Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Page 11
Bandaríska rokkhljómsveitin Tool er ein
af virtustu þungarokkshljómsveitum síð-
ustu ára. Nýja platan hennar, Lateralus,
er nýkomin út. Trausti Júlíusson hlustaði
á gripinn og kynnti sér sögu sveitarinnar.
Hugsjónamenn
sem bera litia
virðingu fyrir
tónlistariðnaðSnum
Tooi - þungt, þróað og
krefjandi
Það er ekkert sérstaklega llklegt
að hljómsveitin Tool verði mikið
spiluð á útvarpsstöðvunum þó að
þriðja platan hennar, Lateralus, sé
nýkomin í verslanir. Það er ekki
það að hljómsveitin eigi sér ekki að-
dáendur á íslandi heldur að lögin á
plötunni eru ekki þessi dæmigerðu
útvarpsvænu og einfoldu þriggja
mínútna rokklög. Flest lögin eru
svona 6 til 11 mínútur og uppbygg-
ingin nógu flókin til þess að of stór
hluti hlustenda er liklegur til þess
að tapa þræðinum og skipta yfir á
aðra stöð. En hverjir eru Tool?
Koma úr sama bakgrunni
og Rage Against The
Machine
Hljómsveitin Tool var stofnuð í
plötudómar
LA árið 1991.1 upphafi voru í sveit-
inni þeir Maynard James Keenan
söngvari, Adam Jones gitarleikari,
Danny Carey trommuleikari og
Paul D’Amour bassaleikari. Mayn-
ard hafði eitthvað verið að syngja
með Tom Morello, gítarleikaran-
um í annarri LA-hljómsveit, Rage
Against The Machine, en þegar
hjólin fóru að snúast hjá Tool hætti
hann að syngja með Rage og Tom
fann sér annan söngvara.
Fyrsta platan með Tool, Opiate,
sem var stutt breiðskífa (“mini-lp“)
kom út árið 1992. Þetta var á há-
annatíma gruggsins og Tool skipaði
sér á þessum tíma í hóp með sveit-
um eins og Nirvana, Soundgar-
den, Faith No More, Rage Against
The Machine og Nine Inch Nails.
Opiate var kraftmikil og hávær
plata og fyrsta stóra platan þeirra
félaga í fullri lengd, Undertow, sem
kom út 1993, var jafnvel enn
agressífari.
Meistaraverkið Aenima
Hljómsveitin náði að skapa sér
nafn, m.a. með lögunum Sober og
Prison Sex, sem urðu vinsæl á
MTV. Þegar hún var að taka upp
næstu plötu hætti Paul bassaleikari
og í staðinn kom Bretinn Justin
Chancellor. Platan, sem kom út
árið 1996, heitir Aenima og það var
með henni sem tónlist sveitarinnar
breyttist í þessa flóknu og þróðuðu
tónlist sem hún er rómuð fyrir í
dag. Aenima innihélt enga smelli en
hún vakti gríðarlega athygli og seld-
ist í yfir tveimur miljónum eintaka.
Aenima er ein af þessum plötum
sem skipta máli í sögunni og með
henni komst Tool í framvarðasveit
þungarokksins. Hljómsveitin sýndi
með plötunni að hún var tilbúin til
þess að taka áhættu.
Síðan Aenima kom út eru liðin
fimm ár og spenningurinn fyrir
nýju plötunni var orðinn mjög mik-
ill. I millitíðinni tók Maynard
James Keenan þátt í hljómsveitinni
A Perfect Circle sem sendi í fyrra
frá sér plötuna Mer De Noms sem
var af mörgum talin ein af bestu
rokkplötum síðasta árs.
Nýtt stórvirki
En nú er sem sagt komin ný Tool-
plata og, eins og Aenima, er hún full
af metnaðarfullu spiliríi, flottum
sándum og löngum lögum með flók-
inni uppbyggingu. Það segir
kannski svolítið um plötuna að
fyrsta lagið sem þeir félagar senda
bandarískum útvarpsstöðvum til
spilunar er lagið Schism sem er
tæpar sjö mínútur á lengd. En þó að
platan sé flókin og stundum krefj-
andi þá er hún líka að sama skapi
gefandi - þeir sem gefa henni tíma
verða ekki fyrir vonbrigðum.
Maynard segist hafa nokkrar
áhyggjur af því hvort hlustendur
séu tilbúnir til þess að leggja á sig
að hlusta á svona krefjandi tónlist.
„Ég er mjög ánægður með að Radi-
ohead skuli hafa komið með Kid A
segir hann. Það er skref í rétta átt
en hún var samt ekki tekin í sátt al-
veg strax.“ Hann nefnir líka The
Fragile með Nine Inch Nails sem
frábæra plötu „sem enginn heyrði“
og The Battle Of Los Angeles með
Rage Against The Machine, sem þó
að hún hafi selst ágætlega hafi átt
enn betra skilið.
Það á eftir að koma í ljós hvernig
platan selst en það er þegar á
hreinu að hún fær alls staðar frá-
bæra dóma. Breska rokktímaritið
Kerrang gefur henni fullt hús
(fimm K), Rolling Stone gefur
henni fjórar stjömur og aðrir dóm-
ar eru eftir því.
h v a ö f fyrir hvernf skemmtileqar staöreyncfi r niöurstaöa
★★★★ Fiytjandi: 1-Speed Bike Piatan: Droopy Butt Begone! Útgefandi: Constellation/Hljómalind Lengd: 36:43 mín. l-Speed Bike er eitt af hliðarverkefn- um kanadísku stórsveitarinnar God- speed You Black Emperor! 1-Speed Bike er aukasjálf trommarans Aidans Girt. Platan er að mestu unnin á gaml- an Akai-sampler. Aidan hljóöritar eigin trommuleik sem hann svo klippir til, bjagar, lúpar og hljóðblandar eftir þörf- um. Hann blandar svo viö þetta öörum hljóðum. Þessi tónlist ætti að henta þeim sem eru spenntir fyrir rytmískri og tilrauna- kenndri tónlist sem er einhvers staðar á mörum rokks og raftónlistar. Þetta ætti að ganga í þá sem hafa verið sþenntir fyrir tilraunarokkstraumunum vestanhafs og svo er þetta auðvitað plata sem Godspeed-aðdáendur þurfa aö heyra. Godspeed er víst komin í frí en alls konar hliðarverkefni blómstra. A Silver Mt Zion er t.d. hljómsveit sem einn af gítarleikurum Godspeed, Efrim, stjórnar. Platan þeirra, He Has Left Us Alone..., er mjög flott; hljómar næstum eins og klassík á köflum. Plata Ry Pan, Sédatif En Fréquences Et Sillons, sem annar gítarfeikara Godspeed, Roger, er í, er líka snilld, einhvers konar popprokk með tilraunablæ... Þetta er mjög flott plata sem vinnur sér sess í spilaranum eftir nokkur skipti. Þetta er rytmísk tónlist með mjög hráu, allt að því pönkuðu sándi. Það sem gerir gæfumuninn á plötunni og gerir hana að meiru en bara til- raunakenndu hliðarflippi er að Aidan tekst að framkalla mjög sterka stemn- ingu í lögunum. Áhrifamikil og áhuga- verö plata. trausti júlíusson 1-iJI’lilEI) IJIKIE HHSiií'JUU^íi Hsliihil.it’ Ít. HB Míl .Ækt. s:, /*®jp IXtOOI’Y ItUTT OIEGONIEI
Þessi plata er samstarfsverkefni hljóm- sveitanna Low og Dirty Three. Platan er í „In The Fishtank“-seriunni, en Konkur- rent-útgáfan býður reglulega tónlistar- mönnum, sem eru að spila á tónleikum í Hollandi, aö hljóörita 20-30 mínútna efni á tveimur dögum. Efni og efnistök eru algerlega í höndum viðkomandi tón- listarmanna en afraksturinn er gefinn út í In The Fishtank-röðinni. Þetta er einstaklega Ijúf og hæglát popptónlist. Low er þekkt fyrir að vera einhver hljóðlátasta sveit sögunnar og þessi plata er einstaklega Ijúf. Þeir sem heyrðu til hljómsveitarinnar hita upp fyrir Sigur Rós í Háskólabíói hér um áriö ættu aö skoöa gripinn og eins er útgáfan á Down By The River eflaust forvitnileg fýrir Neil Young-aðdáendur. Þetta er sjöunda platan í In The Rshtank- röðinni. Á meðal fyrri platna í seriunni eru íslandsvinirnir í Nomeansno, pönkhljóm- sveitin Snuff, June of 44 og samstarf Tortoise og hollenska anarkistabandsins The Ex. Upphaflega var Low boðiö að taka þátt í seriunni en þau fengu Dirty Three I samstarf. Báðar sveitirnar voru á þessum tíma að spila á Crossing Border- festivalinu í Amsterdam. Þetta er ágæt plata. Af þessum 6 lögum eru fjögur mjög góð sem hlýtur að teljast nokkuð gott þegar tekið er inn í myndina að efnið er unnið á hlaupum á tveimur dögum. Sándið er líka mjög flott. Þegar best lætur er þetta virkilega þægileg og fin popptónlist. Hámarkið er útgáfan af Down By The River sem er 9 mlnútur af hreinni fegurð. Heföi mátt vera helmingi lengri... trausti júlíusson
★★★ Fiytjandi: Low & Dirty Three piatan: ln The Fishtank Útgefandi: Konkurrent/12 Tónar Lengd: 30:11 mín. $00
Strange Games & Things er ein af þeim seríum sem breska þlötuútgáfan BBE gefur út. Á henni fær útgáfan val- inkunna plötusnúða til þess að mixa misþekkt lög úr danstónlistarsögunni. Hér er það New York hiþ-hop dj-inn DJ Spinna. Þetta eru þrir diskar, tveir með lögunum ómixuðum í fullri lengd, en sá þriðji inniheldur svo órofið mix af lög- unum á hinum tveimur. Þó að Spinna sé aðallega þekktur á hip-hoþ-senunni þá spilar hann eitt og annað og er opinn fyrir alls konar tón- list. Hér er þetta diskó, soul og klúbbatónlist frá árunum 1973-1982. Á meðal fiytjenda eru Bobby Womack, Love Unlimited Orchestra, Marvin Gaye, Rick James, Roy Ayers, Creative Source, Minnie Ripperton, Donald Byrd og Eddie Kendricks. BBE, sem stendur fyrir Barely Breakin Even, er útgáfa sem er samt þekktust fyrir nokkrar eðal-seríur þar sem oftar en ekki er safnaö saman mjög sjald- gæfum lögum sem hafa verið ófáanleg í langan tíma. Á meðal þessara seria eru Keb Darge's Legendary Deep Funk, Beats & Pieces, Stop & Listen og svo Funk, Jazz, Disco, Latin og Soul Spectrum-plöturnar. Þetta er fin plata sem ætti ekki að valda unnendum þessarar tónlistar vonbrigðum. Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst mixið hans DJ Spinna ekkert sérstaklega vel heppnað og er mun hrifnari af því að hlusta á original-útgáfurnar ómixaðar. Þessi seria er kannski að verða svolrtið for- múlukennd hjá BBE (það kemur ekki beint neitt á óvartl), en tónlistin stendur samt vel fyrir sínu. trausti júliusson
★ ★★ Flytjandi: DJ Spinna piatan: Stange games & Things Útgefandi: BBE/Japis Lengd: 201:53 mín. (3 diskar) K 5 MIXLD UY DJ SPINNA
Þetta er ný sólóþlata frá einum af fær- ustu og áhrifamestu mc-um allra tíma, KRS One. KRS er fyrrum aðalrödd Boogie Down Poductions. Hann á að baki nokkrar sólóplötur en The Sneak Attack er hans fyrsta plata síöan 1997 og jafnframt fyrsta platan hans hjá nýju fyrirtæki, Koch Records, sem fyrr á árinu gaf út ágæta sóló- plötu með Afu Ra. KRS One er einn af þeim stóru í rapp- gögunni og þess vegna er þetta plata fyrir alla þá sem hafa áhuga á hip-hoþ- tónlist. KRS er líka einn af þeim hiþ- hop-tónlistarmönnum sem hafa tekið mjög sterk reggí-áhrif inn í tónlistina; æsingurinn í honum minnir stundum á dancehall reggí-listamenn, eins og Beenie Man eöa Zebra. KRS One hefur stundum verið kallaður heimspekingurinn. Hann hefur mjög ákveönar skoðanir á umhverfi sínu og var hvatamaðurinn aö stofnun eftirtal- inna samtaka: „Stop The Violence Movement", „Human Education Aga- inst Lies" og „Temple of Hiphop". Hann hefur líka haldið fyrirlestra í há- skólum eins og Harvard, Yale, Coi- umbia og Stanford. Þetta er helvíti flott plata. KRS tekur ailt annan pól í hæðina heldur en sumar af þessu gömlu hip-hop-stjörnum. Á með- an t.d. Run DMC er að poppa upp sitt sánd þá mætir KRS með hráa og kraft- mikla plötu þar sem ekkert er gefið eft- ir. Textarnireru líka flottir. „Attendance", The Lesson", „Get Your Self Up“ og „The Raptism" eru í uppáhaldi hjá mér en platan er öll góð. trausti júliusson
★ ★★★ Rytjandi: KRS One piatan: The Sneak Attack Útgefandi: Koch/Japis Lengd: 58:01 mín. Váw. w " KRSONe UfMtZXVK Jr\x!apc:i<
1. júní 2001 f Ó k U S
11