Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 15
Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla íslands, MORFÍS hefur alið af sér
marga athafnamenn á mismunandi sviðum þjóðfélagsins á tæplega tuttugu ára göngu
sinní. Eftir nokkrar umferðir standa tvö bestu liðin eftir og mætast í munnlegri
hólmgöngu á sviði Háskólabíós. Eftir úrslitarimmuna stendur annað liðið uppi sem
sigurvegari, en aðeins einn maður hlýtur heiðursnafnbótina ræðumaður íslands.
Ekki hrifinn af
kynlífi gamals fólks
„Ég tala mikið, en ég reyni að
tala í hófi og fmna því stað og
stund. Þegar maður er forvitinn, þá
talar maður mikið,“ segir nýorðinn
burðarkláfur titilsins ræðumaður
íslands fyrir árið 2001. Hann heitir
Hjálmar Stefán Brynjólfsson og var
fulltrúi ræðuliðs Menntaskólans á
Akureyri, sem sigraði Verzlunar-
skólann í úrslitaviðureign í Há-
skólabíói í síðustu viku.
Hjálmar undirbýr sig nú undir
lokaglímuna við kennara og skóla-
bækur. „Ég var eiginlega ekkert í
skólanum í fimm vikur. Ég skrifaði
íþróttaritgerð í páskafríinu af því
að ég mætti ekki i íþróttir."
Ertu þá ekki nörd?
„Nei. MA er ekki mikill íþrótta-
skóli. Frá mínum bæjardyrum séð
og margra annarra þá eru það
íþróttaguttarnir sem eru nördar."
Sjálfur hefur Hjálmar meiri
áhuga á harmoníkudrætti og banjó-
plokki, en knattleikni. Hann sér
einmitt um þá þætti spilamennsk-
unnar í hljómsveitinni Helgi og
hljóöfæraleikararnir sem hefur að-
setur í Kristnesi, 601 Akureyri.
Hefð að klúðra fluginu
Á úrslitakeppninni spilaði kapp-
inn á gítar í pontunni og fór með
litið kvæði. „Ég hafði gert það í
fyrstu keppninni og eftir það voru
allir aö hvetja mig til að taka lagið
í þeirri næstu. Ég neitaði, en hét
því að gera það í úrslitum ef við
kæmumst svo langt. Stelpurnar í
liðinu hétu því á móti að sitja fyrir
naktar. Þær eiga eftir að efna þaö
loforð. Við fengum reyndar ferð til
Portúgals í verðlaun fyrir sigurinn
og þegar menn eru á Portúgal eru
þeir ekki á heimaslóðum og ekki
blindaðir af siðferðisvitund land-
ans. Kannski efna þær loforðiö
þar,“ segir hann vongóður. Hann
viðurkennir þó að einn samherja
sinna, Katrín, haíi ef til vill efnt
fyrri hluta, eða jafnvei efri hluta
loforðsins þegar hún beraði á sér
bikínihulinn barminn í Háskóla-
biói. Aö óefndum loforðum undan-
skildum segist Hjálmar hafa kunn-
að prýðisvel við sig í stúlknahópn-
um.
Hvernig gengur undirbúningur-
inn fyrir sig?
„Undirbúningstími fyrir hverja
keppni er ein vika. Við semjum um
umræðuefni í upphafi, ræðum
hvaða rökum við viljum beita og
skrifum svo ræðurnar og þyljum
þær fram á síðustu stundu. Við eig-
um bara eina, mjög skemmtilega
hefð. I hvert einasta skipti sem við
þurfum að keppa annars staðar á
landinu hefur okkur tekist aö
klúðra fluginu og vera þannig á
síðustu stundu. En stressið fyrir
ferðirnar losar oft um hitt stress-
ið,“ segir hann.
haf
Fjölnir í hestana
Innan skamms er
: tíðinda að vænta úr
I heimi fjölmiðlanna
þegar nýtt andlit fær
í að njóta sín á skján-
um. Þarna er um að
ræða hinn vel
| kunna Fjölni Þor-
geirsson sem hing-
Hjálmar Stefán Brynjólfsson er nýkjörinn ræðumaður íslands og hann hefur aldrei verið hrifinn af hippum.
Ertu þá alveg laus viö stress þeg-
ar í keppni er komið?
„Nei. Það getur ýmislegt komið
uppá. í keppninni á móti MR ætl-
uðum við að kveikja i bók á sviö-
inu, en liðsstjórinn gleymdi
kveikjaranum. Hún lét mig ekki
vita hvað væri i gangi og stökk
bara af stað i miðri keppni til að
sækja hann út i sal. Ég þorði ekki
að segja það þá en eftir á sagði ég
þeim frá þvi að ég hefði verið með
kveikjara i vasanum allan tím-
ann.“
Sannfæringarmáttur
dauðans
í úrslitakeppninni var lið MA
meðmæit því að trúarbrögðin væru
slæm. Sjálfur segist Hjálmar vera
efamaður i trúmálum, en bera
mikla virðingu fyrir trúnni.
Gœtiröu talað með hverju sem er?
„Auðvitað gæti ég ekki talað með
sifjaspelli eða morðum, en með
ílestu öðru en siöferðisglæpum. Ég
er ekki að segja að ég gæti ælt ein-
hverju upp úr mér á staðnum. Rök-
in eru aðalatriðið. Að lita umræð-
una af því sem þú vilt segja.“
Hvort heldurðu með Jesú eða
Faríseunum?
„Ég myndi sennilega fylgja Jesú,
en það er erfitt að taka afstöðu til
eldri tíma bókmennta. Ég er hrif-
inn af kristna siðferðinu en Faríse-
amir eru náttúrlega málaðir sem
spiliimenn trúarinnar í Nýja testa-
mentinu.
Sókrates eða sófistarnir?
„Sókrates er náttúrulega minn
maður og annar maður sem byggði
mikið á honum, Sören Kirkegaard,
er miklu meira minn maður.
Sófistarnir voru náttúrlega brillj-
ant ræðumenn og ágætir til síns
brúks.“
Kolbrún Halldórs eóa klámkóng-
arnir?
„Ég hef alltaf staðið í þeirra
meiningu að Kolbrún Halldórs hafi
verið hippi og ég hef alltaf verið á
móti því að það hafi verið eitthvað
flott viö þá. Þeir voru bara í ein-
hverju „frjálsraástakomma-
kjaftæði" og eiturlyfjarugli. Nú
halda allir að ég sé framsóknar-
maður af því að ég svara öllu sem
milliaðili og það er ég ekki. Mér
finnst ekkert að því að nektardans-
staðirnir fái að vera. Ég held að
það séu aðallega gamlir karlar sem
stunda þá og ná honum ekki upp
nema yfir einhverjum rússneskum
strippurum. Kannski lausnin sé að
koma á fót kynlífsþjónustu aidr-
aðra. Ég er samt ekki hrifinn af
kynlifl gamals fólks. Einhvern tim-
ann heyrði ég að graðasta fólkið
væri á elliheimili og ég á erfitt með
að kyngja þeirri fullyrðingu.
Hver er besti rœóumaóur allra
tíma?
„Ég held að það hljóti að hafa
veriö sófisti að nafni Hegesías.
Hann bjó yfir svo miklum sannfær-
ingarmætti að hann gat fengið fólk
til að drepa sig.“
Gamlir
jaxlar
Nokkur kærumál
Sigmar Guðmunds-
son, fréttamaður
[ Stöðvar tvö, varð tví-
I vegis ræðumaður ís-
lands með liði FG
| árin 1988 og ‘90.
„Mesti munurinn á
keppninni nú og þá
er sá að við tókum
i okkur miklu hátíð-
| legar en menn gera I
dag. Keppnirnar okkar voru á köflum yfirnátt-
úrlega leiðinlegar og formfastar. Nú ganga þeir
lengra í grininu og það er allt í lagi ef menn
einbeita sér að rökunum." Með Sigmari í liði
síðasta ár skólagöngunnar var yngri bróðir
hans, Almar, eitt helsta fjármálaséni íslands-
banka FBA, sem einnig varð ræðumaður ís-
lands. „Við Almar vorum eiginlega ósigrandi
teymi," segir Sigmar. Litiil rígur var á milli
bræðranna en öllu meiri skóla á milli. „Menn
eru tapsárir á þessum aldri og það urðu stund-
um leiðindadeilur eftir keppnir og nokkur
kærumál." Engar stúlkur voru með Sigmari í
liði hvernig sem á því stendur. „Það voru af
einhverjum ástæðum færri stelpur sem gáfu
sig í þetta. Þetta var eiginlega hálfgert karla-
sport," segir hann en kveðst sjálfur hafa lært
mikið á því aö láta ræðumennskuna hafa for-
gang. „Þetta var sennilega það gáfulegasta
sem ég gerði í framhaldsskóla. Maður lærir að
koma efni frá sér á skipulegan hátt og að það
sé fleiri en ein hlið á hverju máli. Það hefur
nýst mérvel sem fréttamanni."
Kynntist konunni á
ræðunámskeiði
| Helgi Hjörvar, borg-
arfulltrúi Samfylking-
I arinnar, varð ræðu-
maður Islands árið
[ 1985 með MH. „Ég
held að þetta hafi
veriö fín reynsla fyrir
] póiitík, eða hvað
| annað. Hinir tveir
í ræðumennirnir í lið-
! inu urðu leikarar,
Benedikt Erlingsson og Ásdís Þóroddsdóttir."
Tengslin sem Helgi Hjörvar myndaði viö and-
stæðinga og samherja hafa haldist misvel að 1
hans sögn. „Ég man alltaf eftir því aö ég fékk
nokkra ágæta ræðumenn úr Reykjaneskjör-
dæmi til að skipa liö í Alþýðubandalaginu og
vinna fyrir Ólaf Ragnar, meðal annarra Eirík
Hjálmarsson, Sigriði nokkra úr MK og llluga
Gunnarsson sem nú er aðstoðarmaður Davíðs
Oddssonar. Stuttu eftir að ég vann keppnina
var ég beöinn um að kenna á ræðunámskeiði
í MK og þar var í nokkurra nemenda hópi Þór-
hildur sem varð konan mín. Flosi Eiríksson,
sem ég skráði upp úr því í Alþýðubandalagið
og hefur verið einn helsti félagi minn ! pólitík,
og Hjörleifur Finnsson voru einnig á námskeið-
inu en við lásum saman heimspeki í háskóla.
Þannig aö ég hugsa alltaf til ræðumennskunn-
ar með hlýjum hug."
Sorglegt eða aðdáunarvert
Hafsteinn Þór
Hauksson laganemi
varð ræðumaöur ís-
lands 1996 og ‘98
með Verzlunarskóla
íslands.
„Þaö mætti eigin-
lega segja að ég
I hefði prófað allar út-
gáfur af MORFÍS-úr-
I slitum. Ég fór öll
fjögur árin alla leið í Háskólabíó. í fyrsta skipt-
iö tapaði ég og var ábyggilega lægstur að stig-
um. í annað skiptið tapaði ég en varð ræðu-
maður íslands ásamt Arnari Þóri úr liði FB, (
þriðja skiptið vann ég en var ekki kosinn besti
ræðumaðurinn og í fjóröa skiptið vann ég
bæöi keppnina og titilinn. Síðustu tvö árin var
ég í óbreyttu liði og það myndaðist góð heild
sem gerði sigrana og vinningsferðirnar eftir-
minnilegastar." Hafsteinn er enn viðriðinn
ræðumennskuna og hefur þjálfað lið VÍ og
dæmt keppni reglulega. „Ég hef aðeins misst
af einni ræðukeppni hjá Versló síðan '94. Síð-
an mega aörir ákveöa hvort það sé sorgleg
eða aðdáunarverð staðreynd. Ég held að mað-
ur geti lært mikiö á þessu. Þó að ég væri
staddur á eyöieyju held ég að ræðumennskan
gæti hjálpað mér. Þetta er ákveðinn hugsunar-
háttur sem maður temur sér og það er nógur
sigur að sigrast á sjálfum sér með því að láta
vaða og geta talað í margmenni."
að til hefur verið fastagestur á
skjám landsmanna en þá alltaf
sem gestur. Nú hefur Fjölni víst
verið falið það verkefni að sjá um
hestaþátt á SkjáEinúm og á sá að
taka eitthvað öðruvísi á hesta-
mennskunni, eins og reyndar von
er á þeirri stöð. Samkvæmt heim-
ildum Fókuss hóf Fjölnir afskipti
af hestamennsku fyrir nokkrum
vikum með spúsu sinni, Marín
Möndu, og eru þau skötuhjú víst
kolfallin fyrir sportinu. Óstaðfest-
ar fréttir herma meira að segja að
Manda sé þegar farin að keppa á
mótum en það hefur ekki enn
fengist staðfest. Eftir því sem
næst verður komist verður Fjöln-
ir eini umsjónarmaður þáttarins
sem á að fara í loftið eftir tvær
vikur og verður gaman að sjá
hvernig fyrrum tengdasyni Bret-
lands ferst það úr hendi.
Einar í leikhúsið
Á næstunni verður frumsýnt í
Hafnarfjarðarleik-
húsinu leikritið I
Platanov eftir <
Tsjekhov í upp-
færslu Nemenda-
leikhússins og er |
þetta útskriftarverk-
efni leikhússins. Út-1
skriftarárgangur I
Leiklistarskólans er stjörnum
prýddur þetta árið og ætti fólk
sérstaklega að taka eftir þeim
Elmu Lisu Gunnarsdóttur og
Björgvin Franz Gíslasyni.
Verkið er annars stórskemmti-
legt en það lýsir einu stóru eft-
irpartíi, nokkurn veginn að ís-
lenskum sið, því sagan segir að
þar séu allir hreinlega með öll- <
um. Rúsínan í pylsuendanum er
svo að hið „útvarpsvæna“ lag
Einars Bárðarsonar, Farin, í
flutningi Selfyssinganna í Skíta-
móral, fær að hljóma í verkinu.
Þetta getur ekki orðið annað en
áhugavert.
20. apríl 2001 f Ó k U S
15