Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Page 15
4
Gúmmískórnir í Ellingsen, hárið klippt knallstutt, feitt faðmlag og svo var það bara sveitin og nú skaltu
læra að vinna og þetta er sæðarinn og þarna eru ábrystir og broddur og slátur og hrífa og rakaðu túnið
og þetta fer í súrhey og þarna er Hermóður, hann á barn með systur sinni og djísuss kræst hvar er vasa- r
diskóið mitt, ég vil fara heim í Kópavoginn!!! Einu sinni voru börn send í sveit, annaðhvort til ættingja eða
fólks sem tók að sér krakka og fékk pening fyrir. Sumir elskuðu að veltast um í hænsnaskít og heybögg-
um, öðrum fannst það verra en helvíti. Margrét Hugrún kom að máli við unga íslendinga sem upplifðu
þessa eldskírn - sem er víst að lognast út af.
Send í
Pantaði leigubíl í bæinn
Bjargey Ólafsdóttir,
myndlistar- og kvikmyndagerdarkona.
„Ég var i sveit á hverju sumri
frá því að ég var fimm ára og þang-
að til ég varð fimmtán. Hjá móður-
systur minni á Fljótsdalshéraði.
Fyrst var ég ekki látin gera mikið,
kannski bara gefa einhverjum litl-
um kálfum, en svo seinna urðu
verkin umfangsmeiri. Ég held að
ég hafi verið ellefu ára þegar ég
keyrði fyrst traktor. Eitt af þvi
sem mér fannst svo gaman við að
vera í sveitinni var að maður fékk
að vera meiri jafningi fullorðna
fólksins. Maður tók þátt í störfun-
um á bænum, þetta var ekki bara:
svona - farðu nú og leiktu þér,
krakki! Svo var líka eins og það
væri meiri tími tU alls. Fólk var
kannski að spila saman og drekka
kakó langt fram á kvöld. Þarna
voru líka Ueiri krakkar sem ég gat
leikið mér við og alltaf eitthvað að
gerast. Einu sinni var ég send í
sveit á annan bæ undir Eyjafjöll-
um. Þar voru engin börn tU að
leika við og eftir nokkra daga
pakkaði ég snyrtilega niður í
ferðatöskuna mína og bað
um að það yrði hringt á
leigubíl fyrir mig svo ég
kæmist heim til Reykjavíkur.
Ég var níu ára,“ segir Bjargey
og fær sér sopa af kakóinu sínu.
„1 sveitinni byrjaði ég að taka
ljósmyndir. Ég myndaði dýrin í
gríð og erg og fólkið líka. Svo var
ég alltaf að passa þrjú börn þegar
ég var ekki aö sinna öðrum verk-
um. Foreldrarnir voru að reka
veitingastað í Fellabæ á meðan ég
rak heimUið með aðferðum Línu
langsokks. „Jæja, börn, hvað eig-
um við að gera i dag!?“ Og svo
steikti ég kjötbollur átta ára gömul
með þrjú böm í minni umsjá. Við
gerðum ýmislegt, könnuðum með-
al annars stíílaðan brunn og fórum
i skógarferðir og svona,“ segir hún
og hlær. „Annars voru hestarnir
það besta við að vera þarna. Mað-
ur reið út á hverju kvöldi og fór í
kúrekaleik. Alveg frábært. Ég held
að ef krakkar lenda á góðum
sveitabæjum þá sé þetta alveg þess
virði. En núna er sveitasamfélagið
að lognast út af, svo ætli þetta sé
ekki deyjandi hefð.“
Beljurnar migu á hausinn á mér
Steinn Skaptason,
tónlistarmaóur.
„Ég veiktist af heilahimnubólgu
þegar ég var þetta eUefu eða tólf ára
og eftir að ég náði mér upp úr henni
var ákveðið að senda mig í sveit tU
að herða mig upp. Ég lenti á ónefnd-
um afskekktum bæ í Austur- Húna-
vatnssýslu. Það var allt mjög frum-
stætt þarna. Fjósið var í torfkofa og
beljurnar voru mjólkaðar með hönd-
unum. Bærinn var líka bara svona
ómálað steinhús. Það var ekkert frá-
rennsli frá klóakinu heldur hafði
verið smíðuð renna sem lá bara
beint út í tún. Bærinn stóð í brekku
þannig að mannaskíturinn náði að
fljóta greiðlega eftir rennunni.
Baðkarið á bænum var stUlað aUt
sumarið og ég komst aðeins þrisvar
sinnum í nokkurs konar þvott. Ekki
almennilegt bað heldur bara svona
smá skrúbb með þvottapoka. Sóða-
skapurinn þama var rosalegur. Það
var t.d. alltaf notað sama vatnið í
uppvaskið. Það var orðið grátt eftir
vikuna og alltaf vaskað upp í sama
vatninu. Ég kom frá mjög snyrtilegu
heimili þannig að þetta var mikil
breyting fyrir mig. Þetta var svona
bær sem tók að sér krakka í bland
við einhverja krakka sem áttu heima
þarna. Einn heimaguttinn sagði mér
að ef ég léti beljurnar míga á haus-
inn á mér þá yxi hárið á mér hraðar.
Ég trúði honum og lét það vaða.
Stakk hárinu undir bununa og lét
hlandið dynja á hausnum. Síðan
þvoði ég mér upp úr köldum bæjar-
læknum, sannfærður um að hárið
myndi vaxa betur. Þrátt fyrir að ég
hafi gert þetta nokkrum sinnum
þetta sumar þá hef ég ekki gert það
aftur, þó að það gangi á ýmsu í
einkalifi mínu,“ segir Steinn og kím-
ir.
„í sveitinni fékk ég það sem er
kallað hvolpavitið þegar ég fylgd-
ist með bóndanum gamna sér við
14 ára vinnukonu eða frænku sem
var þarna í dvöl. Hann var 38 ára
með fitukleprað hár niður á herðar.
Þetta var hresst og ófeimið fólk, það
má nú segja. Ég komst reyndar ekki
að þvi hvernig börn eru búin til í
gegnum kynni mín af þeim, en ná-
lægt því. Þarna ók ég einnig, í fyrsta
og síðasta sinn á ævi minni, vél-
knúnu ökutæki. Ég brunaði á traktor
eftir bökkum jökulárinnar Blöndu.
Það var heyvagn aftan á þessum
traktor og Guð má vita hvað.
Mér fannst stýrið þungt og
stíft og fyrr en varði missti ég
stjórn á ferðinni. Það munaði
hálfum metra að ég hefði
steypst út í ánna með traktor
og öllu. Ég hefði drepist. Það var
mesta mildi að bóndinn hoppaði
upp á vagninn og greip í
taumana. Þetta fældi mig frá
vélknúnum ökutækjum.
Ég hef ekki snert þau
síðan. Ekki einu sinni
bifhjól! Annar lífsháski
sem ég lenti í þarna
var þegar illvígt naut
stangaði mig utan 1
gaddavirsgirðingu. Ég
hékk þar fastur og
emjaði og engdist í,
nokkrar mínútur þar til ■
bóndinn kom og bjargaði 1
mér í annað sinn.“'
Hvernig var mataræðið á
bænum? „Skelfilegt í einu
orði sagt. Fjórum sinnum i
viku var annaðhvort soðin
eða steikt lifur með þunnri
sósu og hálfri kartöflu. Á »,
sunnudögum var alltaf'
steikt lamb með saltri sósu.
Fiskur var eitthvað sem sást
næstum aldrei. Það var ekkert lagt
upp úr eldamennsku. Ég hef ekki get-
að borðað lifur síðan ég var þarna.
Kúgast við tilhugsunina. Þetta ör-
lagasumar tók ég lika fyrsta sopann
af alkóhóli eftir að ég hafði vaðið út
í ána eftir netum. Það var hrikaleg
einangrun þarna. Við fórum hrein-
lega aldrei af bænum, ekki á aðra
bæi og ekki á Blönduós sem var ekki
það langt frá. Tónlistin sem var í
gangi þarna var agaleg. Það eina sem
heyrðist voru Júdas og Pelican. Svo
filuðu þau Geirmund rosa vel. Hann
var þá rétt að byrja í bransanum.
Eina blaðið sem var lesið var Tím-
inn og sjónvarpið var bara snjór.
Þetta var skelfilegt. Þegar ég
kom heim úr þessari vist þá
æpti móðir mín heitin upp yfir
sig og lét renna þrisvar í bað,
henti öllum fötunum sem ég hafði
^ farið með og setti mig í fitun.
enda hafði ég lést um
tiu kíló. Ég átti að fá
fimmþúsund kall
fyrir sumarið -
Sveitin var ógeðsleg
sá hann aldrei.
m>Ég fór þarna
'með sixpensara
og platformskó
sem átti að nota
spari en kerl-
ingin á bænum
stal þessu. Þó
að ég sé hýper
jákvæður og
. ansi mikið
náttúrubarn í
‘dag þá get ég
ekki séð einn
i einasta ljósa
í.ji blett á þess-
'óf' ari reynslu!"
segir Steinn aö
lokum og hristir
hausinn.
J
Solveig Edda Vilhjálmsdóttir,
nemi á hönnunarbraut Iönskólans.
„Tólf ára gömul upplifði ég mína
fyrstu og síðustu dvöl í sveit. Þetta var
svona eins konar blanda af heimsókn
og tilraun í sveitamennsku. Það sem
mér fannst fyndið var að flestum
krökkum sem ég þekkti, sem voru
sendir í sveit, fannst þetta vera rosa
fullorðinsvígsla. Klukkan hálfsjö var
allt liðið rifið upp og svo settist það
niður í fimm rétta morgunmat.
Ég var aldrei vakin. Var alltaf látin
sofa fram að hádegi. Þegar ég kom svo
fram úr herberginu sem ég svaf i, með
stírumar í augunum, mætti mér bara
veggur af þögn. Svo heyrðist eitthvað
„Góðan daginn, Edda“ með mikilli
áherslu á daginn frá einhverjum
sem sat á bak við dagblað. Svona
var þetta í hvert skipti. Mér fannst
maturinn þama ógeöslegur. Það var
líka alltaf eitthvað helv.... „kaffi“.
Kvöldkaffi, morgunkaffi, síðdegiskaffi
og kökuógeð með. Mjólkin var líka
ógeðsleg, eitthvað sem mér fannst vera
meira eins og fljótandi smjör en mjólk.
Svo voru alltaf svona einhverjar tægj-
ur úr beljunni í mjólkinni. Oj! Ég held
að ég hafi þyngst um 7-12 kíló á þess-
um stutta tíma sem ég hélt þetta út,“
segir Solveig og hlær. Hvernig fannst
þér dýrin? „Það var einn heimalning-
ur á bænum og hann var eina dýrið
sem ég meikaði. Mér fannst beljurnar
leiðinlegar, kettirnir voru bara þarna
einhvers staðar, þeir sáust aldrei og ég
var hrædd við hundinn. Ég bara náði
ekki þessari svoköliuðu tengingu við
dýrin sem hinir virtust hafa. Ég var
alin upp í Indiana i Bandaríkjunum og
þar var ekki ein einasta belja, hæna.
kind eða neitt sem bara líktist þessum
fyrirbærum. Við átum marsh-mallows
og versluðum í súpermarkaði sem var
álíka stór og landareignin sem bærinn
var á. Að koma úr þessu umhverfi, í ís-
lenska sveit þar sem málið var bara að
vera rosaduglegur á gúmmístígvélum,
var eins og að vera send á aðra
plánetu. Ég var farin eftir tvær vikur.
Til ömmu og afa i Neskaupstað til að
aðlagast aðeins og þaðan aftur í eðli-
legheitin í vesturbænum“
Myndirðu senda barnið þitt í sveit?
„Nei, glætan!"
23. febrúar 2001 f Ó k U S