Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Qupperneq 10
Upprisuhátíð Hljómalíndar stendur fyrir dyrum *og mikið verður um dýrðir næstu vik- urnar. Hápunktur- inn verður þann Ijórða júní þegar Sigur Rós, Hljómar, Gras og fleiri troða ^upp á stórtónleik- um. Upprisa Hljómalindar BNæstu vikurnar verða skemmtilegar fyrir sanna tónlistaráhuga- menn. Tilefnin eru ær- in en þau tengjast flest upprisu Hljóma- lindar. Upprisan hefst [ með hinum Verkalýðs- uansieik Hljómalindar „f þágu alþýðunnar", 30. aprfl, á Kaffi Reykjavík. Dansleikurinn mun að venju standa fram á ” rauða fyrsta mafnótt. Það vakti nokkra athygli á upprisutónleikum Utangarðsmanna fýrir ári að hin rómaða dæg- urlagasveit Lúdó og Stefán reis upp með Bubbanum og félögum hans. Utangarðsmenn hættu aftur en Lúdó og Stefán héldu áfram og hefur verið brjálað að gera hjá þeim i allan vet- ur við spilirí. Auk þeirra verður Dægur- lagapönksveitin Húfa og Jagúar. Húsið opnar klukkan ellefu. Blonde Redhead koma Það dregur heldur betur til tíðinda dagana 9. og 10. maf. Þá heldur upp- H risuhátíöin áfram og Kidda hefur tekist að fá til landsins Blonde Redhead sem hefur vakið mikla athygli und- anfarið. íslendingar hafa flykkst f Hljómalind til að kaupa sér tónlist þeirra og nú er komið að því að sjá þá lifandi á sviði. Fyrst spilar sveit- in í MH en seinna kvöldið verða tónleikar þeirra á Kaffi Reykjavík. Tónleikar aldarinnar Stórvinir Kidda f hljómsveitinni Fuck koma til landsins sföari hluta maí og halda tvenna tón- leika; f MH og á Kaffi Reykjavík, dagana 24. og 25. maí. Þann fjórða júní nær hátfðin hápunkti sfnum þegar Kiddi í Hljómalind hóar saman nokkrum snillingum í eitthvert stórt hús á höfuöborgar- svæöinu til að halda tónleika aldarinnar. Sigur ■Jt Rós, Hljómar, Gras og jafnvel höfuðpaur Propellerheads, Alex Gifford. Við getum jafn- vel búist við fleiri velunnurum Hljómalindar, Preston School of Industry og Modest Mouse gætu mætt á klakann öðru hvorum megin við Hróarskelduhátíðina. Það er Ijóst að byltingin lifir og Hljómalind hef- ur ekki lagst með tærnar upp í loft. Svo opnar líka vefurinn hljómalind.is innan skamms. Godsmack er eitt af stærstu rokkböndunum í Ameríku í dag, svona í útvarpinu allavega, og á von á áframhaldandi vinsældum í kjölfar nýrrar plötu sem kemur út á mánudaginn. Frosti Logason kafaði ofan í sögu sveitarinnar og kannaði hvað væri á döfinni. Hljómsveitin sem kyssti enga rassa „Viö erum bara orönir meira af því sem viö vorum,“ segir Sully, „þessi lög eiga eftir aö sparka fast í marga rassa.“ Hljómsveitin Godsmack spilar svitafýlu-rokk í sinni skýrustu mynd. Fyrir stuttu vissi ég fátt annað um sveitina en að hún átti lagið „whatever" á Radíó-X og að nafnið á bandinu var fengið frá gömlum góðum Alice in Chains slagara af plötunni Dirt. Það er líka ein af fáum sveitum sem hægt er að líkja Godsmack viö en margir segja að hún sé frábær blanda af Alice in Chains og Metallica. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar hét einfaldlega Godsmack og kom út árið 1998 hjá óháðu plötufyrirtæki að nafni Republic. Sú plata varð byrjunin á því sem enginn í her- búðum Godsmack átti von á. Þ.e.a.s. þær hrikalegu vinsældir sem hljómsveitin hefur búið við síðan að vinur þeirra á útvarps- stöðinni WAAF í Boston byijaði að spila lag af plötunni þeirra með dramatískum afleiöingum. Strák- arnir sem voru alltaf vanir því að selja plöturnar sínar bara sjálfir, á tónleikaferöum og i litlum plötu- búðum í Boston, fóru allt i einu að fá fleiri fyrirspurnir og stærri og stærri pantanir sem leiddi til þess að platan fór í gull og á endanum í þrefalda platinum-sölu. Gert á gamla mátann Söngvari sveitarinnar, Sully Ema, sagði um leið hennar á topp- inn; „Viö gerðum þetta bara á gam- aldags mátann, við auglýstum okk- ur sjálfir meö dreifimiðum, plakötum og góðum tónleikum. Við gerðumst ekki „sell-out“ og kysst- um enga rassa og sjáum ekki eftir neinu í dag.“ Áður fyrr var Sully meira heldur en bara söngvari Godsmack, því í upphafi var hann líka umbi, bókari og trommari sveitarinnar. Hann stofnaði bandið með bassaleikaranum Robbie Merrill en þeir réðu gítarleikarann Tony Rombolo og síðan Tommy Stewart á trommur þegar Sully var farinn að þyrsta í sviðsljósið fremst á sviðinu. Það var engu líkara en að Godsmack hefði orðið heims- fræg á einni nóttu en það segja strákarnir vera af og frá. „Þegar maður er búinn að spila fyrir fram- an 40 manns kvöld eftir kvöld I þrjú ár finnur maður virki- lega hvað þetta tekur langan tíma,“ segir Sully en þá verð- ur uppskeran líka enn sætari og því hafa Godsmack-liðar svo sannarlega fengið að kynnast. Þeirra fyrsta breið- skífa var í 86 vikur á Bill- board topp 200 listanum, lag- ið Whatever var mest spilaða lag ársins 1999 á active rock útvarpsstöðvum og á metið í lengd dvalar á vinsældalist- um sömu stöðva, eða 59 vik- ur, auk þess að eiga metið á topp tíu en þar sátu þeir í 33 vikur. Ofan á þetta allt sam- an hafa þeir unnið til ótal verðlauna, átt þrjú önnur lög á hinum og þessum listum og selt upp á hverja einustu tón- leika síðan í byrjun árs 1999. Enaar brellur, bara graoug svín En hver er galdurinn á bak við svona gífurlega velgengni þrátt fyrir lítil efni? Sully seg- ir að lög hljómsveitarinnar út- skýri það alveg sjálf. „Þetta er bara hreint rokk. Engar brell- ur, ekkert rappkjaftæði, ekk- ert teknó, bara hátt og hrátt rokk, punktur." Og er kapp- inn sannfærður um að nýja platan eigi eftir að ganga eins vel ef ekki betur heldur en fyrri platan. Lögin á nýju plöt- unni eru þeirra bestu til þessa, að þeirra eigin sögn. Lagasmíðarnar þroskaðri, harðari og hrárri en enn þá sama Godsmack-tilfinningin. „Við erum bara orðnir meira af því sem viö vorum,“ segir Sully, „þessi lög eiga eftir að sparka fast í marga rassa." Ástæðuna fyrir þvi segir hann vera að lögin eru öll samin á stanslausum tónleikaferðum og það er einmitt þannig sem Godsmack kann best við sig. „Á sífelldum ferðalögum og í endalausri vinnu, þannig náum við því besta úr okk- ur.“ Nú þegar eru tvö ný lög farin að hljóma á útvarpsstöðvum i Banda- ríkjunum og hér heima á eina radíó- inu sem rokkar. Titillag plötunnar, „Awake“, er góð lýsing á þeirri vakningu sem heimurinn varð fyrir með komu Godsmack og lagið „Greed“ er sannsögulegt lag um að- ilann sem lánaði þeim upphaflega fyrir gerð fyrstu plötu þeirra en stakk þá svo í bakið. „Hann hafði boðist til að lána okkur þessa 2500 dollara sem það tók að gera plötuna og vildi ekki fá neitt af peningunum til baka. Við hins vegar borguðum honum allt til baka plús 10 000 doll- ara í þakkarskyni en eftir það kom hann með lögsókn á rassgatið á okk- ur og heimtaði 10% af öllum gróða hljómsveitarinnar, gráðugt svín,“ sagði Sully og er greinilega ekki sáttur við gamla félagann. Duglegir og sveittir Nýja platan kemur út á mánudag og þá fara svitadroparnir að renna á ný. Haldið verður af stað í Amer- íkutúrinn „Wake The F*** Up To- ur“ í lok maí en enn er óvíst hvort bandið mun heimsækja Evrópubúa í sumar. Spurningin er bara hvort við munum ekki hvort sem er fmna svitafýluna af þeim félögum yfir Atlantshafið því þeir eru svo sannarlega eitt af duglegustu bönd- unum í bransanum í dag. En þang- að til eitthvað annað kemur í ljós er ykkur óhætt að heimsækja bandið á heimasíðu þess, www.godsmack.com, hún er helvíti flott og segir allt sem segja þarf. plötudómur JFM / Made in Reykjavik ★★★★ Gamli djassbræðingurinn settur í nýtt samhengi Jakob Magússon hefur víða komið ** við á tónlistarferlinum. Auk þess að vera stoðlimur í Stuðmönnum þá hef- ur hann spilað djassbræðing í L.A., trip-hop í London og tölvupopp í Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Þessi ólíku verkefni hafa lukkast misvel. Strax-ævintýrið, sem varð til í kjölfar leiðtogafundarins í Höfða, er dæmi um misheppnaðan gjöming (aðalatriðið, sjálf tónlistin, var hörmung!) en Bone Symphony, sem var islenskt-enskt synta-band á níunda áratugnum, er vanmetið í rokksögunni og hefði gjarnan mátt starfa lengur. Tónlistarleg ævintýramennska Jak- Ti obs hefur stundum þótt tækifærissinn- uð. Jack Magic Orchestra var t.d. trip- hop stæling sem, þó að hún væri ekki alslæm, bætti litlu við þá stefnu og kom að auki fram þegar plötufyrir- tæki heimins voru að átta sig á því að það yrðu kannski ekki allir ríkir á því að herma eftir Massive Attack og Portishead. Þegar ég heyrði fyrst af JFM-plöt- unni sem er hér til umfjöllunar og að Jakob væri þarna að fást við djass- skotna tónlist í anda St. Germain þá verð ég að viðurkenna að það fyrsta sem mér flaug í hug var: „Aha!, enn stekkur Frímann flugkappi á nýjustu tískuna". Það er samt auðvitað í hæsta máta ósanngjarnt þar sem Jakob er margreyndur djassgeggjari, valin- kunnur bræðings-frömuður og einn af fyrstu íslendingunum til þess að nota tölvur í popptónlist, þannig að tónlist sem byggir á þessu þrennu hlýtur að vera manninum eðlislæg, ef ekki hreinlega köllun. „Made in Reykjavik" hefur að geyma 8 lög sem öll eru þannig byggð upp að lifandi hljóðfæri spila yfir for- ritaða tölvugrunna. Tónlistin er að mestu án söngs. Þetta er djassskotin f Ó k U S 27. apríl 2001 og grúví tónlist - eins konar nútímaút- gáfa af djassbræðingi. Bítin eru m.a. forrituö af Steve Sidelnyk, sem er margreyndur eftir samstarf við Massi- ve Attack, William Orbit og Madonnu. Jakob hefur fengið til liðs við sig hóp afbragðshljóðfæraleikara sem láta gamminn geisa á plötunni. Þar á með- al eru blásararnir Sigurður Flosason, Jóel Pálsson, Birkir Freyr Matthías- son, Simon Taylor og Guy Barker, gít- arleikararnir Tim Rennick og Bob Ro- berts, auk þess sem Jakob sjálfur fer á kostum á hljómborði, píanói og orgeli. Platan hefur ágætan heildarsvip en lögin eru hvert með sínu sniði, mis- hröð og grunntaktarnir ólíkir. „Slow Down“ er t.d. mjúkt og sveimandi drum & bass sem gæti passað ágætlega inn i prógrammið hjá mönnum eins og LTJ Bukem á meðan Once in a Lifetime er byggt yflr rólegan fónk rokk grunn. Ionized sker sig svo nokk- uð úr en í því er söngur. Það minnir helst á einhvers.konar 80’s gæðapopp. Á heildina litið er þetta fín plata, að mínu mati sú besta sem Jakob hefur komið nálægt í langan tíma. Það má segja að Jakob sé hér að vinna með tónlist sem hann þekkir vel frá fyrri verkefnum en kynnir hana nýjum straumum. Gamli djassbræðingurinn kallast á við raftónlist nútímans. Jobbi Maggadon hittir dýrin í stórborginni. Oft virkar þetta mjög vel (t.d. í Slow Down, 5 A.M. og Jack’s Back In Town) en sums staðar tekst ekki alveg að gæða lögin lífi á sannfærandi hátt. Tölvugrunnamir eru þá of hektískir og ná ekki að anda og grúvið skilar sér ekki. Þetta er þó undantekningin. Á heildina litið er þetta prýðisgripur og góðu hlutirnir vega þyngra en þeir slæmu. Trausti Júliusson Á heildina litið er þetta fín plata, að mínu mati sú besta sem Jakob hefur komið nálægt í langan tíma. Það má segja að Jakob sé hér að vinna með tónlist sem hann þekkir vel frá fyrri verk- efnum en kynnir hana nýjum straumum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.