Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2001, Blaðsíða 10
Skoska popphljómsveitin Travis sendi í
vikunni frá sér sína þriðju plötu. Þó
frekar lítið fari fyrir þeim félögum og þeir
væru jafnvel til í að vera ósýnilegir (plat-
an heitir The Invisible Band) virðist ekk-
ert geta forðað þeim frá heimsfrægð.
IVausti Júlíusson skoðaði þessa vin-
sælu sveit.
Á toppinn með
. hógværðina og
hlédrægnina að
vopni
Travis: melódískt popp fyrir sumarið.
Slðasta plata Travis, The Man Who,
sem kom út árið 1999, var ein af þess-
•v um plötum sem fara frekar hægt af
stað í sölu en ætla aldrei að hætta að
seljast. Þegar hljómsveitin tók við Brit
verðlaununum fyrir bestu plötuna og
bestu hljómsveitina í febrúar árið 2000
hafði hún selst í 1,3 miljón eintökum
sem er frábær sala fyrir aðra plötu
hljómsveitar. I dag, rúmu ári seinna,
þegar nýja platan kemur í verslanir,
er The Man Who komin í 3 milljónir
og er enn að seljast dijúgt. Það er hægt
að bóka að nýja platan seljist mun
hraðar, smáskífan Sing er búin að
hljóma stanslaust undanfamar vikur í
I*- útvarpi og sjónvarpi og flest bendir til
þess að The Invisible Band, sem alls
staðar fær góða dóma, verði ein af að-
alplötum sumarsins. En kikjum að-
eins nánar á þá félaga.
Tók Noel Gallagher sér til
fyrirmyndar
Travis varð til upp úr annarri
hljómsveit, Glass Onion. Glass Onion,
sem varð til í byrjun tíunda áratugar-
ins, var skipuð Neil Primrose
trommuleikara og Andy Dunlop gít-
arleikara ásamt söngkonu og bræðr-
um sem spiluðu á bassa og hljómborð.
Þeir fengu Fran Healy söngvara til
liðs við sig og það leið ekki á löngu
áður en þessi rólegi og elskulegi ná-
^ ungi var búinn að bola burt söngkon-
unni og bræðmnum og hafði tekið
stjómina í hljómsveitinni. Hann gat
nefnilega samið lög. Fran segir í dag
að afi hans hafi verið nýlátinn þegar
þetta var og honum hafi því liðið und-
arlega, eiginlega verið sama um allt og
svo hafi hann líka verið nýbúinn að
lesa viðtöl við Oasis þar sem fram
kom að Noel Gallagher hefði eiginlega
stolið hljómsveit bróður síns og stýrt
henni til vinsælda. Hann ákvað á
sama hátt að „stela" Glass Onion og
það er ekki hægt að segja annað en að
honum hafi tekist ætlunarverkið. í
framhaldinu breyttist nafhið í Travis
eftir sögupersónu í kvikmynd Wim
Wenders, Paris, Texas.
Góðir vinir
Fran, sem var nemi i Glasgow Col-
lege of Art, fékk gamlan vin þeirra
Dougie Payne í bandið. Dougie hafði
fengist við skúlptúr í listaskólanum og
reyndar líka unnið i skóbúð með Neil
Primrose Hann hafði aldrei haldið á
bassa fyrr en innan tveggja vikna spil-
uðu þeir samt á sínum fyrstu tónleik-
um í listaskólanum og byijuðu fljót-
lega eftir það að taka upp prufuupp-
tökur. Einn meginstyrkur Travis er að
þeir eru allir mjög góðir vinir og væru
það jafnvel þó að hljómsveitarinnar
nyti ekki við. Árið 1996 voru þeir svo
komnir í stúdíó í Norður-London til
þess að taka upp sína fyrstu plötu á
nýju merki Andy McDonald,
Independente, en Andy þessi hafði
áður gert það gott með sveitum eins og
Housemeartins og La’s og með
Portishead hjá Go Discs-útgáfunni
sem hann stýrði áður en var nú að
stofna sitt eigið fyrirtæki.
Independente er fjármagnað af Sony
en samningur Travis er við Andy, ef
hann yfirgefur Independente þá fara
þeir með honum...
Fyrsta platan þeirra, Good Feeling,
þótti ágætlega heppnuð og vakti tölu-
verða athygli. Þeir urðu til dæmis með
það sama uppáhaldshljómsveit Noels
Gallaghers. Það var samt ekki fyrr en
með annarri plötunni, áðumefndri
The Man Who, sem hlutimir fóra
virkilega að gerast. Ekki með neinum
látum heldur hægt og sígandi...
Eins og ævintýri
Saga Travis er reyndar líkust æv-
intýri. Þannig eru nokkur atriði sem
hafa hljálpað þeim að verða jafnvin-
sælir og raun ber vitni. Eitt af þeim
er t.d. að á flestum tónlistarhátiðum
ársins 1999 í Bretlandi rigndi nánast
án afláts og í framhaldinu varð lagið
Why Does It Always Rain on Me eins
og einkennissöngur allra þeirra sem
mættu á tónlistarhátíðirnar það árið.
Þeir félagar í Travis spiluðu reyndar
sjálfir á V99 festivalinu og viti menn;
um leið og þeir byrjuðu á Why Does
It Always Rain on Me braust sólin
fram úr skýjunum og tónleikagestir
gátu ekki annað en skellt upp úr.
Annað atriði er svo útgáfa þeirra á
Baby One More Time með Britney
Spears. Lagið var b-hlið smáskifu,
smágrín sem aldrei átti að verða
meira en það en náði gífurlegri út-
breiðslu út um allan heim, þar á
meðal hérlendis eins og íslenskir út-
varpshlustendur geta borið vitni um.
Það er einhvern veginn eins og þess-
um heimakæru rólyndismönnum séu
ætlaðar gríðarlegar vinsældir, hvort
sem þeim líkar betur eða verr!
Ósýnilega hljómsveitin
Eitt af helstu einkennum Travis er
hógværðin og þetta hversdagslega ró-
lyndi sem umleikur þá. Þagar Fran
Healy mætti í þáttinn hans Ali G og
Ali jós yfir hann svívirðingunum
eins og hans er von og visa þegar
indie-popparar eiga í hlut brosti Fran
bara vingjarnlega, sagði nánast ekki
neitt og byrjaði svo að syngja. Það
kom líka fram í könnun sem Sony-
risinn gerði að 80% þeirra sem könn-
uðust við Travis héldu að það væri
nafnið á söngvaranum. Fran segir
20% vita of mikið...Nafnið á nýju
plötunni The Invisible Band er
þannig til komið að Fran fékk þá
hugmynd (í leigubíl á leiðinni heim
frá tónleikum í Camden) að besta
hljómsveitin sem gæti mögulega ver-
ið til væri ósýnileg hljómsveit. Svona
hljómsveit sem maður bara heyrði í
en sæi aldrei. Þannig mundi tónlistin
ein halda uppi heiðri sveitarinnar. Á
plötuumslaginu eru þeir ekki alveg
ósýnilegir en tiltölulega illgreinan-
legir samt, innan um hin trén í skóg-
inum...
12 melódísk popplög
En víkjum nánar að nýju plötunni.
Hún er tekin upp í L.A. af Nigel
Godrich sem er sennilega þekktast-
ur fyrir að taka upp Radiohead. Á
henni eru 12 lög og ólíkt síðustu
Radiohead-plötum eru þetta allt
dæmigerð melódísk popplög með
versum og viðlögum. Fran sagði ný-
lega frá tilurð laganna og eins og við
var að búast þá er þetta allt mjög
jarðbundið hjá honum, lögin eru flest
samin inn í herbergi „sitjandi á rúm-
inu mínu“ og fjalla um eitthvað mjög
hversdagslegt úr hans nánasta um-
hverfi. Sing flallar t.d. um það að
kærastan hans Nora vill aldrei
syngja upphátt þegar hann er á svæð-
inu. Honum datt því í hug að semja
lag um þetta og fannst líka sniðugt
að búa til
viðlag sem segði einfaldlega
„Sing!“. Og þá hafiði það. Spennandi,
ekki satt?
Ein af áhugaverðari endurútgáfum ársins er meistaraverkið Inspiration Information með Shuggie Otis.
Platan, sem týndist í plötuflóðinu þegar hún kom fyrst út árið 1974, er nú fáanleg á ný. Trausti Júlíusson
stúderaði þennan lítt þekkta snilling.
Frumkvöðull sem var of langt á
undan sinni samtíð
Það eru allir að tala um
Shuggie Otis þessa dagana.
John McEntire úr Tortoise,
Gilles Petersen, Tim Gane úr
Stereolab, Patrick Forge og
David Byrne eru bara nokkrir
af þeim listamönnum sem eiga
vart nógu stór orð til þess að
lýsa stórvirkinu hans In-
spiration Information sem var
að koma út aftur eftir 26 ár í
skugga gleymskunnar. En hver
er þessi Shuggie?
Undrabarn
Shuggie Otis er sonur rhyt-
hm & blús gítarleikarans og
hljómsveitarstjórans Johnny
Otis. Hann spilaði fyrst á gítar
inn á plötu þegar hann var 6
ára og þegar hann var orðinn
15 ára þá var gítarleik hans líkt
við Jimi Hendrix og Albert
King. En hann var ekki bara
fær á gítarinn. Hann var lika
afburða góður trommari, bassa-
leikari, víbrafónleikari, hljóm-
borðsleikari. Hann sendi frá
sér
tvær plötur á ferlinum, sú
fyrri, Freedom Flight, kom út
árið 1971 og sú seinni, In-
spiration Information, sem tók
þrjú ár í vinnslu, kom svo út
árið 1974.
Shuggie spilar á öll hljóðfær-
in á Inspiration Information
nema blásturshljóðfærin og
stengina. Hann var 19 ára þeg-
ar vinnsla plötunnar hófst.
Hann semur allt, tekur allt upp
og útsetur og syngur. Platan er
um margt á undan sinni sam-
tíð. Shuggie blandar saman
mjög ólíkri tónlist sem ekki
tíðkaðist á þessum árum, hann
notar trommuheila, (frumstæð-
ustu gerð) í tveimur laganna,
blandar saman instrúmental
lögum og sungnum lögum sem
var fátítt. Shuggie gerir þetta
allt sjálfur rétt eins og Prince,
bara fimm árum fyrr...
Framsækin grúvtón-
list með nútimalegum
hljóm
Tónlist Shuggie Otis er sam-
bland af soul, grúvi, djass,
rpkki. Hún á sitthvað sameigin-
legt með samtímatónlist Sly
Stone, Marvin Gaye og Curtis
Mayfield en er um leið til-
raunakenndari og opnari fyrir
nýjum og ólikum hlutum.
Shuggie þykir hljðma sums
staðar jafnvel eins og Jimi
Tenor eða ef við vitnum í Dav-
id Byrne „eins og samstarf DJ
Shadow og D’Angelo".
Um það leyti sem Inspiration
Information var að koma út var
Shuggie boðið að taka sæti
Mick Taylors í Rolling Sto-
nes. Hann afþakkaði og eftir að
platan fékk heldur dræmar við-
tökur dró hann sig að mestu út
úr spilamennsku. Hann var ein-
faldlega of langt á undan sinni
samtíð.
Platan er gefin út af Luaka
Bop í seríunni World
Psychedelic Classics sem fyrir
tveimur árum færði okkur frá-
bæra plötu, Oz Mutantes.