Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Side 8
Flestir gera sér grein fyrir möguleikanum að hraða stefnumóti sínu við dauðann og í svo fámennu landi
sem ísland er þekkja nánast allir dæmi um manneskju sem hefur svipt sig lífi. Tíðni sjálfsvíga hjá ungu
fólki hér á landí hefur, líkt og annars staðar á Vesturlöndum, vaxið jafnt og þétt á rúmum tveimur áratug
um og umræðan urn þau er að sama skapi orðin meiri og opnari, Margir vilja kenna aukinni áfengis- og
fíkniefnaneyslu um að fleiri kjósi dauðann fram yfir lífið og í vikunni fengum við óþægilega áminningu um
tengsl þessara tveggja þátta þegar maður fýrirfór sér á meðan lögreglan rannsakaði fíkniefnamisferli hans
Það er fyrst nú, á síðustu árum,
sem má sjá aðstandendur fjalla um
sjálfsvíg ástvinar í minningar-
greinum og ræða þau opinskátt.
Sjálfsvíg standa okkur óþægilega
nærri um þessar mundir. Fyrir
fimm árum birtist skýrsla um
sjálfsvíg sem unnin var að beiðni
Alþingis. Hún staðfesti grun sér-
fræðinga um að þeim færi fjölg-
andi. I næstu viku birtist ný
skýrsla um málefnið.
Sjálfsvígs-
tilraunir
Áætlað er að hér á
landi séu árlega
gerðar 450 tilraunir
til sjálfsvíga. Minna
en einn tíundi hluti
þeirra tekst. Árið
1996 fyrirfóru sér 33.
Það eru aðeins 7,33%
af þeim 450 sem gera
má ráð fyrir að hafi
ætlað sér eigin
dauða það árið. At-
hyglisvert er að kon-
ur gera mun fleiri
tilraunir til sjálfs-
morðs en karlar. Aft-
ur á móti eru karl-
menn I mjög miklum
meirihluta þeirra
sem láta lífið fyrir
eigin hendi og sjálfs-
vig eru önnur al-
gengasta dánarorsök
ungra karlmanna.
Þessi munur hefur
verið útskýrður með
þeim misjöfnu að-
ferðum sem kynin
beita. Karlmenn
nota aðferðir sem
bregðast síður, beita
skotvopnum, gasi,
láta sig detta úr mik-
illi hæð eða hengja
sig. Konur grípa oft-
ast til lyfjaglassins
og auka þar með lík-
umar á að læknar
geti komið þeim til
bjargar. Þær sjálfs-
morðstilraunir sem
misheppnast geta
haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir við-
komandi og fara
sömuleiðis eftir að-
ferðunum. Alvarleg-
ust þeirra er þó
sennilegast hættan á
að viðkomandi end-
urtaki leikinn. Það
er hlutverk Hagstof-
unnar að skrá sjálfs-
víg á íslandi. en
aldrei er hægt að
vera viss um nákvæman fjölda
þeirra. Oft leikur vafi á því hvort
um slys eða sjálfsvíg sé að ræða.
Gera verður ráð fyrir því að hluti
þess fólks sem drukknar eða keyrir
út af vegum, eitt í bíl, hafi ætlað
sér að deyja en erfitt að fullyrða
um slíkt.
Tegundir sjálfsvíga
Sjálfsmorð eru ekki nýtt fyrir-
bæri. í sögu mannkyns eru ótal
heimildir fyrir sjálfsvígum af ýmsu
tagi. Sum hafa verið framin af póli-
tískum ástæðum og trúarlegum og
gert sjálfsmorðingjana að píslar-
vottum. Sjálfsmorðsárásir jap-
anskra flugmanna í síðari heims-
styrjöld og múslímar sem dáið hafa
í eigin sprengjutilræðum eru dæmi
um slíkt. Aðrir hafa svipt sig lífi
opinberlega til að vekja athygli á
málstað sínum. Einnig eru ótal
dæmi um einstaklinga sem kosið
hafa þetta lokaúrræði þegar þeim
virðist sem öll sund séu lokuð og
öll sæmd sín horfin.
Þaö er lítill ljómi yfir þeim sjálfs-
morðum sem framin eru dags dag-
lega um allan heim af nokkuð
venjulegu fólki sem tollir ekki leng-
ur við og sér einu lausn sína í
dauðanum. Það er ómögulegt að
segja til um það með vissu hvað
það er sem fær fólk til að binda
enda á líf sitt. Margir sérfræðingar,
á mismunandi sviöum, hafa reynt
að rannsaka sjálfsvíg en fengið fáar
niðurstöður. Orðið hafa til sérstök
sjálfsvígsfræði sem fjalla um að-
draganda sjálfsvíga. Vitað er að
meirihluti þeirra á sér rætur í
langvarandi þunglyndi en yfirleitt
tvinnast margir þættir saman.
Bent hefur verið á augljós tengsl
sjálfsmorða við áfengis- og fikni-
efnavanda og ljóst er að válegir at-
burðir í umhverfinu og mikið mót-
læti eru áhættuþættir. Sýnt þykir
að hættan á keðjuverkun sjálfs-
morða sé mikil, sérstaklega í litlum
samfélögum. Meiri hætta er á að
einstaklingur fremji sjálfsvíg ef það
er þegar hluti af raunveruleikan-
um sem hann lifir í og sjálfsvíg hef-
ur átt sér stað innan fjölskyldunn-
ar eða vinahópsins. Umfjöllun fjöl-
miðla getur einnig skipt sköpum.
Þegar mikiö er rætt um sjálfsmorð
frægs fólks, svo sem poppstjarna
eða annarra frægðarmenna, og þau
sveipuð dulúð og dýrðarljóma,
eykst hættan mjög á sjálfsmorðs-
faraldri.
„Rétturinn" til að
svipta sig lífi
„Sagt er að birtingarform and-
látsins séu óteljandi en það er
einungis til einn dauði. Flestir
reyna að verða
ekki á vegi hans
en lítill hópur
mælir sér þó mót
við dauðann.
Þýski heimspek-
ingurinn
Friedrich
Nietzsche segir
einhvers staðar:
Möguleikinn á að
fremja sjálfsvíg
hefur bjargað
mörgu mannslíf-
inu. Sjálfsmorðið
er einhvers konar
brunaútgangur úr
lífinu: mönnum
verður rórra af
þvi að vita af hon-
um þótt þeir noti
hann ekki.“
Þannig hljóða upp-
hafsorðin i fyrir-
lestri sem Óttar
Guðmundsson
geðlæknir hélt um
sjálfsvíg ungs
fólks á dögunum.
Óttar veltir meðal
annars fyrir sér
spurningunni um
rétt einstaklings
til að svipta sig lífi
og rekur stuttlega
heimspekilega
rökræðu um það.
Hann bendir á að
hinn gríski Plató
andmælti siðferð-
islegum rétti til
sviptingar eigin
lífi en rómverskir
Stóuspekingar
töldu hann gildan.
Ágústínus kirkju-
faðir fordæmdi
sjálfsmorð árið 400
e. Krist og kristni
heimspekingurinn
Tómas frá Aquino
taldi sjálfsvígið
höfuðsynd gegn
sköpunarverki
guðs. Immanuel
Kant tók í sama
streng og sagði:
„Sjálfsvíg er óá-
sættanlegt vegna
þess að guð bannar það; guð
bannar það vegna þess að það er
ekki ásættanlegt." Á íslandi var
lengi farið með sjálfsmorðingja
sem syndara, að sögn Óttars.
Þeim var holað niður á víðavangi
en ekki innan kirkjugarða og
fengu hin verstu eftirmæli. En
eftir að Sigmund Freud hélt því
fram árið 1917 að sjálfsvígið væri
einkenni um geðsjúkdóm hafa
fæstir litið á það sem synd. í kjöl-
farið segir Óttar: „Mín skoðun er
sú að vaxandi tíðni sjálfsvíga í
Vesturheimi stafi ekki af neinni
tilvistarlegri sjálfstæðisyfirlýs-
ingu heilbrigðra heldur sé sjálfs-
víg verknaður, framinn í örvingl-
an og uppgjöf stundarinnar."
Ný skýrsla
Högni Óskarsson læknir vann
að gerð nýjustu skýrslu land-
læknis um sjálfsvíg sem birtist í
næstu viku. Margir komu að
skýrslugerðinni úr heilbrigðis-
og félagsmálageiranum, lögreglu,
kirkjunni og ýmsum grasrótar-
hreyfingum. Högni telur eðlilegt
að mikil sveifla sé í sjálfsmorðs-
tíðni hér á landi sökum smæðar
samfélagsins, jafnvel þó stundum
sé allt að helmings hækkun eða
lækkun á milli ára. Hann segir
• að toppur hafi orðið á síðasta ári
í sjálfsmorðum en engan veginn
víst að það haldist. Það sem helst
er til ráða er að stuðla að virkari
fyrirbyggjandi aðgerðum í þjóðfé-
laginu og til þess þurfi aðstoð
allra. Tillögurnar verða kynntar
á næstunni.
Lýsing sjónar-
votts sem gekk
fram á mann sem
stokkið hafði úr
Hallgrímskirkju-
turni.
„Hann
hlaut að
hafa
stokkið“
„Þaö var fallegur dagur og ég gekk fram
hjá Austurbæjarskólanum og stefndi
upp Skólavörðuholtið. Þegar ég gekk
fyrir hornið á Hallgrímskirkju sá ég aö
það lá maöur fyrir framan kirkjuturninn;
fólk þusti út úr kirkjunni og stumraði yfir
honum. Mér brá mjög en áttaði mig
nánast strax á því að hann hlyti að hafa
stokkið. Hefði ég veriö nokkrum sek-
úndum fyrr á ferðinni heföi ég horft á
hann lenda.
Ég gekk aö honum og horfði á hann.
Þaö var óhugur í manni og andrúmsloft-
iö var þrungiö skelfingu. Fólk hljóp enn
inn og út úr kirkjunní.
Síðan gekk ég heim í rólegheitum. Þeg-
ar heim var komið settist ég niður og þá
byrjaöi ég aö nötra eins og hrísla. Ég
fylltist reiði; fannst maöurinn vera dóni
aö gera mér þetta. Eftir smástund upp-
götvaði ég að ég var farinn að ganga um
gólf í íbúöinni. Ég hef örugglega gengiö
um í klukkutíma í íbúöinni og vissi ekk-
ert hvernig ég átti að vera.
Nóttina eftir svaf ég mjög iila. Hjart-
slátturinn var hraöur, ég svitnaði og sá
manninn stööugt fyrir mér.
Núna er nokkuð liöið frá því þetta gerð-
ist og ég hugsa lítið um atburöinn. En
mér er í fersku minni líöan mín og sé
manninn fyrir mér þegar ég rifja þetta
upp.“
f Ó k U S 27. apríl 2001
8