Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Page 2
2 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 DV Fréttir ^ Margrét Frímannsdóttir segir niöurskurö hjá SÁÁ alvarlegt mál: Oheppilegt að hætta að rannsaka sprautufíkla - segir aðstoðarlandlæknir, en ekki endilega sanngjamt að auka framlög til áfengismeðferðar Matthías vera óheppilegt, en nefn- ir að HlV-smit hcifi t. d. ekki breiðst út hér á landi í mikl- um mæli meðal sprautufíkla. Slík hætta geti skapast ef slakað verði á forvörnum. Þessi vitneskja hafi auð- vitað fengist með slíkum skimunum. Um niðurskurðinn í starfsemi SÁÁ að öðru leyti segir Matthías að alltaf komi upp í heilbrigðiskerfinu öðru hverju þær aðstæður að skera þurfi niður og hagræða. Það sé til dæmis ekki endilega sanngjamt að auka framlög til áfengis- og vímu- efnameðferðar á sama tíma og til dæmis sé langur biðlisti sjúklinga eftir mjaðmaaðgerðum. Þannig þurfi stjórnvöld og einstakar heil- brigðisstofnanir ævinlega að sníða sér stakk eftir vexti. Það þurfi SÁÁ einmitt að gera nú og mæta aðstæð- um, en hann minnir á að óvíða og einmitt hér á landi hafi verið staðið jafh myndarlega að meðferð þeirra sem misnota áfengi og önnur fikni- efni. -sbs DV-MYND SIGURÐUR BOGI Staöarfell í Dölum Starfsemi meöferöarstöðvar þar veröur hætt í sumar. „Það er mjög al- varlegt ef skera þarf niður í starfsemi SÁÁ og að fjárveit- ingar til starfsemi samtakanna dugi ekki til. Það kemur raunar á óvart í ljósi yfirlýsinga Framsóknarflokks- ins fyrir síðustu kosningar um millj- arðinn sem átti að veita til þessa málaflokks," sagði Margrét Frí- mannsdóttir, þingmaður Samfylk- ingar, í samtali við DV. Eins og kom fram í blaðinu í gær verður skorið niður í starfsemi samtakanna, þannig að lokað verður á Staðarfelli í Dölum, dvalartími á öðrum með- ferðarstöðvum verður styttur og ým- issi annarri starfsemi hætt. Ódýrt „Það er ekki rétt sem haft er eftir Þórami Tyrfingssyni að þingmenn hafi allir daufheyrst við þeim fjár- hagsvanda sem SÁÁ stendur frammi fyrir. Ég held að allir geri sér ljóst hver vandinn er. Þingmenn stjómarandstöðu hafa viljað auka fjárframlög, en það er hins vegar ljóst að ríkisstjórnin ætlar að sleppa ódýrt frá þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Þess bera vitni til dæmis yfirlýsingar um að verið sé að skoða málin þegar þau hafa lengi verið öllum ljós sem vilja,“ segir Margrét Frímannsdóttir. Haft var eftir Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra í DV í gær að nú sé unnið að gerð þjónustusamn- ings ríkisins við samtökin. Annað vildi ráðherrann ekki segja, að- spurður um hvort ríkið hyggst mæta vanda SÁÁ frekar. Margrét Frímannsdóttir kvaðst, þegar DV ræddi við hana í gær, vænta þess að í slíkum samningi yrði með eðlilegum hætti komið til móts við kröfur SÁÁ og mikilvægi hins um- fangsmikla starfs sam- takanna viðurkennt. Hún benti einnig á að í dag sé meðferðar- starf fyrir unglinga, sem Barnaverndar- stofa rekur, vistað undir hatti félags- málaráðuneytisins en starfsemi SÁÁ til- heyri heilbrigðisráðu- neyti. Þessu sé mikilvægt að breyta, færa þurfi allt meðferöarstarf undir síðarnefnda ráðuneytið og viður- kenna þannig í verki að vímu- efnafikn sé sjúkdómur. Sníða sér stakk eftir vexti „Þetta er allt spurning um for- gangsröðun," sagði Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir um þann mikla niðurskurð í starfsemi SÁÁ sem nú er boðaður. Meðal að- gerða sem gripið er til er að hætt verður rannsókn á ýmsum sjúkdóm- um sprautufíkla, svo sem lifrar- bólgu C, HIV og fleiru. Það segir Margrét Frímannsdóttir. Magnús vann Dómsmálaráð- herra hefur ákveðið að verða við beiðni Magnúsar Leopolds- sonar um að fram fari opinber rann- sókn á tildrögum þess að hann var á sínum tima grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einars- sonar. Sérstakur saksóknari í málinu verður Lára V. Júliusdóttir. Konur stjórna Nítján konur útskrifuðust í gær af námskeiði Impru og Iðntæknistofnun- ar sem ber heitið Brautargengi. Þar eru konur þjálfaðar i fyrirtækjastjómun. Fornleifar fyrir alla Á sunnudaginn gefst almenningi kostur á að kynna sér fomleifaupp- gröftinn sem nú fer fram á lóðunum á homi Aðalstrætis og Túngötu í Reykja- vík. Þar er margt forvitnilegt að sjá. áfram Með vísan til 23. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka ís- lands hefur forsætis- ráðherra skipað Birgi ísleif Gunnarsson for- mann bankastjórnar Seðlabanka íslands til sama tíma og skip- un hans í embætti bankastjóra varir. Þorskastríöin á BBC Sjónvarpsstöðin BBC mun sýna 70 mínútna heimildamynd um þorska- stríðin næstkomandi mánudag. Sjón- varpsmyndin er unnin af fyrirtækinu Storm. Birgir ísleifur Sjávarútvegsráðherra mætir Vestfirðingum: Stjórnvöld skilji mikilvægi smábáta - segir Eir%ur Finnur Greipsson DV, ISAFJARDARBÆ: Boðað hefur verið til almenns borgarafundar á ísafirði i dag þar sem atvinnumálin á Vestijörðum verða til umræðu. Tilefni fundarins er sú staða sem upp er komin í smá- bátamálinu svokallaða þar sem með- afli smábáta á þorskaflahámarki mun verða kvótasettur þegar nýtt fiskveiðiár hefst þann 1. september næstkomandi. Mikil vonbrigði eru meðal Vestfirðinga með að Alþingi skyldi ekki fresta gildistöku laganna um eitt ár á meðan heildarendur- skoðun fiskveiðistefnunnar stendur yfir. Auk sjómanna standa sveitar- stjómir, verkalýðsfélög og sparisjóð- ir að fúndinum og er reiknað með þátttöku fólks hvaðanæva úr fjórð- ungnum. Þingmenn kjördæmisins munu mæta ásamt sjávarútvegsráð- herra. Meðal frummælenda verður Guðmundur Halldórsson, trillukarl og formaður smábátafélagsins Eld- ingar. Mikið áfall „Það fara allir sem geta héðan. Það verður að fá botn í þetta þó ég sé ekki viss um að svona fundir skili neinu. Það verður þó allavega sýndur hugur Vestfirðinga í þessu þýðingarmikla máli. Þetta var mikið áfall og mér finnst menn vera dofnir eftir þetta. Það veit enginn hvað verður, getum við losað okkur við bátana ef þetta nær fram að ganga eða verða þeir verðlausir? Þetta óvissuástand er al- veg hræðilegt," segir Lilja Helgadóttir sem gerir út þorskaflabátinn Helga Áma. Eiríkur Finnur Greipsson. Eiríkur Finnur I Greipsson hjá Spari- sjóði Vestfirðinga, sem er meðal fundar- boðenda, tekur í sama streng og segir fundinn ætlaðan til að senda stjórnvöld- um skýr skilaboð frá Vestfirðingum. „Við téljum þetta afar stórt mál fyrir þessar byggðir. Mikil umsvif era í kringum smábátaútgerð hér sem skil- ar sér i aukinni tiltrú á þetta samfélag. Með smábátaútgerðinni eygja menn lifsvon. Ef engin lífsbjörg er eða lífs- viðurværi þá lifir ekkert þjónustufyr- irtæki það af. Sparisjóðirnir byggja á því að á þessum stöðum sé öflugt mannlif og atvinnulíf; að því leyti er þetta mikilvægt fyrir sparisjóðina. Enda hefur ekki verið mikil sókn hjá stóru viðskiptabönkunum að byggja sig upp hérna á svæðinu. Við höfum þá trú að hægt sé að viðhalda hér þróttmikilli byggð og til þess er þessi fundur aö koma stjórnvöldum i skiln- ing um mikilvægi þessa máls fyrir þessar byggðir," segir Eiríkur Finnur. Meðal sjómanna á miðunum í gær var væntanlegur fundur eitt helsta DV-MYNDIR GS Útger&arkonan Lilja Helgadóttir, sem gerir út þorskaflabátinn Helga Árna, ætlar aö mæta á fundinn í dag þó hún hafi efasemdir um aö hann skili því sem til þarf. umræðuefnið og allt tal um aflabrögð og veðurútlit varð að vikja fyrir þessu máli sem hvíl- ir afar þungt á sjómönnum vestra. „Það var mikið talað um þetta í gær og menn lýstu al- mennri samstöðu um að róa ekki í dag til að komast á fund- inn og heyra sjónarmið þing- manna og sjávarútvegsráð- herra. Það er almennt mikil stemning og það mæta allir sem vett- lingi geta valdið; ég var til dæmis í sambandi við Patreksfirðingana i gær og þeir ætla að fjölmenna. Það trúir því enginn að þessi gjöm- ingur um daginn verði niður- staðan í málinu. Ekki er um annað að ræða en að berjast þar til yfir lýkur. Ef þetta verð- ur niðurstaðan verður væntan- lega auglýst í DV: smábátafloti til sölu. Ég get allavega ekki séð hvemig þetta á að geta gengið með þessum nýju lög- um,“ segir Þröstur Jónsson, skipstjóri á Svanna ÍS frá Flateyri, þar sem hann var að landa steinbít í gær- kvöldi. 'GS Þröstur Jónsson. Fleiri vilja ESB Rúmlega helmingur íslendinga telur að íslendingar eigi að hefja viðræður við Evrópusambandið um aðild okkar að því. Þetta er mesti stuðningur sem mælst hefur við viðræður við ESB hér á landi. Rúm 40% era fylgjandi því að taka upp evruna sem gjaldmiðil. PricewaterhouseCoopers gerði könnun- ina. Z\ Flugleiðatap Á fyrsta ársfjórðungi 2001 varð 1.608 milljóna króna tap af rekstri Flugleiða og dótturfélaga en fyrstu þrjá mánuði síðasta árs var tapiö 1.143 milljónir króna. Aukningin á tapi félagsins er því tæp 41%. Stórtenórinn Gunnar Guðbjörns- son deilir hart á Þjóð- leikhúsið og Sinfón- íuhljómsveitina vegna húsnæðismála íslensku óperunnar. Gagnrýni Gunnars má lesa í grein sem Jón kaupir meira Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa, hefur aukið hlut sinn í Is- lenskum aðalverktökum með því að kaupa bréf í fyrirtækinu fyrir 9 millj- ónir króna að nafnvirði á genginu 3,5. Jón greiddi því rúmlega 30 milljónir króna fyrir bréfin. Tenór deilir birtist á Vísi.is. Blaðið í dag Ég á mig sjálf Þuríður Sigur&ardóttir Heilbrigðis- fulltrúinn hundeltur Innlent fréttaljós Smábáta- presturinn Eldhúsið og Shanghæ Einvaldur á Nesinu Sigurgeir Sigurösson Karl V. Matthíasson Jónas Kristjánsson Ekki til Portúgal Allt fé sem gefið er Mæörastyrks- nefnd Akureyrar rennur tU þeirra sem á þurfa að halda. Þetta kemur fram í yf- irlýsingu frá nefndinni vegna frétta um sólarlandaferð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur tU Portúgals. Bent gefur milljónir Bent Scheving Thorsteinsson afhenti í gær Háskóla íslands 13 miUjónir og 400.000 krónur tU styrktar vísindarann- sóknum við skólann. Bent afhenti HÍ um 7 mUljónir króna í fyrra. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.