Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Qupperneq 51
59 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 ZDV Tilvera Kynningarátak Fiskmarkaðar Flateyrar veldur usla: Hempuklæddur Lýður ákallar trillukarla Ratleikur Hafnarfjarðar: Hressandi útivistar- leikur Ratleikur í nágrenni Hafnarfjarðar verður í gangi í alit sumar og er það Pétur Sigurðsson, járnsmiður og úti- vistarkempa, sem leggur leikinn. Markmiðið með Ratleiknum er að hvetja almenning til að njóta þeirrar náttúru sem er alveg við bæjardymar og taka um leið þátt í hressandi úti- vistarleik. Ratleikurinn felst í því að leita að spjöldum á felustöðum sem merktir eru inn á sérstakt rat- leikskort sem fæst ókeypis í Upplýs- ingamiðstöð Hafnaríjarðar, Vestur- götu 8. Þetta er í sjötta sinn sem Upplýs- ingamiðstöðin stendur fyrir Ratleik Hafnarfjarðar og nú eru_ á rat- leikskortinu fróðleiksmolar uni eitt og annað sem tengist þeim stöðtiin sem farið er um. Leikurinn er tvískiptur: Létti leikurinn er hugsaður fyrir byrj- endur en er jafnframt kjörið verkefni fyrir fjölskyldur eða hópa. Garpagang- an reynir hins vegar meira á úthald þátttakenda og hæfni við að nota landakort. Ekki er um kapphlaup við tímann að ræða og kjósa margir að krydda gönguferðir íjölskyldunnar með þessum skemmtilega leik allt sumarið. Dregið verður úr innsendum lausnum og eru þrír veglegir vinning- ar í boði í hvorum leik. bara óska öllum trillukörlum velfarn- aðar og vona þeir veiði á guðs veg- um.“ -GS ' > Kawasaki fjórhjólin traust & lipur KLF 220 2WD. 620.000 m/vsk. KVF 300 4WD, h/l drif. 839.000 m/vsk. KVF 400 4WD, h/l drif. 949.000 m/vsk. (sg@o©s@i? SÖCfuDD Fiskmarkaður Flateyrar hefur að undanförnu lagt i allsérstakt kynning- arátak til að ná til sín smábátum í við- skipti nú í sumar. Einn liður í þessari herferð var auglýsingagerð fyrir sjón- varp og var ein þeirra með mynd af Lýð Árnasyni, héraðslækni á Flateyri, þar sem hann hempuklæddur ákallar trillukarla og biður þá um að koma til sín. Auglýsingadeild ríkissjónvarps- ins sá sér ekki fært að birta auglýs- inguna af ótta við að vekja ólgu með- al kirkjunnar manna. Guðbjartur Jónsson, framkvæmdarstjóri Fisk- markaðarins, segir afstöðu ríkissjón- varpsins óskiljanlega enda hafi hann einungis verið að auglýsa vefinn sinn, flateyri.com. „Þeir hjá sjónvarpinu sögðu að ég yrði að fá leyfí hjá biskupinum og sóknarprestinum hérna á staðnum, svo furðulegt sem það er. Ég er búin að senda bréf til þessarra aðila en hef einungis fengið munnlegt svar frá sr. Stínu sóknarpresti hér um að hún telji þessa birtingu brjóta i bága við helgi ríkiskirkjunnar og hún muni ekki fallast á hana en biskup hefur ekkert látið í sér heyra. Ég held að þetta stjórnist af afbrýðisemi þar sem Lýður hefur náð að tvífylla kirkjuna hér á staðnum þegar hann stóð fyrir hinum frægu poppmessum á meðan prestarnir verða að sætta sig við tóm- ar kirkjur. Og guðsorðið hefur sjaldan komist skýrar til skila en einmitt í flutningi Lýðs og félaga," segir þessi hugmyndaríki framkvæmdastjóri á Flateyri. Lýöur læknir segir þátttöku sína í þessari auglýsingu aldrei hafa verið TlMAMÓTABlLL Meðaleyösla 6,11 1.085.000,- Trillukarlar komlð tll mín Augtýsingin sem kirkjunnar fólk og Sjónvarpið sættir sig ekki við. ÐV-MYND: GS' Guðbjartur og Lýður Skilja ekkert í afstööunni gagnvart auglýsingunni. spurningu af sinni hálfu enda engu hægt að neita á svona litlum stað, ekki síst þegar hann á í höggi jafnt við veraldleg sem andleg öfl. „Hins vegar óraði mig ekki fyrir þeirri endaleysu sem nú er af stað farin. í fyrsta lagi trúi ég trauðla að Biskupsstofa hafi neitt við þessa auglýsingu að athuga en sé svo trúi ég því enn síður að sjónvarps- menn láti sig það nokkru varða. Eina alvaran í þessu máli öllu er sú að það virðist fara fyrir brjóstið á einhverj- um að almenningur skuli hafa guðs- orð á vörum í guöshúsum. Eigi það einungis að vera opið prestlærðum er þess ekki langt að bíöa að þjóðin verði öll orðin heiðin. Við megum ekki gleyma því að það var maðurinn sem skapaði guð í sinni mynd en ekki öfugt. Miðað við risa- eðluþættina i sjónvarpinu er þessi auglýsing nánast trúarjátning enda byggði Darwin sitt á því að við vær- um komin af öpum en kirkjan byggir sitt á því að við séum apar. Ég vil DV-MYND EINAR J. Leikskólabörn í vesturbænum Börn á öllum aldri munu skemmta sér á KR-vellinum í dag. Vesturbæingar gera gott mannlíf betra: Vorhátíð með glensi og gamni Barnakórssöngur og fleiri tónlist- aratriði, Múllersæfingar, har- moníkuleikur og vítaspyrnukeppni eru meðal fjölmargra dagskrárliða á hverfishátíð vesturbæinga sem haldin er á KR-veUinum í dag. Hún hefst kl. 15 með skrúðgöngu frá Landakotstúni að Frostaskjóli. Sér- stakir heiðursgestir eru forseti ís- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, og borgarstjóri Reykjavíkur, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Séra HaUdór Reynisson, sóknar- prestur í Neskirkju, er meðal þeirra sem staöið hafa í undirbúningi há- tíðarinnar og við gefum honum orð- ið smástund: „Þama verður karni- valstemning, grUlpylsur, leiktæki, flóamarkaður, söngur og dans og svo íþróttir af ýmsum toga. Meðal annars munu alþingismenn spila fótbolta gegn „Prestley United". Markmiðið með hátíðinni er að eUa samstöðu meðal ibúanna hér vestan lækjar og fá þá tU að skemmta sér saman á heUbrigðan hátt.“ HaUdór tekur skýrt fram að allir gamlir Vesturbæingar séu velkomnir, hvar sem þeir eru niðurkomnir, og reyndar þurfl engin sérstök vestur- bæjarskírteini til að komast inn á KR-vöUinn í dag og taka þátt í fjör- inu. -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.