Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2001, Blaðsíða 23
27 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 x>v Tilvera Anna Kournikova tvítug Rússneska tenn- isstjarnan Anna Kournikova verður tvítug í dag. Þessi stúlka, sem blaða- ljósmyndarar elta á röndum hvar sem hún lætur sjá sig, hefur kannski ekki enn sem komið er sannað sig í flokki þeirra bestu í tennisíþróttinni. Hún er samt sú sem flestir veita athygli á mótum og á hún aðdáendur langt út fyrir tennisíþrótt- ina. Koumikova, sem fluttist frá Rúss- landi fyrir tveimur árum, var valin ein af 50 fallegustu manneskjunum í heiminum af tímaritinu People. Tvíburarnlr (2 "Sc s leiðinai kon Gildir fyrir föstudaginn 8. júní Vatnsberinn (20. ian.-lB. febr.l: , Eigðu tíma fyrir sjálf- an þig, þér veitir ekki af því eftir allt streðið undanfarið. Vinur þinn leitar hjálpar hjá þér. Kvöld- ið verður skemmtilegt. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Ljúktu sem mestu af lum morguninn því þú færð nóg um að hugsa í kvöld. Kannaðu allt vel áður en þú byrjar á einhverju nýju. Hrúturlnn (21. mars-19. aoriO: Grunur þinn í ein- í hverju máli reynist réttur og nú er bara að _ hefjast handa við framkvæmdir sem lengi hafa beð- ið. Nautið (20. aoril-20. maíl: Gerðu einungis það sem þér finnst réttast í sambandi við vinnuna. ___ Haltu þig við hefð- bundin verkefni i stað þess að reyna eitthvað nýtt. Tvíburarnlr (21. maí-2i. iúníi: Gamlir vinir hittast og ’ þú ert einn af þeim. Þú skemmtir þér konung- lega þó að einhver . komi upp á í samkvæm- inu. Krabbinn Í22. iúní-22. jMk Þú heldur þínu striki , enda hentar þér best ' að vinna einn mn þess- ____ ar mundir. Láttu aðra eiga sig með sína sérvisku. Happatölur þínar eru 11, 17 og 35. Liónið (7.1. iúlí- 72. áeúst): Láttu kjaftasögur sem vind um eyru þjóta. Láttu öörum eftir að kjamsa á óforum ann- arra. Reyndu heldur að hafa áhrif til góðs. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Komdu þér að verki þar sem mikilvæg ^^^lLverkefni bíða þln. Best * ■ r er að vera búinn að ljúka sem mestu af hefðbundnum verkefhum áður. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Þér finnst þú eiga inni að sletta ærlega úr klaufunum eftir erfiða töm undanfarið. Kvoldið verður ánægjulegt í faðmi fjölskyldimnar. Sporðdreki (24. okt.-2i. nóv.r W&Sjjt: Fjármálin eru á upp- leið og þér finnst bjart- , \\ V^ara fram undan en |g\ verið hefur lengi. Þú færð nyitt áhugamál. Happatölur þínar eru 15, 20 og 30. Bogamaður (22. nóv.-21. des.(: LGerðu það sem þér rfinnst réttast í mikil- vægu máli en það þýð- ir ekki að þú eigir að hlusta á ráðleggingar annarra. Happatölur þínar eru 1, 23 og 28. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Þú skalt ekki treysta öllu sem þú heyrir, sumt af þvi gæti veriö plat. Ástarmálin standa einkar vel og þú ert mjög hamingjusamur. vuaiii st >/ DV-MYNDIR EINAR J. Tveir góðir Kontrabassaleikarirm Gunnar Hrafnsson plokkar strengina af alkunnri snilld. Lífvöröur hennar hátignar stendur teinréttur hjá meö vatnsglas á bakka. ^ Fyrstu sumardjasstónleikar Jómfrúarinnar: Olafur Gaukur reið á vaðið Smurbrauðsveitingahúsið Jóm- frúin hefur í nokkur ár staðið fyrir djasstónleikum á laugardögum á sumrin. Eru þeir gjarnan haldnir utandyra ef vel viðrar og gefst mönnum þá kærkomið tækifæri til að njóta tónlistarinnar, veðurblíð- unnar og góðra veitinga allt í senn. Fyrstu tónleikarnir þetta sumarið voru haldnir nú um síðustu helgi og var það enginn annar en gítarleik- arinn góðkunni, Ólafur Gaukur, sem reið á vaðið ásamt félögum sín- um. % |M W#! s \ r 4 ^ fi ® * \ * $ y*1 'tf|t tóðlMf 6«S V- m \ i ' >. Valinn maður í hverju rúmi Hljómsveit Ólafs Gauks var skipuö valinkunnum hljóö- færaleikurum. Hér slær Karl Möller hljómboröið en í baksýn er Guömundur Steingrímsson. Leiklð af list Ólafur Gaukur spilar fyrir gesti og gangandi á Jóm- frúnni. Langstærsta hortensía á landinu DV, HVERAGERÐI: Uti við Eden í Hveragerði skarta nú sínu fegursta tvær risastórar hortensiur sem íslendingar þekkja betur sem um 30-50 sentímetra hátt inniblóm. Bragi í Eden sagði í sam- tali við DV að hann hefði sjálfur ræktað þær og væru þær langstærstar á öllu landinu. „Hort- ensiur eru vinsæl skrautblóm inn- anhúss hérlendis en þær þola vel útivist yfír sumartímann á góðum stað. Hins vegar þurfa þær að vera inni að vetrarlagi, helst í rökkri við 5 til 7 gráða hita,“ sagði Bragi og bætti við að þótt þessar séu bleikar eru þær bláu sterkustu hortensiurn- ar. -eh ---v-.(*"" « .iyvyi-"^' . ■fDŒfflMy JLX 4x4 • ALVÖRU JEPPI Meðaleyðsla 7,8 I 1.595.000,- SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Blaðberar óskast Granaskjól Frostaskjól Baldursgata Bragagata Ásvallagata Blómvallagata Hávallagata Hugfanginn ungur blómaaðdáandi Hortensíurnar eru fallegar og langstærstar hér á landi og þaö var því ekki skrýtið aö blómaaðdáandinn ungi vröi hugfanginn aö þeim. ^ | Upplýsingar í síma 550 5000 / 550 5777 Marion skilur við Hunter Hlaupadrottningin Marion Jones er skilin að borði og sæng við kúlu- varparann C.J. Hunter sem féll á lyfja- j prófi á Ólympíuleikunum í Sydney. í viðtali við fjölmiðla sagði Marion að hún og eiginmaðurinn hefðu nýlega , komist að þeirri niðurstöðu að þau ættu ekki lengur saman og þess vegna hefðu þau ákveðið að skOja. „Við höf- um vaxið hvort frá öðru undanfarna mánuði og þess vegna er þessi ákvörð- un sú besta fyrir okkur bæði,“ sagði Marion. Parið gekk í hjónaband árið 1998. Marion og C. J. eru bamlaus. Slapp við að borga milljónir Debbie Mathers-Briggs, mamma rapparans Eminems, krafðist 1,3 milljarða króna af syni sínum fyrir að hafa talað illa um hana í útvarps- og blaðaviðtölum. Dómari hefur nú úrskurðað að móðirin eigi ekki að fá nema 2,7 milljónir. Lögmenn mæðginanna náðu reyndar sam- komulagi um þá upphæð fyrr á ár- inu. Með nýjan lögmann sér við hlið reyndi Debbie hins vegar að fá sam- komulagið ógilt. Dómarinn, Mark Switalski, úrskurðaði að samkomu- lagið ætti að standa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.