Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Side 4
Borðar ekki eins og
» iMBwm m , i '-■'isasf’i; «■■■■■■■■■■■■ m bjó í Austurríki og kepp^^ie;
Lisa Ho
Arnar Grant er
bikar- og íslands-
meistari í fitness en
síðari titilinn vann
hann á íslands-
mótinu í fitness
sem var haldið fyrir
skömmu. Nú taka
við strangar
æfingar fyrir
alþjóðlegt vaxtar-
ræktarmót í Svíþjóð
í sumar, Þórunn
Þorleifsdóttir
spjallaði við
kappann sem hefur
fítuprósentuna 4
og tekur 150 kíló í
bekkpressu.
„Það getur hver sem er komist í
gott form en í svona keppnum
skipta hlutfóllin líka miklu máli.
Það er þvi nauðsynlegt að vera
stæltur. En þetta er ekki bara ein-
hver kroppasýning heldur snýst
líka mikið um styrk og þol,“ segir
Arnar og bendir á að þrautirnar
geta verið mjög kreQandi. „Sumir
halda að það eina sem við þurfum
að gera sé að hnykla vöðvana uppi
á sviði en það er um það bil 50%
keppninnar, restin snýst um styrk,
hraða, úthald og fleira," segir Is-
landsmeistarinn sem býr á Akur-
eyri og starfar þar sem smiður.
Fyrrverandi hestamaður
Arnar segist að sjálfsögðu stefna
að þvi að verða sigurvegarinn í
Svíþjóð líka. „Mótið úti er alls ekki
þyngra en það sem haldið. var
héma heima. Það er mjög svipaður
standard. Annars veit ég ekki mik-
ið um það þar sem þetta er í fyrsta
sinn sem íslenskur karlkyns-
keppnismaður er sendur út á al-
þjóðlegt mót. Þetta verður allt að
4
„Ekki bara einhver kroppasýning." Arnar segir aö mótin snúist ekki bara um hver sé með flottustu vöövana heldur er
líka keppt um þol og styrk. Þrautirnar geta verið mjög erfiöar.
koma i ljós.“
Hvernig kom til aó þú fórst aó
stunda fitness?
„Ég var að lyfta í Vaxtarrækt-
inni á Akureyri þegar ég var
spurður sex vikum fyrir mót hvort
ég vildi vera með. Þetta vakti strax
áhuga minn og ég ákvað að slá til.“
Arnar hefur þrisvar tekið þátt i
Islandsmótinu, fyrst 1999 en þá
lenti hann í íjórða sæti, svo í fyrra
og þá hreppti hann þriðja sætið og
nú loks vann hann mótið. Líkams-
ræktin er eitt helsta áhugamál
Amars og segist hann varla hafa
tima til að leggja stund á fleiri.
Þegar hann var yngri var hann
hins vegar mikill hestamaður. „Ég
bjó í Austurríki og keppn í hesta-
íþróttinni bæði þar og í Sviss,
Þýskalandi, Danmörku og víðar.
En nú er ég alveg búinn að leggja
hana á hilluna."
Hafragrautur á morgn-
ana
„Ég æfi alltaf sjö sinnum í viku
og þegar nær dregur mótinu byrja
ég að æfa tvisvar á dag, alla daga
vikunnar," segir Islandsmeistar-
inn, aðspurður um æflngatíma.
Hvernig er með matarœðið, boró-
ar þú til dæmis þaó sama og Lisa
Hovland á morgnana?
„Nei,“ segir Amar og hlær, „ég
borða alltaf hafragraut á morgn-
ana. Það er bara orðið að rútínu
hjá mér að borða hollan mat á
hverjum degi. Svo passa ég að
drekka rosalega mikið vatn allan
daginn," segir hann en bendir á að
þegar hann sé að undirbúa sig fyr-
ir mót passi hann enn betur hvað
hann lætur ofan í sig.
Er ekki bannaö að drekka vatn
siöustu dagana fyrir mót?
„Það hafa margir það fyrir reglu
af því að þá virkar líkaminn meira
skorinn en ég er þegar mjög skor-
inn og finnst ég ekki þurfa þess.
Maður missir svo mikla orku við
að sleppa vatninu."
Strákar með minni-
máttarkennd
Er ekki erfitt að vera svona sterk-
ur, koma ekki oft hrokafullir strák-
ar til þín og skora á þig í sjómann?
„Það kemur stundum fyrir að
það koma einhverjir strákar upp
að mér og eru með stæla. Þeir eru
yfirleitt bara með minnimáttar-
kennd, greyin. Þetta fylgir þessu
bara.“ Arnar viil samt ekki meina
að hann sé orðinn frægur og segist
enn ekki hafa verið beðinn um eig-
inhandaráritun.
Þú ert rosalega brúnn, hvaó
feröu oft í Ijós?
„Ég fer yfirleitt í tvo tíma annan
hvern dag. Svo ber ég líka Jan
Tana brúnkukremið á mig. Þetta
gerir það að verkum að það sést
betur í vöðvana á sviðinu."
Nýtur þú mikillar kvenhylli?
„Ég veit ekki hvað ég á að
segja,“ segir Arnar og hlær. „Nei,
ég held ekki,“ bætir hann svo við,
hógvær.
íslandsmeistarinn segist nú
vera að standa í samningum við
ýmsa styrktaraðila áður en hann
heldur utan i keppnina.
Hvað meö framtíöina, hvaö stefn-
ir þú á aö gera?
„Ég ætla að halda áfram í þess-
um geira og reyna að halda titlin-
um eins lengi og mögulegt er.“
saununaur Bangsi ssmur Wð Djumnrin
OFIJHHFT.IIIIt HVFItS»A(iSI\S
Eg er kynfæralaus. Þeir sem bjuggu mig
til sáu ekki ástæðu að skella á mig lim eða
bora á mig leggöng. Það eru engirtauga-
endar í rassgatinu á mér. Og það er
ótrúlegt hversu ung börn horfa á Tantra.
t---------:-----------\
Ég hef beðið Djöfulinn um aðstoð í stóra
kynfæramálinu en hann vill ekkert gera.
Segir að ég sé ekki nógu myndarlegur til
að ná mér í bangsadömu og að ég hafi enga
fingur til að bjarga mér. „Ætlarðu að klappa
á typpið á þér?“ spurði hann.
i IH' t i i
r
Ég vil verða tvíkynja því það er til lítils að
vera með typpi í bangsalandi. Hafið þið
einhvern tímann séð bangaskerlingu með
júllur? Barbie er þó með brjóst. Hún er leik-
fang og samt er hún rökuð að neðan. Alltaf!
cr xr o
srs
*S ® Í:
ö> c 5’
<D ®.
q 5! cn
c SJ <t>
— “ w
7T 3 T"
03 CD CD
3
5 £D>CD
i n
03
>“ Ö3
Q« 03 g
CQ 12. 3
03 CD(S
7T g.
Q3_ 7T CT
sís,
O O; ^
ö'F 3
1IS»
<D D p
E ÖÍO:
C/) CD (Q
® 3
C-
£
e:
Ci
es
a
f Ó k U S 1. júní 2001
harism 2001