokaði síðunni í desember vegna atviks sem kom upp milli mín og ónafngreinds skemmtistaðar. Ég fékk til liðs við mig þá Daða og Hjalta forritara og saman sáum við um útlit, hugmyndavinnu og forrit- un fyrir nýja djammsíðu. Pungsveittir unnum við þrír að nýju síðunni milli jóla og nýárs og opnuð- um hana 22. janúar 2001. Við bjugg- umst aldrei við því að síðan yrði svona vinsæl en um 5 þúsund manns heimsækja theperma í hverri viku og nú erum við níu talsins sem vinn- um að henni," segir Ragnar Freyr. Menntaskólahúmor og - hroki Daði Ármannsson og Hjalti Jakobsson eru forritarar, Helen Simm, Njáll Björgvinsson, Anna Guðbrandsdóttir, Jón Hjörleif- ur og Fjölnir Guðmannsson eru pistlahöfundar og Auðunn Níelsson er ljósmyndari. Þau, ásamt Ragnari Frey, mynda theperma-crewið. Þau eru öll í kringum tyitugt og flest Akureyring- ar í húð og hár. Síðan þeirra fjallar ekki bara um djammið heldur má þar finna tónlistar- og kvikmynda- gagnrýni, getraunir, linka og ýmis- legt fleira. „Vefsíðan er laus við öll formlegheit og þar ræður mennta- skólahúmorinn ríkjum. Þó hópurinn á síðunni sé þröngur reynum við að fara víða með efnið og gera þetta sem skemmtilegast fyrir notand- ann." Allt efnið sem er að finna á síðunni er komið frá meðlimum theperma.net sem vinna þetta launa- laust. „Ég ákvað að engin gróðastarfsemi skyldi tengj ast nýju vefsíðunni. Við ger- | um skiptisamninga við fyrir- tæki þannig að þau fá auglýs- ingu og við fáum eitthvað til að gefa, til dæmis í getraunaleikjum. Þannig verður síðan skemmtilegri, við fáum fleiri heimsóknir og meira umtal." Lögreglan virðist líka vera með áhyggjur og hefur tvívegls talað um okkur í fjölmiðlum. Við viljum bara þakka henni kær- lega fyrir því betri auglýsingu gátum við varla fengið. Lögreglan með auglýs- ingastarfsemi Ragnar segir að þó vefsíðan sé að- allega um akureyrskt djammlíf þá skoði fólk hana úti um allt land. „Við fáum ekki enn að riða út á þetta en vonandi mun þetta viðtal breyta því," segir Ragnar og hlær. En síðan er lika mjög umdeild og hafa vefsmiðirnir verið gagnrýndir fyrir að stuðla að drykkju ungmenna. „Unga kynslóðin fílar síðuna en sú eldri virðist ekki vera eins ánægð. Nýlega birtist grein í Degi um hve mannskemmandi netsíður af þessu tagi eru. Lögreglan virðist líka vera með áhyggjur og hefur tvívegis talað um okkur i fjölmiðlum. Við viljum bara þakka henni kærlega fyrir því betri auglýsingu gátum við varla fengið. Heimsóknirnar juk- ust töluvert eftir þessa umfjöllun, bætir hann við. „Við höfum talað við lögfræðinga sem voru á einu máli um að á síðunni væri ekkert sem ætti að valda okkur vandkvæðum. Fólk hefur sagt að við séum að stuðla að unglingadrykkju en það mætti frekar segja að við séum frumkvöðlar í að sýna ástandið sem unglingar eru í um helgar. Það erum ekki við sem búum vandann til, hann er til staðar þó við tökum ekki myndir af þvi." Hop frá grámyglu hvers- Ragnar segir það sjaldgæft að dágsins theperma.net hafi gert einhvern s~7,—^ Vefsíðan er í stöðugri vinnslu skandal. „Við eigum myndir og f Æ \og Ragnar segir aö búast megi efni sem gæti valdið miklu l ' 'h J við nýjungum á næstunni. „Við hneyksli ef það yrði birt, til dæmis \*<_^/ höfum gert samning við Erotica myndir af þekktum einstaklingum, Shop og munum við sjálfsagt gera fjölmiðlafólki, þingmönnum og liflum eitthvað skemmtilegt úr því. Einnig stelpum. En við vitum hvað við eig- um að birta og hvað ekki þannig að fátt hefur verið um stóra skandala," segir hann. Ef þið birtið mynd af Svölu Björg- vins, ölvaðri og í sleik, og hún vildi að myndin yrói tekin út, mynduð þið verða við ósk hennar? „Ef við birtum mynd af Svölu blindfullri að telja tennurnar í einhverjum strák þá yrði hún tafarlaust tekin út ef Svala bæði um það. Fólk einfaldlega hringir eða skrifar tölvupóst ef það er ósátt við eitthvað. En ef fólk getur lát- ið eins og fifl á opinberum skemmti- stöðum, af hverju má þá ekki hafa mynd af því á einhverri vefsíðu? Þeg- ar það er orðið edrú getur það ekki horfst í augu við það sem gerðist. En menn eru almennt kurteisir þegar þeir tala við okkur og við reynum að vera kurteis til baka og virða skoðan- ir þeirra." höfum við byrjað að plotta gagnvirka framhaldsteiknimyndasögu þar sem notendur ráða sjálfir söguþræðinum. Við ætlum að hanga meira úti á götu þegar sumra fer og spyrja gangandi fólk spjörunum úr. Einnig erum við að prófa okkur áfram með að setja video- myndir inn á vefinn. Við ætlum að leita uppi ungt hæfileikafólk á Akur- eyri og forvitnast um það og jafnvel birta eitthvað tengt því og fieira. Einnig ætlum við að halda fleiri permapartí. Þetta er svona í megin- atriðum það sem er á döfinni hjá okk- ur en það er alltaf pláss fyrir fleiri hugmyndir." Afhverju haldióþió aó djammið veki alltaf jafnmikla athygli? „Djammið er skemmtilegt og hop frá grámyglu hversdagslífsins. Djammið er stelpur, djammið er strákar. Djam- mið er andlitsfarði. Djammið er ölvun, vinir, tónlist, trúnó, skandalar og síð- ast en ekki síst: djammið er kynlíf." hverjir voru hvar ¦%.- A Næsta bar á fimmtudagskvöld- iö í síöustu viku sást til þeirra Grétars Mars Jónssonar og Eg- ils Ólafssonar og seinna um kvöldið skundaöi inn hópur al- þingismanna sem hvíldu sig eftir erfiða törn. Stærsta nafniö þar var auðvitaö ísólfur Gylfi Pálma- son en hina tekur ekki einu sinni aö nefna. Þaö var nóg af fólki á frumsýn- ingunni á gamanleiknum Fífl í hófi I ís- lensku óperunni síðastliðið föstudags- kvöld. Þar mátti aö sjálfsögöu sjá framleið- endurna Baltasar Kormák og konu hans Lilju Pálmadóttur, og þá voru foreldrar Balta, Baltasar eldri og Krlstjana á svæö- inu, Hallgrímur Helgason mætti með Hall- gerfii dóttur sína, Þorfinnur Ómars- son tók líka fjöl- skylduna meö, Snæfrífiur Inga- dóttlr, fréttakona af SkjáEinum, Jón Ásgeir Jóhannes- son Bónusmaöur, Pálína Jónsdóttir leikkona, Magnús Geir Þórfiarson, leikhússtjóri I lönó, Harpa Magnadóttir, eiginkona Baldurs Trausta Hreinssonar, og Ingvar Þórðarson athafnamaður. Skuggabarinn var fullur af fal- legu fólki um síöustu helgi þegar World Class hélt árshátlð sína þar. Bjössi Lelfs boss leiddi aö sjálfsögðu hópinn en annars sást í fólk eins og nýkrýnda ung- frú island.is, Kolbrúnu, Bigga tenór, Hólmgeir Baldursson, Jón Kára, Vidda sem sást alltaf á Glaumbar, Elínu Oasis, Lovísu Gufimundsdóttur Play- boy sem dansaði mikiö, Raul einkaþjálfara og Simba og Jónas klippara sem mættu með Svavari Erni sem var með kladdann á lofti. Bjarni Bragi hljóömaður lét sig ekki vanta, Jón Arnar Magnússon tugþrautar- maöur tók sér frí frá æfingum, Christine frá Allied Domec, Addú sem var á SkjáEinum ásamt Eriu r&b, Sóley plötusnúöur þaut um allt gólfiö þannig að þaö hvein I, Hannes, markaösmaöur frá SkjáEinum, Hanna frá Sól-Víkingi, Slg- ríður Beinteins- dóttir söngkona, Dabbi diskó og Maríkó Margrét og vinkonur hennar voru vægast sagt villtar á gólfinu og leiddist strákunum það ekkert rosalega. Á Rex sást í þá Sverri Rafnsson Rósenberg-mann, Jón Ólafsson tónlistarmann, Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann og Ásgeir Sigurvinsson, fyrrum knattspyrnumann. Á Astro sást í fólk eins og Siggu Belnteins og vinkonur hennar, Magga Bess, Sigga úr Betrunarhúsinu, Elínu og Maríu FM sem voru á gólfinu og Önnu Sig- urðar eróbikkgellu. Lóa Oasis skemmti sér vel með Gunnu og Hönnu frá íslensk Amer- íska, Katrín Bigfoot var með stuðið á hreinu, Árni Mágus, Einar Ágúst Víðlsson Skítamórall, Siggl Zoom, Sævar Pétursson skemmti sér án Lindu systur og atvinnuveitanda hans, Árnl Snævarr fréttamaöur var ný- kominn af Kreml-fundi, Júlli Kemp kvikmyndamaöur, Friðrik Stefánsson kom alla leið úr íþróttahúsinu í Njarövlk, Guðjón OZ-maður lét sig ekki vanta og Hrafnhlldur Hafstelns og Ásta kona Magnúsar Ver voru góöar saman. Pétur Ottesen lét stór- karlalega, Gunna Dís FM957, Sistó, Bjartmar dansari, Sigmar Guðmundsson fréttamaður sleppti rokkaragallanum og skrensaöi í r&b, Stebbi úr Djúpu lauginni, Pétur Blöndal alþingis- maður var með eldri mönnum á svæðinu, Gunnar Ólason sýndi lúkkiö sem á aö sannfæra Evr- ópu í söngkeppninni frægu og Haukastelpumar Harpa Melsted og Guðný Agla voru góöar (er ekki úrslitakeppni í gangi?). Jón Ólafsson tónlistarmaður lét óvænt sjá sig, Þór Jós- eps var ekki langt undan, Magnús Ármann, Áki Pain og Jón Gunnar Geirdal skemmtu sér saman, Eva Sólan sást í námunda viö þær Díönu Dúu og Birtu BJörns auk Örnu Playboy. Hanni úr Skímó var mættur og Þór Bæring með Huldu konunni sinni, Sigurður Kári SUS-ari lagði á ráöin um byltingu og í nágrenn- inu var útvarpsmaöurinn Rúnar Róberts, á næsta borði sat svo Halli Hansen og meö honum Heiðar Austmann af 'FM957. Svavar og Simbi klipparar voru góöir saman og Gumml Jóns úr Sálinni stimplaði sig inn sem fastagestur. U S 6. apríl 2001 :,. iilii tilííi'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.