Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Side 9
40 35 30 25 20 15 10 5 Fjöldi 6 Sjálfsvíg á íslandi 1951-1996 7 Ef K 37 31 5 Konur 13 1 13 14 K 2 m ■ 9 Kariar ít;- j .:KK m,. | ‘51 ‘56 ‘61 ‘66 ‘71 8 14 4 19 15 I 3 26 10 ■KK' 23 K 4 m I m Wm. IJ ‘78 ‘79 ‘80 ‘81 33 " 7 12 ■ 1 ft 25 25 h W I K m i Heimild: Hagstofa Islandsg 5 - 4 5 ‘51 ‘56 ‘61 ‘66 ‘71 ‘75 ‘76 ‘77 ‘78 ‘79 ‘80 ‘81 ‘82 ‘83 ‘84 ‘85 ‘86 ‘87 ‘88 ‘89 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 Rauði krossinn rekur neyðarathvarf fyrir ungt fólk þar sem boðið er upp á trúnaðarsíma þar sem'fólk get- ^ ur deilt vandamálum sínum með sérfróðu fólki og fengið aðstoð þess. Edda Hrafnhildur Björnsdóttír, for- stöðumaður athvarfsins, segir nokkuð um það að ungt fólk sem hringir í trúnaðarsímann sé í sjálfs- morðshugleiðingum og hafi slíkum símtölum fjöigað mikið undanfarin ár. Uppgjöf en ekki hetjuskapur „Þetta eru þau símtöl sem taka mest á og taka lengstan tíma. Við getum ver- ið í allt að tvo tíma að tala við fólk sem telur sig vera búið að gefast upp á líf- inu en það væri kannski ekki að hringia í okkur nema af því að það vill þiggja hjálp. Þetta getur auðvitað verið mjög gefandi starf en er líka erfitt vegna þess að þetta er trúnaðarsími og við leggjum áherslu á að koma til móts við fólk þar sem það er statt í tilver- unni. Við erum því ekki með númera- birti þannig að við getum ekki rakið hvar fólkið er. Við verðum bara að sitja uppi með óvissuna. í flestum tilvikum tekst okk- ur sem betur fer að fá viðkomandi til að skipta um skoðun. Stundum fáum við leyfi hringjanda til að koma til hans eða senda hjálp. Oft hringir fólk svo í okkur daginn eftir til að þakka fyrir sig og segja okkur af líðan sinni og það er auðvitað ákaflega vel þegið,“ segir Edda Hrafnhildur Björnsdóttir í Rauðakrosshúsinu þegar hún er beðin að lýsa því hvernig þau takist á við símtöl frá ungu fólki í sjálfsvígshug- leiðingum. Vorið erfitt fyrir þunglynda Að sögn Eddu fengu þau fjölmörg símtöl á síðasta ári sem á einn eða annan hátt tengdust sjáifsvígum. Alls hringdu 80 manns sem voru að hug- leiða að taka líf sitt, 58 hringdu því þeir höfðu áhyggjur af öðrum sem ætl- uðu að taka líf sitt og'24 hringdu vegna þess að þeir höfðu misst einhvern sem tók líf sitt. Þó að þetta sé frekar litið hlutfall af heildarfjölda símtala sem Trúnaðarsiminn tekur á móti eru þetta nokkuð háar tölur og lausleg at- hugun Eddu bendir til að enn fleiri símtöl, tengd sjálfsmorðum, hafi kom- ið inn það sem af er þessu ári. „Ég held að það hafi verið óvenju mikið það sem af er þessu ári og sér- staklega í janúar og febrúar. Þá var greinilegt að hörmungarnar á síðasta ári, jarðskjálftarnir á Suðurlandi og slysin öll, þar sem ungt fólk lét lífið, kalla fram þessa hugsun hjá fólki sem er eitthvað veikt fyrir.“ Er almennt meira um þetta á ákveön- um tímum árs, eins og í versta skamm- deginu? „Ég hef nú ekki tekið það saman en þetta kemur kannski fram þegar myrkrið hellist yfir i janúar. Reyndar er vorið líka erfitt fyrir þunglynt fólk, þegar allir eiga að vera voða hamingju- samir og glaðir en sá sem er þunglynd- ur nær ekki þessari gleði, þá finnur hann sig enn frekar öðruvísi og einan.“ Dópið eykur líkurnar Edda Hrafnhildur hefur starfað í Rauðakrosshúsinu í tæp fjögur ár og segist hún sjá mikinn mun á á neyslu ungs fólks. Hún segir að krakkarnir í dag séu í mun meiri hættu gagnvart því að ánetjast efnum þar sem bæði er auðveldara aðgengi og hættulegri efni á markaðnum heldur en fyrir nokkrum árum. Það sé staðreynd að margir byrji að misnota áfengi og önnur vímuefni vegna undirliggjandi vandamála sem þau treysti sér ekki að takast á við eða fá ekki nægan stuðning til. Er hœgt aö fullyröa um bein tengsl á milli neyslu og sjálfsmoröa? „Mér finnst það eiginlega segja sig sjálft að þegar fólk sem er í sjálfsvígs- hugleiðingum deyfir dómgreindina með áfengi eða öðrum fikniefnum er það mun líklegra til að skaða sjálft sig,“ segir Edda. Hver eru verstu tilvikin sem þiö lend- ió í? „Verstu tilvikin eru auðvitað þegar fólk er alveg staðráðið í því að gera þetta og hringir bara til að segja ein- hverjum frá þvi og kveður og maður veit síðan ekki meir hvað gerist. Þá er kannski oft um að ræða fólk sem er í neyslu; það er erfiðara að nálgast það fólk.“ Er mikið um aö fólk hringi í annar- legu ástandi? „Nei, við neitum yfirleitt að tala við fólk á meðan það er í vímu en bjóðum því jafnframt að hringja síðar.“ Fleiri sjálfsvígstilraunir hjá stúlkum Þegar skoðaðar eru tölur um sjálfs- víg og sjálfsvígstilraunir kemur í Ijós aö sjálfsvígstilraunir eru mun fleiri hjá stúlkum á íslandi en drengir fremja aftur á móti fleiri sjálfsvíg. Helduróu að það sé einhver ástœöa fyr- ir þessu? „Ég hef nú heyrt tilgátur eins og þær að strákar séu vanari hættulegri tólum og tækjum og þeir noti einfald- lega aðferðir sem virka, því miður. Sumir vilja meina að stúlkurnar vanti kjarkinn til að klára þetta en ég held að það gangi enginn svo langt að skaða sig nema töluverð alvara sé að baki og auðvitað ber alltaf að lita slík- ar tilraunir alvarlegum augum,“ segir Edda og bendir á að stúlkur séu meira í því að rista sig og taka inn lyf. Þær tilraunir virðist síður takast en Edda segir þó að þessar tilraunir séu alveg sama hróp á hjálp. „Menn eru farnir aö tala heiöarlegar um þaö aö viðkomandi sé ekki hetja fyrir þaö sem hann gerir. Þetta er uppgjöf og merki um vanlíðan en ekki hetjuskapur.“ Að horfast í augu við vandamálið „Það eru ekki allar sjálfsvígstilraun- ir á íslandi skráðar. En það sem er verra er að þegar fólk gerir augljósa til- raun til sjálfsvígs fær það oft ekki næga hjálp í framhaldinu." Hefur ekki veriö hálfgeröur feluleikur í kringum þessi mál? „Jú, en sem betur fer hefur land- læknir látið vinna mjög vel úr því á síðustu mánuðum að koma yfir þetta betri skráningu og vinna að betri lausnum. Það er búið að vinna skýrslu með tillögum, t.d. um sólarhringssíma til að sinna fólki í sjálfsvígshugleiðing- um,“ segir Edda og bætir við að fólk verði einfaldlega að hætta að skamm- ast sín, horfast í augu við vandamálið og þiggja hjálp. Fólk sé of mikið að hugsa um að hylma yfir þessi mál til að vernda mannorð sitt eða fjölskyldunn- ar. „Það hafa líka átt sér stað múgæs- ingar á Islandi í kringum sjálfsmorð: Einn fremur sjálfsmorð og þá kemur einhver alda í sama samfélagi. Menn eru farnir að tala heiðarlegar um þessa hluti. Þetta er uppgjöf og merki um vanlíðan en ekki hetjuskapur." Vissir þú að... * Sjálfsvíg eru önnur algengasta dánarorsök ungra karlmanna á aldrinum 15-24 ára hér á landi. * Aukning hefur oröið á sjálfsvígum meðal kvenna á aidrinum 55-64 á síðari árum. * Á árunum 1950-1994 voru skráð sjálfsvíg fjórðungi fleiri en dauðsföll af völdum um- ferðarslysa. * Á árunum 1950-1994 voru skráð sjálfsvíg hér á landi að meðaltali um 23 á ári. * Ef niðurstöður norskra rannsókna um skráningu sjálfsvígstilrauna eru heimfærðar á ísland má ætla að miðað við mannfjölda séu sjálfsvígstilraunir hér á landi um 450 en tíðni sjálfsvíga er svipuð í löndunum tveimur. * Talið er að 30-50% þeirra sem gera sjálfs- vígstilraun eigi við áfengisvandamál aö stríða. * j könnun sem gerð var árið 1992 á meðal 14-16 ára unglinga á öllu landinu kom í Ijós að 6,1% þeirra sagðist einhvern tímann hafa gert sjálfsvígstilraun. * 3,6% svarenda í sömu könnun sögðust hafa gert sjálfsvígstilraun á síðustu tólf mán- uðum áður en könnunin var gerð. * í rannsókn frá 1992 kemur fram að um 23% pilta og 38% stúlkna á aldrinum 15-16 ára sögðust einhvern tíma hafa hugleitt sjálfsvíg. * í annarri íslenskri rannsókn, sem náði einnig til annarra aldurshópa, kom fram að einungis tæplega 7% -fólks á aldrinum 55-57 ára sagðist hafa hugleitt sjálfsvíg ein- hvern tímann á ævinni. Algengustu dánarorsakir Samkvæmt upplýsingum úr Skýrslu nefndar um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á íslandi sem kom út áríð 1996 og unnin er upp úr tölum frá Hagstofu jslands eru það hengingar, drukkn- anir og skotáverkar sem eru helstu dánarorsakir þeirra sem fremja sjálfsmorð á íslandi. Skoðuð voru tvö ttmabil, 1976-1980 og 1990-1994 og kom fram nokkur munur á þessum tímabilum. Á fyrra tímaþilinu létust flestir eftir skotáverka, eða 32%, en 24% létust af völdum drukknunar. 19% þeirra sem frömdu sjálfsmorð á árunum ‘76- '80 hengdu sig, 8% létust af völdum eitrunar og önnur 8% af völdum gass, en 4% eftir stungusár og 2% eftir fall svo það helsta sé nefnt. Á síðara tímabilinu, 1990-1994, létust aftur á móti flestir, eða 30%, eftir hengingu en 23% af völdum gass. 16% sjálfsmorða voru framin með skotvopni á tímabilinu en 15% með því að inn- byrða eitur. Öllu færri drekktu sér en á fyrra tíma- bilinu, 10% á móti 24% á því fyrra. Á síðara tímabilinu hafa einnig verið teknar sam- an tölur sem sýna mun á sjálfsmorðum eftir kynj- um og eru það athyglisverðar niðurstöður. Þar kemur í Ijós að 40% af sjálfsmorðum kvenna eru af völdum eitrana á móti einungis 8% karla. Drukknanir eru einnig mun algengari meðal kvenna en karla, eða 26% á móti 6%. Þá á ein- ungis eftir að nefna tvær sjálfsmorðsaðferðir sem íslenskar konur beittu á þessu timabili, 17% sjálfsmorða þeirra voru gerð með notkun gass á móti 24% sjálfsmorða karla, og 17% voru fram- kvæmd með hengingu á móti 33% sjálfsmorða karla. 20% sjálfsmorða íslenskra karla á tímabilinu voru aftur á móti framkvæmd með skotvopni, 4% áttu sér .stað með falli, 2% eftir stungusár og 3% eru undir flokknum annað. Augljóst er af þessu að kynin beita mismunandi aðferöum þegar ákvörðun um að taka líf sitt er tekin og er fjallað um ástæður þess annars stað- ar á síðunni. Dánarorsök viö sjálfsvíg á íslandi -1990-1994 eftir kynjum ■6 Heimild: Skýrsla nefndar um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á Islandi, 1996, bls. 34. Henging Drukknun Skotáverki Stungusár Fall Annað 45 40 35 30 25 20 15 10 5 % 30 16 1 Dánarorsök við sjálfsvíg 23 10 32 á íslandi -1976-1980 og 1990-1994 15 H 24 Heimild: Skýrsla nefndar um 19 § O könnun á tíöni og orsökum sjálfsvíga á íslandi, 1996, bls. 33. 8 8 H £ 1 3 2 o BSSÍIth .; ■i' _J K.. 4 12 fe2 mJ> Eitranir Gas Dmkknun Skotáverki Stungusár Fall flnnað Síðkomin eftirköst 27. aprtl 2001 f ó k U S 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.