Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 Fréttir Z>V íbúðahúsnæði í Reykjavík: Nýjar íbúðir hafa sjaldan verið færri w .......... - en óvenju miklar byggingarframkvæmdir Fullgerðar íbúðir voru um 520 í Reykjavík árið 2000 og hafa einung- is þrisvar sinnum verið færri frá því upp úr miöri síðustu öld, sam- kvæmt yfirliti byggingarfulltrúans í Reykjavík. Aðeins 5.490 íbúðir voru fullgerðar í borginni á tíunda ára- tugnum. Verður að fara allt aftur til áranna 1941-1950 til að finna dæmi um færri nýjar íbúðir í borginni á einum áratug en þá voru borgarbú- ar líka helmingi færri. Þótt þeim hafi fjölgað um 13-14 þúsund bæði á 9. áratugnum og þeim 10. voru um l. 700 færri íbúðir byggðar á tiunda áratugnum. Verður raunar að fara allt aftur til 6. áratugarins til að finna lægra hlutfall nýrra íbúða m. v. fjölgun borgarbúa. Síðustu tíu árin var fjöldi nýrra íbúða undir 600 á ári, með aðeins einni undantekningu (1994). Þetta eru mikil umskipti sé litið til þess að einungis 8 af næstu 35 árum þar á undan var lokið við færri en 600 íbúðir á ári en tíu sinnum yflr 800 íbúðir. Milli 1950 og 1980 fjölgaði borgarbúum um 27.800 manns og næstum jafn mikið frá 1980 til 2000. Fullgerðar íbúðir voru næstum 20 þúsund fyrra tímabilið en bara 12.700 það síðara. Lágt hlutfall 1-3 herbergja Nýir húseigendur voru þó stór- huga. Flatarmál nýju íbúðanna var 73.700 fermetrar svo meðalíbúðin var 142 fermetrar, eða 30 fermetrum stærri en á árunum 1995-98. Mis- munurinn hefði dugað í 140 fleiri íbúðir í fyrra. Er athyglisvert að minni íbúðum virðist fækka á sama tíma og fjölskyldurnar eru að minnka og sífellt fleiri búa einir. Þannig voru 1-3 herbergja íbúðir aðeins rúm 30% allra nýrra ibúða sl. tvö ár en flestar 4 herbergja og nær fjórðungurinn 6 og 7 herbergja íbúðir. Á 9. áratugnum voru 1-3 herbergja íbúðir um helmingur nýrra íbúða. Samt óvenju mikið byggt I fyrra bættist líka við 66.200 fer- metra verslunar- og skrifstofuhús- næði í Reykjavík (þ.e. bara um 10% minna en allar nýju íbúðirnar en 10% stærra en Smáralind í Kópa- vogi). Að meðtöldum sérhæfðum byggingum, iðnaðarhúsnæði, geymslum og íleira, var alls lokið við tæplega 185 þúsund fermetra (664 þús. rúmmetra) húsnæðis í borginni á síðasta ári, nokkru minna en árið áður, en nær 80% meira en á árunum 1995-98. Mælt í fermetrum var árið 2000 með allra mestu byggingarárum í borginni. -hei Ólafur Ragnar Grímsson. Barðastrandarsýsla: Forsetavegur fær andlits- lyftingu Þegar forseti Is- I lands, Ólafur Ragnar Grímsson, kom í op- inbera heimsókn til suðurhluta Vest- fjarða á sinum tíma vöktu ummæli hans lum vegakerfið og ásfand vega á svæð- inu mikla athygli. Þrátt fyrir það hafa engar stórfram- kvæmdir í vegamálum farið fram þar til nú að eitthvað virðist vera að rofa til í þeim málum. Á síðasta ári hófst vinna á á Barðastrandarvegi um Kleifaheiði, frá Vesturbotni að Kleifa- búa og er það Norðurtak á Sauðár- króki sem hefur unnið verkið en fyrir- tækið átti lægsta tilboðið, 108,9 millj- ónir króna, en hæsta tilboðið kom frá Berglín í Stykkishólmi, 155,7 milljónir króna. Helstu magntölur eru bergsker- ingar, 59.000 rúmmetrar, fyliingar og fláafleygar, 229.000 rúmmetrar, neðra burðarlag, 28.100 rúmmetrar, og efra burðarlag, 10.200 rúmmetrar. Vinna er nú hafin að nýju eftir vet- urinn og einnig verðm- hafist handa viö endurlagningu og nýlagningu á Barðastrandarvegi frá brú á Hauka- bergsá, upp Mikladal og að Kleifabúa á Kleifaheiði, ails 7 km. Verki skal lokið eigi síðar en 1. september 2002. Þessi hluti vegarins hefur oft verið ófær að vetri vegna snjóa og m.a. teppt vega- sambandið til Patreksfjarðar. -GG Húsbréfasvindl: Þrír í gæslu Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. júní vegna hús- bréfasvindlsins sem upp komst á þriðjudaginn. Tveir mannanna voru handteknir í Reykjavík og sá þriðji i Hafnarflrði en þeir höfðu þá komið fólsuðum húsbréfúm i umferð, að nafn- virði um 36 milljónir króna. Húsleit var gerð hjá mönntmum og fundust fólsuð húsbréf að nafnvirði um 80 millj- ónir króna i bifreið eins þeirra. Megn- ið af söluandvirði bréfanna hafði verið millifært á bankareikninga en mönn- unum ekki tekist að leysa út féð áður en þeir voru handsamaðir. Rannsókn lögreglu er ekki lokið. -aþ . - BISÉ DV-MYND BRINK Og nú er að hitta! Sólin hefur skiniö á Akureyri síöustu daga þó heldur sé kalt í veöri. Ungviöiö lætur nepjuna þó ekki hafa áhrif á sig og bregöur sér „út í leiki“. Hér má sjá unga menn í hafnabolta. Sjávarútvegsráðherra bíður skýrslu um stöðu fiskistofna: Mun krefja Hafrann- sókn skýringa - ef ráðleggingar fiskifræðinga reynast ekki skila árangri Kvótakerfið hefur verið við lýði síðan 1984 og átti að leiða til uppbyggingar á fiskistofnum við landið. At- hygli hefur því vakið að þrátt fyrir að ráðgjöf fiski- fræðinga hafi verið fylgt út í hörgul þá eru enn blikur á lofti varðandi viðgang þorskstofnsins og fleiri teg- unda. Jafnvel er talað um að kerfið hafi litlum eöa engum árangri skilað. Mathiesson sjávarútvegsráöherra telur aðspurður eðlilegt að krefja Hafrannsóknastofnun skýringa ef ráðleggingar fiskifræðinga skila ekki árangri. „Skýrsla Hafrann- sóknastofnunar frá því í fyrra olli vonbrigð- um. Það er ekki rétt að engir stofnar séu i góðu standi. Uppsjáv- arstofnarnir, loðna og síldarstofnarnir sýna hið gagnstæða. Maður Árnl M. biður auðvitað spennt- Mathiesen. ur eftir að sjá nýja skýrslu nú um mán- aðamótin." - Nú er útlitið þorskstofnsins ekki bjart ef marka má niðurstöðu úr togararalli. Kemur ekki að þvi að Hafrannsóknastofnun verði að svara því hvað er að fara úrskeiðis? Jóhann Slgurjónsson. Árni „Það er ekki ósanngjarnt að Hafrannsóknastofnun útskýri sína niðurstöðu. Sérstaklega ef niðurstöður eru ekki í sam- ræmi við það sem fiskifræð- ingar gefa okkur tilefni til að ætla,“ sagði Árni M. Mathiesen. Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnun- ar, segir að verið sé að vinna í útreikningum á stofnstærð- um. Niðurstöður muni liggja fyrir upp úr mánaðamótum. „Það er því ekkert að segja um niðurstöður að svo stöddu, þetta hefur allt sinn gang,“ sagði Jóhann og taldi ekki rétt að tjá sig um þaö frekar. -HKr. Nýtt merki Auglýsingagúrúar sitja þessa dag- ana á vegum Samfylkingarinnar við tölvur sínar og hafa fengið það verk- efni að hanna nýtt merki og ásýnd fyrir flokkinn. Össur Skarphéðinsson og félagar munu, hafa lagt upp með þá linu að „súper- mann-essið“ sem I hefur verið merki flokksins hingað til I skyldi víkja og nýtt I logo koma þess í I stað. Gagnrýnendur I Samfylkingarinnar' í heita pottinum túlka þetta sem við- brögð flokksins við slöku gengi í skoðanakönnunum og nú sé allt gert til að hressa upp á ímyndina en Sam- fylkingarmenn benda á móti á að þetta sé einfaldlega liður í nýrri stór- sókn... Björn hættur við? Enn heyrist ekkert um ákvörðun Bjöms Bjarnasonar varðandi hugsan- legt framboð í Reykjavík. Þessi langa bið hefur verið túlkuð á ýmsa vegu af sjálfstæðismönnum og þessa dag- ana virðist þá túlkun bera hæst að Björn ætli ekki að 3 fara fram. Er þá bent á að Inga Jóna Þórðardóttir hafl á síðustu vik- um og mánuðum náð að styrkja stöðu sína á sama tíma og Björn hafi lítið aðhafst. Því sé staðan nú Ingu Jónu mun hagstæð- ari en hún var þegar Björn kom fyrst fram með hugsanlegt framboð sitt. Ef hann hefði tekið af skarið þá strax hefði Inga Jóna ekki átt neinn sjens en nú horfir málið hins vegar allt öðmvísi við... Jón í forsæti Innan Framsóknarflokksins er ný lífleg umræða um sjávarútvegsmál en nefndin sem fara á yflr þennan málaflokk í samræmi við ákvarðanir flokksins er að byrja starf sitt. Marg- ir em þónokkuð óþolinmóðir vegna þess að þeim þykir nefndin fara seint af stað og að litiil tími sé til stefnu. Þetta má m.a. sjá í opnu bréfi rit- stjóra framsóknarvefsins hriflu.is tfl HaUdórs Ásgrímssonar. Þar spyrja menn hvað tefji, nefhdarstarfið. I Ekkert hefur hins I vegar verið gefið 1 upp opinberlega I um hver eigi að ] stýra starfl þessar- ar mikUvægu 1 flokksnefndar en í j pottinum heyrist að' tU þess starfs verði fenginn Jón Sig- urðsson, hagfræðingur og nýbakaður bankaráðsmaður í Seðlabanka. Jón stýrði sem kunnugt er starfi Evrópu- nefndar flokksins og þótti gera það með miklum ágætum. Sumir fram- sóknarmenn hafa lagt það tU með óformlegum hætti í tUefni síendur- tekinna forsætisstarfa Jóns í nefnd- um flokksins að hann verði kallaður Jón Sigurðsson forseti... Svavar orðhvatur I heita pottinum heyrist að Svavar Gestsson sé ekki efstur á vinsælda- lista hjá mörgum Samfylkingarmönn- um þessa dagana eftir yfirlýsingar sem hann gaf í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur i DV um síðustu helgi. Þar segir Svavar m.a.: „Ég var samfylkingarmað- I ur með litium staf; | þannig skUið að ég vUdi að allir vinstri menn væru saman í einum flokki. Sú hugsun gekk ekki upp og mérertUefsað hún verði raunhæf á nýjan leik fyrr en eftir marga ára- tugi.“ Ýmsir hafa túlkað þetta þannig að Svavar sé að lýsa þvi yfir að tU- raunin um Samfylkinguna hafl mis- tekist og er Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra t.d. einn þeirra en Bjöm gerir sér talsverðan mat úr þessum orðum á heimasíðu sinni. Undir þessari umræðu er samfylk- ingarmönnum ekki skemmt...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.