Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 49 Formúla 1 Fullur bjartsýni, en ■■■ Keppnistíðin hefur farið afskaplega illa af stað hjá Mika því í tvígang hefur hann setið eftir á rásmarkinu og aðeins tvisvar hefur hann unnið sér inn stig. 1 fyrstu keppninni í Ástralíu brotnaði hjá honum fjaðurstöng þegar hann var langt frá þvi að vera í vænlegri stöðu. í Malasíu var hann i eftirminnilegum slag við Jos Verstappen um fjórða sæt- ið og hafði ekki erindi sem erfiði en krækti í eitt stig eftir miður glæsilegan akstur. Brasilíukappaksturinn var búinn hjá Hakkinen áður en hann byrjaði því Finninn drap á bíl sínum á ráslínunni. Þrjú stig í San Marino, þar sem Ralf Schumacher vann fyrsta sigur Willi- ams í fjögur ár, en gamli, góði Hákkinen var mættur á ný í spánska kappakstrinum í Barcelona. Þar ók hann glæsilega og var að bæta fjórða sigri sínum á brautinni í röð í safn sitt er gírkassinn hrundi skyndilega á síð- asta hring keppninnar. Grátlegt fyrir kappann sem var þó enn fullur vonar um möguleika sína á heimsmeistaratitli eftir keppnina. „Ég gerði ekkert rangt og þess vegna get ég ekki verið neikvæður," sagði Hákkinen. „Þegar svona hlutir gerast þá getur þú ekki kennt sjálfum þér um.“ Það sneri allt öfugt í Austurríki þegar hann átti sjáhur alla sök á því að Mercedes-vél hans stöðvaðist á ráslín-, unni og gerði möguleika hans um væn- legan árangur að engu og var risið á Hákkinen ekki hátt skömmu eftir keppnina. En eftir því sem líður á Mónakó-kappaksturinn hefur Mika fyllst sjálfstrausti á ný. „Ég ætla ekki að byrja á því að gefa nokkurn skapaðan hlut eftir núna, nú, eða gefa eitthvað frá mér,“ sagði Hakkinen. „Ég ætla að taka þetta með fullu áhlaupi þar til stærðfræðilega er enginn möguleiki á því að vera í vinn- ingsstöðu i lok ársins. Ég ætla berjast alla leið.“ Liðsskipanir hjá McLaren? Eftir að Ferrari tók upp liðsskipanir í síðustu keppni með því að biðja Barrichello að víkja úr öðru sætinu fyr- ir Michael Schumacher stendur Hákkinen á þeim timamótum að hann gæti þurft að taka að sér það óvinsæla hlutverk að verða „númer tvö“ hjá McLaren. Félagi hans, David Coult- hard, hefur verið óstöðvandi allt tíma- bilið, er kominn með 34 stiga forskot á Finnann fljúgandi og hefur Skotinn klárað í stigum í öllum sex keppnum ársins - og þar að auki unnið tvær. Yf- irmaður þeirra, Ron Dennis, er ekki á því að nú sé kominn tími á liðsskipan- ir og vill leggja áherslu á jafna mögu- leika ökumanna. „Mika er langt á eftir Coulthard en það er fullt af stigum í pottinum," sagði Ron Dennis, keppnis- stjóri og eigandi í McLaren-liðinu. „Það er allt of snemmt að fara að hugsa um liðsskipanir. Báðir ökumenn leggja sitt af mörkum til liðsins og báð- ir stefna þeir á sigur í hvert sinn. Það er okkar markmið.“ Gerhard Berger, sem ekið hefur fyrir bæði Ferrári og McLaren, er á öðru máli. „Þetta snýst allt um það að vinna heimsmeistaratit- ilinn,“ segir Berger sem er yfirmaður mótorsportdeildar BMW. „Hlutirnir hafa alls ekki gengið upp hjá Hakkinen í ár svo nú er kominn tími á hann að aðstoða Coulthard. Barrichello hefur engan raunhæfan möguleika á titli svo þetta er augljós staða. McLaren verður að hugsa eins.“ Hvað Ron Dennis gerir í næstu keppnum er óvíst en staðan er vissu- lega óvenjuleg hjá McLaren þessa dag- ana og ætli Hákkinen að koma í veg fyrir að verða peð í baráttu Couthards og Schumachers verður hann að sigra á morgun. Það er nú eöa aldrei! -ÓSG Mónakó JL. • „Glæsihelgi" * • Heimavöllur flestra ökumanna • Hin eina sanna götubraut vam • Þröng vinnu aðstaöa liða • Mikil hætta á skemmdum á hjóla- búnaði • Brautin of þröng fyrir framúrakstur Upprifjun á 2000 Tími (rásmark) Brautarmet 2000 David Coulthard 1:49:28.213 3 Rubens Barrichello +0:15.889 6 Giancarlo Fisíchella +0:18.522 8 Eddie Irvine +1:15.924 10 Mika Salo +1:20.774 13 Mika Hakkinen (1lap) Keppnlstiml (klst:mln.sek) Timamunur og hraði i tímatökum 2000 Hraðasti hringur: Mika Hakkinen 148.729 km/klst (hringur 57) 1:21.571 sek. Ráspóll: Michael Schumacher 1:19.475 sek. Svona er lesið Gír í n Hraði Togkraftu' Númerbeyju—0 P3: Coulthard 151.862 km/klst Tímamarkmið Samanlagt Pole: M Schumacher 152.651 km/klst P6: Barrichello P5: Hakkinen 150.865 km/klst 151.194 km/klst Grafik: © Russell Lewis & SFAhönnun P4: Frentzen 151.723 km/klst P2: Trulli 152.133 km/klst Gögn fengin frá AFtFt OWSJF COMPAQL yfirburðir TœknSval Upphafið skiptir öllu Með tilkomu „ræsistýringarinnar" hefur enn einu atriði verði bætt við þau fjöldamörgu sem liðin þurfa að huga að fyrir hverja keppni. Þessu mjög svo flókna kerfi má ekki rugla saman við þann búnað sem kemur i veg fvrir að vélin drepi á sér (gangráður) og hefur verið leyfður í mörg ár, né heldur gripstýringuna sem kemur að vísu til sögu í ræsingunni af rásmarkinu. Svo margbrotin er ræsistýringin, að huga verður að nokkrum valmöguleikum fyrir hverja einstaka keppnisbraut. 1 Lega rásmarks: Sem dæmi erræsing á SPA upp á við en lárétt á Silverstone. 2 Yfirborð brautar: Verður ræst af aksturslinu eða ekki? Er brautin þurr og hver er hiti hennar? 3 Uppsetning bílsins: Mismunandi uppsetningar kalla á breytingar á ræsistýringunni. Þannig gerast kaupin ... Búnaðurinn, sem má aðeins stjómast afökumanni eftir upphitunarhringinn, fyigist vel með gerðum hans er rauðu Ijósin slokkna. 0101101 "jg Ljósin slokkna... og ökumaðurinn seturbúnaðinn í < gang. Til að gripstýring geti virkað verður billinn að vera á ferð þar sem hann ber saman hraða.aftur- og fram- hjólanna. Ræsistýringin brúar bilið á milli kyrrstöðu þar til gripstýringin tekur við. Á réttri braut Hver einstakur keppnisstaður kallar á mismunandi stillingar þar sem loftslag og aðstæður eru p™* teknartil athugunar. Stjórnun ræsistýringarinnar er ekki ósvipuð því er heili okkar samhæfir hreyfingar vinstri og hægri fótar er við göngum af stað: fótum Ökumaður / getur alltaf tekið stjórnina af kerfinu, eða ákveðið að. á gangbraut, nema það gerist talsvert hraðar í Formúlu 1. Grafik: © Russell Lewis oq SFAhönnun Ræsingin forrituð gerir ökumaður ræsistýringuna hreyfing bilsins setur búnaðinn af stað. Framkvæmdin. Kerfið stillir saman virkni inngjafar og kúplingar til að stjórna þvi afli sem fer til afturhjólanna og framkvæma ræsingu. Gangráður? Forrituð ræsing framkvæmd Gangráðurinn kemur aðeins i veg fyrir að vélin „drepi“ a sér við útafkeyrslu eða snúning, og þa aó hámarki 10 sek. í eir.u. Búnaðurino fylgist með snúningi vélarinnar og falli nann óvenju- hrart tekur gangráðurinn stjóminí. og kernur i veg fyrir að vélin stoppi. Armar gír; og ræsistýring slokknar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.