Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001
Fréttir
DV
Halldór Ásgrímsson vill yfirfara aðferðir Hafró:
Álver í stað þorsks
- utanríkisráðherra vonast til að mælingar á þorskstofninum séu rangar
Halldór
Ásgrimsson.
„Sumir halda því fram að þessi
þorskur hafl horfið og sé að koma aft-
ur og þetta hafi gerst áður. Ég er hins
vegar þeirrar
skoðunar að við
höfum engar aðrar
leiðir í þessu en
treysta á aðferðir
Hafrannsókna-
stofnunar," segir
Halldðr Ásgríms-
son, utanríkisráð-
herra og formaður
Framsóknar-
flokksins, um kol-
svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar
um nytjastofna sjávar og aflahorfur
fiskveiðiárið 2001/2002.
Skýrslan hefur vakið ugg í bijóstum
margra, ekki síst vegna þess að stofn-
unin viðurkennir gróft ofmat á þorsk-
stofninum við ísland.
Halldór segir ljóst að veruleg
skekkja hafi orðið í mælingum en
hann vonist til að stofninn rétti sig við
aftur og mælingar nú gefi ekki rétt
mynd af stærð hans. Hann segir að
mjög góð þorskveiði hafi verið fyrir
austan land síðustu daga hjá togurum
af vænum þorski sem ekki hefur sést
þar í allan vetur.
„Við höfum endurmetið starfshætti
Hafrannsóknastofnunar og getum gert
það enn einu sinni. í megin-
atriðum hefur þetta gengið
vel gegn um tíðina og okkar
vísindamönnum hefur geng-
ið betur en t.d. vísinda-
mönnum við Nýfundnaland
og í Barentshafi og að mínu
mati kemur ástæðan fyrir
þessari skekkju í ljós síðar.
Við vitum ekki um alla
duttlunga náttúrunnar, t.d.
hefur hitastigið í hafmu ver-
ið mun hærra en venja er til
og hvaða áhrif það hefur á
göngu þorsksins er mönn-
um hulin ráðgáta. En það
hefur gerst áður og þegar ég
kom í sjávarútvegsráðu-
neytið árið 1983 hafði verið
mikil þorskveiði austur af
landinu en síðan hvarf sú
veiði algjörlega og aldrei
fundust skýringar á því. Út-
litið þá var afskaplega svart
en síðan kom sterkur ár-
gangur og þá vildu margar veiða eins
og hver gæti. í mörg ár þar á eftir var
þessi sterki árgangur uppistaðan í
veiðinni en hefðu veiðar verið algjör-
lega frjálsar þá hefði sá árgangur ekki
orðið uppistaðan í veiðinni,“ segir
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra.
Nú er það svart
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, þurfti aö stíga
þau þungu skrefaö viöurkenna fyrir alþjóð aö stór
hluti þorskstofnsins væri týndur og tröllum gefinn.
Sumir útgerðarmenn halda því fram
að leyfa eigi mun meiri veiði þar sem
m.a. er ekki nægjanlegt æti í sjónum
til skiptanna. Ertu sammála því?
„Ég hlustaði á rök Jóns Kristjáns-
sonar fiskifræðings á þessum árum en
mér fannst hans kenning vera afsönn-
uð. Ég ber mikla virðingu fyrir sjó-
mennsku og þekkingu Kristins Péturs-
sonar á Bakkafirði, sem m.a. hefur
haldið því fram að það séu margir
staðbundnir þorskstofnar við ísland.
Ég vil ekki bera brigður á hans orð en
horfí á reynsluna í þessu sambandi.
Mér frnnst alls ekki vera hægt að
slumpa einhvem veginn á þetta. Það
er allt of mikið í húfi til þess. Við höf-
um t.d. séð það í karfanum. Þar hefur
stofninum nánast verið eytt vegna of-
veiði og vegna þess að það er allt of
mikið af sel við landið sem hefur mjög
mikil áhrif á lífrikið. Kanadískir vis-
indamenn hafa sagt við mig að stærsti
fiskifloti í heimi sé selastofninn við
Kanada og Grænland sem étur sjö
milljónir tonna á ári. Því minna sem
verður af fiski því meiru brennir sela-
stofninn og togarar þurfa stöðugt meiri
olíu til þess að ná aflanum," segir Hall-
dór.
Hann segir þjóðina verða að þola
þessi bágu tíðindi og mæta tekjusam-
drætti með öðram hætti en þorskveið-
um.
„Stjómvöld verða hins vegar að
bæta tap þjóðarbúsins vegna minni
þorskkvóta með einhveijum hætti, t.d.
með því að flýta stækkun álvers á
Grundartanga og hefjast handa við
byggingu álvers á Reyðarfirði," segir
Halldór Ásgrímsson. -GG
Af fæðingar-
deild í útskrift
DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
Móöir og stúdent.
Sigurlaug Vordís meö soninn sem hún fæddi aöfaranótt föstudagsins og
mætti síðan í útskriftina frá FNV á laugardag.
DV. SAUÐÁRKRÓKI:__________________
„Eg var aðeins fyrr á ferðinni
með barnið en reiknað var með og
svo var það útskriftin á laugardag-
inn. Gaman að komast þangað
líka,“ segir Sigurlaug Vordís Ey-
steinsdóttir, rúmlega tvítug móðir
og stúdent á Sauðárkróki, en að-
faranótt föstudagsins fæddi hún
sitt fyrsta barn og var síðan mætt
við útskriftina frá Fjölbrautaskól-
anum á laugardaginn þar sem hún
útskrifaðist af félagsfræðibraut.
Vordís var að borða með vin-
konum sínum á veitingastaðnum
Ábæ sl. fimmtudagskvöld og
unnusti hannar, Guðbrandur Guð-
brandsson, við liðsstjórn hjá
Tindastóli sem mætti Víkingum á
Sauðárkróksvelli. í Abæ fann Vor-
dís að hún missti legvatnið. Henni
var ekið í skyndingu á sjúkrahús-
ið en flutt von bráðar til Akureyr-
ar þar sem fyrirséð var að fæðing-
in gæti orðið erfið. Barnið lét þó
ekki á sér standa, kom í heiminn
um tvöleytið um nóttina, stærðar-
drengur, 54 sm og 16 merkur.
Daginn eftir var svo Vordís við-
stödd útskriftina. Það fór reyndar
kliður um salinn þegar henni varð
aðeins fótaskortur á leiðinni niður
af sviðinu en allt fór vel og Vordís
fagnaði síðan þessum áfanga með
vinum og kunningjum á eftir eins
og aðrir nemar skólans.
-ÞÁ.
Tívolí
Byrjar 6. júlí og stendur í mánuö.
Tívolí frá
glæpaeyju
Árlegt sumartívolí Jörandar Guð-
mundssonar, hárskera og skemmti-
krafts, er væntanlegt hingað til lands
6. júlí. Verður það að venju starfrækt
á hafnarbakkanum í Reykjavík svo
og að hluta til í Hafnarfirði. Jörundur
dvaldi í vetur með tívolímönnunum í
Karíbahafinu og likaði illa:
„Við vorum á Trinidad en það er
glæpaeyja. Þangað fer ég aldrei aft-
ur,“ sagði Jörandur í gær.
Tívolíið verður hér á landi í mán-
aðartíma eða fram að frídegi verslun-
armanna í byrjun ágúst. -EIR
DV-MYND NJORÐUR HELGASON
Vetrarbál
Ölfusá var illileg ásýndum í gær- og
þung og mikil giröing lagöist um koll
eins og spilaborg í óveörinu sem
geisaöi.
Vetrarveður á
Suðurlandi
DV, SELFQSSI:____________
Hávaðarok og kuldi var sunnan-
lands í fyrrinótt sannkallað vetrar-
veður. Á Selfossi höfðu lögreglu
ekki borist neinar tilkynningar um
skemmdir af völdum veðursins en
þar mátti þó sjá að þessi mikla girð-
ing, sem er umhverfis grunn að
nýrri viðbyggingu við hótelið, hafði
fokið um koll, Ölfusá var heldur
kuldaleg á að líta eins og sjá má á
myndinni. Vindinum fylgir kuldi og
moldviðri er um allt Suðurland ofan
af hálendinu. -NH
Álftafjörður:
Vegarolla fyrir bíl
Umferðaróhapp varð í Álftafirði í
gær þegar bíll ók á kind. Bíllinn
skemmdist mikið við óhappið og
var óökufær. Kindina varð að aflífa.
Að sögn lögreglu á Fáskrúðsfirði er
töluvert um að búfénaður sé á veg-
um úti og það sem af er sumri hef-
ur nokkrum sinnum verið keyrt á
lömb í umdæminu. -aþ
Vcóríð i kvöld
Sol.irfíniijínr ojí sjaviirtoll
REYKJAVIk
Sólarlag í kvöld 23.46
Sólarupprás á morgun 03.07
Síðdegisflóö 19.29
Árdeglsflóð á morgun 07.46
Skýringar á veðurtáknum
J^VINDÁTT 10°<_HITI
ð
AKÚREYRI
23.48
03.050
00.021
12.19
EBBl'
VoóriA k!
15
-10°
VINDSTYRKUR Vconcr
í m«trom & sakúnau
HEIÐSKÍRT
O:
Svalast noröaustanlands
Vestan 5-8 m/s vestanlands til kvölds og
skýjað en annars hæg breytileg átt eöa
hafgola og víöa léttskýjað. Hiti víöa 7 til 12
stig en svalara á annesjum noröaustanlands.
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAO SKÝJAÐ AISKÝJAO
'Q' Iw M Q
RIGNING SKÚRIR SLYÐDA SNJÓKOMA
=
ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA
VEÐUR RENNINGUR
Aðalvegir færir
Allir aöalvegir landsins eru orðnir færir
eftir hret síðustu daga. Verið er aö
moka Hellisheiði eystri og Hólssand.
Krapi er á Þorskafjarðarheiði. Fært er
um Sigöldu upp í Landmannalaugar og
upp í Eldgjá um Skaftártungur. Aðrar
fjallabaksleiöir eru lokaðar enn.
Kambanesskriöur eru lokaðar í dag
vegna vegagerðar.
Vsglr á skyggðum svæöum
sru lokaélr þar tll annaft
vsrftur auglýst
vfWW.vsit.hi/fawS
Léttskýjað til landsins
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað til landsins en
skýjaö með köflum viö sjóinn og sums staðar dálítil súld viö
vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum.
Vindur:
4-6 m/s
Hití 8° til 18‘
Fremur hæg vestlæg eða
breytlleg átt og víða
léttskýjað tll landslns en
sums staðar dálitll súld vlð
vesturströndlna. Hltl 8 tll
18 stlg.
m
Siiiiiuiif.ij'iii
Vindur:
5-7 m/%
Hiti 8“ ti) 18°
Fremur hæg vestlæg eða
breytlleg átt og víða
léttskýjaö tll landslns og
sums staöar dálítll súld vlð
vesturströndlna. Hltl 8 tll
18 stlg.
Vindun
5-6,
Hiti 8° til 18‘
Fremur hæg vestlæg eða
breytlleg átt og víða
léttskýjaö tll landslns en
sums staöar dálítll súld vlð
vesturströndlna. Hltl 8 tll
18 stlg.
AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK léttskýjaö léttskýjaö skýjaö
EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI léttskýjaö skýjaö skýjaö skýjaö skýjaö
BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN rigning léttskýjað rigning
ÓSLÓ STOKKHÓLMUR skýjað
ÞÓRSHÖFN rigning
ÞRÁNDHEIMUR rigning
ALGARVE heiöskírt
AMSTERDAM rigning
BARCELONA mistur
BERLlN skýjaö
CHICAGO alskýjaö
DUBLIN léttskýjaö
HALIFAX skýjaö
FRANKFURT léttskýjað
HAMBORG skýjaö
JAN MAYEN skýjaö
LONDON léttskýjaö
LÚXEMBORG skýjaö
MALLORCA heiöskírt
M0NTREAL léttskýjaö
NARSSARSSUAQ alskýjaö
NEWYORK skýjaö
ORLANDO hálfskýjaö
PARÍS skýjaö
VÍN léttskýjaö
WASHINGTON rigning
WINNIPEG alskýjaö
2
4
6
3
5
6
1
6
6
8
15
13
11
15
5
4
22
12
18
13
12
6
13
15
14
-1
10
12
17
14
7
19
23
13
17
19
16