Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 3
samfélagiö
í f ó k u s
Friðný Herberts-
dóttir er of-
sóknaróður ætt-
fræðifasisti og
skrifar um sam-
félagið í
fókus.
Ógeðslega
boðorðið
Viö vinkonurnar á Grund fylgdumst I vetur með
Tantra-þáttunum af miklum áhuga og þegar
þest lét af mikilli frygð. Konur halda nefnilega
áfram að vera kynverur þótt þær þurfi ekki
lengur að kaupa dömubindi. Kynlif okkar er
svo yndislegt að það þarf ekki að kauþa nein-
ar getnaðarvarnir. Egg okkar eru „dead and
loving it“.
Oft vill það gleymast hjá forsvarsmönnum elli-
heimila að gamalt fólk sé kynverur. Þessi
gleymska kemur til dæmis fram í því að aldrei
eru sýndar neinar klámmyndir á innanhúskerf-
um heldur endalausar heimildamyndir um
Kaffe Fossett og aðra vitleysinga. Það ætti þó
að liggia í augum uppi að gamlir menn þurfa
eitthvað verulega krassandi til að geta „lyft
sér upþ". Framtaksleysi þetta veldur því að
ánægjan er minni en hún gæti verið. Reyndar
er ég fullkomlega ánægð, enda í góðum vin-
kvennahóþi.
Eftir að hafa horft á Tantrað þá hef ég neitað
börnum mfnum um heimsóknir. Þau hafa alla
tíð verið frekar leiðinleg við mig, gömlu kon-
una, en siðan Guðjón B. kenndi mér allt um
heiðrun Yoni og Lingam þá er ég bara í vörn
gagnvart þeim. Það er svosem ekki það að
mér þyki ekki vænt um helvítin því ég ber
sanna móðurást til þeirra. Og það er einmitt
máliö: MÓÐURást.
Þau hafa reynt að droppa inn hjá mér annað
slagið en ég hef varist fimlega með afsökun-
um og núna halda þau að ég sé komin með
ebóla-veiruna. Ástæðan er hins vegar falleg
móðurást. Ég fila heiðrun Yoni og Llngam og
allt það en ég skil bara ekki hvað Guð var að
pæla þegar hann gerði boðorðið „heiðra
skaltu föður þinn og móður". Það er ógeðslegt
og alveg úr karakter.
heimasíöan
www.em-
ode.com
Ef þú ert einn þeirra sem hafa ekkert að gera
I vinnunni eða nennir hreinlega ekki að gera
neitt er þessi sfða alveg tilvalin. Emode.com
er sannkallað himnarfki fyrir þá sem viljá láta
tímann fljúga frá sér og ætti hver letingi að
kfkja þangað við tækifæri. Á síðunni er að
finna heilan helling af prófum sem sanna ekk-
ert og skila engu en eru engu að síður stök
snilld. Flvar myndi maður annars getað komist
að því hvaða bragð maöur sé, hvaða rokk-
stjarna maður ætti að vera eða hvaða celeb
eigi best við mann?
Hver vill fara til Alsír? Kötturinn sagði ekki ég, hundurinn tók
sömuleiðis dræmt í tillöguna en Eldar Ástþórsson og félagar
ákváðu að skella sér. Finnur Vilhjálmsson heyrði í
eldhuganum.
10 þúsund róttæklingar
Eldar Ástþórsson verður einn af 10 þúsund þátttakendum á heimsmóti æskunnar í Alsír. Hann ráðgerir jafnframt að
skreppa til Líbíu og heilsa upp á Gaddafi.
Alsír. Ástæðan fyrir því að þetta
orð kemur sjaldan fyrir í ferða-
mannapésum er ekki sú að þar
skorti gullinn sand eða glampandi
sól heldur sennilega sú að dánaror-
sakir í landinu hafa tilhneigingu til
að vera af mannavöldum. Yfir 100
þúsund manns hafa látist í borgara-
styrjöld sem geisað hefur í landinu
frá því 1992 og reglulega berast
fregnir af því að íslamstrúaðir upp-
reisnarmenn hafi skorið ibúa heilu
þorpanna á háls eða tilviljana-
kenndum árásum þeirra á vegfar-
endur. Spurningin sem menn hafa
staðið frammi fyrir hefur því verið
sú hvort það að flagga vegabréfinu
og segjast vera erlendur ríkisborg-
ari myndi sannfæra manninn með
sveðjuna og túrbaninn um að beina
athygli sinni annað og þorri fólks
virðist ekki vilja taka sénsinn á
því.
í róttækari kantinum
Þrátt fyrir lætin í landinu hefur
verið ákveðið að halda 15. heims-
mót æskunnar í Algeirsborg, höfuð-
borg Alsír, þar sem 10 þúsund ung-
menni hvaðanæva að úr heiminum
ætla að koma saman og funda um
friðar- og öryggismál, þjóðerni, trú
og önnur heimsmál.
íslendingar munu að sjálfsögðu
eiga sína fulltrúa á ráðstefnunni og
meðal þeirra verður eldhuginn og
Palestínuvinurinn Eldar Ástþórs-
son:
„Mótið verður haldið í Alsir
vegna þess að með því á að reyna
að ná fram tengslum við Afríku
sem heimsálfu annars vegar og
hins vegar arabaheiminn. Svo hef-
ur þetta aldrei verið haldið þar
áður. Þama verður fyrst og fremst
ungt fólk í róttækari kantinum..."
Kommar, sem sagt?
„Já, mikið af kommum en alveg
jafnmikið af fólki sem lætur sér
annt um mannréttindi, umhverfis-
vemd, kvenréttindi, þjóðfrelsi og
annað slíkt. Flestir eiga það sam-
eiginlegt að vera á vinstri kantin-
um einhvers staðar en þetta verður
engin kommaráðstefna einungis.“
Hvaö fara margir íslendingar á
þingiö?
„Síðast þegar þetta mót var hald-
ið, á Kúbu fyrir fjórum árum, fóru
þangað 15 íslendingar og stefnt er
að að ná svipuðum íjölda núna.“
Öryggið tryggt
Að sögn Eldars geta allir sem
áhuga hafa slegist með í forina en
reyna á að hafa þátttökuna
ekkifram úr hófi dýra eða flókna í
framkvæmd. Ásamt umræðum og
málefnavinnu verður margt fleira
um að vera á þinginu, meðal ann-
ars á íþrótta-, lista- og félagslega
sviðinu, auk þess sem staðið verð-
ur fyrir ferðum vítt og breitt um
Alsír. Áherslan verður á alvörumál
og málefni á daginn en skemmtun
og félagslíf á kvöldin. Hann bendir
á netfangið heimsmot@mi.is fyrir
áhugasama.
En er ekki óös manns œöi að fara
til Alsír, manni skilst nœstum því
aö Vesturlandabúar séu stráfelldir
þar hvar sem í þá nœst?
„Það er trúlega ekki alveg
hættulaust að ferðast til Alsír en
það eru miklu fleiri lönd og svæði í
heiminum þar sem ástandið er
mun verra en þarna. Átök í
landinu hafa hjaðnað mjög
undanfarin ár, þrátt fyrir flölmenn
mótmæli Berba og annarra
þjóðfélagshópa og yfirvöld hafa
lofað að tryggja öryggi
ráðstefnugesta."
Ætlar þú aó takast á hendur
einhverja reisu í sambandi viö
feröina eöa veröur þetta bara
Reykjavík-Alsír-Reykjavík hjá þér?
„Ja, maður er nú þama í næsta
landi við Líbíu þannig að kannski
kíkir maður yfir landamærin og
heilsar upp á Gaddafi.“
Þær sögur hafa gengið um bæinn undanfarið að hljómsveitin Botnleðja sé að
leggja upp laupana eftir margra ára samstarf. Salan á Douglas Dakota gekk víst ekki
nógu vel og búíð er að fækka í bandinu um einn en Heiðar söngvari segir ekkert til í
þessum orðrómi og nú eru þeir meira að segja orðaðir við Sinfóníuna.
Hvergi nærri hættir
„Við erum bara að dúlla okkur við að
gera nýtt efni þessa dagana og erum alls
ekkert hættir. Fólk má auðvitað halda
það sem það viil en við erum ekki hætt-
ir,“ segir Heiðar Öm Kristjánsson,
söngvari og gitarleikari Botnleðju.
Botnleðja gaf um síðustu jól út plöt-
una Douglas Dakota sem þótti afbragðs-
góð og var meðal annars valm plata árs-
ins af poppspekingum Fókuss. Sala plöt-
unnar gekk aftur á móti ekki sem
skyldi og var það mörgum vonbrigði.
Eftir áramót hefur því verið rólegt yfrr
meðlimum Botnleðju og á dögunum
bámst þær fréttir að fækkað hafi um
einn í sveitinni. Gítarleikarinn Andri
Freyr Viðarsson, sem lék með Botn-
leðju á tónleikum í kringum útgáfu
Douglas Dakota, hefur sagt skilið við þá
og snúið sér að öðrum verkefhum.
Heiðar söngvari segir þá hafa verið
frekar rólega undanfarið en ekki rólegri
en svo að þeir hafa verið að dunda sér
eitthvað í skúmum auk þess sem
tilkynnt hefúr verið um væntanlegt
samstarf þeirra og Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands. Heiðar segir nýja efnið
hjá Botnleðju ólikt því sem þeir hafa
verið að fást við.
„Við erum bara að fara einhverjar
ótrúlegar slóðir og það sem við erum að
gera er eiginlega ekkert í líkingu við
það sem við höfum gert. Það má eigin-
lega segja að við séum að gera aílan
andskotann nýtt,“ segir Heiðar ákveð-
inn.
Aðspurður segir hann nýja efnið
ekki vera á þessum draumkenndu nót-
um sem þeir virðast stundum hafa ver-
ið að færa sig í áttina til. „Nei, alls ekki.
Við látum bara aðra um það. Ég held að
þetta sé frekar harðara en hitt.“
Botnleðja er orðin tríó á ný og segir Heiðar söngvari ekkert til í þeim kjafta-
sögum að þeir séu hættir.
e f n i
Sumar ung-
linganna:
Hvernig
á að lifa
vinnuna
af?
Upprisa
Hljómalindar:
Endalausir
gestir
Rósi og Dúsa:
Nautna-
seggir
íslenskar
mökunaraðferð-
ir:
Á skemmti-
stöðum 0_0
Travis:
Hógværir
og hlé-
drægir
Manu Chao:
Farand-
söngvari
og flökku-
dýr
Hljómsveitin Ham:
Ekki svo feitir
25 spurn-
ingar Fók-
uss:
Birna
Anna
úr Dís
www-visir-is/fokus
fokusðfokus ■ is
I# m * 2L
1 I 1 u
MMMMn
Kanada i stuði
Some Voices frumsvnd
Úttendinaur á Ozio
Heiðinaíar á Grandinu
A fokus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af
Rósa og Dúsu