Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2001, Qupperneq 1
Tveggja marka sigur KA á Aftureldingu fýrir norðan o
15
Þurfti afburðalið
- til aö vinna tvisvar í þessu óvinnandi vígi
„Þetta er mikil upphefð fyrir Njarðvik að vinna hér einu tvo leikina
í þessu óvinnandi vígi og það þarf aíburðalið til að gera það. Verðugt
lið eru auðvitað íslandsmeistaramir. Það er búið að ganga mjög vel
síðan að við bmtum ísinn í gamla daga. Við vorum alltaf í öðru og
þriðja sæti í einhver fimm sex ár en síðan kom fyrsti titillinn og við
höfum bara haldið þessu áfram. Við erum komnir með 11
íslandsmeistaratitla og einhverja sex í bikar á þessum tíma. Þetta er
auðvitað óhemjugóður árangur og sá besti hjá liði hér að því er ég best
veit frá upphafi," sagði Gunnar Þorvarðarson sem var meðlimur í
fyrsta íslandsmeistaraliði Njarvðíkur fyrir 20 árum og á son (Loga) í
íslandsmeistaraliði Njarðvíkur sem tryggði sér titilinn á Króknum í
gær. -ÓÓJ
Ibrahimovic í
sænska hópinn
Zlatan Ibrahimovic, hinn 19 ára ungi Svíi,
hefur verið valinn í landsliöshóp Svía sem mæt-
ir Sviss i vináttulandsleik í næst'u viku.
Mikið hefur verið rætt um þennan unga pilt
í Svíþjóð og talið að hann sé mesta efni i fótbolt-
anum sem komið hefur fram í Svíþjóð til þessa.
Fyrir skömmu skrifaði hann undir 5 ára samn-
ing við Ajax Amsterdam eftir baráttu margra
stærstu félaga í Evrópu um kappann.
Á móti kemur að framherjinn þekkti, Kennet
Andersson, gaf ekki kost á sér en hann lýsti þvi
yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á að leika
fyrir sænska landsliðið. -esá
Rivaldo fer ekki
Llorenc Serra Ferrer, þjálfari Barcelona, hef-
ur endanlega kvatt niður orðróm þess efnis að
hinn brasilíski Rivaldo sé á förum frá Nou
Camp. England hefur verið títt rætt sem nýr
vettvangur kappans en bæði forseti félagsins og
hann sjálfur hafa sagt að ekkert sé til í þessu.
Orðrómur spratt upp í kjölfar þess að um-
boðsmaður Pep Guardiola gaf í skyn að tilboð
kæmi frá ensku félagi í Rivaldo en hann sagði i
gær að Barcelona myndi ekki selja helstu stjörn-
ur sínar á næstunni.
-esá
Tvær skoskar í ÍBV
Kvennaliði ÍBV hefur borist liðsstyrkur fyrir
komandi átök í sumar í knattspymunni en í æf-
inga- og keppnisferð liðsins til Englands í sið-
ustu viku var gengið frá samningum við tvær
skoskar landsliðskonur.
Leikmennirnir sem um er rætt eru báðar
mjög reyndir landsliðsmenn með yfir 50 lands-
leiki hvor en með þessu er ljóst að Samantha
Britton og Kelly Shimmin munu ekki spila með
liðinu næsta sumar. Skotarnir sem um er rætt
eru þær Pauline Hamill, 29 ára örvfættur fram-
herji, sem hefur verið með markahæstu leik-
mönnum Skotlands undanfarin ár. Hin heitir
Nicky Grant og spilar á miðjunni. -jgi
Teitur Örlygsson Islandsmeistari í níunda sinn á ferlinum:
Erfitt að hætta
„Ég er með svo góða leikmenn að
það skiptir engu máli þó ég hafi ekki
verið að hitta vel. Brenton og Logi
voru frábærir og stóru mennirnir
báðir skiluðu sínu vel þó svo að Frið-
rik hafi lent í villuvandræðum. Við
erum með sterka menn í öllum stöð-
um og þeir skila sínu. Ég held að
þetta sé smá-styrkleikamunur á liðun-
um. Við töpuðum frekar þessum leik
á laugardag heldur en þeir unnu
hann. Það lá við að búið væri að
flagga í bænum og fógnuöurinn haf-
inn. Við þjálfararnir reyndum að
draga niður í þessu en þetta var í und-
irmeðvitundinni á öllum. Það var allt
dofið, stemningin í húsinu var dofin
og við áttum ekki skilið að vinna
þann leik. Þriðji leikhluti hefur verið
svona upp og ofan hjá okkur, annað-
hvort klúðrum við 15 stiga mun eða
byggjum hann upp. Núna náðum við
að byggja hann og héldum út.
Ég veit ekki með tiunda meistara-
titilinn, ég ætla að hugsa mig um. Ég
er að fara að gifta mig í maí og það er
nóg að gerast, og því er alveg bull-
andi hamingja hjá mér þessa dag-
anna. Það er voðalega erfitt að hætta.
Sigurinn hjá okkur þjálfurunum er
hvað liðið var andlega sterkt í úrslita-
keppninni og slikt kemur bara með
reynslunni, þú lærir það ekki á þjálf-
aranámskeiði," sagði Teitur Örlygs-
son.
Toppum á réttum tíma
„Við erum með gríðarlega sterkt liö
sem þarf ekki nema sæmilega þjálfun
til að vinna. Sem betur fer vorum við
að toppa á réttum tíma og vorum að
ná sem mestu út úr liðinu núna. Við
vissum þaö fyrir tímabilið að það
tæki smátíma að slípa þetta saman,
við erum með þrjá nýja aðalskorara
þannig að liðið er gjörbreytt frá því í
fyrra. Það var svolítið skrýtin aðstaða
sem við vorum i þegar við tókum við
deildarbikarnum í Grindavík í mars
því við vorum í lægð þá en eftir það
var allt upp á við og við erum að
toppa núna á réttum tíma í
úrslitakeppninni," sagði Friðrik
Ragnarsson sem skilaði íslandsmeist-
aratitli á fyrsta ári sínu sem þjálfari
meistaraflokks en hann þjálfar liðið
ásamt Teiti Örlygssyni. -ÓÓJ
Teitur Örlygsson, annar spilandi þjálfara
Njarövíkur, kyssir hér á myndinni að
ofan íslandsbikarinn eftir 71-96 sigur
Njarövíkur á Sauðárkróki í gær en þetta
var í níunda sinn sem Teitur veröur
íslandsmeistari og er hann nú aðeins
einum meistaratitli frá meti Agnars
Friðrikssonar sem vann tíu titla með ÍR á
sjöunda og áttunda áratugnum.
DV-mynd Brink
Njarðyíkingar
urðu íslands*
meistarar í 11.
sinn í körfunni
— 18 og 39 —