Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Side 43
51 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 I>V Tilvera mdúnarmolar Nokkur góð ráð fyrir ferðalagið Hafið alltaf verðmæt gögn, lyf og afrit af lyfseðlum sem þið getið ekki verið án í handtöskunni, þá getið þið verið viss um að hafa þessa hluti við höndina, jafnvel þótt ann- ar farangur fari á flakk. Merkið farangurinn vel með nafni, heimilisfangi og símanúmeri þess staðar sem halda skal til, eins og t.d. hótelið. Svo þarf að muna að breyta heimilisfanginu á merkimið- unum þegar haldið er á nýjan áfangastað. Gangið úr skugga um hvort nauð- synlegt er að hafa meðferðis milli- stykki svo hægt sé að stinga hár- þurrku eða rakvél í samband í því landi sem dvelja á í. Munið að: • taka kaffivélina, tölvuna og sjónvarpið úr sambandi. • biðja einhvern um að taka póst- inn og vökva blómin. • ef þið verðið lengur en mánuð í burtu, að biðja þá einhvern um að sjá til þess að reikningar verði greiddir, t.d. greiðsluþjónustu bank- anna. Konur og bara konur Japanska flugfélagið Skymark Airlines auglýsir þessa dagana nýj- an ferðamáta fyrir konur og býður upp á sérstakar sætaraðir í vélum sínum einungis ætlaðar konum. Stjórn flugfélagsins tók þessa ákvörðun eftir að stöðugar kvartan- ir höfðu borist frá konum sem þótti ágengni karlkynsferðafélaga óþol- andi og yfirgengileg. Þá hafa japönsk hótel tekið upp á svipaðri þjónustu og auglýsa konuvæn hótel og er þá ýmist allt hótelið bara fyr- ir konur eða þá sérstök hæð er ein- ungis ætluð konum. Þannig eiga konur að geta verið öruggar um að í næsta sæti í vélinni eða herbergi á hótelinu séu einungis konur og dónalegir karlar víðs fjarri. Hvernig verður veðrið í ferða- laginu? Það getur verið gott að vita hvernig veðrið verður á áætlunar- stað, það getur t.d. hjálpað til við að ákveða hvernig fötum er best að pakka í töskuna og hvort nauðsyn- legt er að hafa kápuna með í vélina. Hægt er að fá allar upplýsingar um veðurfar og hitastig í vötnum og sjó á heimasíðu Dansk Meteorologisk institut, DMI.dk (verdensvejret) sem sýnir veðrið í Evrópu næstu fimm daga. Einnig má benda á heimasíðuna Wunderground þar sem hægt er skoða veðurspána í öll- um heimsins löndum á ensku. Nýir og ódýrari ferðamöguleikar fyrir íslendinga: Odýr tengiflug til helstu borga Evrópu Flugferðir go íeflavík Nýir möguleikar hafa opnast fyrir íslendinga sem vilja ferðast á eigin vegum og á lágmarks fargjaldi. Það er breska flugfélagið Go sem býður íslenskum ferðamönnum þennan möguleika en þeir fljúga á hverri nóttu kl. 02.15 frá Keflavík til Stansted London. Þaðan er hægt að komast í tengiflug til allra helstu borga Evrópu nær dag- lega fram til 15. september 2001. Farseðlalaust flugfélag Komutími til Stansted er kl. 06 að morgni og flýgur Go tfl tuttugu og tveggja borga í Evrópu eins og sjá má á skýringarmyndinni hér á síð- unni allt að átta sinnum á dag og ættu allflestir að geta komist í tengiflug tO einhverra þessara borga samdægurs. ÞeO- sem það kjósa geta líka staldrað við í London en Stansted er í u.þ.b. 45 mínútna fjarlægð með hraðlest frá miðbæ Lund- úna. Farseðlar með Go eru keyptn- á heimasíðu flugfélagsins sem er go-fly.com og fyrir þá sem ekki nota kreditkort er hægt að kaupa farseðla hjá Ferðaskrifstofu BSÍ og borga þá sérstakt þjónustugjald fyrir það sem er um 2.900 krónur. Þá er einnig mögulegt að kaupa miða í farmiða- sölu flugvalla en það þarf að gera í síðasta lagi klukkustund fyrir brottfór. Mælt er með því að flugfarþegar geri ráð fyrir því i ferðaáætlun að þijár klst. séu á mflli komuflugs og tengiflugs því komu- og brottfarartímar eiga það tfl að breytast og vissara að fylgjast með ferðaáætlunum á hennasíðu Go. Margir verömöguleikar AOar upplýsOigar um verð er að fmna á heimasíðu Go en boðið er upp á nokkra verð- flokka og er t.d. ódýrasta fargjaldið (Supersaver) Helstu flugleiðir Frá Stansted-flugvelli í London er hægt aö fljúga til 22 borga í Evrópu nær daglega, því þarf biötími eftir tengiflugi ekki aö vera svo ýkja langur. frá Keflavik tii Stansted á kr. 14.750 báðar leiðO en það dýrasta (Flexible) á kr. 39.000. Því fyrr sem bókað er því meiri möguleikar eru á ódýrari sæt- um en aðenis ákveðinn sætafjöldi er ódýrastur í hverri vél. Sé ferðinni heitið tO London skiptO máli hvort gista á eOia eða tvær nætur, hvort um sé að ræða laugardagsnótt o.s.frv. TO að fá upplýs- ingar um verð þarf að fara á heimasíðu Go og velja þær borgO sem fljúga á tO eða frá og slá svo inn hugmyndir um brottfarar- og komudaga. Dæmi sem tekið var, miðað við upplýsingar á heimasíðu Go þann 16. maí á flugi til Barcelona frá Stansted 30. maí og tfl baka frá Barcelona 13. júní: Hægt er að velja um tvo brottfarartíma frá Stan- sted tfl Barcelona 30. maí, sá fyrri kl. 06.55 og hinn síðari kl. 18.00 en aðeins einn brottfarartími er frá Barcelona til Stansted 13. júní kl. 11.00. Verð báðar leiðir var í ódýrasta verðflokknum (Supersaver) 12.500 krónur. Sætaval við innritun Sætanúmerum er úthlutað við innritun sem hefst tveimur klukkustundum fyrir brottfór. Við innritun skal farþegi hafa meðferðis vegabréf og af- rit af ferðaáætlun. MikOvægt er að hafa í huga að innritun lokar hálftíma fyrir brottför og þeir sem koma seinna eru búnir að missa af vélinni. Leyfl- legt er að ferðast með tvær ferðatöskur samtals 20 kg og eina handtösku, aflan umframfarangur þarf að greiða sérstaklega fyrir. Enginn matur er bor- inn fram i vélunum en drykkir, samlokur og ann- að léttmeti er selt um borð sem og frfliafnarvam- ingur. Séu einhverjir farþegar undir 2ja ára aldri þarf að láta vita sérstaklega af því i símanúmer sem gefið er upp á heimasíðu Go en frítt er fyrir 2ja ára og yngri. Einnig eru gefln upp simanúmer sem hægt er að hringja í ef farþegar óska eftir ein- hverri sérþjónustu. -W Það getur borgað sig að vera örlátur á þjórfé: Hugmyndaríkur handklæðalistamaður Bombay Þaö er ótrúlega fjölbreytilegt götulífiö í Bombay á Indlandi. Þeir sem eru vanir pakkaferðum kannast sjálfsagt við það að ef mað- ur vill láta gera almennilega hreint á hótelherberginu sínu þá getur það borgað sig að vera þokkalega örlát- ur á þjórfé. Oftar en ekki er það tek- ið fram í ferðabæklingum hvað sé við hæfi að gefa mikið þjórfé í hverju landi og í einum slíkum, sem flallaði um Bombay á Indlandi, var tekið fram að best væri að gefa hreingerningarfólki á hótelher- bergjum 20 rúpíur á dag. Og það var einmitt á hótelherbergi í Bombay sem við upplifðum hvernig hrein- gerningarfólk getur látið í ljós ánægju sína sé því gefið nógu mikið þjórfé. Handklæöi í skötulíki Þannig var að fyrstu dagana í ferðinni fórum við alveg eftir því sem stungið var upp á í ferðabæk- lingnum og skildum 20 rúpíur eftir á koddanum á hverjum degi þar til einn daginn að ekki var til neitt smærra í buddunni en 50 rúpíur. „Æ, skítt með það,“ sagði vinur minn, „það verður þá vonandi þrif- ið aðeins betur og kannski fáum við líka hrein handklæði." Ég gat ekki hugsað mér að fara að standa í því í þessum brjálæðislega hita að skipta peningum svo 50 rúpíur urðu eftir á koddanum í það skiptið. Þegar við komum aftur á hótelið, eftir skoðun- arferð í ástarhofið fræga Taj Mahal, beið okkar ótrúleg sjón. Fyrir utan það að herbergið ilmaði allt af hreingerningarmiðlum lá vænleg skata á rúminu, ekki grá og slímug beint úr sjónum, heldur var þetta handklæði í skötulíki. Sá sem hafði þriflð herbergið þennan dag hlaut að hafa verið yfir sig ánægður með þjórféð því í þakkarskyni hafði hann haft fyrir því búa tfl skötuna og til þess hafði hann notað tvö nýþvegin handklæði, tvo kóka kóla tappa og tvær túpur af sólkremi. Forvitnin varð nískunni yfirsterkari Eftir þessa upplifun varð forvitn- in niskunni yflrsterkari og við urð- um hreinlega að vita hvort eitthvað álíka flippað og skemmtilegt biði okkar ef við settum aftur 50 rúpiur á koddann. Eftir að hafa rannsakað götulifið í Bombay í u.þ.b. tvo tíma vorum við gjörsamlega að springa úr forvitni og ákváðum að fara aft- ur upp á hótel. Og viti menn, á rúm- inu lá risaskjaldbaka. Búkurinn var úr púða, fæturnir úr upprúlluðum handklæðum og til þess að gera skelina á skjaldbökunni raunveru- legri hafði listamaðurinn fengið lán- aðann skrautlegan klút úr klæða- skápnum. Sama sagan endurtók sig næsta dag en þá var það kjúklingur sem prýddi rúmið. Og daginn þar á eftir hafði listamaðurinn snarað fram Taj Mahal Ástarhofiö margfræga er sagt vera eitt af sjö undrum veraldar. tveimur púðum, tveimur handklæð- um, laki og tveimur töppum úr vatnsflöskum stóran og mikinn krókódfl sem teygði úr sér yfir endi- langt rúmið. Frábær lokasýning Listamaðurinn virtist endalaust geta komið með nýjar hugmyndir af handklæðafigúrum úr dýrarikinu og alltaf var eitthvað nýtt sem kom á óvart á rúminu á hverjum degi. Það var því þegar að fór að styttast í heimförina að sú hugsun heltók okkur að við ættum kannski aldrei eftir að upplifa handklæðaskúlptúra í rúminu framar því var sú ákvörð- un tekin að tvöfalda þjórféð og voru 100 rúpíur skildar eftir á koddanum í hinsta sinn. Þegar við komum aftur á hótelið síðla sama dag brá okkur heldur betur í brún því búið var að hengja „do not disturb" skilti á dyrnar og þegar við opnuðum þær sáum við að herbergið var almyrkvað. Búið var að draga fyrir gardínurnar en smá Ijóstýra var við rúmið og þar lá einhver ókunnug manneskja. Okk- ur datt strax í hug að þetta væri hreingerningarmaðurinn sem hefði stolist til að fá sér lúr í vinnutíman- um. En það kom nú annað á daginn því þarna lá stærsta listaverkið til þessa, sofandi maður í fullri stærð í fötum af mér, buxum og hvitri skyrtu sem höfðu verið troðin út með þremur púðum, einu laki og nokkrum hændklæðum. Á andlitinu var sá sofandi með sólgleraugu og á maganum á honum lá Séð og heyrt - aldeilis frábær lokasýning hjá hugmyndaríkum handklæðalista- manni. -W

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.