Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Qupperneq 11
Zero 7: mjúkir og melódískir.
Þeir Henry Binns og Sam Hardaker eru orðnir svolítið leiðir á
því að hljómsveitin þeirra Zero 7 sé kölluð „Breska Air“. Platan
þeirra „Simple Things“ kom út í vikunni. Trausti Júlíusson
hlustaði á plötuna og kynnti sér sögu þeirra.
og átakalaust
í fyrra komu út tvær ep-plötur
með lítt þekktri breskri hljóm-
sveit sem vöktu mikla athygli.
Þetta voru plöturnar EP og EP2
með Zero 7. EP, sem eingöngu
var gefin út á vínyl, innihélt tón-
list sem var lýst sem 21. aldar út-
gáfu af tónlistQuincy Jones,
Burt Bacharach og John Barry
og skartaði að auki söng afrísks
hjúkrunarkvennakórs. Þegar EP2
kom út var eftirvæntingin svo
mikil að þau 1000 eintök sem
voru í boði seldust upp á fáum
dögum. EP2 er róleg og melódísk
popptónlist með flottum hljómi
og Fender Rhodes rafmagnspí-
anói í forgrunni og jú, hún minn-
ir töluvert á Versala-strákana í
Air.
Komust á kortið með
Radiohead-remixi
Meðlimir Zero 7, Henry Binns
og Sam Hardaker, eru báðir 29
ára og búa enn á æskuslóðum,
skammt frá hvor öðrum í Swiss
Cottage hverfinu í Norður-
London. Þeir hittust á niunda
áratugnum þegar þeir voru báðir
í hljóðupptökunámi. Henry var
með æði fyrir soul, djassi og
klassískri tónlist, Sam var meira
fyrir hip-hop. Þeir vöktu fyrst at-
hygli þegar skólafélagi þeirra úr
menntó, Nigel Godrich, sem
hafði hjálpað þeim að koma upp
stúdíóinu og var á fullu að taka
upp OK Computer með Radi-
ohead, gaf þeim færi á þvi að
remixa lagið Climbing up the
Walls. Síðan þá hafa þeir gert
fleiri flott remix, þar á meðal
Lover Theme from Spartacus
með Terry Callier og Umi
Prayer með Mos Def.
Er á meðan Air láta
bíða eftir sér ...
Eins og áður segir hefur tónlist
Zero 7 oft verið líkt við Air. Þeir
félagar segjast ekki skammast
sín neitt fyrir þá samlíkingu en
að hún sé tilkomin af því að þeir
noti svipuð sánd og franska dúó-
ið. „Við komum úr öðru um-
hverfi og það heyrist á tónlist-
inni okkar. Ef við notuðum gít-
ara þá mundi sennilega enginn
segja þetta en málið er að það eru
bara ekki það margar hljómsveit-
ir sem nota Fender Rhodes raf-
magnspíanó sem leiðandi hljóð-
færi. Auk Rhodesins nota Zero 7
líka strengi, léttan áslátt og döbb
effekta, svipað og Air gerir. Sam-
líkingin við Air fékk byr undir
báða vængi þegar breska dans-
tónlistar-vikublaðið Seven kall-
aði lagið „Give it away“, sem var
aðallagið á seinni EP-plötunni
þejrra í fyrra, „besta Air-lagið
sem Air hefur ekki gert“.
Góðar viðtökur gagn-
rýnenda
Zero 7 er á samningi hjá
Ultimate Dilemma sem er óháð
fyrirtæki sem hefur aðallega
verið að gefa út hip-hop-tengda
tónlist. Þeir félagar segja að eft-
ir að EP-plöturnar þeirra fengu
mikið og jákvætt umtal í fyrra
hafi nokkur af stóru útgáfufyrir-
tækjunum haft samband við þá
en það hafi ekki verið alvöruá-
hugi fyrir því að gera samning
við þá, bara þreifingar og að
þeir séu mjög ánægðir hjá
Ultimate Dilemma. Þess má geta
í framhjáhlaupi að Ultimate
Dilemma gaf nýlega út frábæra
plötu hljómsveitarinnar
Speeka, „Bespoke“, sem er ein-
hvers konar trip-hop gæðapopp
bland og inniheldur ágæta út-
gáfu á Clash-laginu London
Calling.
Simple Things, sem kom út
síðasta mánudag, inniheldur
hluta af lögunum á EP-plötun-
um en að auki ný lög sem flest
eru sungin. Meðal söngvara á
plötunni eru Mozez, Sia Furler
og Sophie Barker. Lögin eru öll
í þessum hljómfagra, rólega og
melódíska stíl. Líkt og EP-plöt-
urnar, sem margir bresku tón-
listargagnrýnendanna nefndu á
meðal þess merkasta sem kom
fram í fyrra, hefur „Simple
Things“ víðast hvar fengið frá-
bæra dóma. Tímaritið DJ valdi
plötuna t.d. plötu mánaðarins og
gaf henni fullt hús stiga. Það
sama gerði Mixmag en NME
segir þetta sígilda sumartónlist
og fagnar því að eftir myrkur
trip-hopsins sé aftur farið að
birta til í hæggengri breskri
danstónlist.
plötudómar
h v a ö f fyrir hvernf skemmtileqar staöreyncfir niöurstaöa
★★★★ Fiytjandi: Geoff Farina piatan: Reverce Ectipse Útgefandi: Southern Records/Hljómalind Lengd: 37:32 mín. Önnur sólóskífa Geoff Farina, sem er hinn hæfileikaríki og mikli leiðtogi gáfu- mannarokksveitarinnar Karate, en hún hefur verið starfandi í nokkurn tíma og á útgefnar fjórar breiðskífur sem eru allar hvor annari betri. Hér er Geoff með lög sem honum fannst of fíngerð og fáguð til að setja i rokkbúninginn sem hljómsveit hans klæðist. Hann spilar því einn á gít- arinn og syngur sína eigin texta. Geoff er söngvari og gítaristi af guðs náð með einstaklega sérhæfðan stil og eru lagasmíðar hans engu likar. Þessi plata er mun djassaðri heldur en gömlu Karateplöturnar og mætti stundum kalla þetta vandaðan .dinner- djass". Söngur Geoffs er einn sá sérstakasti sem ég hef heyrt og veit ég um marga sem ekki kunna að meta hann. Þeir sem hins veg- ar hafa lært að meta Karate verða alveg háð- ir og þessi plata passar vel handa þeim. Geoff er fjölhæfur listamaður og hannar umslag plötu sinnar sjálfur. Þetta er kannski ekkert ódauðlegt listaverk (þ.e.a.s. koverið) en myndin er einhvers konar kompósisjón-úrklippuverk sem minnir óneitanlega á tónlist hans. Platan er gefin út á „southern" útgáfunni sem hefur gefið út allar Karate plöturnar og virðist halda vel utan um þeirra mál. Karate verður á Hróarskeldu i sumar. Þetta er í eðli sínu mjög róleg tónlist, angurvær og falleg. Hugsanlega gæti amma þín hlustað á þetta með mikilli ánægiu en það þýðir ekki að þetta sé hallærislegt. Þetta er mjög góð plata og er t rauninni ekkert út á hana aö setja. Ekki nema kannski aðeins of mikil „dinner-áhrif" á köflum. Annars mjög gott. frosti logason
★ ★★★ Fiytjandi: Cesaria Evora piatan: Sao Vicente Di Longe Útgefandi: Lusafrica/Japis Lengd: 64:26 Þetta er áttunda plata „berfættu divunnar" Cesariu Evoru frá Græn- höfðaeyjum, en hún er ein af skær- ustu stjörnum heimstónlistarinnar í dag. Platan er í þetta skiptið að mestu leyti hljóðrituð á Kúbu og hefur að géyma gesti á borð við Pedro Guerro, Caetano Veloso, Chucho Valdes og Bonnie Raitt. Það seldist upp á tónleika Cesariu á Listahátíð í fyrra á tveimur tímum þannig að áhugi fyrir tónlist hennar hér á landi er greinilega mikill. Þessi plata ætti líka að höfða til þeirra sem kunna að meta Buena Vista Social Club plöt- urnar. Svo er þessi suðræna stemning auðvitað tilvalin til þess að rækta hug- myndina um að það sé komið sumar. Tregafull þjóölagatónlist Grænhöfðey- inga er kölluð „morna". Nafnið er rak- iö til þess þegar breskir nýlenduherrar eyjanna (sem eru staðsettar úti fyrir vesturströnd Afríku) heyrðu mæðuleg- an söng innfæddra þræla sem þeir héldu að væru að syrgja ("mourn"). Það er þó ekki eintómur blús á þlöt- unni, inn á milli eru glaðlegri tónar. Ég verð að viöurkenna að ég þekki ekki vel fyrri plötur Cesariu, en þessi er mjög fin. Lögin eru flott útsett og mikil fjölbreytni í hljóðfæraskiþaninni. Sum laganna eru róleg og falleg, en önnur eru full af Karibahafsfjöri. Það sem einkennir þessa þlötu út í gegn er samt einstök rödd Cesariu og flottur undirleikur. trausti júlíusson
★★★, Flytjandi: ÝmSÍr piatan: 25 Years of Rough Trade Útgefandi: Mute/Japis Lengd: mjög langt Við erum að tala um fjórfalda safnskífu sem plötuverslunin Rough Trade í London gefur út í tilefni af 25 ára starfsafmælí sínu. Á plötunni eru hinar og þessar fram- sæknar hljómsveitir sem hafa sett svip sinn á verslunina og kúnna hennar síðustu tvo áratugi og eru þar á meðal: Pixies, Cl- inic, Mudhoney, Stereolab, Sykurmolarnir, Sonic Vouth, Ensturzende Neubauten, Nick Cave og fleiri og fleiri. Það segir sig sjálft að allir áhugamenn um framsækna og „öðruvísi" popptón- list veröa mjög hrifnir af þessu. Þeir sem láta tónlistarlega sagnfræði sig einhverju varða hefðu líka gaman af því aö hlusta á plötuna og lesa bæk- linginn sem fylgir og þeir sem heimsótt hafa verslunina láta þetta örugglega ekki fram hjá sér fara. Fyrst var búðin aöallega stofnuö til þess að taka á tónlist sem kom mest frá Jamaica og Bandaríkjunum en yfir- gangur og uppsveifla breska pönksins tók búðina heljartökum og byrjaði snemma að móta stefnu Rough Trade sem síðar fór út í plötuútgáfu og al- heimsvæðingu með misjöfnum ár- angri. Efniö á þessari plötu er vitaskuld mis- gott en flest er yfir meðallagi á frum- leikakvarðanum og það er gott mál. Þetta er mjög eigulegur griþur meö sterkt, sögulegt gildi og sum lögin eru nánast ófáanleg annars staðar í dag. Þess vegna mæli ég tvímælalaust með fjárfestingu á þessum fjölskrúð- uga pakka. frosti logason
★ ★★ Fiytjandi: Wagon Christ Platan: MuSÍpal Útgefandi: Ninja Tune/Hljómalind Lengd: 63:07 Wagon Christ er eitt af aukasjálfum breska raftónlistarmannsins Luke Vibert, en hann hefur að auki gefið út efni m.a. sem Plug, Vibert/Simmonds og Luke Vibert. Þetta er fyrsta sóló- platan hans hjá Ninja Tune, en áður hefur hann gefið út helling af stökum lögum og remixum hjá útgáfunni. Þetta er þlata í Ninja Tune stílnum. Raftónlist með fullt af flottum hljðö- brotum og fönkí grúvum. Þetta er líka raftónlist með húmor, engin hætta á því aö maður sofni yfir alvarlegheitun- um hér. Þeir sem hafa verið að fíla DJ Food, Coldcut, Funki Porcini og Amon Tobin ættu hiklaust að tékka á þess- ari. Eins og Aphex Twin og Mike Paradinas er Luke Vibert frá Cornwall á suðvest- urströnd Bretlands, Þeir eru allir á svipuðum aldri, þannig að það hefur greinilega eitthvað magnað gerst þar fyrir nokkrum árum. Geislavirkur úr- gangur? Geimverur? Misheppnuð ein- ræktun? Vibert á aö baki fullt af rem- ixum, m.a. á lögum með Squarepus- her, Tortoise og Stereolab. Þetta er ágæt plata. Vibert á fína spretti inn á milli, bæöi i hressum og fönkí stykkjum og rólegum og innhverf- um raf-dútl lögum. Það er samt of mik- ið af kunnuglegum trikkum og töktum til þess að platan nái því að vera frá- bær. Þetta er semsagt ágæt viöbót við Ninja katalóginn, en nær ekki að vera meira en það... trausti júlíusson
fcKjll.r. r | 1
fc 1 * 7 *
27. apríl 2001 f Ó k U S
11