Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 8
íslendingar hafa stundað það um aldir alda að ríða hverjir öðrum til ólífis í fyllirísmóki og hefur sá háttur gefið góða raun. Nú á svo að segja þessu sama fólki, sem þekkir ekki annað en að vera á eyrunum í klofinu, að stunda meðvitað kynlíf. Þegar fæstir mega vera að því að fróa sér fyrir og eftir vinnu er þess ekki að vænta að nokkur maður með viti geti fórnað jafnmiklum tíma og tantraríðingar krefjast í samfarirnar, þessa þjóðaríþrótt ölvaða meírihlutans. Markmið djammsins liggur í augum uppi. Strákarnir vilja breyta ótemju í viljuga meri og hjá stúlkunum er það að hemja grað- folann, hvort tveggja með það í huga að ríða kvikíndinu. Það sem flækir oftast sam- skipti kynjanna á skemmtistöðunum eru misjöfn markmið og ýmis misskilning- ur. Fókus greiðir úr nokkrum flækjum. Fimm atriði sem ekki geta klikkað Dimm og seiðandi rödd Dimm og djúp rödd heiilar flesta karlmenn. Hafi maður ekki þessa eiginleika frá náttúr unnar hendi er ráð að temja sér að drekka viskí og reyna að ná röddinni í lag. Fyrir aðrar er málið að temja sér að tala hægt og seiðandi. G-strengur Þrátt fyrir að stórar nærbux- ur seljist nú eins og heitar lumm- ur um heim ailan eftir að Reneé Zellweger sést í slíkum í kvikmynd- inni Bridget Jones virðast karlmenn hafa smekk fyrir efnisminni nærklæð- um. G-strengur getur að sögn kunn- ugra ekki klikkað. Að lokum er það sjálfsöryggi, við- mót og kynþokki. Viðmótið þarf aö sýna áhuga, en þó ekki of mikinn. Það má aldrei gleyma því að ferlið er leikm- og það þarf að spila hann af sjálfsöryggi út. Þegar allt kemur til alls er hver karlmaðurinn öðrum likrn- og gangi ekki að fá einn til lags við sig er bara að reyna við þann næsta! Brjóstaskoran Augljósasta vopn konunn ar en um leið það skæð- asta. Að láta aðeins sjást í brjóstaskoruna gerir það að verkum að karl- maður fær ekki staðist að laumukíkja sem þýð- ir að hann fer um leið að velta kynlífi fyrir sér. Þó ber að forðast að sýna of mikið, of mikið bert hold er ekki af hinu góða. Fallegar varir Það má færa rök íyrir því að árang- urinn í leiknum standi og falli með vör- unum. Varir eru mjög kynþokkafullar, ekki síst þegar konur setja á sig gloss. Varimar verða enn nautnalegri þegar þær hvísla æsandi orðum í eyra mannsins. Þ! egar tæla skal karlmann | er um að gera að hafa hlutina einfalda. Það þarf að muna það að þegar tjaldað er til einnar nætur er bráðin bara leikfang og því ber að taka öllu mátulega alvar- lega. Það gildir að vera ekki of vandlátur, eða vandur að virð- ingu sinni. Konur verða að skilja hvað lagt er upp með; einnar nætur gaman gefur ekki tilefni til jafnmikifla spek- úlasjóna og ef um makaval væri að ræða. Það þarf að líta á þetta sem hvert annað verk; verk sem þarf að vinnast. Þær aðferðir sem virka á karlmann eiga í flestum tilvik- um ekki við um kvenfólkið. Það eru því verstu hugsanlegu mistök sem hægt er að gera að konur heimfæri sínar þrár upp á „bráð“ kvöldsins. Þannig kemur það til að mynda oftast nær illa út fari karlmaður mikið að snerta konu sem hann er að daðra við, það virkar oft bara sem dónaskapur og káf. Konur eiga aftur á móti mjög auðvelt með að nálgast bráð sína á þann hátt. Ef kona og karl standa til dæmis saman við bar þá getur verið sniðugt að strjúkasl við manninn, rétt eins og það væri ómeð- vitað. Regla númer er eitt er að fara að málinu eins og um leik sé að ræða og karlmaðurinn er í besta falli leikmun- ur. Lykilspurning í upphafi leiksins er að spyrja sig að þvl: Hvemig vinn ég sigur i leiknum, hvaða brögðum þarf ég að beita? Bragð lötu konunnar Það er víst að það að tæla karl- mann er að öllum líkindum auðveld- ara verk en að ætla sér að tæla konu. Það er nefnilega hægt að gefa sér það að sama formúlan virkar á afia karl-. menn. Þeir þrá allir að heyra hve greindir, skemmtilegir og æðislegir þeir em. Að keyra á þessu er í raun bragð lötu konunnar. Karlmenn era egófigúrur, þeir em auðunnir á hrós- inu og skjallinu einu saman. Ef maðurinn sem dreginn er á tál- ar er dæmigerður „Kaupþingsgutti" eða tengdur fjármálaheiminum getur það getur reynst vel að læra aðeins inn á það hver staðan er á fjármála- markaðnum. Þannig gefst gott tæki- færi á því að opna fyrir einræðu hans og þú getur þóst fylgjast með af lotn- ingu. Auðvitað veist þú samt betur en hann hver staðan á markaðnum er. Beðið við barínn Ein leiðin er að fylgjast með bráð- inni og um leið með því hvernig drykkjan gengur hjá honum. Þegar Skoran klikkar ekki einni þeirra.“ Hér er um að gera að nýta sér aðstæður og láta vin- konurnar hjálpa við að koma upp ákjósan- legum aðstæðum Æsandi augngotur glas hans tæmist á að koma sér fyrir við barinn því þá styttist í það að maðurinn birtist. Þar býður maður- inn upp á drykk, enda vita allir al- vömmenn að það er lágmarkskurteisi í samskiptum við konur - og þeir sem halda öðm fram eiga ekki mikla von í hörðum heimi viðreynslunnar. Það er yfirleitt skilningur beggja aðila að þegar maður býður konu í drykk hef- ur hann keypt sér þann tíma með dömunni sem það tekur að drekka drykkinn. Og það vill konan líka, hún leyfir bara manninum að standa í þeirri trú að hann sé að draga hana á tálar. En vitaskuld er því öfugt farið. Borgar sig að vera margar saman Það mætti flokka kvenkynsveiði- menn í tvo flokka. Annars vegar er það konan sem leyfir manninum að halda að hann sé að táldraga hana en hins vegar er það konan sem tekur framkvæðið í sínar hendur. Konur verða frá fyrstu mínútu að vera sér meðvitaðar um það hvomm hópnum þær ætla að tilheyra. Ef kona ætlar að leyfa manninum að halda að hann hafi eitthvað um málin að segja er gott að fara á djammið með nokkrum vinkonum. Þannig verður hópurinn meira áberandi og karlmenn bregðast þannig við að þeir líta á þetta sem stærðfræðidæmi. „Þarna eru nokkrar saman, ég hlýt að geta náð athygli hjá Því hefur verið hald- ið fram að karlmenn kunni við frumkvæði af hálfu kvenna, en aðeins upp að vissu marki. Fmmkvæði er þó nauð- synlegt og þannig neita fæstir karlmenn dansi hjá konu sem þeim finnst á annað borð eitthvað varið í. Frum- kvæði getur ekki síst falist í kynþokkafullum augngotum. Að sögn reyndra kvenna í bransanum hefur það gefist ógurlega vel að velja sér mann og horfa á hann þangað til að hann finnur fyrir því að það sé verið að gefa honum auga. Þegar maðurinn skynj- ar hvað er á seyði verður hann aðeins upp með sér en þá er málið að láta sig hverfa. Vonsvikinn stendur drengur- inn eftir og reynir að sjá stúlkuna dul- arfullu. Eftirvænting hefur myndast þegar stúlkan birtist aftur og tekur upp spjall. Og þá er ekki langt í fulln- aðarsigurinn... Bros getur dimmu í dags- Ijós breytt Vingjarnlegt bros getur leitt karl- mann hálfa leið í rúmið. Sé brosi svarað með brosi þá er það nánast sama sem samþykki. Það er enn frem- ur afar auðvelt að lesa í augu karl- manns hvemig brosi er tekið - af- hjúpun augnanna er mikil. Bros skap- ar einfaldlega þá stemmningu að ekki reynist mikil þörf á óþarfa spjalli, næsta stig er sætir kossar og kelerí. Kynþokkafullur klæðnaður Konur komast langt á líkamanum einum saman og það er ekki hægt að gera annað en að hvetja konur til að nota þau vopn sem þær búa yfir. Kona að veiðum ætti því að klæðast efnislitlum fatnaði, svo sem stuttum pilsum, flegnum bolum, og sjá til þess að fotin séu sem þrengst. Þá þykja stígvel, gloss, leður og tígrisdýraefni af hinu góða. f Ó k U S 15. júní 2001 8 + Þa e r u engin ný sann- indi að mun erfið- ara er að sannfæra viðfang kyn- hneigðar þinnar um að leggja lag sitt við þig ef það er af kven- kyni. Mörgum konum sem snúa sér að lesbískum lifnaðarháttum blöskrar hversu mikla lagni þarf við að koma stelpunum úr nærbux- unum á djamminu, þess utan er al- þekkt að ófrýnilegir karlmenn og vanhæflr í fyllirísríðingunum gefist upp og skipti yfir í lauslátan hommaskap. Þeir gefa þá skýringu að hann sé auðveldari. Það er því að mörgu að huga ef klófesta á rottu án þess að notað sé eitur. Spegill kynfæranna Typpi eru blind og ekki hentug til að stýra veiðiferð hjálparlaust. Þau gera ekki greinarmun á golþorski og undirmálsfiski, á Madeleine Albright og Nelly Furtado, fyrr en þau rekur í strand á þurrt land. Þá ríður að eiga gott raka- k r e m , Ekki eru allir viðhlæjendur graðir Masterlykillinn að velgengni stráka þegar kemur að því að draga stúlkur á tálar liggur í tungulipurð- inni. Það er langur vegur frá bar- borðinu í rúmið og meiri list að af- klæða stúlkur með kjaftinum en augunum. Ágætt er að byrja á hinu síðarnefnda og láta augnaráðið gefa áhugann til kynna. Þegar spjallið hefst má skjallið ekki vera langt undan. Skjallið verður að vera í samræmi við umræðurnar til að virka ekki of smeðjulegt. Smeðju- skapur er, ef eitthvað er, verri óvin- ur kvennabósans en kuldalegt eða bælt viðmót. Besti vinurinn og skæðasta vopnið er aftur á móti fyndnin. Ein leiðin til aö greina stelpuna sem vill þig harðan, frá hinum, er að fara með misheppnuð gamanmál og fylgjast með viðbrögð- um hennar. Ef hún ein hlær er strákurinn á góðri leið. En muna verður að ekki eru allir viðhlæjend- ur graðir og þvi er ágætt að endur- taka þessa tilraun. Landskunnur út- varpsmaður bjó til þessa rímuðu þumalputtareglu: „Þrjú hlæ í röð, stúlkan er gröð.“ Ágætt er að vinna eftir henni. Allan tímann verður að hafa í huga að samræðurnar eiga að enda í samræði. Þvi er oft verra að vita of mikið um hagi stúlkunnar og verða þar með of tengdur henni til- finningalega. Stundum gefst hrein- skilnin vel en oftast er betra að dul- búa fyrirætlanir sínar um uppáferð- ir, þó þannig að báðir aðilar geri sér grein fyrir í hvað stefni. Pókerfésið Það er aðalsmerki leikmanns sem þekkir reglurnar; hæfileikinn til að auglýsa ekki fyrirætlanir sínar. Mjög góð taktík er að virða ekki væntanlega bráð viðlits fyrst um sinn, en nálgast hana með því að tala við aðra úr hennar vinahópi og láta stórkallalega, nota slangur sem enginn skilur og tala um frægt fólk sem húsganga á heimili sínu. Um- ræðuefnið verður að meta út frá aldri og stöðu stúlkunnar. Stund- um eru til dæmis íþróttaýkjur og slagsmálagrobb að gera sig en í öðrum tilvikum fjöldi ELO- stiga eða spakleg innskot um efnahagsástandið. Ölvunarstigið Til þess að hlutirnir smelli sam- an á djamminu er œskilegt að báð- ir aðilar séu staddir á svipuðu stigi í drykkjunni. Reynt fólk getur á Stig 1 1-2 bjórar augabragði greint ölvunarstig við- Stig 2 3-5 bjórar fangsefnis síns og metið framhald- Stig 3 Kippa ið út frá því og mœlir með stigi 3 Stig 4 Kippa + sterkt vín sem ákjósanlegri ölvun í þessari töflu sem góð er til viðmiðunar. Stig 5 Flaska af sterku víni Vertu ekki þú sjálfur Splæsingar Tvennum sögum fer af barsplæs- ingum hjá karlmönnum. Sumir sjá ekki meiri tilgang með að kasta aur- um í stelpuklof með þessum hætti en að fara með mánaðarkaupið í peningagjá. Þetta er hins vegar góð leið til að komast i tæri við stúlkur við barborðið. Á meðan beðið er eft- ir drykknum og hann drukkinn gefst góður tími til skrafs. Auk þess getur það þjónað tilgangi leik- mannsins að koma stúlkunni á sama ölvunarstig og hann er sjálfur. Athuga leiðslurnar Snertingar eru ágætar til að vekja á sér athygli, að þvi gefnu að þær séu ekki káf. Þar á milli er hárfin lína og persónubundin. Að leggja höndina sakleysislega á jafnsakleysislegan stað getur gefið góða raun. Þegar ein- hvers konar samband hefur náðst er jákvætt að leiða stúlkuna á milli. Það brenglar hugsun hennar og sendir henni þau skilaboð að eitthvað meira liggi að baki en samfarir. Aukabúnaður Fatnaður skiptir stúlkur miklu máli, en mestu skiptir snyrtileikinn. Ekki vera með gulan eymamerg í kvennaleitinni, ekki einu sinni þó bindið sé honum samlitt. Aðalatriði er að vera öruggur í fasi og að hafa sinn eigin fatastil. Að hórast með t í s k u - straumun- um getur virkað á einstaka h e i m s k a glyðru en það er hvort eð er ó h e i 11 a - merki að lenda í rúm- inu með konu sem hrifst af bleikum lit- um á sama tíma og Hugo Boss. Ýmsir aðrir hlutir geta virkað vel. Tóbaksfíkn- ir eru til dæmis mjög töff, og kon- um finnst karlar sem reykja eða taka í vör- ina oft mjög sjarmerandi og matsjó. J a f n v e 1 karlmenn sem eru of linir til að reykja ættu að ganga um með eldfæri, því margar viðreynslur kvenna byrja á „áttu eld?“ Þá er ver- ið að kæfa sjénsinn í fæðingu sé svarið neitandi. Hlutir sem klikka ekki Ekki vera þú sjálfur. Lygin er traust haldreipi djammhöstlersins. Mikilvægt er að gefa í skyn að kynn- in gætu orðið að einhverju meira en einnar nætur gamni og að ekkert sé fjær sanni en að ferilskrá þín sé flekkuð af fyrri ástarævintýrum. Sýndu henni virðingu. Sjálfsöryggi. Ef þú trúir þvi ekki sjálfur að þú verðir mættur á milli hnésbótanna á gellunni þegar líður á nóttina er ólíklegt aö ósk þín rætist. Skór. Af einhverjum óútskýr- anlegum ástæðum fylgir ein- hvers konar skófetish estrógen- inu i kvenmannslíkamanum. Flottir og snyrtilegir skór virka sem segull á þær. Að bjóða í glas. Það afþiakkar enginn ókeypis áfengi á íslandi. Drykkurinn er góð byrjun á spjallinu. Vel snyrtar hendur. Þegar konur horfa á hendur karlmanna eru þær ósjálfrátt að mæla út hvernig hringurinn fari á baug- • fingri og hvort þær beri vott um styrk til að bera þær upp í rúm. Handalausir menn hafa aldrei höstlað. Hvernig fer þetta svo allt saman? Sláandi niður- stöður! Niðurstöður úttektar Fókuss á brennivínsríðingum þjóðarinnar eru sláandi. Markmið kynjanna fara á engan hátt saman fyrr en en Bakkus hefur algerlega tekið völd- in af mannskapnum. Konur virðast undir niðri alltaf óbeint vera í makaleit og spila því leikinn oft á röngum forsendum. Margar þeirra vilja þegar allt kemur til alls ekki einnar nætur gaman, þó vissulega sé til það eðalkvenfólk sem veit fátt betra en að tæla menn til lags við sig og henda þeim út að morgni. Konur sem líta á drengi sem leik- fong. Það sem háir karlpeningnum all- verulega er hins vegar sú stað- reynd að hann hefur ekki tök á því að bæta sig af því að kvenfólk er mun óútreiknanlegra í því hvað það vill. Þaö er ekkert grín að ná sér í kvenmann. Konur geta á hinn bóginn alltaf beitt sígildum vopn- um á við það að sýna skoruna og bert hold almennt og kitla egó karl- mannanna. Niðurstaðan er því sú að láta Bakkus alfarið um málið. - hverniq tækla á hitt kvnið 15. júní 2001 f ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.