Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Blaðsíða 25
29 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 DV Tilvera - mmsmsm Traffic ★*** Áhrifamikil og vel gerð kvikmynd frá Steven Soderbergh þar sem í þremur sögum, sem tengjast óbeint, er fjallað um marg- ar hliðar á eiturlyfjavandanum. Soderbergh kvikmyndaði Traffic að langmestu leyti sjálfur með myndavélina í höndunum og gefur það myndinni sterkara yfirbragð en ella, stundum minnir hún að þessu leyti á dogma-myndirnar dönsku, sérstaklega Mexíkó-hlut- inn. Leikarar eru upp til hópa mjög góðir þar sem fremstir meðal jáfn- ingja fara Benecio Del Toro og Michael Douglas. -HK Memento **** Sumar myndir eru svo góðar að þær fara með manni út úr kvikmyndahúsinu. Góð dansmynd gerir mann léttan í spori, góð gam- anmynd getur spriklað í manni heilan dag og góðir þrillerar skilja mann eftir óöruggan og spenntan og Memento gerir það svo um mun- ar. Pálminn fer til leikstjórans og handritshöfundarins Christophers Nolans sem vefur sögu áreynslu- laust úr nútíð í fortíð í nútíð þannig að allt gengur upp og eng- inn laus endi sem situr eftir eins og vont bragð í munni. -SG Spy Kids *** Robert Rodriguez er heldur betur búinn að skipta um gír í Spy Kids, laufléttri og skemmtilegri fjölskyldumynd þar sem honum tekst að skemmta öllum fjölskyldu- meðlimum á hvaða aldri sem þeir eru. Spy Kids er alveg laus við syk- ursætan söguþráð sem oftar en ekki einkennir fjölskylduvænar kvikmyndir Myndin er stórfenglegt sjónarspil tæknibrellna og fynd- inna atriða í samanþjappaðri at- burðarás sem svíkur engan. -HK Les riviers pourpres *** Hörð sakamálamynd með hraðri atburðarás þar sem verið er að eltast við raðmorðingja sem skilur við fórnarlömb sín þannig að áhorfandinn fær gæsahúð. Myndinn hefur verið líkt Seven og má að hluta réttlæta þá líkingu, meðal annars er útlitið líkt. Les riviers porpres hefur samt sín sér- kenni og þó sjokkerandi sé þá stendur hún hinni mögnuðu Seven að baki í þeim efnum. Kvikmynda- taka og klipping er fyrsta flokks og Jean Reno og Vincent Cassel eru trúverðugir í hlutverkum lögreglu- mannanna. -HK State and IWain *** Það skín í gegn að allir hafa skemmt sér vel við gerð State and Main og þess vegna ómögulegt annað en skemmta sér viðlíka vel sem áhorfandi þótt hún sé kannski ekki svo ýkja merkileg. Myndin skartar líka fyrirtaks leikarahópi sem hefur greinilega gaman af að leika sér með þennan afhurðavel skrifaða texta. William H. Macy er leikstjórinn Walt Price sem þarf að kljást við allt og alla og er frábær. David Paymer leikur hinn dóna- lega framleiðanda, Marty Rossen, og skemmtir sér vel og Alec Bald- win og Sarah Jessica Parker fara létt með kvikmyndastjörnumar. -SG Pay It Forward *** Pay It Forward er svona „láttu þér líða vel“ ( feel good) mynd af gamla skólanum - andi Frank Capra svífur yfir vötnunum hér. Og það er ekkert nema gott um það að segja. Það er ekkert sérstak- lega sennilegt að dópistinn, sem Trevor gefur að borða, gangi síðan af stað, hætti að dópa og bjargi lífí óhamingjusamrar kvensu - En (og það er stórt en) maður verður bara að halla sér aftur og gefa góð- mennsku og náungakærleika sjens - hversu erfitt sem það er nú. Það sem reddar Pay It Forward frá því að vera tilfinningasöm della eru þrír frábærir aðalleikarar. -SG Laili Johns *** í myndinn fer Þorfinnur Guðnason með okkur í leiðangur um undirheima borgarinnar og kynnir okkur á skemmtilegan máta, ekki aðeins fyrir goðsagna- persónunni Lalla Johns, heldur mörgum öðrum sem eiga sér verri skuggahliðar en Lalli. Þetta er for- vitnilegur heimur þar sem allt snýst um dóp og brennivín. Þor- fmnur fer samt sem áður þá skyn- sömu leið að sýna okkur um leið muninn á veröld Lalla og veröld sem við þekkjum. Merkileg heim- ildarkvikmynd sem bæði skemmtir og fræðir. -HK Sprengjuregn dynur á herskipunum í Periuhöfn Upphafið að þátttöku Bandaríkjamanna í síðarí heimsstyrjöldinni. Pearl Harbour: Stríð, vinskapur og rómantík I flestum kvikmyndahúsum höf- uðborgarinnar og víðs vegar úti á landi verður á morgun frumsýnd stórmyndin Pearl Harbour sem sumir vilja segja að sé dýrasta kvik- mynd sem gerð hefur verið. Myndin segir frá einum örlagaríkasta degi í sögu Bandaríkjanna, 7. desember 1945, þegar Japanar gerðu árás á annað en dýrar umbúðir. Bruck- heimer hefur hingað til ekki verið vandur að meðulum og söguskoðun hans ristir ekki djúpt enda er Pearl Harbour engin söguskýring. Hann er með myndinni að gera út á vinsæld- ir Titanic og fer ekkert leynt með það. Aðalpersónurnar hafa aldrei verið til en margar aðrar persónur Cate Beckinsale Kemst hún á stjörnuhimininn í Hollywood? Perluhöfn á Hawaii og hófu þar með afskipti af síðari heimsstyrjöldinni og drógu Bandaríkin inn í styrjöld- ina, en þau höfðu setið hjá um hríð. Auk þess sem hinum válegu atburð- um eru gerð góð skil þá er myndin einnig saga um vinskap og ást, saga tveggja flugmanna sem Ben Affleck og Josh Hartnett leika og hjúkrun- arkonu sem báðir verða ástfangnir af. Hjúkrunarkonan er leikin af bresku leikkonunni Kate Beck- insale sem nú stendur í sömu spor- um og Kate Winslett þegar hún lék í Titanic, tiltölulega óþekkt leik- kona sem gæti komist upp á stjörnuhimininn ef hún kærir sig um. Það sama má segja um Josh Hartnett. Ben Afíleck hefur þegar stimplað sig þar inn og er að því er virðist ekkert á leiðinni út- í kuld- ann. Þeir sem standa að gerð Pearl Harbour eru framleiðandinn Jerry Bruckheimer, sem er kannski sá stórtækasti í hópi stórtækra fram- leiðenda í Hollywood, og leikstjórinn Michael Bay. Þetta er þriðja myndin sem þeir gera saman. Áður hafa þeir gert hina ágætu spennumynd The Rock og Armageddon, sem var lítið sem koma við sögu í myndinni voru raunverulegar, meðal annars Frank- lin Roosevelt forseti, sem Jon Voight leikur, hershöfðingjarnir Marshall og Yamamoto og stríðshetjan Jimmy Doolittle, sem Alec Baldwin leikur. Bruck- heimer hefur alltaf haft mikil umsvif og í augum er saman- semmerki á milli stórt og gott. Og hér er ekkert spar- að til að gera sjálfa orrustuna sem tilkomumesta og fóru tökur fram á Hawaii þar sem ófáar púðurtunnur sprungu og mörg þúsund lítrar af bensíni brunnu auk þess sem fjöldi áhættu- leikara var mikill. Enginn slasað- ist og þegar upp var staðið var Joss Hartnett Fær í Pearl Harbour sitt stærsta tækifæri. Bruckheimar á áætlun, sem þykir gott þegar um svo tilkomumikla kvikmynd er að ræða. -HK ■ m) LINCOLN TOWN CAR, 04/99, 4800 cc, ek. 5.000 þús. km, drapplitur, ssk., álfelgur, ABS, hraðastillir, rafdrif, leður o.fl. Verð aðeins kr. 3.990.000 Ben Affleck Brucheimer og Bay hafa greinilega mikla trú á honum. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.