Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 7
Tvíeykið Rósi og Dúsa var að opna verslun á Laugaveginum
s.em gengur undir nafninu Skaparinn með undirtitlinum
Nautnalyfjavöruverslun Reykjavíkur eða N.L.V.R. Margrét
Hugrún króaði þetta lífsnautnafólk af inni á kaffihúsi, skoðaði
ör og sogblett á Rósa, fékk að vita allt um það bitastæðasta í
búðinni og reynslu þeirra beggja af svipum og silki, útrásar-
hegðun og eftirpartíum.
Nautnir fyrir öll
skilningarvitin
Margir muna kannski eftir Dúsu
frá þeim tíma sem hún rak far-
sældarverslunina Skaparann á
Ingólfsstræti og seinna i Banka-
strætinu. Síðan þá hefur mikið
vatn runnið í Atlantshaflð og Dúsa
er komin heim frá Vínarborg þar
sem hún stundaði nám í fatahönn-
un við einn virtasta skóla heims í
þessu fagi. Sá kallast Universitet
fúr angewandte Kunst og hafa
ekki ómerkari menn en Helmut
Lang, Karl Lagerfeldt, Victor &
Rolf o.fl. veriö ráðnir þama sem
annaðhvort kennarar eða prófess-
orar.
Rósi er búinn að sauma hatta frá
blautu barnsbeini. „Eftir að hafa
unnið að búningagerð í öllum
helstu leikhúsum landsins komst
ég að því að mér fannst skemmti-
legast að gera hatta því hattar eru
frekar rýrir að notagildi og mig
langaði ekki til að gera neitt sem
er useful. Þess vegna fór ég út og
kláraði fyrir einhverjum árum
nám í hattasaumi í Kaupmanna-
höfn. Komst í læri hjá sérvitri
hattasaumskonu, sem heitir Alice
Pedersen, á þeim forsendum að ég
var nógu fríkaður fyrir hana. Alice
er búin að sauma hatta með nál og
tvinna síðan hún var sautján ára
og í dag er hún um áttrætt! Hún
sagði samt að þetta væri eitthvað
sem maður gæti ekki lært heldur
hefði bara í blóðinu." Eftir dvölina
með Alice í undrahattalandi kom
Rósi heim til Reykjavíkur og nú
hafa hann og Dúsa leitt krafta sína
saman með það göfuga markmið
fyrir augum að auðga nautnalíf
borgarbúa, sem þeim fmnst eitt-
hvað ábótavant.
Hvenœrfórstu fyst aó spá í tísku
Dúsa?
„Þegar ég var unglingur. Ég var
alltaf rosalega mikil pæja, verslaði
í Evu & Gallerí og búðum sem
voru kannski aðeins i fínni kantin-
um. í dag fer orðið tíska alveg
svakalega í taugarnar á mér.
Ástæöan fyrir því er sú að það er
alltaf verið að ákveða hvað er tíska
hverju sinni og ef það er t.d. ákveð-
ið og það liggur í loftinu að tísku-
liturinn í sumar sé bleikt þá eru
flestar búðirnar fullar af bleikum
fotum og það fæst tæpast nokkuð
annað. Þetta er undarleg forræðis-
hyggja og þú átt ekki eftir að sjá
mig í bleiku í sumar! Þetta snýst
einhvern veginn meira um efni og
form fyrir mér. Ekki „tísku“ eins
og það er kallaö."
„Maður fer út í þetta af því mað-
ur hefur skoðun á svo mörgu og
langar til að tjá sig um menn og
málefni, viðra skoðanir sínar á
þjóðfélaginu og nota búning-
ana/fótin sem tjáningarmáta. Þess
vegna viljum við t.d. kalla búðina
okkar Skaparann - Nautnalyfja-
vöruverslun Reykjavíkur, af því að
ein skoðun okkar er sú að það
vantar ýmislegt upp á í nautnalífi
Reykvíkinga. Það er verið að
banna allt. Við erum t.d. alfarið á
móti nýju reykingalögunum því
það er algjör nautn að reykja,“ seg-
ir Rósi, fær sér drjúgan smók og
býður svo upp á rosalega fallegt
konfekt á fallegum disk.
Næstum því kynferðislegt
Ætlió þiö aö selja könfekt í búðinni?
„Já, og allt sem er smart og
smekkó. Gott konfekt og falleg fót eru
nautnir. Það getur verið mikil nautn
að vera í t.d. silki og stingu-ull saman.
Næstum því kynferðislegt, svona
gott/vont, og talandi um það þá
myndum við örugglega selja svipur
líka ef þær væru nógu fallegar. Okk-
ur langar til að vera iheð nautnir fyr-
ir öll skilningarvitin. Heym, lykt,
snertingu, sjón og bragð. Við erum að
láta gera fýrir okkur ilmolíur, svo
dekka fotin náttúrlega sjón og snert-
ingu, konfektið sem er fyrir bragð-
laukana er mjög fallegt líka og svo
ætlar Dúsa að vera þama og syngja
fagrar aríur frá tíu til eitt alla daga.
Hún kemst ekki i gang án þess að
rböit' œacbtr
hei1 satan
syngja sig inn í daginn, þess vegna er
hún svona hás,“ segir Rósi og hlær.
„Nei, ég er svona hás af því ég er
búin að vera að hlusta svo rosalega
mikið á Bamarásina, hefurðu hlustað
á Bamarásina? Hún er alveg frábær,
alls ekki róandi, maður fer í eins og
einhveija vímu af því að hlusta á
hana.“ Rósi tekur heilshugar undir:
„Já, maður veður um og syngur Hann
Ari er lítill, kemur ekki nokkru i verk
og bamaheilkennið fer að segja til
sín. Þetta er svakalegt, næstum því
eins og eitthvað CIA- eða Mengele-
dæmi!“ segir hann og allir veina af
hlátri.
„Mengele, þið talið um
Mengele. Ég og hann eig-
um það sameiginlegt að
hafa verið kölluð Hvíti
engillinn," segir Dúsa.
„Það eru tO bæði góðir og
slæmir hvítir englar, þú
veist, og fyrsta fatalínan
okkar á reyndar að heita J
Hvíti engillinn en það er
hvorki í höfuðið á mér né
Mengele heldur yndislegum
frönskum vini okkar sem hét
Johnny. Hann dó fyrir
nokkrum vikum og það tók okk-
ur mjög sárt. Hann var mikið in-
volveraður í starfið
okkar og ætlaði m.a.
að koma og vera
héma til að hjálpa
okkur með búðina.
Hann gekk mjög mik-
ið í hvítum fótum og
nú er hann orðinn
engill. Til að heiðra
minningu hans höf-
um við ákveðið að
skíra fyrstu línuna
okkar eftir honum.“
Asparfellið kom
ekki dúr á auga
Rósi og Dúsa hafa bæði
starfað sem barþjónar á
Sirkus og muna eáaust tím-
ana tvenna af djamminu þar
sem þau eru orðin 26 ára. Þau
eru spurð hvernig þeim lítist
á djammlandslagið í dag.
„Ég hef nú bara komið inn á
þrjá bari síðan ég kom til
landsins aftur, þannig að ég
get eiginlega ekkert sagt um
þetta,“ segir Dúsa. „Ég er eigin-
lega alltaf bara á Sirkus en Rósi
hefur farið út um allt.“
„Já, ég fer út um allt. Mér
finnst Sirkus vera flottur staður
af því hann er svo lítill og heim-
ilislegur. Maður vill vera á stöð-
um þar sem fólk er að skemmta
sér en ekki bara í einhverri út-
rásarhegðun. Þaö virðist vera hér
í Reykjavík að þessi stemning
komi upp á breytilegum stöðum,
svo deyr hún út og flytur sig eitt-
hvað annað. Það er svo gaman að
vera þar sem fólk er að njóta sín og
skemmta sér. Maður sækir i að vera
með fólki sem er ánægt. Ég hef t.d.
nokkrum sinnum komið á Píanóbar-
inn og þar er alltaf hægt að tala við
fólk, maður þarf ekki að öskra á
það. Það sem er líka skemmtilegt
þar er að það er aðeins eins og að
vera í útlöndum. Þannig er það
reyndar líka á Sirkus, enda mikið af
útlendingum. Þá losnar maður við
þessa sveitaballastemningu sem er
alveg óþolandi. Með þessum nýju
opnunarlögum hefur samt margt
lagast. Fólk er bara að skemmta sér
á sínum tíma og alltaf hægt að ná í
leigubíl og svona. Þetta var náttúr-
lega alveg fáránlegt. Sérstaklega
þetta með eftirpartiin. Það var
kannski verið að halda heilu blokk-
unum vakandi af því einhver íbúi
var svo skemmtanaþurfi og allur
skemmtistaðurinn elti hann heim.
Svo var það bara í botn með Stuð-
menn, vodka í kók og öllu Aspar-
fellinu kom ekki dúr á auga.“
Eruó þið meö eitthvert mottó eöa
manifesto eöa þannig sem tengist
nautnastefnunni ykkar?
„Já, mér frnnst best að vitna í
Nancy Sinatra: „You only live twice.
One life for yourself and one for
your dreams“,“ segir Dúsa og Rósi
bætir við: „Ég segi bara að lífið er
það sem maður gerir úr þvi og við
eigum að njóta þess af því maður
fær víst bara eitt, njóta, njóta og
njóta. Perfection is the fiction of the
mind!“
m,
y
f6KU»
15. júní 2001 f Ó k U S
7